Morgunblaðið - 08.03.1991, Side 31

Morgunblaðið - 08.03.1991, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1991 31 Elínborg Þórarins dóttir - Minning Fædd 19. ágúst 1925 Dáin 3. mars 1991 Ég kera í auðmýkt Kristur hár og krýp, sem barnið smærri en smár Ég þrái frið, og þyrstur bið ó, miskunna þú mér. (Séra Einar Sturlaugsson, Patreksfirði) Með nokkrum orðum langar okk- ur systkinin að kveðja okkar elsku- legu systur Elínborgu Þórarinsdótt- ur sem nú hefur kvatt lífið eftir löng og ströng veikindi sem hún bar með einstöku æðruleysi og dugnaði svo af bar. Bogga, eins og við kölluðum hana, fór ekki var- hluta af erfiðleikum lífsins, sem óneitanlega hafði sín áhrif á líf hennar. En það var ekki í hennar anda að vorkenna sjálfri sér heldur var í fyrirrúmi hjá henni umönnun fyrir öðrum. Hún var mikil húsmóð- ir og mjög gestrisin. Það var gott að koma á heimilið hennar hlýja, þiggja veitingar og hlusta á orð- heppni hennar og hnyttin svör. Það var stutt í glettnina hjá henni. Það streyma fram svo ótal marg- ar hugljúfar minningar um hana, sem við geymum með okkur t.d. frá æskuárunum, þegar við voru flest heima af þessum stóra systkina- hópi. Við erum aðeins þijú eftir, Aðalheiður búsett í Florida í Banda- ríkjunum og við undirrituð. Okkur veittist sú gleði sl. haust að fá fjar- stadda systur okkar í heimsókn frá Bandaríkjunum, en við gerðum okk- ur fulla grein fyrir því að það voru þeirra síðustu kveðjustundir, það voru yndislegar stundir hjá okkur. Elínborg var ein af tólf börnum foreldra okkar Guðmundínu Einars- dóttur frá Stekkadal í Rauðasands- hreppi og Þórarins Bjarnasonar í Kollsvík, en þar bjuggu þau lengst af. 1930 fluttu þau til Patreksfjarð- ar og 1950 til Reykjavíkur. Elínborg giftist Agnari Einars- syni og áttu þau 6 börn. Þau slitu samvistum. Tvö fyrstu börnin sín misstu þau mjög ung, ijögur komn- ust til fullorðinsára, þar af er látinn sonur þeirra Einar Þór, hin eru Ævar og Ragnar sem báðir eru sjó- menn og Erna sjúkraliði. Barna- börnin eru fjögur sem nú sárt sakna ömmu sinnar sem var þeim svo góð. Á milli þeirra ríkti mikill kær- leikur. Við sendum þeim öllum, * Guðmundur J. Arna- son - Minning Fæddur 22. desember 1934 Dáinn 27. febrúar 1991 Þá er skeiðið á enda. Þetta var sú hugsun sem fyrst greip mig, er ég frétti að morgni miðvikudagsins 27. febrúar að Guð- mundur Jóhannes Árnason frændi minn hefði látist eins og hendi væri veifað þá um morguninn. Vér fæðumst í heiminn til þess að renna þetta ákveðna skeið. Hjá sumum er það slétt og fellt eins og spegil- sléttur hafflötur í blankalogni með fagurri fjallasýn hvert sem litið er. Hjá öðrum geisa óveður þar sem nýta verður allan kraft til þess að stýra fleyinu heilu í gegnum óveð- urshaminn. Rétt til þess að koma fleyinu í lag í stundarfriði fyrir næstu siglingu, sem aftur mun verða löng og ströng og auðvelt að tapa áttum, skíni leiðarstjarnan ekki skært á himinhvolfinu. Líkingin við sjómannslífið og siglinguna er ekki alveg að ástæðu- lausu. Guðmundur eyddi nefnilega stórum hluta ævinnar til sjós. Guð- mundur byijaði til sjós 9 ára gam- all með föður sínum Árna Sumarlið- asyni á opnum árabáti frá Bolung- arvík. Dvöl Guðmundar á hafinu varð táknræn á margan hátt. Þvert gegn vilja sínum var Guðmundi varpað í sjómannshlutverkið. Guðmundur sem í raun var ákaflega viðkvæm og fíngerð sál sagði mér oft að hann hefði kosið að leggja fyrir sig tónlistarnám. Þannig að við sjáum glöggt að ekki ráðum við alltaf okkar nætur- stað. Og jafnframt við endapunkt sem dauðinn er að minnsta kosti hvað jarðlífið varðar lítur maður yfir farinn veg og reynir að sjá samhengið og tilganginn. Guðmundur var þeirrar mann- gerðar að hann efldist og þroskað- ist við hverja raun og færðist sí- fellt nær guði sínum. Þannig að ti'úin á guð varð honum sífellt meira hjartfólgin með hveiju árinu og var í raun hans leiðarstjarna í lífinu fyrst ómeðvitað síðan meðvitað. Að leiðarlokum: Megi Guðmund- ur Jóhannes Árnason sigla fleyi sínu í friði síðasta spölinn og guð gefi þeim sem eftir standa styrk í sorg- inni og kraft til þess að takast á við vandamál hversdagsins. Elsku Mimi, Stefán Samúel og Solva, guð veri með ykkur. Blessuð sé minning Guðmundar Jóhannesar Árnasonai'. Árni Jónsson Sigurðsson Guðmundur var fæddur í Bolung- aiTÍk 22. desember 1934, sonur hjónanna Árna Sumarliðasonar og . Jónínu Sæunnar Gísladóttur. Hann bjó þar til 16 ára aldurs er hann flutti með foreldrum sínum til Reykjavíkur og bjó þar alla tíð síð- an. Hann fór snemma að stunda sjóinn, fyrst á árabát með föður sínum 9 ára gamall. Hann lauk prófi frá Stýrimannaskólanum og starfaði sem stýrimaður og skip- stjóri á ýmsum togurum um árabil. Frá 1976 varð hann framkvæmda- stjóri Gistiheimilisins Snorrabraut- ar 52 og gegndi því starfitil dauða- dags. Guðmundur átti tvö alsystkini, Kristrúnu, sem er látin og Ragn- heiði, sem lifir bróður sinn. Ilálf- bróður átti hann, Magnús Árnason, sem er látinn. Guðmundur var meðalmaður vexti, ljós yfirlitum og þéttur á velli. Hann var hæglátur í allri fram- göngu og vandaði mjög til allra verka og gekk ekki að neinu nema að vel athuguðu máli. Þegar tengd- afaðir minn lést tók Guðmundur við stjórn Gistiheimilisins og erum við hjónin þakklát honum fyrir stuðn- ing hans. Hann sinnti málum Gisti- heimilisins sem væri það hans eigið og var svo annt um orðstír þess að enginn fékk þar inngöngu sem hafði á sér vafasamt yfirbragð. Varð engu um þokað þó hart væri geng- ið eftir. Hann mat mikils áreiðan- leika og stefnufestu. Guðmundur bjó undanfarin 25 ár með Mimmí Midjord, færeyskri konu, sem um árabil vai' ráðskona á Gistiheimilinu. Ólu þau að mestu upp sonarson Mimmíar frá fyrra hjónabandi, Stefán, auk dætra hennar Solvu og Ednu, sem lést úr bráðum sjúkdómi fyrir 3 árum. Skömmu síðar veiktist’ Mimmí þannig að hún hefur verið bundin hjólastól undanfarin ár. í þessum erfiðleikum hefur reynt á skapfestu og trúmennsku Guðmundar, sem var konu sinni stoð og stytta. Er nú skarð fyrir skildi eftir andlát hans. uÝTT S'MANÚMER augUsingadbld^ onn WIKA börnum og barnabörnum, okkar innilegustu samúðarkveðjur og biðj- um Guð að blessa þau. Að lokum langar okkur að þakka öllum lækn- um og starfsfólki Landakotsspítala fyrir góða umönnun og elskulegheit við systur okkar. Sérstakar þakkir til þeirra lækna Sigurðar Björnsson- ar og Steinars Jónssonar. Fari elsku systir í friði, — friður Guðs hana blessi og hafi hún þökk fyrir allt. Elsa og Ingólfur Við þökkum Guðmundi fyrir góð kynni og vottum ástvinum og ætt- ingjum hans samúð. Blessuð sé minning hans. Lúðvík Olafsson, Hildur Viðarsdóttir. Hjartkær vinur og fyrrverandi tengdamöðir mín Elínborg Þórar- insdóttir verður jarðsungin í dag 8. marz. Bogga eins og við öll kölluðum hana kvaddi þennan heim 3. marz á Landakoti eftir hetjulega baráttu við sinn sjúkdóm. Elínborg var sérstök og einn af hennar góðu kostum var frásagnar- gleði og mikil kímnigáfa. Oft sátum við og hlógum dátt yfit' frásögnum hennar af uppátækjum barna henn- ar og öðru skemmtilegu sem á daga hennar hafði drifið. Þessir hæfileik- ar nutu sín til hinstu stundar. Að koma til Boggu á spítalann var aldr-. ei leiðinlegt og ósjaldan hlegið dátt. Ævispor Boggu rpinnar voru oft erfið. Með manni sínum fyri'verandi Agnari Einarssyni eignaðist hún sex börn en sá á eftir þremur þeirra, Ernu þriggja daga, Einari Þór sex mánaða og Einari Þór 24 ára, sem var henni þung raun. Bogga hafði aldrei úr miklu að spila en kaffi og með því var alltaf á borðum sama hvenær komið var og jólapakkarnir vöktu ávallt undr- un mína. Húm uppfyllti allar óskir barnanna, það var mjúkur, harður og sætur pakki. Aðfangadagur án ömmu Boggu verður börnum mín- um ný reynsla en minningin um öll þau liðnu munu lifa ljúft. Ákveðnar skoðanir hafði Bogga á flestum hlutum og lét þær óspart í ljós ef henni þótti ástæða til, án þess að draga þar nokkuð úr. Að deyja er mönnum misþungt, fyrir Boggu var það eðlilegasti hlut- ur. Hræðsla eða kvíði varð ég aldr- ei vör við. Lifa vildi hún til að sjá öll sín barnabörn fermast og það gerði hún. Bogga mín trúði einlægt á Guð, og líf eftir dauðann með honum var henni fagnaðarefni. Af þessari sterku trú sinni miðlaði hún okkur og barnabörnum sínum gaf hún þá gjöf að geta litið á dauðann með minni kvíða. Andlát Boggu var fallegt, hún sofnaði sátt við Guð og menn, hjá henni voru dóttir, systir, ég og dótt- ir mín, en sonur, sonarsonur og dótturdóttir voru skammt undan. Elsti sonur hennar hafi farið til sjós deginum áður eftir mánaðarleyfi til að njóta samveru með móður sinni. En ein sonardóttir hennar er við nám í Bandaríkjunum. Bogga kvaddi þennan heim í faðmi fjöl- skyldu sinnar. Ég og börn mín þökkum ömmu allt og minningin um hana um ylja okkur um ókomin ár. Elsku Ævari, Ragga, Ernu, barnabörnum og ástvinum öllum votta ég mína dýpstu samúð. Bless- uð sé minning hennar. Helga Elís Verð 1.045 þús. sjálfsk., miðaö við staðgreiðslu GREIÐSLUSKILMÁLAR FYRIR ALLA. UHONDA VATNAGÖRÐUM 24, RVÍK., SÍMI 689900 Þrýstimælar Allar stærðir og geröir -L_i- ©taiHlaaiiiW Jéœsom Si ©@ M. Vesturgötu 16 - Símar 14680-13280 Honda *91 Civic Sedan 16 ventla SVO GOTT AÐ ÞU GLEYMIR ÖLLU ÖÐRU tinKaumDoo MbM ísXeaslc ÍÍÍií Ameríska Tunguháls 11 • sími 82700 ÆaE&ás '3%£&íák #mr'£ 'Z&Xlx,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.