Morgunblaðið - 08.03.1991, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 8. MARZ 1991
33
Hjónaminning:
Anna K. Björnsdóttir
Sveinbjöm Pétursson
Anna Kristín
Fædd 4. júlí 1894
Dáin 21. júní 1990
Sveinbjörn
Fæddur 13. júlí 1890
Dáinn 19. apríl 1990
Þau bjuggu í Innribænum. Undir-
ritaður kíkir inn í minningar æsku-
daga.
I Innribænum er allt fágað og
prýtt, hvergi sér fis né ryk. Snarað-
ar þiljur, slitin stigahöft af umferð
margra kynslóða, skarsúðin í bað-
stofuloftinu uppi, sligaðar glugga-
kistur, slitin og gisin fjalagólfin.
Allt er hvítskúrað. Á gólfum í eld-
húsi og gangi eru hreinir strigapok-
ar. Múrpípa úr leirrörum við elda-
vélina snöruð undan sligun gamla
bæjarins sprungin og myndast þrá-
látur sótleki. Þau eiga borð og stóla.
Onnur húsgögn eru mest kistlar og
koffort. Veggina prýða innrammað-
ar forsíður danskra tímarita, mynd-
irnar eru af glöðum börnum og
fallegum kisum. Rúmábreiðan í
baðstofunni er fín og þar og í stof-
unni niðri gefur að líta litfagrar
skeljar og ýmislegt skraut sem
maður er feiminn við. Enda kem
ég sjaldan í þær vistarverur. í eld-
húsi og kamesi er ég hagvanur.
Eg kný ekki dyra, paufast inn úr
skúrnum, um göngin með skelli-
hurðum gegnum vegginn, inn í eld-
húsið. Við blasir birtan úr smárúð-
óttum glugga í djúpri veggjartóft
og ber birtu í eldhús og kames.
Hún stendur í birtunni hallast að
borðrönd og grófir bambuspijónar
hamast í lopanum. Hún situr sjald-
an, en stendur svona við vinnu sína
á öðrum fæti og hvílir hinn á rist
þess sem hún stendur í.
Iiún hefur alltaf haft ánægju af
smábörnum og mörg passað.
„Stákalingur" „steppuskinn" eru
hennar gæluorð. Ég er enn heima-
gangur þó mér sé ekki lengur í
minni þegar hún var dagmamma
mín og það var áður en það starfs-
heiti varð til. Ég er orðinn feiminn
að bera upp erindið sem mér var
áður tamt: „Anna, viltu gefa mér
köku.“ Hún gerir bón mína. Svarar
sinni sérkennilegu önugu rödd.
Þannig er það bara, bakvið er bæði
kímni og hlýja. Kökurnar segir hún
vera frá jólabakstrinum í fyrra og
þetta er á haustmánuðum. Gyðinga-
kökurnar eru besta, stökkar og
gómsætar, sumar með gati í miðj-
unni. Ég hef alltaf dáðst að henni.
Hún er svo fríð, smávaxin, teinrétt,
hárið með mógulum blæ myndar
bylgjaða umgjörð um andlitið,
þykkar fléttur vafðar um höfuðið
eða í hnút í hnakka. Slegið nær
hárið niður í mitti. Göngulagið er
líðandi mjúkt, tifar handleggjum.
Léttklædd úti á sumrin hoppar hún
yfir föngin í röð á túninu. Á vet-
urna úti, klæðist hún blárri kápu
þykkri með brúnum loðkraga, tígu-
lega fögur, aldrei sem þá.
Að bæjarbaki stendur lítil timb-
urskemma. Þar inni finn ég mann
við iðju sína. Hann smíðar tunnu.
Verkfærin hans eru öll á sínum
stað. Þau eru máluð hvar sem ekki
eru á þeim slitfletir. Ég á útskorið
púlt eftir hann þó hann fáist lítið
við útskurð. Ég á heilt stóð hrossa
eftir hann. Klárarnir hafa kolsvört
augu úr skotthúfupijónum. Sumir
eru grábláir á litinn eins og tunn-
urnar. Ósköp hefur hann átt af
þessari grábláu málningu. Sumir
klárarnir draga kerru og eru
gegnsplittaðir við kjálkana. Þannig
á það að vera þó mér eldri strákar
gagnrýni það rökfræðilega séð, að
gegnsplitta klárana svona. Ég fæ
að tálga spýtu litla stund og kannski
dálítið kjass og klapp á kollinn um
leið og hann stjakar mér útfyrir og
skellir aftur. Utantúns stendur fjár-
húskofi hans. Heflaðir viðir og
smekklegur frágangur bera merki
um haga hönd og snyrtimennsku.
í nausti stendur bátur hans, Venus.
Grár á litinn, öðruvísi en allir aðrir
bátar. Við sjóinn stendur hjallur
hans, oft ilmandi af harðnandi físki.
Hann er alltaf snyrtilegur til fara.
Stórskorið andlitið, með klumbu-
nefi, beinaber, teinréttur, hávaxinn,
skálmar álútur, stórstígur, ber
hvolpana.
Hann á merkileg stígvél, spennt
um lærið ofanvið hné, hvorki lág-
stígvél né bússur, trúlega keypt í
erlendri höfn. Þau koma sér vel
þegar hann fer að smala, sjórinn
og drullan ganga höfðinu hærra
þegar hann göslast yfir vogana, án
þess hann óþrífi sig. Enginn er
hans jafnoki í gösli. Hann hóar að
fénu skerandi hljóðum þess er heyr-
ir ekki sína eigin rödd.
í daglegu tali hétu þau Anna
Bjöms og Bjössi P. Þau kynntust í
Látrum og giftu sig í Reykjavík 12.
júní 1920. Þau streittust ekki við
ábúð eða eignasöfnun, en bjuggu í
húsmennsku langa ævi. Verðugir
fulltrúar þeirrar stéttar, sem áður
var algeng í sveitum. Þeir síðustu
hér um slóðir. Byggðu sína afkomu
á iðni, nýtni og nægjusemi. Háð
þeim sem meira máttu sín og lögðu
á móti það liðsinni sem í þeirra
valdi stóð. Þau voru 26 ár í Skáleyj-
um, 20 ár í Svefneyjum, 16 ár í
Flatey og þá í ellinni í eigin hús-
næði. Börn áttu þau ekki, eníóstur-
börn þeirra, Árni Bergmann Þórð-
arson og Ólöf Hannesdóttir, ólust
upp í Skáleyjum.
Bjössi P. var Svefneyingur 6. í
röð 8 barna Péturs Hafliðasonar í
Svefneyjum og k.h. Sveinsínu
Sveinsdóttur frá Vesturbúðum í
Flatey. Pétur var sjómaður og þau
bjuggu á '/t Svefneyja, jafnan við
heldur þröngan efnahag. Fóru í
húsmennsku í Látrum og þar hélt
Bjössi heimili með móður sinni eftir
að hún varð ekkja 1910.
Hann kynntist flestum þáttum
sjómennskunnar, fyrst áraskipum,
síðan á þilskipi frá Flatey og var
svo margar vertíðir á togaranum
Skallagrími við útgerð Kveldúlfs.
Á Skáleyjaárunum var hann oft-
ast á sjónum á veturna. Hluta pr
sumrum fór hann í kaupavinnu oft-
ast að Brekku í Gufudalssveit, eða
krafsaði dún fyrir bændur. Þess
utan dútlaði hann ^ð sínu. Heyfeng
handa 20 kindum snapaði hann
hingað og þangað, flutti að á Ven-
usi. Konan og börnin þurrkuðu hey-
ið á túnbleðlinum við fjárhúsið og
sinntu fénu þegar hann var á sjón-
um.
Marga lúðuna dró hann á Venusi
og sótti til fiskjar frá Bjarneyjum
á haustin. Venus hafði bensínvél.
Gang hennar prófaði hann með því
að bregða hendi yfir púströrið.
Heyrnina missti hann á fimmtugs-
aldri. Sérgrein hans í smíðum var
stafaílát, mjaltafötur, þvottabalar,
blöndukútar, vatns- og súrmatar-
keröld hans voru þekkt víðsvegar.
Höldur á mjaltafötum tengdi hann
fötueyrunum með hvalskíðum.
Balaeyrun voru sniðin í þægilegt
grip, markað fyrir hveijum fingri.
Mörg voru ílátin skreytt þannig að
járngjarðirnar höfðu annan lit en
stafirnir. Þar sem liðs var þörf s.s.
við að setja bát eða reka fé í að-
hald var hann jafnan fyrstur manna
á vettvang og rak á eftir. Gekk að
verki með „súper“ togarakrafti pú-
andi belgdum gúl. Togarajaxlinn
slfellt að blása frá sér ágjöfinni.
Á sjónum kynntist hann háska
og erfiði. Stundum var siglt með
aflann og hann kom á erlendar
hafnir. Ur ferðum sínum færði hann
margt gagnlegt heim. Á landamær-
um lífs og dauða stóð hann með
áhöfninni innilokaðri í lestinni, í
lengri tíma í skipinu á lögginni við
að færa til farminn, lengstaf í al-
gjöru vonleysi í ofsaveðri út af
Faxaflóa. Vestur á Hala tók hann
út og taldi sig hafa lent undir kjöl.
Fjölskyldan kynntist kvíðanum.
Fósturdóttirin gaf Slysavarnafélagi
íslands sína verðmætustu eign, í
einlægni barnsins, túkallinn sem
læknirinn hafði gefið henni.
Héyrnarleysið og umsetin pláss
á Reykjavíkurtogaranum á kreppu-
árunum lögðust á eitt og ráku hann
endanlega í land. E.t.v. olli heyrnar-
leysið nokkrú um þá beiskju sem
jafnan innifyrir bjó í biand við eðlis-
læga spaugsemi. Orðheppinn og
glöggur á snögga bletti náungans
hafði hann sér að tómstundagamni
að skrifa kunningjunum. I bréfun-
um steig æringinn villtan dans við
beiskjuna. Skaplyndi viðtakenda
réði mestu um hvort meira kitlaði
taugar hláturs eða vandlætingar. í
Svefneyjum var hægara um heima-
tökin til heyskapar, en í Skáleyjum.
Hann hætti að fara í kaupavinnu.
Seldi bátinn. Aldur færðist yfir.
Anna Björns var frá Hólum í
Reykhólasveit. Næstelst 14 barna,
sem 10 náðu aldri. Foreldrar voru
hjónin Ástríður Brandsdóttir frá
Hlíð, Þorskafirði og Björn Björns-
son, sem átti rætur beggja megin
heiða við Húnaflóa og Breiðafjörð.
Hún kynntist í æsku mikilli fátækt.
M.a. minntist hún þess að þau
systkinin voru bara í rúminu meðan
þvegið var af þeim, því þau áttu
ekki til skiptanna. 11 ára fékk hún
vist í Látrum og var lítið heima
eftir það. í Látrum taldi hún sig
hafa fengið þá mennt til munns og
handar sem hún síðan bjó að. Auk
þess fór hún vetur til matreiðslu-
náms í Reykjavík áður en hún gifti
sig.
Hún var afkastamikil við prjón-
ana. Hann fór með pijónles hennar
í kippum, sokka og vettlinga og
seldi togarakörlum. Heim kom hann
með filmur og plötur. Hún átti
myndavél og grammafón. Þessi
kona sem vel þekkti fátækt og erf-
iði, leyfði sér að kosta nokkru til
tómstundagamans. Myndavélar
voru ekki orðnar almenningseign
og því er það hennar verk að margt
er til á myndum sem annars væri
ekki.
Til var að hún keyrði gramma-
fóninn fyrir dansi þó ekki væri það
oft. Má vera að hún hafi verið efni
gott í nútíma plötusnúð. Hún gaf
gaum að fegurð umhverfisins, kom
kannski hlaupandi til að vekja at-
hygli á hillingunum eða tíbránni.
Þar sem öðrum var umhverfið grátt
fann hún litfagrar skeljar og steina,
sem hún skreytti sitt heimili með.
Eftir að hann hætti ferðum, drógst
saman sjóvettlingasala hennar. Hún
komst upp á lag með að pijóna lopa-
peysur. Þær urðu víða þekktar, fín-
ar, hlýjar, notaðar til spari, því þær
vofu ekki slitsterkar.
Hún var eyrun hans. Hann las
af vörum hennar, eða hún skrifaði
með fingri á handarbak sér. Hann
las jafnóðum hálfar setningar og
skildi afganginn.
Lítum inn til þeirra í Vina-minni
við Hafnarsundið í Flatey. Segjum
að liðin séu 30-35 ár frá því sem
ég sníkti köku í Innribænum og
tálgaði spýtu í skemmunni. „Sælnú
vinur,“ segir hann í gættinni.
„Gebbðonum kaffi,“ hrópar hann
inn. „Mér leiðist þessi hávaði,“ seg-
jr hún og ber á borð. Hann kemur
með vindil og snafs. Sjálfur hefur
hann alla tíð verið hófsmaður á
áfengi en hefur gaman af að gefa
út í kaffið. „Þetta er helvískur
glussi,“ segir hann og snarat' pyttl-
unni á borðið. „Það er ljótt að gefa
honum svo mikið að hann finni á
sér,“ segir hún. Sami hreinlætis-
og snyrtimennskubragurinn og áð-
ur. Veggi, hillur og borð prýða fjöl-
skyldumyndir og fjöldi krosssaums-
mynda hennar sjálfrar. Steina- og
skeljasafn hefur stóraukist. Góð
húsgögn, enginn fátæktarbragur.
Iðn hans hefur dregist saman, situt
mest og tálgar í eldhúshlýjunni,
sjóndapur. Fuglar hans og hestar
hafa grófari svip en áður. Enn er
hann allt í senn: spaugsamur,
skömmóttur, kvartsár, iðjusamur,
veitull. Fáeinar kindur og hænsni i
kofum, síðasti bústofninn. Hvert
sinn sem Baldur leggst að er hann
fyrstur á bryggjuna, hátt á níræðis-
aldri. Leiðist honum að bíða brott-
farar biður hann einhvern að sleppa
fyrir sig þó enginn hafi falið honum
ábyrgðina.
Búsetu þeirra í Flatey lauk haust-
ið 1983 með því að hann lærbrotn-
aði á eldhúsgólfinu þeirra. Sjúkra-
húsið í Stykkishólmi varð hans síð-
asti samastaður. Kominn á tíræðis-
aldur, rúmfastur, nær blindur,
heyrnarlaus í 50 ár fylgdist hann
með aflabrögðum í Hólminum og
innti frétta heiman úr eyjum. Að-
eins síðustu 2-3 árin fór raunveru-
leikinn að fölskvast. Anna hugsaði
sig ekki lengi um haustið 1983.
Hún seldi eignina í Flatey og keypti
lítið hús í Hólminum og bjó þar
meðan hún gat. Þangað mun hún
hafa flutt með nokkurri eftirvænt-
ingu. Átti þar vinkonur sem hún
hugði gott til samvista.við. Ég vissi
að það varð henni mikil raun að
strax á fyrsta ári hennar þar, fluttu
þær fyrr en varði yfir móðuna
miklu. Kallið mikla kemur oft fyrir-
varalítið. Sjúkrahúsið varð einnigr
hennar síðasti samastaður.
Meðan hún enn bjó í húsinu sínu
kom ég til hans í hennar fylgd. Hún
hvarf til hans. Hann kyssti hana
blíður. Sambúð þeirra varð 70 ár.
Samanlagður aldur 196 ár. Þau
ráðstöfuðu sjálf sínum reitum og
mun hún hafa ráðið mestu um.
Dvalarheimilinu gáfu þau húsið.
Sjúkrahúsinu gáfu þau leitar- eða
könnunartæki til hjálpar heyrnar-
skertum, eða varnar heyrnar-
skemmdum.
Þau áttu góðan að, sem í minn-
ingu beggja veittu rausnarlega við
útför þeirra. Við útför hans var síð-
asti snafsinn veittur í hans nafni
og þótti vel hæfa. Ósagt skal látið
hvort honum hefði þótt það hálf-
gerður glussi og engum var sá
grikkur ger að hann fyndi á sér.
Vel er að hvers og eins sé minnst
í lians anda.
Með kveðju til fjölskyldna þeirra,
Jóhannes Geir Gíslason
+
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma,
ÁSTA VALDIMARSDÓTTIR,
Grænukinn 28,
Hafnarfirði,
lést á Landakotsspítala miðvikudaginn 6. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Reynir V. Dagbjartsson,
Fjóla V. Reynisdóttir, Erlendur Ingvaldsson,
Guðlaug Reynisdóttir, Heiðar Reynisson,
Bryndís Reynisdóttir, Eiríkur Haraldsson,
Sverrir Reynisson, Soffía Matthíasdóttir
og barnabörn.
AXEL MAGNÚSSON
pípulagningameistari,
Tryggvagötu 26,
Selfossi,
sem lést í Borgarspítalanum þann 3. mars sl., verður jarðsettur
frá Selfosskirkju laugardaginn 9. mars kl. 13.30.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigríður Einarsdóttir, Benedikt Þór Axelsson.
Lokað
Fyrirtækið er lokað í dag, föstudag, frá kl. 12.00
vegna útfarar ÚLFARS ÚLFARSSONAR, prentara.
G. BEN. Prentstofa hf.,
Nýbýlavegi 30,
200 Kópavogi.
Birting' afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritstjórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.