Morgunblaðið - 24.03.1991, Page 4

Morgunblaðið - 24.03.1991, Page 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 MANNFJÖLDI ■ ÁÍSLANDI1. Fertug kona af ætt tapirape-indíána í Suður-Araeríku. Sextugur varð Sean Connery fyrst kyn- þokkafuliur. gegnum þessa kreppu, en ef ekki eiga þeir til að staðna og verða uppteknir af sjálfum sér. Tóm- leikatilfinning og áhugaleysi á fjöl- skyldu og ef til vill vinnu einkenn- ir þá einstaklinginn og getur það jafnvel leitt til sálrænna truflana. Einnig getur það átt sér stað að einstaklingurinn fari til baka á fyrri stig og eigi jafnvel í einu ástarsambandi eftir annað, án þess þó að hann gefi nokkuð af sjálfum sér. Getur það oft verið hinn „grái fiðringur". í þessu sambandi má geta þess, að til eru sálfræðingar sem álíta að menn fyllist sjálfshrifningu eð- a„narkissmus“ takist þeim ekki að vinna sig út úr þessari kreppu. Og reyndar finnst mörgum sem sú manngerð sé orðin ansi algeng í hinum vestrænu þjóðfélögum og megi rótleysi kenna um. Að fólk vanti hin föstu form til að fara eftir og viti ekki hvað það eigi að búa börn sín undir. Sjálfshrifning lýsir sér svo í erfiðleikum við að tjá tilfinningar, svo sem sorg og gleði, menn verða að hafa aðra til að spegla sig í, eru óöruggir, forð- ast skömm, en eru afar sólgnir í hrós. En Erikson segir að það sé eng- inn dómur yfir mönnum þótt þeim takist ekki að vinna sig út úr einni kreppunni, þeir geri það oft þegar næsta kreppa dynur yfir. Á áttunda stiginu, sem getur komið á mismunandi aldri, verða menn sáttir við líf sitt, þ.e. ef þeim tekst að vinna sig út úr erfiðleikun- um, en ef ekki fyllast þeir örvænt- ingpi og vanmætti. Verða hinir dæmigerðu nöldurseggir. Langlífi í byijun áttunda áratugarins var ■ árgangur Kennaraskólans nokkuð DES. 1990 Alltlandið 255.855 0-4 ára 21.511 5-9 ára 20.819 10-14 ára 21.057 15-19 ára; 21.330 20-24 ára 20.620 25-29 ára 21.746 30-34 ára 21.158 35-39 ára 19.016 40-44 ára....: 16.648 45-49 ára 13.330 50-54 ára 10.319 55-59 ára 10.468 60-64 ára 10.^20 65-69 ára 8.778 70-74 ára 6.966 75-79 ára ;.. 5.247 80-84 ára 3.496 85 áraog eldri fjölmennur og á þáverandi rektor skólans, dr. Broddi Jóhannesson, að hafa sagt við nýbakaða kenn- ara, að þegar þeir kæmu til ára sinna yrði meirihluti þjóðfélagsins gamalmenni. En hvaða aldurshópar eru stærstir í íslensku þjóðfélagi? Samkvæmt tölum frá Hagstofu íslands 1. desember 1990, er mannfjöldi alls 255.855. Fjölmenn- asti aldurshópurinn er 25 til 29 ára, eða 21.746, og eftir það minnka tölumar sífellt og á aldrin- um 70 til 74 ára eru t.d. 6.966 manns og 85 ára og eldri eru 3.026 manns. íslendingar, Japanir, Grikkir og Svíar lifa manna lengst. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræð- ingur segir að velmegun og mestu ævilíkur haldist í hendur, en það sem vegi einna þyngst á metunum tölfræðilega sé ungbamadauðinn sem er lægstur hér á íslandi. „Það er athyglisvert að þjóð eins og Grikkir sem eyða aðeins broti af því sem við eyðum í heilbrigðis- þjónustu, og búa auk þess við fá- tækt, skuli hafa svo miklar ævilík- ur. En ástæðuna fyrir langlífi Grikkja má ef til vill finna í fæðu Hiþii mm'&msfih duuuu ís. - þeirra. Þeir borða mikið grænmeti, kjöt og fisk, nota ólífuolíu en ekki smjör, borða kolvetnaríkar korn- vöraróg tiltölulega lítið af mjólkur- afurðum. Komið hefur i ljós að jafnvel þótt fæði þeirra sé jafn feitt og okkar, þá hefur notkun ólífuolíu önnur áhrif á blóðfitu heldur en notkun smjörs eða ann- arrar fitu. Kólesteról í blóði Grikkja er lágt borið saman við aðrar Evr- ópuþjóðir og hjartasjúkdómar mjög fátíðir. Sama má raunar segja um allar Miðjarðarhafsþjóðir þar sem ólífuolía er notuð í stað smjörs.“ Sextugar mæður Þær tölur sem fyrst heyrðust um langlífi í Kákasusíjöllum og víðar voru á bilinu frá 120 til 170 ár. En á síðustu áram hafa vísinda- menn sagt að þær væru ýktar því Kákasusmenn, sem eru mjög stolt- ir af aldri sínum, áttu það til að bæta nokkram tugum við rétta tölu. Eftir því sem næst verður komist er ekki ósennilegt að há- marksaldur þeirra sé á bilinu 110 til 120 ár. Þess má geta að íslend- ingurinn Halldóra Bjarnadóttir var 107 ára gömul þegar hún lést. Vísindamaðurinn Alexander Leaf, sem starfar við Læknaskól- anum í Harvard, hefur manna mest rannsakað lífemi afskekktra þjóðflokka, og munu rannsóknir hans á hunza-mönnum í Kasmír við Himaláyafjöll, vilcabamba-ind- íánum í Ekvador í Suður-Ameríku, og Georgíumönnum í Kákasusfjöll- um í Sovétríkjunum vera hvað þekktastar. Ef tekið er dæmi af hunza- mönnum, þá segir sagan að um 300 áram f.Kr. hafi þrír af her- mönnum Alexanders mikla flúið með konur sínar til fjalla og sest að í þröngum dal í Kasmír. Voru þeir afskekktir og einangraðir, en fengu stundum heimsóknir Kín- veija sem styttu sér leið yfir dal- inn, - og greiddu reyndar fyrir það með lífi sínu. Fram á þennan dag hafa hunza- menn verið einangraðir, en hvort vestrænir vísindamenn hafí breytt lífsháttum þeirra að einhverju leyti, er ekki vitað hér. Hjá hunza-mönnum era algengir vestrænir sjúkdómar eins og t.d'. krabbamein og tannskemmdir óþekktir, dæmi eru til þess að kon- ur eigi böm um sextugt og að karlmenn verði feður níræðir. Hunza-menn borða lítið en hreyfa sig mikið og fýrsta máltíðin er yfirleitt borðuð um hádegið. Þeir drekka mikið af fersku vatni, sem þeir eiga nóg af eins og íslend- ingar, en drekka litla sem enga mjólk. Kotasæla er algengasta mjólkurafurðin. Þeir lifa mest á korni, grænmeti og ávöxtum. Kjöt borða þeir sjaldan, sjóða stöku sinnum lambakjöt. Kaffi og tóbak þekkist ekki, en oft er drukkið ávaxtavín sem búið er til úr apr- íkósum. Og eins og nærri má geta þekkist ekki streita hjá þessu ágæta fólki. Arfgengi Margir hafa þá skoðun að það sé ættgengt hvernig menn eldast og því verður ekki neitað að í sum- um fjölskyldum eldast menn vel og í öðrum illa. Slíkt hefur þó aldr- ei verið rannsakað beinlínis svo vitað sé, að sögn Jórannar Eyfjörð erfðafræðings. Hún segir hins veg- ar að til séu þekktir arfgengir hrörnunarsjúkdómar og einnig virðist sem alzheimer-sjúkdómur- inn sé arfgengur. „Öldrun frumna hefur verið rannsökuð og þá í tengslum við hvernig gert er við erfðaefnið sem verður fyrir skemmdum frá umhverfinum, og hafa menn velt því fyrir sér hvort það sé hin eiginlega öldrun þegar draga fer úr þessum viðgerðarhæf- ileika. í sumum tilvikum virðast ákveðin öldranareinkenni arfgeng, en í öðram verður að gera ráð fyr- ir að um nýja stökkbreytingu sé að ræða.“ Sennilega kemur það í ljós síðar hvort unglegt eða ellilegt útlit for- feðranna erfist, en umhverfið eins og blessuð sólin t.d. hefur mikil áhrif og getur fertug kona frá Suður-Ameríku litið út eins og 100 ára gömul kona á norrænum slóð- um. Einnig era til menn og konur sem rugla menn í ríminu þegar aldurinn er annars vegar. Nú er lítið að marka útlenskar leikkonur sem oft fara reglulega í fegrunar- aðgerðir, en hvort sem bandaríska söngkonan Tina Turner hefur farið í andlitslyftingu eða ekki, þá er úthald hennar á sviðinu með ólík- indum. Hún er 55 ára gömul og löngu orðin amma, en dansar og syngur um sviðið eins og táningur. Sjálf hefur hún sagt í viðtali að hún hvorki drekki áfengi né reyki, hvað sem satt er í þvf. Annar „rímruglari", ef svo má að orði komast, er breski leikarinn Sean Connery, sem flestir þekkja sem hinn eina og sanna James Bond. En það er álit flestra sem um kvikmyndaleik fjalla að Conn- ery hafi ekki orðið kynþokkafullur fyrr en hann fór að nálgast sex- tugt. í viðtali í þýsku tímariti við Connery, segist hann varla vita sjálfur hvemig á þessu standi, en kveðst miklu ánægðari með lífið núna, en þegar hann var á fimm- tugsaldrinum. Þá hafi honum leiðst lífíð og drukkið mikið viský. Fleiri virðast blómstra þegar fimmtugs eða sextugsaldrinum er náð, eins og t.d. Helmut Kohl kanslari þýskalands, sem segir að hundurinn sinn hafí kennt sér að bíða, hann hafi alltaf vitað að sinn tími kæmi. Stjórnmálamenn eru annars taldir bráðungir rúmlega fertugir, en ballerínur þykja aftur á móti nokkuð gamlar á þeim aldri, og sýnir það hversu aldurinn getur verið afstæður. Kannski er best að vera ungur, þá er maður sléttur eins og barns- rass í framan, einlægur og skemmtilega ósvífinn. Að segja annað væri bara hræsni. En senni- lega er ekkert leiðinlegt að verða gamall ef heilsan er í lagi, og svo mikið er víst að flestir era orðnir hundleiðir á þessu æskudýrkunar- bulli. í Kákasusfjöllum baða öld- ungar sig í ísköldu vatni, ríða gæðingum fram á rauða nótt og raupa svo af aldri sínum. Ekki væri óraunhæft að nefna slíkt elli- dýrkun, en það er önnur Ella. sumarhú um Um helgina sýnum við nýjan og skemmtilegan lítinn sumarbústað, - sannkallaðan íslenskan fjalla- kofa-við verslun Húsasmiðjunnar í Skútuvoginum. Bústaðurinn er hannaður og byggður fyrir íslenskar aðstæður og sérstaklega þægilegur í flutningi. Sýning laugardag frá kl. 10-16 og sunnudag frá kl. 13-16 HUSASMIÐJAN Skútuvogi 16 • Sími 68 77 10

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.