Morgunblaðið - 24.03.1991, Page 12

Morgunblaðið - 24.03.1991, Page 12
12 C 1991 síuií i? aiioAauHMtr?. ciíg MðvrcfDHOM MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991 Getum leitt að hinum órannsakan- legu leiðum bandarísku kvik- myndaakademíunnar anno 1 991 eftir Sæbjörn Valdimarsson ÞÁ FER að styttast í uppskeruhátíð Óskarsverðlaunana, því ómiss- andi Hollywoodhúllumhæi sem teygir sig um veröld víða og hefur ótrúleg áhrif á aðsókn mynda frá Ríó til Raufarhafnar. Að kvöldi 25. mars beinist athygli hundruða milljóna sjónvarpsáhorfenda í öllum heimsálfum að hinni nokkurra klukkustunda löngu skrautsýn- ingu og það er tímanna tákn að vér Mörlandar erum afsetnir meðan þegnar gamla erkifjandans, Sovétríkjanna, fá að njóta reyks- ins af réttunum. En ef allt fer samkvæmt áætlun mun okkur standa til boða hin ágæta stytta útgáfa afhendingarhátíðarinnar að kvöldi þess 30., á Stöð 2. E |ins og kvikmyndahúsgestum er ljóst fer því fjarri að þessi eftirsóttustu verðlaun kvik myndaiðnaðarins séu einhver stóri- sannleikur. Niðurstaða meðlima bandarísku kvikmyndastofnunar- innar. sem virðist stundum veik fyrir löngum biðröðum við miðasöl- urnar, gengur oft í berhögg við skoðanir gagnrýnenda. En myndir sem „slá í gegn“, fá óvænta að- sókn eða vekja umtalsverða at- hygli á nýfundnu hæfileikafólki hafa oft hlotið ríkulega umbun hjá hinni háttvirtu akademíu. Þá má ekki gleyma auglýsingaáróðrinum sem getur flutt fjöll. En fyrst og fremst ber að hafa í huga að til- nefningamar eru aðeins fimm í hveijum flokki en sigurvegarinn einn og myndimar margar og góð- ar. Smekkur manna er misjafn, það kemur í ljós er maður lítur yfir tilnefningarnar fyrir unnin afrek kvikmyndagerðarfólksins árið 1990. Það er því ekki úr vegi að skýra örlítið vinnubrögð þeirra 5.000 meðlima akademíunnar sem eiga völina og kvölina. Aðeins einn verðlaunahafí em valinn af með- limunum öllum og hlýtur hann meginverðlaunin — besta mynd ársins. í öðmm flokkum gilda þær reglur að listamennimir velja kol- lega sína; kvikmyndatökustjórar kvikmyndatökustjóra, leikstjórar leikstjóra o.s.frv., eða þá sérvaldar nefndir. Þama er komið svarið við spumingum sem ásækja mann ár- lega; að þessu sinni hvers vegna Draugar er í félagsskap úrvals- myndanna Dansar við úlfa, Guð- faðirinn III., Góðir gæjar og Upp- vakningar (ég nota íslensku heitin ef þau era til staðar, fmmheitin koma þó fram, lesendum til glöggvunar) í baráttunni um bestu myndina. Hún hlaut nokkrar aðrar tilnefningar en leikstjórinn, Jerry Zucker, var fjarri góðu gamni í sínum flokki sem var valinn af stéttarbræðmm hans. Ástæðan er rakin til hinna frábmgðnu vinnu- bragða kjósendanna. Mats stéttar- bræðra og annarra. Þá má geta þess að Zucker kom kollegum sín- um úr jafnvægi fyrir nokkmm ámm er hann var einn þriggja leik- stjóra myndarinnar Airplane, sá fjöldi átti sér ekki fordæmi. Annars kemur fátt á óvart í ár og velflestir listamennirnir vel að tilnefningunni komnir. Dansar við úlfa er sigurvegari tilnefninganna og sannarlega sigurstrangleg, einkum í meginflokkunum. Að venju ætlar undirr. að giska á lík- legustu sigurvegarana í helstu greinunum. Tímamir hafa heldur betur breyst til hins betra frá því hann hóf þennan leikaraskap fyrir hartnær tuttugu ámm. Þá þóttist maður góður að vera búinn að sjá eitthvað af hinum útvöldu myndum á erlendri grand. Ekki hérlendis, það var hreinlega ekki í dæminu. Og árangurinn hefur verið misjafn. Getað orðið milli í veðbönkum Las Vegas eða næstum orðið að hlaupa með veggjum! Og allt þar á milli. En þá er kominn tími til að líta á tilnefningamar. Líklegasti sigur- vegarinn er efst- ur, síðan koll af kolli ... Besta mynd ársins Myndimar sem bít- ast um sæmdarheitið besta mynd ársins em vissulega allar ágætar en Draugar era aðeins á öðr- um báti, gott dæmi um mynd sem kemst langt á vinsældunum. Hún er af- bragðsafþreying en tæp- ast í verðlaunaklassa. Það era þær aftur á móti Góðir gæjar og Dansar við úlfa. Onnur hvor fær verðlaunin. Dansar við úlfa er líklegri, hún hefur vakið geysiathygli og umtal og kom tvímælalaust mest á óvart af myndum síðasta árs. Þeim kostum hlaðin sem líklegri em öðrum til vinninga — mannleg, hríf- andi, full einlægni og slíkr- ar geislandi virðing fyrir viðfangsefninu að sjaldséð er í dag í slíkum mæli. Þá hjálpar það Dansar við úlfa að hún er enn á sigurgöngu en farið að snjóa yfír Góða gæja fyrir vestan þó þar standi yfír endursýningar. Og Holly- wood elskar nýjar hetjur eins og fyrr sagði. Á hinn bóginn var pressa á dín- ósárnum Coppola. Gerard Depardieu í Cyrano de Bergerac, sem hlýtur m.a. tilnefningu sem besta er- lenda mynd ársins. Besta erlenda mynd ársins Á okkar há-engilsaxneska svæði er valið í þessum flokki jarðsam- bandslítið. Ennþá hefur engin myndanna fimm verið sýnd hér- lendis. Hinsvegar á Regnboginn von á þeirri mynd sem ég tel lang- líklegasta, hún hefur farið sigurför um Evrópu og N-Ameríku. Því miður hef ég ekki handbær nöfn allra myndanna á frummáli þeirra. 1. Cyrano de Bergerac, Frakkland) 2. Ju Dou, Kína 3. Opnar dyr, Ítalía 4. Journey of Hope, Sviss 5. The Nasty Girl, Þýskaland Coppola og Pacino í niðurlagi Guðföðurþrennunnar. 1. Dansar við úlfa 2. Góðir gæjar 3. Guðfaðirinn III 4. Uppvakningar 5. Draugar Besti leikstjóri ársins Hér verður mikill rammislagur enda úrvalsmannskapur til kallað- ur. Sú geysilega hrifning yfír myndinni hans Costners og sá frægðarljómi sem hún er enn böð- uð í, auk þess sem ótvíræðir leik- stjórnarhæfíleikar hans koma eins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.