Morgunblaðið - 24.03.1991, Blaðsíða 16
16 C
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. MARZ 1991
eftir Guðjón Guðmundsson
Frank Lacy er þekktastur fyrir að leika á básúnu en hann segir að
þótt hann leiki jass sé það fjarri raunveruleikanum að líf hans snú-
ist einvörðungu um jassleik. Hann hefur skrifað visindaskáldsögu
og ljóð og hefur um tveggja ára skeið unnið að gerð heimildarmynd-
ar um bandaríska jassleikara sem flust hafa til Evrópu. Hann er
myrkur í máli um stöðu bandarískra blökkumanna og segir að eitt
virtasta jassrit í Bandaríkjunum, Down Beat, sé málgagn rasista.
Við höfðum mælt okkur mót
á Hótel Borg um ellefu-
leytið. Hann. var nýkom-
inn á fætur, hafði verið
við upptökur á nýrri skífu
Tómasar R. Einarssonar
og félaga fram eftir allri nóttu.
Eldhúsið á Hótel Borg var enn lok-
að og Lacy ekki farinn að borða
morgunverð svo við gengum yfir á
Hressó. Á leiðinni þangað spurði
ég hann um plötuna. „Hún verður
fín. Sigurður [Flosasop] gerði mjög
sérstaka hluti í nótt. íslenskur jass
er mjög góður, betri en í mörgum
borgum Evrópu þar sem ég hef leik-
ið. En hér eru of fáir jassleikarar.
Þeir sem ég hef verið að leika með
gætu allir staðið sig vel í Bandaríkj-
unum, erfiðast er að fá fyrsta
„giggið““.
Lacy hefur leikið með mörgum
jassmeisturum, eins og t.a.m. Cörlu
Bley, Henry Threadgill, Jaco Pa-
storius, Illinois Jacquet og jassboð-
berum Art Blakeys þar sem hann
var jafnframt tónlistarstjóri.
„Eg lék með Jaco skömmu áður
en hann lést. Við lékum á stað sem
heitir Lone Star Café í New York
ásamt Mike Stern og Delmore
Brown. Jaco var líka góður vinur
minn og það er skrítin saga hvern-
ig fundum okkar bar saman. Jam-
sessjónir eru á mörgum jassklúbb-
um í New York sem loka ekki fyrr
kl. ijögur að nóttu. Ég átti leið
framhjá einum þessara staða eftir
lokun og á móti mér kom síðhærður
náungi gangandi með körfubolta í
höndunum og segir: „Sæll. Ég heiti
Jaco Pastorius og er besti raf-
magnsbassaleikari í heimi. Viltu
leika körfubolta við mig?“ Og við
fórum í körfubolta. Hann var snjall
körfuboltaspilari. “
Rasistar hjá Down Beat
Lacy var kjörinn fimmti efnileg-
asti básúnuleikari heims af gagn-
rýnendum jassritsins Down Beat á
siðasta ári og viðurkennir að það
hafi opnað fýrir honum dyr. Samt
ber hann lítinn hlýhug til ritsins.
„Á fimmta áratugnum héldu gagn-
rýnendur Down Beat því fram að
John Coltrane og Charlie Parker
lékju anti-jass. Hvernig er hægt að
taka mark á umsögnum tímaritsins
í dag þegar það hefur haldið því
fram að Trane og Bird hafi ekki
spilað jass? Ray Andersson hefur
þrjú síðustu ár verið kjörinn besti
básúnuleikari af gagnrýnendum
Down Beat. Ray Anderson er góður
vinur minn og snjall básúnuleikari
en ekki nógu góður til að vinna
kosningarnar þijú ár í röð, þegar
menn eins og J.J. Johnson, Curtis
Fuller, Slide Hampton og Steve
Turre eru á kreiki. Down Beat hef-
ur tilhneigingu til að gera hlut
hvítra jassleikara stærri en hann er
í rauninni. Blökkumenn eru betri
jassmúsikantar en ég get að sjálf-
sögðu nefnt marga frábæra hvíta
jassleikara. Jass er rótgróinn í eðli
blökkumanna, hluti af 400 ára sögu
þeirra sem minnihlutahópur og
ánauðugt fólk, þetta er þeirra tón-
list. “
Sannleikurinn er róttækur
Þegar hér var komið sögu vatt
sér drukkinn maður að Lacy og
talaði tungum. Lacy bandaði frá sér
og sendi þeim drukkna svo ógnvekj-
andi augnaráð að hann olli ekki
frekari óþægindum. „í gær var ég
á gangi hérna í bænum þegar ég
heyri kallað hinum megin götunn-
ar: „Hey, fuck you!“. En ég er orð-
inn vanur þessu. Þegar ég var tón-
listarstjóri hjá Art Blakey var ekki
talað við mig um sveitina, ég var
tónlistarstjóri og þurfti að snúast í
öllu sem snerti hana. Fjölmiðlar
reyndu helst að komast hjá því að
nefna mig á nafn.“
100 STK.
GTR HURTIG
luggutöflur 100 stk.
tabletter
--------
rFormulatoi
mwm
I EXTRACT PBWQEB
UC PUIS*
CAPSULES
250 ABCDm
ÚMItr Vnr 19 98 51
siíomca^njamj)
>75 019
Kobwitwrm
/Eskilegur dagskammlur:
5—6 pertur
KIOÐpsog^tMnam W I0o»
1i þarom og kOUum atb i kkuSwi o
Súrmjólkin er ein kalkríkasta fæða sem við neytum að jafnaði. Hún er einnig auðug af próteini, fosfóri, ýmsum B-vítamínum
..arffSpMT *•*»**.;?