Morgunblaðið - 24.03.1991, Qupperneq 28
K
28 C
MORGUNBLAÐIÖ
VELVAKANDfixl'
'AGUR 24. MARZ 1991
„ GómoÁu þoeróbar en.
þ3tr hamast ínn íbiúsíó-'
í hvaða hlutföllum eru spæl- Þeir sem hafa ánægju af
eggin söltuð hér? heimilisstörfum gefi sig
fram.
HÖGNI IlRI KKVÍSl
A FORNUM VEGI
Námskeið í kanínurækt á Hvanneyri:
Urvinnsla margfald-
ar verðmæti fiðunnar
Hvanneyri.
Á NÁMSKEIÐI Bændaskólans á Hvanneyri var nemendum kennd
meðferð og fóðrun kanína og úrvinnsla kanínufiðu. Aðalkennarar
voru Ingimar Sveinsson ráðunautur Búnaðarfélags Islands og
þrír Norðmenn, Inger Lund, Ossian Kidholm og Reider Smidsrod.
Nægir ekki
ein kirkja?
Til Velvakanda.
að er margt skrýtið í kýrhausn-
um. Ennþá fleira skrýtið er
að gerast í Kópavogi. Nú stendur
sem sé til að reisa tvær kirkjur þar
í Austurbænum, svo til hlið við hlið.
Eru þama tveir sértrúarsöfnuðir að
byggja yfir sig? Nei, ónei! Kirkju-
sóknimar tvær í austurbæ Kópa-
vogs, Digranes- og Hjallasókn, ætla
báðar að byggja yfir sig. Hjallasókn
á lóð sem frá upphafi var ætluð
undir kirkju svo þar er allt með
friði og spekt. Klerkur Digranes-
sóknar vill hins vegar byggja kirkju
í gömlu og grónu hverfí, í algjörri
óþökk íbúanna. Getur hver litið í
eigin barm, að fá skyndilega stór-
hýsi í friðsælt íbúðahverfí. Börnum
og unglingum til sárra vonbrigða
er kirkjunni ætlað að rísa á
sparkvellinum sem þau hafa leikið
sér á árið um kring að heita má.
Og svo skal kirkjan rísa steinsnar
frá útsýnisskífunni á Víghól. Og
hvað með það? Ekki annað en að
þama er verið að stórspilla einum
fegursta og víðsýnasta útsýnisstað
á höfuðborgarsvæðinu og þó víðar
væri leitað. Fólk þyrfti að fara að
útsýnisskífunni til að sjá hvað um
er að ræða, og reyna að giska á
hvað mikið af fjallahringnum hverf-
ur ef kirkjan risi innan fímmtíu
metra frá útsýnisstaðnum. Þama
er í uppsiglingu umhverfisslys í lík-
ingu við hraðbrautina sálugu í Foss-
vogsdalnum. Síðan mun kirkja
Hjallasóknar rísa í næsta nágrenni,
nokkur hundmð metmm austar í
námunda við íþróttahús Digranes-
skóla. Er nokkur glóra í þessu? Er
í rauninni nokkur hugsandi maður
sem vill byggja tvær kirkjur þama
hvora ofaní annarri á Kópavogs-
hálsi? Um árabil hafa söfnuðumir
í Kópavogi sameinast um notkun á
hinni fallegu kirkju á Borgum, hinni
eiginlegu Kópavogskirkju. Hvers
vegna í ósköpunum ættu söfnuð-
umir tveir á Digraneshálsi ekki að
geta sameinast um eina kirkju sem
risi á stað sem engar deilur standa
um? Það hlýtur að vera í kristnum
anda að vinna saman og halda frið-
'nn' Sóknarbarn
Nemendurnir 15 em víða að af
landinu. Þeir sátu og keppt-
ust við að spinna fiðuna þegar
fréttamann bar að og unnu þar á
ýmsar gerðir rokka, suma ný-
fengna til kennslu í ullariðn í nýju
valfagi Bændaskólans. Meðal
nemenda vom aðalkennarar
Bændaskólans í þessu valfagi, þau
Jóhanna Pálmadóttir handmenn-
takennari og Helga Thoroddsen
ullarsérfræðingur.
Fiðan vandmeðfarin
Helga kvað þurfa til nokkra
æfingu umfram meðferðina á ull-
inni óþveginni en það er vandmeð-
famara, en þegar átt er við miklu
feitari ull af kindum. Misjafnlega
vel gekk mönnum að eiga við hrá-
Yíkveiji skrifar
Iþingfréttum Morgunblaðsins 16.
marz er sagt frá þing- ræðu
Áiaia Gunnarssonar, alþingis-
manns, þar sem hann gagnrýnir að
fjáraukalög fyrir árið 1991 nái ekki
afgreiðslu fyrir þinglausnir. Ámi
minnti á að formaður ijárveitinga-
nefndar hafí heitið því í fjárlaga-
ræðu að fjárhagsvandi ríkisspítala
yrði leystur með fjáraukalögum.
Þingmaðurinn staðhæfði að ef
ekki yrði staðið við þau fyrirheit,
sem formaður fjárveitinganefndar
hefði gefið, stefndi í óefni. Ekki
væri við unandi ef neyða ætti rík-
isspítala til frekari lokana deilda á
árinu, en áform stjórnenda stæðu
þegar til. Biðlistar á hjartaskurð-
lækninga- og bæklunardeildum eru
æmir. Þar er mjög brýnt úr að
bæta. Ekki er heldur hægt að tak-
marka frekar starfsemi öldrunar-
og geðdeilda. - Guðmundur Bjama-
son heilbrigðisráðherra hét því í
umræðunni að málíð yrði tekið upp
innan ríkisstjómarinnar.
Loforð formanns fjárveitinga-
nefndar, sem gefín em í nafni þing-
meirihluta, eiga og verða að standa,
að dómi Víkverja. Heilbrigðisráð-
herra hlýtur og að búa svo um
hnúta, að hægt verði að sinna sjúk-
um með viðunandi hætti og fram-
kvæma nauðsynlegar og brýnar
aðgerðir á heilbrigðisstofnunum,
ékki sízt á hjartáskurð- og bæklun-
ardeildum. Annað væri ekki veij-
andi.
Víkveiji dagsins er þeirrar skoð-
unar að þeir, sem bera pólitíska
ábyrgð á rekstri þessara stofnana,
hljóti gera hreint fyrir sínum dyrum
að þessu leyti - áður en þeir leita
eftir atkvæðum almennings í kom-
andi kosningum.
xxx
Víkveiji dagsins gluggar af og
til í Alþýðublaðið sem „þen-
ur bijóst og sperrir stél“ þessa dag-
ana, eins og þrösturinn í dulitlum
söngtexta. Það var mikill „stormur
í vatnsglasinu" þriðjudaginn 19.
marz sl., sem von var, enda verið
að halda upp á sjötíu og fímm ára
afmæli Alþýðuflokksins. Á forsíðu
var meginfrétt blaðsins: „Einkaleyfi
SÍF verður afnumið," segir Jón
Baldvin Hannibalsson um útflutn-
ing á saltfiski. Og lífið er saltfisk-
ur, ef Víkveiji man rétt.
I blaðinu var þriggja blaðsíðna
viðtal við utanríkisráðherra, form-
ann Alþýðuflókksins. Þar var víða
komið við en einkum í utanríkismál-
um, sem vænta mátti. Þar var og
sérstakur kafli með yfirskriftinni:
„Stefni að afnámi einkaleyfa SÍF.“
Þetta var annað vers og „það var
alveg eins“ og versið á forsíðunni.
Nema hvað?
Síðan kom þriðja versið. Það var
viðtai við Þröst Ólafsson, hagfræð-
ing, sem er einn af frambjóðendum
Alþýðuflokksins í Reykjavík. Það
var heldur betur á skjön við hin tvö
fyí-ri versin. Þetta Þrastarvers Al-
þýðublaðsins hljóðaði m.a. svo:
„Hann sagði að sér sýndist að
af hálfu SÍF hefði verið unnið mark-
visst að því á undanfömum árum
að breyta almennum saltfíski í
merkjavöru sem þýddi hærra verð.
Markaðsátak SÍF og innflytjenda á
Spáni hefði skilað sér mjög vel í
norðausturhéruðum Spánar þar
sem tekjur væru hvað hæstar í
landinu. - Saltfiskurinn okkar er
ekki lengur BAKKALAO heldur
BAKKALAO ISLANDIA í verzlun-
um og veitingahúsum þarna og er
hátt metinn. Þessi saltfiskur er seld-
ur á helmingi hærra verði í verzlun-
um en nautakjöt og því fer ekki á
milli mála að þarna hefur náðst
mjög góður árangur. Slíkan markað
er mjög auðvelt að eyðileggja ef
farið er að moka inn á hann ódýr-
ari og lélegri saltfiski. Því verður
við að gera okkur grein fyrir þeirri
áhættu sem felst í að opna fyrir
saltfiskútflutning, sagði Þröstur
Ólafsson."
Víkveiji lætur ógert að gera upp
á milli tveggja gagnstæðra sjónar-
miða Alþýðubiaðsins í saltfiskmál-
um. En gott er að hafa tungur tvær
og tala sitt með hvorri, stendur þar.