Morgunblaðið - 24.03.1991, Qupperneq 31
MORGÚNBLAÐIÐ SAMSAFIMIÐ Vunnúda'gur 24. MARZ 1991
C 31
■
Hér eru frá vinstri: Hendrik Ottós-
son fréttamaður útvarpsins, Vil-
hjálmur S. Vilhjálmsson, Alþýðu-
blaðinu, Magnús Kjartansson, Þjóð-
viljanum, sem síðar varð ritstjóri
þess blaðs, Matthías Johannessen
blaðamaður á Morgunblaðinu, nú-
verandi ritsljóri, og Loftur Guð-
mundsson blaðamaður á Alþýðu-
blaðinu.
Sendiherra Dana, Egil Knut
greifi, og forsætisráðherrann,
H.C. Hansen, á fundi með ís-
lenskum blaðamönnum í sendi-
ráðinu við Hverfisgötu.
.
Þórðarson, Norrænu fréttastofunni, sem nú starfar á Morgunblaðinu, þá Bjarni Guðmundsson blaðafull-
trúi ríkisstjórnarinnar, Ólafur Jónsson blaðamaður og Oddur Ólafsson núverandi aðstoðarritstjóri
Tímans, en hann var þá Ijósmyndari á Alþýðublaðinu.
SÍMTALID...
ER VIÐ BESSA GÍSLASONSÖLUSTJÓRA
L YFJAVERSL UNAR RÍKISINS
Fólkfái upplýsingar um
lyfsem það kaupir
623900
Lyfjaverslun ríkisins, góðan
dag.
— Góðan dag sömuleiðis, er
Bessi Gíslason við?
Augnablik. — Halló.
— Komdu sæll, Bessi. Ég heiti
Brynja Tomer og er blaðamaður
á Morgunblaðinu. Ég hef fyrir
framan mig nokkra pakka af
mismunandi lyfjum úr lyfjaskáp
heimilisins. Ég man ekki í hvaða
tilgangi ég fékk þessi lyf upphaf-
lega og finn engar upplýsingar
utan á pökkunum, aðrar en ráð-
lagða skammta frá lækni. Ég vil
gjarnan vita til hvaða brúks þessi
lyf eru ætluð, hvaða aukaverkan-
ir þau geta haft og hvert inni-
haldið er, en sé lítið annað en
nöfnin; Velosef, Kavepenin,
Primperan og annað þaðan af
verra og óskiljanlegra.
Það er rétt að með lyfseðils-
skyldum lyf|'um fylgja yfirleitt
litlar eða engar upplýsingar. Það
var einmitt ástæðan fyrir útgáfu
Lyfjabókarinnar á sínum tíma.
— Þarf fólk sem sagt að
kaupa bókina til að vita hvaða
lyf það hefur í lyfjaskápunum
hjá sér?
Já, eins og mál-
um er háttað
núna. Mín skoðun
er hins vegar sú
að fólk eigi að fá
upplýsingar með
lyíjum sem það
kaupir, eins og
tíðkast víða er-
lendis, þar sem
upþlýsingaseðlar
lylgja hverri lyfja-
pakkningu.
— Er ekki
móðgun við fólk
að selja því lyf án
þess að veita upp-
lýsingar um
innihaldið?
Læknar upplýsa fólk yfirleitt
um lyf sem þeir gefa og lyfjabúð-
ir .skrifa ráðlagða skamta utan
á umbúðirnar. Fólk getur einnig
spurt lyfjafræðinga í lyfjabúðun-
um um lyfín sem það kaupir.
Reglan er sú að með lyfjum sem
seld eru í lausasölu fylgja yfír-
leitt leiðbeiningar um notkun á
íslensku. Einnig fylgja leiðbein-
ingar með sumum lyfseðilsskyld-
um lyfjum, svo sem astmalyijum.
Ef við gerumst aðilar að samein-
aðri Evrópu verðum við hins veg-
ar að láta upplýsingar fylgja öll-
um lyfjum.
— Hvers vegna hefur það
ekki verið gert hingað til?
Ég geri ráð fyrir að kostnaður
við það vaxi mönnum í augum
og vinnan við slíkt er mikil og
tímafrek.
— Ég fæ ekki betur séð en
að með Lyfjabókinni sé búið að
taka fyrsta skrefið og útbúa
texta um öll lyf sem seld eru á
Islandi. Væri til dæmis ekki
hægt að nota þennan texta,
prenta hann fyrir hvert lyf og
láta síðan viðkomandi texta ofan
í lyfjapakkana
áður en þeir eru
seldir?
Þessi hugmynd
hefur komið upp,
en ekkert hefur
verið ákveðið í
þessum efnum
ennþá.
— Jæja, það
þýðir þá ekkert
annað en íjárfesta
í handbók um
þetta alltsaman.
Þakka þér samt
kærlega fyrir
spjallið.
Það var ekkert.
Vertu sæl.
— Blessaður.
Bessi Gíslason
*
F
HVAR
ERU ÞAV
NÚ?
GUÐLAUGUR ARASON
RITHÖFUNDUR:
Vinnurásjó
og undirbýr
nýjaskáldsögu
Þ AÐ ætlaði allt um koll að keyra
þegar „Eldhúsmellur" komu út
fyrir röskum 12 árum. Sumir
hneyksluðust á nafni bókarinn-
ar, aðrir á efninu og að „annað
eins innihald" skyldi hljóta bók-
menntaverðlaun, eins og einn
Velvakanda-ritari kemst að orði
í Morgunblaðinu 29. nóvember
1978. Börnum og unglingum
þótti nafnið fyndið, nokkrir sjó-
menn skrifuðu bréf í lesenda-
dálka dagblaðanna og fannst að
sj ómannastéttinni vegið í bók-
inni. Svo voru þeir líka til sem
kunnu að meta ritsmíðina og
sala bókarinnar fór fram úr
björtustu vonum.
Já, það var mikið skrifað um
Mellurnar á sínum tíma,“
riljar Guðlaugur upp. Hann
fékk bókmenntaverðlaun Máls
og Menningar fyrir „Eldhúsmell-
ur“ 1978 og „Víkursamfélagið“
eftir hann kom út sama ár. Ungl-
ingasagan „Tvíbytnan“ eftir
Bent Haller kom einnig út 1978
í íslenskri þýðingu Guðlaugs.
Síðan var eins og jörðin hefði
gleypt hann. Hann varð alls ekki
eins fyrirferðarmikill á ritvell-
inum og menn áttu von á. Hann
bjó í Danmörku í nokkur ár og
síðan á Akureyri. „Við hjónin
fengum okkur fullsödd af logn-
mollunni fyrir norðan svo við
ákváðum að flytja í bæinn,“ seg-
ir Guðlaugur, en hann býr ásamt
konu sinni, Signýju Rafnsdóttur
og tveimur dætrum þeirra, Flóru
og Foldu, í Garðabæ.
Það væri óheiðarlegt að segja
að lognmolla væri í kringum
Guðlaug, alla vega þegar hann
sest niður með penna. Bækur
hans vekja yfírleitt eftirtekt og
umtal og margir eru ósammála
skrifum hans. „Tvíbytnan" sem
Guðlaugur þýddi var engin und-
antekning: „Nú vill hins vegar
svo til að bók þessi er hin svæsn--
asta klámbók og hefði ég ekki
trúað því áður en ég las þessa
bók að nokkrum manni gæti
komið til hugar að setja annan
eins viðbjóð á prent,“ segir í les-
endabréfi frá þessum tíma.
„Þetta skiptir ekki svo miklu
máli,“ svarar Guðlaugur í blaða-
grein frá þessum tíma, þar sem
hann skrifar um gagnrýni sem
bækur hans, sérstaklega „Eld-
húsmellur", fengu. í greininni
heldur hann svo áfram: „Menn
verða að hafa sínar skoðanir
hvort sem þeir eru að skrifa um
bókmenntir eða ekki. -En
óneitanlega er dálítið atriði að
skilja það sem skrifað er um.“
„Ég fer á sjó reglulega,“ segir
Guðlaugur. „Ég fer á síld, rækju,
loðnu og allt sem hugsast getur,
en ég fer ekki á sjó af því ég
hef gaman af því. Ég hef fyrir
stórri fjölskyldu að sjá, við Signý
eigum fímm börn og til að geta
haft í okkur og á þarf ég að
fara á sjóinn öðru hvoru. Ég
skrifa alltaf en tekjurnar af rit-
störfunum nægja ekki.“
— Hvað ertu að skrifa um
þessar mundir?
„Ég hef nýlokið við að skrifa
framhaldssögu fyrir dagblað.
Sagan er í tíu köflum og er tölu-
vert ólík öðru sem ég hef skrif-
að. Það var athyglisvert að vinna
að þessari sögu og margt nýtt
sem þurfti að taka inní myndina,
þar sem þetta er saga sem birt-
ist að öllum líkindum einu sinni
í viku og ekki víst að fólk lesi
alla hlutana. Núna er ég að und-
irbúa nýja skáldsögu. Þetta er
ein af gömlum hugmyndum sem
ég ætla að hrinda í framkvæmd
núna. Svo held ég dagbók og hef
gert frá því ég var 14 ára gam-
all. Ég skrifayfírleitt í dagbókina
á hveijum degi og mér líður illa
ef ég skrifa ekki reglulega í
Hhna-
Guðlaugur Arason á heimili sínu í Garðabæ ásamt konu sinni,
Signýju Rafnsdóttur, og dætrum þeirra, Flóru og Foldu.