Morgunblaðið - 14.04.1991, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 14.04.1991, Qupperneq 10
í40 !1 M0RÍ6tjftBfAflÍe> >éOMÍWflÁ(fðW ^4? l»atH.QM9l Signý LeifsdóUir. Heiða dögg Arsenult, Álfrún Örnólfsdóttir, Gissur P. Gissurarson, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Halidór V. Sveins- son og Steinunn Ólina Þorsteinsdóttir, ásamt Margréti Kr. Pétursdóttur, í hlutverki barnanna og Maríu. Af Trappfjölskylduimi LEIIiLIST Súsanna Svavarsdóttir Þjóðleikhúsið SÖNGVASEIÐUR Tónlist: Richard Rodgers Söngtextar: Oscar Hammer- stein annar Leikhandrit: Howard Lindsay og Russell Crouse Þýðing: Flosi Ólafsson Leikstjóri: Benedikt Árnason Hlj ómsveitarstj órn/Tónlistar- stjórn: Agnes Löve Dansar: Ingibjörg Björnsdóttir Leikmynd: Oliver Smith Söngvaseiður er einhver vin- sælasti söngleikur hins vestræna heims, fyrr og síðar. Byggður á ævi Maríu von Trapp, nunnunýlið- ans baldna, sem send vartil ekkju- mannsins Kapteins Georgs von Trapp, til að. gæta barna hans sjö. Leikurinn gerist í Austurríki á 4. áratugnum. Þegar María kemur inn á heim- ilið, ríkir þar heragi. Börnin, og starfsfólk heimilisins, hlýða flautu sem kapteinninn notar til að gefa skipanir og eina hreyfingin sem þau fá, er að marsera í röð og í takt. María er vart komin inn úr dyrunum — ekki búin að taka af sér hattinn — þegar hún byltir öllum reglum og skipunum kapt- einsins. Hún spilar á gítar og syngur, en tónlistina hafði kapt- einninn gert útlæga af heimilinu, þegar kona hans lést. María kemur eins og frelsandi engill, leysir börnin úr álögum sorgarinnar — en í leyni — og það er ekki fyrr en gestir koma á heimilið að augu kapteinsins opn- ast. Gestimir eru Max Detweiler, vinur Georgs, sem leitar að tón- listarfólki til að taka þátt í tónlist- arhátíðinni í Salzburg, og Elsa Schraeder, sem er tilvonandi eig- inkona kapteinsns; forrík kona, sem er stjórnarformaður í stóru fyrirtæki. En veður eru válynd; nasistar eru að dreifa sér yfir mið-Evrópu og ljóst að Austurríkismenn mega þá og þegar búast við að land þeirra verði hernumið. Max er í tygjum við nasista og Elsa ætlar að. halda með þeim sem er sterk- ari. Það verður til þess að ekki næst saman með henni og kapt- eininum, sem er trúr sannfæringu sinni og föðurlandí; hefur ekki hugsað sér að beygja sig undir erlent hervald. María hefur reynt að fá Georg til að sjá börn sín og elska, en það er ekki fyrr en þau syngja fyrir Max og Elsu að augu hans opnast — og án þess að hann átti sig á því sjálfur, verður hann ást- fanginn af Maríu. Það sjá börnin hinsvegar og Birgitta, níu ára dóttir kapteinsins, bendir Maríu á það. Hún ákveður að flýjá í kl- austrið en er send aftur. Kapt- einninn áttar sig á tilfínningum sínum og þau giftast. Þegar þau snúá aftur úr stuttri brúðkaupsferð, eru nasistar farnir að þrengja að kapteininum og hann hefur verið skipaður í stöðu í sjóher þeirra. Hann nær sér í frest, með því að hann þurfi að syngja á Salzburgarhátíðinni og eftir að fjölskyldan hefur sigrað hana, nær hún að flýja, undan fránum Gestapo-augum, fyrst í klaustrið, síðan til fjaila — og yfir til Sviss. Ósköp falleg saga, um gildis- mat og andstæður; listin and- spænis hernaðarhugsun (María og heimili kapteinsins), sakleysið andspænis spillingunni, innri feg- urð gegn þeirri ytri, ástin and- spænis hagsmununum (María og Elsa), tryggðin andspænis þjónk- uninni (Georg og María andspæn- is Max og Elsu). En það verður að segjast eins og er, að þótt efniviðurinn sé goð- ur, er stykkið svo væmið að í lok- in er eins og maður hafi borðað yfir sig af ijómabollum. Visslega er verið að fást við mannlegar tilfinningar, en um leið er verið að leggja dóm á þær. Og til að koma gildismatinu til skila er far- ið út á ystu nöf. Ástin, kærleikur- inn, hugsjónin og listin eiga sér engin takmörk í verkinu — það er að segja í viðbrögðum og tján- ingu persónanna. Þær eru upp- hafnar og klisjukenndar og svei mér, það er ekki hægt annað en dást að þeim leikurum sem taka þátt í sýningunni og láta eins og ekkert sé. En tónlistin er falleg. Hún hef- ur slegið svo rækilega í gegn, frá því að verkið var frumflutt árið 1959, að hún er orðin eins og hluti af sálarlífi okkar, sem sáum kvikmyndina, Sound of Music, á 7. áratugnum. Og það skemmir aldrei fyrir að þekkja tónlistjna í þeim söngleik sem maður horfir á. Margrét Kr. Pétursdóttir fer með hlutverk Maríu. Söngurinn mæðir mest á henni og Margrét stendur fyllilega undir þeim kröf- um sem hlutverkið gerir til henn- ar að því leyti. Hún hefur mikla, sterka og fallega rödd og leikur sér að'rþví að béra sýninguna uppi, að því leytinu. En þótt stóra svið- ið í Þjóðleikhúsinu sé stórt, .held ég að óhætt hefði veríð að tempra Margréti í hreyfingum. í staðinn fyrir að gera hana lífsfjöruga og ærslalega, er hún dálítið stórkarl- aleg og æst; það þyrfti að slípa hana aðeins til, sérstaklega fram- an áf, því þegar líða tekur á sýn- inguna, róast hún og verður sann- færandi góðmennskan uppmáluð, án þess að tapa neinu. Margrét vinnur á, eftir því sem líður á sýninguna og hún átti þær mót- tökur sem hún fékk í lok frumsýn- ingar, vissulega skilið. í hlutverki kapteinsins er Jó- hann Sigurðarson. Hlutverkið er fremur flatt; hann er fyrst lokaður og kaldur, síðan, skyndilega, op- inn og elskulegur — eins og hendi væri veifað. Og það er ekkert hálfkák eða þróun. Það er ósköp eðlilegt að Jóhann skyldi valinn í þetta hlutverk; hann hefur mikinn sviðssjarma og skilar hlutverkinu með ágætum — en í því eru eng- an veginn nægilegir möguleikar á karaktersköpun fyrir leikara á borð við Jóhann. Hann hefur einn- ig mikla og góða söngrödd, sem naut sín samt ekki að ráði, fyrr en í lokalaginu, Alparós, vegna þess að önnur lög sem eru skrifuð fyrir þetta hlutverk, eru fremur flöt. Helga Jónsdóttir og Örn Árna- son eru í hlutaverkum Elsu og Max. Þessar tvær persónur eru fulltrúar fyrir spillta aflið í heim- inum; fólk sem aðeins hugsar um að komast af og er til í að játast undir hvort heldur sem er, Guð eða Mammon, allt eftir því hvar það getur flotið ofan á. Einhliða persónur, sem hugsa eingöngu um munn sinn og maga og þau Helga og Örn skila þeim nákvæmlega þannig. Ragnheiður Steindórsdóttir er í hlutverki Príorinnunnar í klaustrinu; hæfilega tempruð, en góð og gáskafull og þetta er kannski eina hlutverkið, sem hef- ur einhveija vídd. Söngur hennar var ágætur, þótt maður spyiji sig að því hvört ekki hefði verið hægt að útsetja „Sæktu á brattann" þannig, að betur félli að rödd hennar. Önnur hlutverk voru smá en ágætlega unnin, en söngurinn misjafn; fremur slæmur hjá nunn- unum, nema í hópatriðum og er sérkennilegt að velja í söngleik, leikkonur sem hafa ósköp litla rödd og lítið lag. En í sýningunni eru sex litlir senuþjófar og einn stór. Það eru börnin sjö. I hlutverkum þeirra eru Steinunn Ólína Þorsteinsdótt- ir, Halldór V. Sveinsson, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir, Gissur P. Gissurarson, Álfrún Örnólfsdóttir, Heiða Dögg Arsenuit og Signý Leifsdóttir. Það er næsta ótrúlegt að kapteinninn skuli hafa getað lokað augunum fyrir hópnum sín- um, því krakkarnir eru algerir hjartakreistarar. Þau leika og syngja eins englar og eiga stóran þátt í því, að maður nýtúr sýning- arinnar, þrátt fyrir verkið. Börnin fara með éinu fullkomlega trú- verðugu hlutverkin; þau eru fal- leg, hreinskilin og einlæg og blómstra þegar þau fá manneskju inn á heimjlið, sem sér þau og heýrir. Þýðing Flosa Ólafssonar er þjál og skemmtileg, söngtextarnir góðir. Tónlistin í verkinu er ágæt- lega leikin og dansar falla ágæt- lega inn í sýninguna. Heildarút- koman er því ágæt og sýningin falleg — vel þess virði að sjá hana, því eins og sagt er; þegar maður horfir á eitthvað fallegt, gerir maður ekkert ljótt af sér á meðan. ísafjörður: Bílferja á Isafjarðardjúp ísafirði. FAGRANES, nýkeypt bílfcrja fyrir ísafjarðardjúp, er komin til Isafjarðar frá Noregi, en auk bílaflutninga er ferjunni ætlað að þjóna byggðunum við Djúp og flytja ferðamenn á Horn- í brú nýju bílferjunnar. Frá vinstri Kristján K. Jónasson framkvæmd- astjóri, Engilbert Ingvarsson stjórnarformaður og Hjalti Már Hjalta- son skipsljóri. strandir. Skipið var byggt í Hammerfest í Noregi 1975 og er 286 br.lestir samkvæmt gömlu mælingunni, en væri 520 br.lestir ef sú nýja væri notuð. Það er 40,8 m langt og 9,5 m breitt. Aðalvél er 990 ha. Wichk- man og ganghraði um 11 sjómílur. Farþegarými er fyrir 178 manns, þar af 114 neðan þilja. Skipið tekur 22 fólksbíla í ferð, eða 2 vöruflutn- ingabíla með aftanívagni og 10 fólksbíla. Kaupverð feijunnar með búnaði er 27 milljónir króna. Áætlað er að skipið hefji sigling- ar um miðjan maí og verða þá morgunferðir í Djúpið alia daga nema laugardaga og síðdegisferðir á Hornstrandir mánudaga, fimmtu- daga og föstudaga. Verð fyrir fólksbíl og tvo farþega verður 4.000 krónur en fargjald á Hornstrandir 2-3 þúsund krónur. Skipstjóri á Fagranesi er Hjalti Már Nýja Fagranesið í höfn á ísafirði. Hjaltason og yfirvélstjóri Hákon Bjarnason. Eigandi skipsins er Djúpbáturinn hf. sem að sögn stjómarformanns- ins Engilberts Ingvarssonar er fyrsta íslenska almenningshlutafé- lagið, en um 300 manns stofnuðu það i ársbyrjum 1943. Af þeim voru rúmlega 100 íbúar i hreppunum á Morgunblaðið/Úlfar Ágústsson Hornströndum sem þá áttu mjög í vök að verjast samgöngulega enda lagðist byggð af þar fáum árum síðar. Nú mun þetta nýja skip auð- velda fyrrum Hornstrendingum og afkomendum þeirra að komast norður yfir sumarið en þeim fer fjölgandi sem reisa sér þar sumar- hús. - Úlfar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.