Morgunblaðið - 14.04.1991, Side 12

Morgunblaðið - 14.04.1991, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1991 ■ • ----------■■—i-.u.u fc-1—UJ_1_—• t ■ it/t ■ x. i ___ HEIMAMAÐUR í HÁSKÓLANUM Sveinbjörn Björnsson nýkjörinn háskóbrektor vill bæta launakjör starfsmanna Háskólans og efla Háskólabókasafnið — á safninu lék hann sér reyndar sem drengur eftir Kristínu Marju Baldursdóttur SAGAN hermir að Sveinbjörn Björnsson nýkjörinn háskólarekt- or sé með afbrigðum þolinmóður maður og gefist ekki upp fyrr enn lausn liggi fyrir. Ekki veitir af þrautseigjunni þegar málefni Háskóla Islands eiga í hlut, því ljóst er að margar breytingar þurfa að verða svo hann haldi velli sem virk fræða- stofnun á mælikvarða annarra þjóða. Launa- kjör starfsmanna og Háskólabókasafnið eru m.a. ofarlega á óska- lista Sveinbjörns^ en einnig telur hann brýnt að auka tengsl Háskól- ans við þjóðlífið. Sveinbjöm hefur verið af- kastamikill fræðimaður og liggja eftir hann ótal greinar og skýrslur en samt veit þorri þjóðar- innar ekki hver maður- inn er. Sveinbjöm brosir þegar ég nefni þetta við hann og segir að innan háskólans sé mest farið eftir fræðiskrifum viðkomandi kennara og hvort hann hafi reynst fijór rannsóknarmaður þegar hann sækir um stöðuhækkun, en ekki eftir þeim fjölda almennra greina sem hann skrifar í blöð eða tímarit, eða því hversu góður kenn- ari hann er. „Stúdentar vilja breyta þessu þannig að kennarar séu ekki fast- ráðnir nema þeir hafí komið vel út í námsmati. Hins vegar dugir ekki eingöngu að koma efninu vel frá sér, háskólakennarar reynast ekki vel nema þeir endurnýji sig stöðugt með rannsóknastörfum. Menn geta forpokast og trénast þótt þeir tali hátt og skýrt! Ég tel það skipta máli að kennar- ar komi fram í fjölmiðlum þannig að almenningur kynnist störfum þeirra og háskólans. A ámnum 1920 til 1930 voru hér kennarar sem náðu vel til þjóðarinnar eins og t.d. Sigurður Nordal og á síðari ámm mætti nefna Sigurð Þórarins- son, sem var dugmikill og vinsæll alþýðufræðari. Samkeppni innbyrð- is og framavonir í starfi koma ef til vill í veg fyrir að kennarar ræki þessi tengsl við almenning. En það eru skemmtilegir menn hérna, sérvitringar, — bráðskemmt- ilegir." Sveinbjörn segir að það hafi verið uppeldið sem dró hann til Há- skólans. „Háskóla- bókasafnið var leikskólinn minn. Þegar ég var níu ára gamali lést móðir mín Droplaug frá fimm börnum. Systkini mín fóru í fóstur en ég varð einn eftir fyrir sunnan hjá föður mínum Birni Sig- fússyni. Hann var háskólabóka- vörður og fór ég með honum í vinn- una. Sat þar tímunum saman og las Knold og Tot í Vikunni. Ég er því heimamaður í háskólanum. Náinn félagi á þessum árum var Hrafnkell Thorlacius, og heimili Aslaugar móður hans stóð mér op- Morgunblaðið/Ragnar Axelsson ið. Þar varð ég heimagangur og einskonar fóstursonur um tíma.“ Eftir stúdentspróf úr Mennta- skólanum í Reykjavík fór Svein- björn í Háskóla íslands og lauk þaðan fyrri hluta prófi í bygginga- verkfræði 1959. Síðan stundaði hann framhaldsnám í Aachen í Þýskalandi og lauk þar prófi 1963 í eðlisfræði með jarðeðlisfræði og stærðfræði sem aukagreinar. Eftir heimkomu réðst hann til starfa hjá Jarðhitadeild Orkustofn- unar og sama ár, 1964, hóf hann kennslu við Tækniskóla íslands og Háskólann. Hann vann tíu ár hjá Orkustofnun en gerðist deildarstjóri í jarðeðlisfræði í Raunvísindastofn- un Háskólans 1973. Árið 1978 var hann skipaður prófessor í jarðeðlis- fræði Við verkfræði- og raunvís- indadeild Háskólans. Sveinbjörn hefur alla tíð verið virkur í stjórnunarstörfum, hefur verið formaður stjórnar Raunvísind- astofnunar, varaforseti þeirrar deildar og deildarforseti, vararektor auk ótal nefndarstarfa eins og t.a.m. nefnd um nýbyggingar á háskólalóð, nefnd um eflingu há- skólabókasafns og mörgum öðrum. Einnig hefur hann unnið sem ráð- gjafi í virkjun jarðhita á vegum Sameinuðu þjóðanna og Alþjóða- bankans í þróunarlöndum. Ég spyr hann hvort hann hafí kannski eftir allt saman haft meiri áhuga á stjórnunarstörfum en kennslu. „Þetta hefur alltaf togast á hjá mér síðan ég var Inspector Scholae í MR,“ segir Sveinbjörn. „En það var annað hvort að hrökkva eða stökkva núna, stjórnunarstörfin voru orðin það tímafrek hjá mér. Það er ekki meira slítandi að sinna starfí rektors en að vera í öllu í senn, stjórnun, kennslu og rann- sóknarstörfum. Ég er því að gera mér vonir um að geta helgað mig einu starfi núna.“ Sveinbjörn er kvæntur Guðlaugu Einarsdóttur bókara, og eiga þau þrjú börn; Droplaugu, Einar Órn og Björn Má. Eru þau fædd á árun- um 1957 til 1969 og eru námsárin á milli þeirra, eins og Sveinbjörn segir. Eitt helsta stefnumál frambjóð- enda til rektorskjörs var að bæta launakjör starfsmanna Há- skólans. Sveinbjörn er spurður hvernig þeir hafi hugsað sér að fara að því? „Það eru víst ASÍ og VSÍ sem hingað ti! hafa ákveðið laun lands- manna. Erfitt getur því reynst að fá beina hækkun grunnlauna, en við erum að leita að afkastahvetj- andi kerfi. Hér eru menn með grunnlaun sem þeir geta ekki fram- fleytt sér á og verða því að kenna meira en þeir ættu, eða leita ann- arra aukastarfa. Það er því ekki mikil orka eftir fyrir rannsóknar- störf. Við höfum vísi að hvetjandi kerfi í Rannsóknasjóði Háskólans og Vinnumatssjóði. Reynt er að hvetja menn til rannsókna. Árlega auglýs- ir sjóðurinn eftir umsóknum um styrk til verkefna. Ef umsókn þykir álitleg getur umsækjandi fengið laun við verkefnið. Einnig kemur til greina að kennarar fái þóknun úr ritlaunasjóði fyrir að birta fræð-

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.