Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 14.04.1991, Blaðsíða 17
• MORGU'NBLAÐIÐ' SU'NNt?ÐAGWR' 14'. ’A'PRIL l'991 NÁTTFIÐRILDI Guð skapaði þau sérstaklega til að hundurinn geti elt þau. Og líka - til að uppfylla óskir mannsins. Mér finnst að náttfíðrildi séu geimverur vegna þess að þau lýsa á kvöldin. Þau byija sem lirfa og þegar þau hafa lifað heilt sumar fara þau í púpuna sína. Fyrst eru vængirnir blautir og ógeðslegir. Svo þorna þeir. Þá getur fíðrildið flogið. Þau lifa stutt. Bara eitt sumar. Þá deyja þau. En þá hafa þau búið til ný fíðrildi. Jón Leó Hvað veistu um fíðrildi? Þau hafa góða vængi og marglita. Oft eru þau falleg mjög lítil og létt. Þau eru mjög dugleg að forða sér frá vandræðum og þau stinga ekki eins og býfluga. Þau eru fyrst ormar eða margfætlur, svo fara þau í púpur og verða að fiðrildum. Fiðrildi hitta ekki önnur fiðrildi til að eignast ný. Þau eru bara fijáls. Jón Þorri Haustið 1990 var ákveðið að efna á ný til dýragerðar en með ofurlítið breyttum áherslum. í þetta sinn skyldi lögð meiri áhersla á tjáning- una. Með því að teikna, mála og smíða dýr, fengju nemendur tæki- færi til að tjá sjálfa sig. í þeirri tjáningu skyidi hvort tveggja vera jafnrétthátt; hið blíða, hugnæma og viðkvæma skyldi standa and- spænis því hijúfa, grimma og árás- argjarna, þessu sem er okkur öllum sameiginlegt en við þurfum að læra að stjórna til þess að okkur farnist vel. Þessi tvö dýr, sem allir menn búa yfir, birtast okkur á sýningunni í hinum litfögru, fljúgandi fiðrildum annars vegar og hinsvegar í hinum dökkleitu, jarðbundnu furðudýrum. Þegar við fórum að spjalla saman um myndirnar sem sýndar eru í Listasafninu og um átökin milli fiðr- ildanna og furðudýranna, varð mér fljótlega ljóst að margir þessara drengja hafa þegar fengið að kynn- ast því hvað heimurinn getur verið harður, meðal annars í heimaskól- um sínum. Það er nefnilega svo, að við fullorðna fólkið höfum búið til skólaheim handa börnunum okk- ar, sem við álítum sniðinn að þeirra þörfum; siðareglur, umgengnisvenj- ur, þagnir, ógnanir og feluleikir eru okkar hugarsmíð og þegar sum börnin falla ekki inn í þá smíð, rísa upp vandamál: Sum böm beita of- beldi — önnur eru beitt ofbeldi. DREKI Dýrið heitir dreki. Ef einhver kemur við hann þá tryllist hann. Og ef hann er tvo daga í sól þá deyr hann og verður að steini. Þegar hann trampar í hellisgólfið hrynur gijót úr hellinum hann kveikir í tijám. Og nú eru trén í skóginum í eldi. Hann er með gadda á fótunum og á bakinu. Svo rúllar hann sér í kúlu o g veltir sér yfír risaeðlurnar og meiðir þær. Drekinn á bróður sem er stór og hættulegur. Hann er alltaf að leika sér að eldi. Hann kveikir í tré. Hann kveikir í skrímslum. Hann kom inn í þennan tíma og vill rústa heiminum. Einar Bragi Það er skrítið að við hugsum allt- af; „hvað er að þessum börnum,“ í stað þess að spyija; „hvað er að smíði okkar og þeim hiuta heims- myndarinnar sem við fullorðna fólk- ið færum börnunum. Furðudýr strákanna í Bústaða- skóla eru engum öðrum dýrum lík, enda hafa þau ógnandi öfl sem strákunum eru hugleikin, enga sér- staka mynd; þau eru bara þarna. En hver og einn þeirra hugsar mik- ið um styijaldir og afleiðingar þeirra, um eyðingu ósonlagsins og jarðarinnar, um glæpi og öfl þess illa. Þeir eiga sér flestir framtíðar- drauma um að stoppa neikvæða þróun jarðarinnar og íbúa hennar. En mér iék forvitni á að vita meira um þá; meðal annars hvort þeim þykir skóli og lærdómur leiðinlegur og hvað þeim finnst skemmtilegt. Það var síður en svo, að þeim þætti skólinn leiðinlegur, en áherslurnar voru ólíkar, eins og vera ber: Jón Þorri, 8 ára „Mér finnst mest gaman að reikningi, sérstaklega margföldun og deilingu. Svo finnst mér gaman að teikna og ég teikna mjög mikið. Aðallega teikna ég myndir af skúlptúrum og andlitum.“ Hvernig andlitum? „Ég teikna mest karla, þeir eru með sverð eða hníf í sér. Ég læt sjást hvar sverðið fer í þá, oftast í hálsinn." Hvaðan færðu þessar hugmyndir? „Úr bíó. Ég fer mjög mikið á bíó — helst á hrollvekjur. Mér finnst þær skemmtilegastar,“ segir Jón Þorri og hlær, storkandi: „Leiðinlegastar finnst mér barnamyndir og drama,“ bætir han'n við og segir að drama séu „svona ástarmyndir, oj bara.“ En skúlptúrarnir? „Þeir eru af öllu mögulegu. Stundum vanda ég mig, stundum ekki.“ Af hveiju vandarðu þig ekki alltaf? „Ef ég vanda mig ekki, verður í leik og starfi Dagurinn í Bústaðaskóla er eins og dagur í hverjum öðrum skóla, að því fráskildu að strákarnir borða hádegisverð í skólanum og skiptast síðan á að hjálpa til í eldhúsinu. Við borðið sitja Jón Leó, Einar, Róbert, Davíð, Bjarni, Jón Þorri, Jón Hjörtur og Kristjá, ásamt tveimur af kennurum sínum, Bjama og Bjarna, og þennan dag var Nils í eldhúsinu. myndin miklu flottari. Það bara gerist.“ Ætlarðu að verða málari þegar þú verður fullorðinn? „Ne-hei, ég vil verða rannsóknarlögreglumaður — svona eins og Dick Tracy.“ Jón Leó, 10 ára „Ég ætla að verða geimfari," segir Jón Leó, „til að athuga hvernig hægt er að bæta ósonlagið, til dæmis með plöntum.“ Hann ræðir lengi um ósonlagið og hvernig við förum með jörðina. „Við hugsum allt of lítið út í þessa hluti. Við þurfum mikið á jurtunum að halda ... ef ósonlagið eyðist, verðum við að ganga með loftkúta — það er að segja, ef við lifum það af. Þá I magnast nefnilega upp alls kyns D47 sjúkdómar, eins og aids og krabbamein. Það er búið að uppgötva þá hluti sem við getum notað í staðinn fyrir ósoneyðandi hluti og ég spyr; hvers vegna notum við þá ekki? Eg fylgist með þessu öllu í fréttum og umræðum í útvarpi og sjónvarpi og af því við vitum svo mikið, skil ég ekki af hveiju svona lítið er gert. Svo horfir maður á manneskjuna og spyr sig, hvort hún hafi virkilega ekkert þróast. Og mér finnst hún ekkert hafa þróast á síðustu öldum. Hún er enn á apastiginu.“ BÖÐULL grimmt dýr sem étur allt og alla sem það getur fengið skrímsli það var gaman að búa það til litimir skærir og flottir Róbert Jón Hjörtur, 9 ára Eins og mörgum öðrum, fínnst Jóni Hirti reikningur skemmtilegasta fagið í skólanum. Og þar fyrir utan að teikna: „Mér finnst andlit skemmtilegust, sérstaklega sjálfsmyndir; myndir af mér eins og ég mundi vilja vera, eins og ég var og eins og ég er.“ Hvernig viltu vera? „Ég vil ekki segja það,“ svarar hann feimnislega, bendir síðan á ör á hökunni á sér og segir, um leið og hann fer að teikna; „en ég skal segja þér hvernig ég var: Þegar ég var átta ára, datt ég af hjóli og skrapaði af mér hökuna. Það varð að byggja hana aftur upp með plasti og alls konar. Ég þurfti að vera á spítala út af þessu — og svona vil ég ekki vera,“ segir hann um leið og hann bendir á sjálfs- mynd, þar sem örið er mest áberandi í andlitinu. En hann segist líka vita að hann sé ekki svona, því örið sjáist ekki neitt. Róbert Þór, 11 ára Róbert er bókaormurinn í skólanum. Hann er duglegur námsmaður og les mikið fyrir utan skólann; „alls kyns bækur og finnst eiginlega allt skemmtilegt... og þó, ég las einu sinni bók sem mér fannst hundleiðinleg. Hún hét Fú fú og fjallakrílin. En það er nú svo langt síðan.“ En hvað finnst þér skemmtilegt í skólanum, fyrir utan að lesa? „Læra stærðfræði. Og teikna þegar ég fæ að gera krassmyndir," segir hann og hlær að mér, þegar ég segist ekki trúa því. En fyrir utan skólann, spyr ég, og þá kemur í ljós að Róbert er með mörg járn í eldinum: „Ég er í Tónlistarskóla, að læra á píanó og er búinn með 1. stig,“ og þegar ég spyr hann, hveijir séu uppáhaldsrithöfundarnir hans og tónskáldin, segir hann: „Púff, það veit ég ekki. Mér finnst gaman að spila allt, kannski Gillock þó skemmtilegastur og rithöfundar ... bara sá sem ég er að lesa hveiju sinni. En skemmtilegasta bók sem ég hef lesið er Bör Börson. En mér finnst líka gaman að Andrésarblöðunum og öllu þarna á milli.“ Við svo búið, er Róbert rokinn út, því hann er að verða of seinn í norskutíma. Einar Bragi, 10 ára „Mér finnst mest gaman í stærðfræði,“ segir hann, umbúðalaust, þegar hann sest hjá mér, „vegna þess að dæmin eru öll eins konar þrautir og mér fínnst svo gaman að ráða þrautir. Svo finnst mér gaman að lesa,“ segir hann og sýnir mér bók, sem hann var að fá senda frá Æskunni: Furðulegur ferðalangur. „Ég var að byija á henni og fínnst hún lofa mjög góðu.“ Hvað með teikningarnar, spyr ég, vegna þess að Einar er með stórt safn af myndum sem hann hefur teiknað. „Mér finnst mest gaman að teikna dreka. Þeir búa á jörðinni og maður verður helst að búa neðanjarðar og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.