Morgunblaðið - 14.04.1991, Side 18
18
MÓRÖÚNBLAÐÍÐ SUNNUDÁGUR 14.' ÁPRÍL 1991
„fiirildi & furöudýr
hafa alls konar göng og leynigöng
til að ferðast um.“ Og flestar
myndir Einars eru neðanjarðar, þar
eru bústaðir manna,
vopnaverksmiðjur, skotpallar, og
brautir sem ná hringinn í kringum
blaðið: Vel úthugsaður heimur til
að verjast hættunum sem steðja
að.“
Ertu ekki í einhveijum íþróttum?
„Nei, ekki eins og er. En ég
mundi vilja vera í spretthlaupi og
er að velta því fyrir mér að byija
að æfa í sumar."
Hvað gerirðu í frístundum?
„Það skemmtilegasta sem ég
geri, er að fara úti í kletta á
Seltjamarnesi að klifra og svo er
gaman að spranga, en það er bara
svo hættulegt. Svo finnst mér
gaman að sveifla mér í köðlum og
ég fann nýjan kaðal í gær.“
Nils, 12 ára
„Það skemmtilegasta sem ég
veit, er að vinna við stóru dýrin,"
segir Nils. „Það er að vísu stundum
leiðinlegt, en þegar maður sér þau
tilbúin, gleymast leiðinlegu
stundirnar og manni. finnst bara
hafa verið gaman."
Hvað finnst þér skemmtilegasta
námsefnið?
„Mér finnst allt skemmtilegt.
Mér finnst bara skemmtilegt að
læra. Svo er margt annað sem mér
finnst skemmtilegt; eins og að
hlaupa og vera í lyftingum. En
skemmtilegast af öllu finnst mér
að dunda við hjólið mitt. Ég er alltaf
eitthvað að gera við það ... heyrðu,
ég er að fara með einum
kennaranum og nokkrum strákum
að skoða Laugarneskirkju og þeir
eru að fara. Eg vil ekki missa af
því, við ætlum að skoða
altaristöfluna, predikunarstólinn og
orgelið — bless."
Davíð, 11 ára
„Strákamir í Bústaðaskóla eru
miklir þrautagarpar; þeir eru alltaf
að búa til eitthvað sem þeir þurfa
að bijóta heilann yfir, og þegar ég
er í heimsókn hjá þeim eru þeir að
búa sér til kúluspil. Og þeim fínnst
undantekningalaust gaman að fást
við reikningsþrautir. „Mér fínnst
líka gaman í leikfimi," segir
Davíð,„sérstaklega í þrautakóng."
Og Davíð er fima góður teiknari,
eins og þeir flestir eru.
„En ertu þá ekki lestrarhestur
líka?
„Nei, mér finnst bara gaman að
lesa ljóð, segir hann og fer með ljóð
um stríð fyrir mig.
Uppáhaldsljóðabókin mín er
Ljóðspor, og við lesum hana hérna
í skólanum. Stundum á morgnana
á einhver okkar að lesa upp ljóð,
sem hann hefur valið heima, og það
er mjög skemmtilegt."
Þú teiknar ekki mikið af
stríðsmyndum.
„Nei, ég hef engan áhuga á
styijöldum. Mér finnst að vísu
gaman að teikna flugvélar, en það
er allt og sumt.“
„Hvað gerir þú í frítímanum?
„Aðallega eitthvað til að vinna
mér inn pening, til að kaupa
ýmislegt smádót, eins og blýanta
og liti — og stundum sælgæti. Og
í sumar ætla ég í sveit að Ástjörn,
fyrst, og síðan að Skógarfossi. Ég
hef tvisvar verið í sveit áður og það
er sko skemmtilegt."
Hvað langar þig að gera, þegar
þú verður fullorðinn?
„Mig langar að verða lögga;
leynilögga í útlöndum, þar sem
enginn veit hver ég er ...“
Kristján, 9 ára
„Kristján byijaði í Bústaðaskóla
í haust, en segist vera orðinn leiður
á skólanum; „maður verður leiður
á öllum skólum á vorin. Þá vill
maður gera eitthvað skemmtilegt,
eins og að leika sér úti.“
En hvað finnst þér
skemmtilegast í skólanum?
„Stríða Bjarna smíðakennara,“
segir Kristján og hlær, en það er
eitthvað grunnt á illskunni í honum,
því hann er í smíðatíma, þar sem
hann er að skera út kúluspil sem
hann ætlar að leika sér að heima.
„En mér finnst skemmtilegast í
stærðfræði og Trausti, sem kennir
mér stærðfræði, er skemmtilegasti
kennarinn. Hann kennir mér líka
Iestur og leyfír mér stundum að
fara í tölvuna.“
Þú teiknar mikið af
drekamyndum.
„Já, mér finnst rosalega gaman
að teikna dreka.“
Ertu ekkert hræddur við þá?
„Nei, ég er ekki hræddur við þá,
en ég vildi geta stjórnað þeim.“
Skóladagurinn er á enda í
Bústaðaskóla og drengirnir fara
hver í sína áttina, sumir í
Laugarneskirkju, aðrir í tón-
listartíma, eða norskutíma, enn
aðrir heim til sín. Sumir gefa mér
mynd eftir sig að skilnaði og það
er hálferfitt að kveðja þá, því það
er svo margt um að spjalla — og
lífsfjör þeirra hefur óneitanlega
aðdráttarafl, að maður tali nú ekki
um hugmyndaflugið ...
■MÉÉÉÉÍÉaMB
ÞIÐ GETID SKIPT UM
Sjálfvirku Danfoss ofnhitastillarnir endast í
áratugi. En steinefni í heita vatninu, sem setjast á
lokann, geta valdið því að þeir bregðist seint við
hitabreytingum og um ieið verður nýting
vatnsins lakari.
Oft dugar að skipta um þéttingu og til þess
þarf ekki einu sinni að taka vatnið af kerfinu
heldur aðeins að skrúfa fyrir stofnleiðslu
hitaveitunnar til öryggis. Til að vinna verkið þarf
skrúfjárn og skiptilykil - svo einfalt er það.
= HÉÐINN =
SEUAVEGI 2, SlMI 624260
VERSLUN - RÁÐGJÖF
BBMHBBHIHHHHBBHHHBHHMBHBHHBBB