Morgunblaðið - 14.04.1991, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 14. APRÍL 1991
23
A1 AUGLYSINGAR
Framkvæmdastjóri
Við auglýsum eftir framkvæmdastjóra fyrir Jökul
hf. og Fiskiðju Raufarhafnar hf., Raufarhöfn.
Æskilegt er að viðkomandi hafi reynslu og
þekkingu á rekstri útgerðar- og fiskvinnslu-
fyrirtækja og hafi til að bera góða kunnáttu
á sviði bókhalds og fjármála.
Viðkomandi þarf að geta hafið störf ekki
seinna en 1. ágúst nk.
íbúðarhúsnæði til staðar.
Umsóknir skulu sendar undirrituðum fyrir 25.
apríl, sem einnig veitir nánari upplýsingar.
Endurskoóunar-
mióstöóin hf.
N.Manscher
c/o Björn St. Haraldsson,
löggiltur endurskoðandi,
Garðarsbraut 15, 640 Húsavík,
sími 96-41865.
Frá Háskóla íslands
Lausar stöður
Sérstök tímabundin
lektorsstaða í næringarfræði
við efnafræðiskor raunvísindadeildar Há-
skóla ísiands (75%) og námsbraut í hjúk-
runarfræði (25%) við læknadeild Háskóla
íslands, er laus til umsóknar. Lektornum er
ætlað að stunda rannsóknir og kennslu á
sviði næringarfræði.
Nánari upplýsingar veitir dr. Ágústa Guð-
mundsdóttir dósent í síma 694800.
Sérstök tímabundin
lektorsstaða í stærðf ræði
við stærðfræðiskor raunvísindadeildar Há-
skóla íslands er laus til umsóknar. Lektorn-
um er ætlað að stunda rannsóknir og kennslu
á sérsviði sínu innan stærðfræðinnar auk
þess sem hann þarf að geta tekið að sér
almenna kennslu í stærðfræði.
Nánari upplýsingar veitir formaður stærð-
fræðiskorar, Reynir Axelsson dósent í síma
694815.
Sérstöktímabundin lektorsstaða í
greiningu algoriþma
við tölvunarfræðiskor raunvísindadeildar
Háskóla íslands er laus til umsóknar. Lekt-
ornum er ætlað að stunda rannsóknir og
kennslu á sérsviði sínu innan tölvunarfræð-
innar auk þess sem hann þarf að geta tekið
að sér almenna kennslu í tölvunarfræði.
Nánari upplýsingar veitir formaður tölvunar-
fræðiskorar, Snorri Agnarsson prófessor í
síma 694732.
Umsækjendur skulu láta fylgja umsóknum
sínum rækilega skýrslu um vísindastörf þau
er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir,
svo og námsferil og störf. Með umsóknum
skulu send eintök af vísindalegum ritum og
ritgerðum umsækjenda, prentuðum og
óprentuðum. Ennfremur er óskað eftir grein-
argerð um rannsóknir sem umsækjendur
hyggjast stunda verði þeim veitt staða.
Gera má ráð fyrir að lektorarnir verði í fyrstu
ráðnir í stöðurnar til 1 —2ja ára en að loknu
2ja ára starfi verði tekin afstaða til þess
hvort þeir verði fastráðnir með gagnkvæm-
um 3ja mánaða uppsagnarfresti. Lektorarnir
eiga einnig rétt á framgangi í starfi sam-
kvæmt almennum reglum sem um það gilda
við Háskóla íslands.
Umsóknir skulu sendar starfsmannasviði
Háskólans, Aðalbyggingu Háskólans við
Suðurgötu, 101 Reykjavík fyrir 13. maí 1991.
Húsasmíðameistari
getur bætt við sig verkefnum stórum og
smáum. Tilboð eða tímavinna. Fljót og góð
þjónusta.
Upplýsingar í síma 686754 eftir kl. 19.00.
Tómas Sigurpálsson, húsasmíðameistari.
Hugbúnaðarfyrirtæki
Óskum að ráða mann til að taka þátt í mark-
aðssetningu, aðlögun, uppsetningu og þjón-
ustu á viðskiptahugbúnaðnum bústjóra.
Við leitum að manni með haldgóðan skilning
á bókhaldi, tölvuvinnslu og rekstri fyrirtækja.
Viðkomandi þarf að vera atorkusamur, hafa
góða samstarfshæfileika og hæfileika til að
starfa sjálfstætt að skapandi verkefnum.
Háskólamenntun æskileg.
Nánari upplýsingarveitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar
„Bústjóri 214“, fyrir 20. apríl nk.
Blönduós
Starfsfólk óskast til starfa í eftirtaldar stöður
á Blönduósi:
Blönduósbær
1. Framtíðarstarf flokkstjóra í áhaldahús
Leitað er eftir vélvirkja eða manni með sam-
bærilega menntun. Starfið felst m.a. í:
a) Almennri verkstjórn.
b) Vinnu við Bæjarveitur, m.a. við rafsuðu
og logsuðu.
c) Bakvöktum vegna veitna.
d) Almennri bæjarvinnu.
Næsti yfirmaður flokkstjóra er verkstjóri
(veitustjóri).
2. Framtíðarstarf garðyrkjustjóra, sem hef-
ur m.a. umsjón með uppbyggingu og við-
haldi opinna svæða og leikvalla, yfirumsjón
með skipulagningu og framkvæmd unglinga-
vinnu. Umsjón með skógrækt og upp-
græðslu og aðstoð við undirbúning og fram-
kvæmd allra „grænna málaflokka" á vegum
bæjarins.
Næsti yfirmaður garðyrkjustjóra er bæjar-
tæknifræðingur.
Nánari upplýsingar veita bæjarstjóri í síma
95-24181 og verkstjóri (veitustjóri) í síma
95-24175.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl.
Grunnskólinn, Blönduósi
1. Staða skólastjóra.
2. 5 kennarastöður. Meðal kennslugreina
danska, stærðfærði, raungreinar, íslenska,
íþróttir og kennsla yngri barna.
Upplýsingar veitir skólastjóri í síma
95-24229.
Héraðssjúkrahúsið á Blönduósi
1. Deildarstjóra á blandaða deild.
2. Hjúkrunarfræðinga í fastar stöður og til
sumarafleysinga.
3. Sjúkraliða til sumarafleysinga.
Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma
95-24206.
Fræðsluskrifstofa Norðurlands,
Kvennaskólanum, 540 Blönduósi
Sálfræðing vantar til starfa á fræðsluskrif-
stofu Norðurlandsumdæmis vestra. Mennt-
un og/eða reynsla af starfi á sviði skólasál-
fræði æskileg.
Upplýsingar veittar á fræðsluskrifstofunni í
símum 95-24209 og 95-24369.
Hagva ngurhf
Grensásvegi 13 Reykjavík Sími 83666 Ráðningarþjónusta Reksfrarráðgjöf Skoðanakannanir
Lagerstarf
útkeyrsla
Við óskum eftir að ráða röskan og skipulagð-
an starfsmann við iagerstörf og útkeyrslu.
Æskilegur aldur umsækjanda er 25 til 40
ára. í umsókninni þurfa að vera handskrifað-
ar upplýsingar um viðkomandi, ásamt með-
mælum og launahugmyndum. Um er að
ræða framtíðarstarf. Reyklaus vinnustaður.
Umsóknir skulu sendar auglýsingadeild Mbl.
merktar: „E - 221“ fyrir 20. arpíl 1991.
Laus störf
Sölumaður (205) óskast til starfa hjá heild-
verslun til að selja sportfatnað, herrafatnað
o.fl. Nauðsynlegt að viðkomandi hafi bíl til
umráða, æskilegur aldur 25-30 ára. Laust
strax.
Sölumaður (212) til að selja efnavörur og
sælgæti. Sjálfstætt sölustarf á sendibíl fyrir-
tækisins. Æskilegur aldur 20-25 ára. Laust
strax.
Út á land
Verslunarstjóri (213) óskast til starfa hjá-
varahlutaverslun í nágrenni Reykjavíkur.
Nauðsynlegt að viðkomandi hafi þekkingu á
bifreiðavarahlutum, reynsla af verslunar-
stjórn æskileg.
Verkstjóri (164) óskast til starfa hjá frysti-
húsi á Norðausturlandi. Þekking á fiskvinnslu
nauðsynleg. Reynsla af verkstjórn æskileg.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf. á eyðu-
blöðum, sem liggja frammi á skrifstofu okkar
merktar númeri viðkomandi starfs.
Hagva ngurhf
Grensásvegi 13 Reykjavík | Sími 83666 Ráðningarþjónusta Rekstrarráðgjöf Skoðanakannanir
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
REYKJANESSVÆÐI
Forstöðumaður
óskast
Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Reykjanesi
óskar eftir að ráða til starfa forstöðumann í
fullt starf við skammtímavistunarheimili fyrir
fötluð börn, sem staðsett er við Hnotuberg
í Hafnarfirði. Markmið með skammtímavist-
un er að veita fötluðum og aðstandendum
þeirra hvíld. Einnig að veita úrlausn vegna
tímabundinna aðstæðna á heimili vegna veik-
inda eða annarra sambærilegra aðstæðna.
Um er að ræða skammtímavist fyrir börn
og unglinga á skólaaldri og dvelja þar að
jafnaði fimm einstaklingar. Innra starf stofn-
unarinnar felst í því að búa þeim aðlaðandi
og heimilislegt umhverfi, aðstoða þá við tóm-
stundir og veita hverjum og einum þá umönn-
un og þjálfun sem þörf er á.
Æskilegt væri að fá umsóknirfrá þroskaþjálf-
um með framhaldsmenntun frá ÞSÍ, og öðr-
um þroskaþjálfum svo og fólki með menntun
á sviði félagsvísinda og reynslu af stjórnun.
Umsóknarfrestur er til 24. apríl.
Nánari upplýsingar gefur framkvæmdastjóri
svæðisstjórnar í síma 641822.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
svæðisstjórnar, Digranesvegi 5 í Kópavogi.