Morgunblaðið - 14.04.1991, Side 32

Morgunblaðið - 14.04.1991, Side 32
32 M0RGT3NBLAÐIÐ ATVININIA/RAÐ/SMA súnnudágur 14. APRÍL 1991 ÓSKAST KEYPT Fyrirtæki óskast Fjársterkur aðili óskar eftir innflutningsfyrir- tæki eða heildverslun á sviði matvöru og/eða hreinlætisvöru. Kaup á umboði eða umboð- um koma til greina. Frekari upplýsingar veittar hjá Fasteignasöl- unni Framtfðinni í síma 622424. Hársnyrtistofa óskast til kaups á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Upplýsingar um staðsetningu og stærð sendist til auglýsingadeildar Mbl. mektar: „Hár - 1000“. Farið verður með allar um- sóknir sem trúnaðarmál. Tölvufyrirtæki Hef áhuga á að gerast eignaraðili að fyrir- tæki sem starfar á tölvu- og hugbúnaðar- sviði. Get lagt fram hlutafé og ferskar hug- myndir. Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Tölvur - 7838“. Matvöruverslun Mjög traustur aðili vill kaupa eða leigja mat- vöruverslun á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Æskileg velta á bilinu 6-10.000.000,- Tilboð leggist inn á auglýsingadeild Mbl. merkt: „Matur - 13127“. KENNSLA Námskeið í matreiðslu í grænmetisfæði kallað makrobíótik. Síðasta grunnnámskeið á þessu vori hefst þriðjudag- inn 23. apríl. Sýnikennsla í matreiðslu á korn- réttum, grænmeti, fiskréttum, baunum, brauðum o.fl. Síðasta framhaldsnámskeið á þessu vori verður haldið fimmtudaginn 16. maí. Fljótlegar og auðveldar uppskriftir. Upp- lýsingar og innritun í síma 30838. Þuríður Hermannsdóttir, hússtjórnarkennari. Enskunám í Englandi í Eastbourne á suðurströnd Englands bjóð- um við uppá val um 7 enskuskóla. Allt viður- kenndir skólar. Námskeið, frá 2 vikum uppí 1 ár, og sérstök sumarnámskeið. Upplýsingar veitir Kristín Kristinsdóttir, full- trúi International Student Advisory Service á íslandi, í síma 671651 milli kl. 9 og 11.30 f.h. virka daga. Starfsmaður I.S.A.S. í East- bourne er ávallt til aðstoðar. Háskólinn á Akureyri umsókn um skólavist Heilbrigðisdeild, rekstrardeild og sjávarútvegsdeild Við heilbrigðisdeild er ein námsbraut, hjúkr- unarbraut. Við rekstrardeild eru þrjár námsbrautir, iðn- rekstrarbraut, rekstrabraut og gæðastjórn- unarbraut. Við sjávarútvegsdeild er ein námsbraut, sjáv- arútvegsbraut. Umsóknarfrestur um skólavist er til 1. júnf 1991. Með umsókn á að fylgja staðfest afrit af prófskírteinum. Ef prófum er ekki lokið skal senda skírteini um leið og þau liggja fyrir. Skilyrði fyrir inntöku í heilbrigðisdeild er stúd- entspróf, próf frá Hjúkrunarskóla íslands eða annað nám sem stjórn skólans metur jafngilt. Skilyrði fyrir inntöku í rekstrardeild, iðn- rekstrarbraut og rekstrarbraut er stúdents- próf eða annað nám sem stjórn skólans metur jafngilt. Skilyrði fyrir inntöku í rekstrardeild, gæða- þróunarbraut er tveggja ára rekstrarnám eða annað nám sem stjórn skólans metur jafngilt. Skilyrði fyrir inntöku í sjávarútvegsdeild er stúdentspróf eða annað nám sem stjórn skólans metur jafngilt svo og eins árs starfs- reynsla við sjávarútveg. Umsóknarfestur um húsnæði á vegum Fé- lagsstofnunar stúdenta á Akureyri er til 20. júní 1991. Umsóknareyðublöð og upplýsingar eru veitt- ar á skrifstofu skólans við Þingvallastræti, símia 96-770 frá k. 9.00 til 12.00. Háskólinn á Akureyri. Samvinnuháskólinn - rekstrarfræði Samvinnuháskólapróf í rekstrarfræðum miðar að því að rekstrarfræðingar séu und- irbúnir til forystu-, ábyrgðar- og stjórnunar- starfa í atvinnulífinu. Inntökuskilyrði: Stúdentspróf af hagfræði- eða viðskiptabrautum eða lokapróf í frum- greinum við Samvinnuháskólann eða annað sambærilegt nám. Viðfangsefni: Öll helstu svið rekstrar, við- skipta og stjórnunar, s.s. markaðsfræði, fjár- málastjórn, starfsmannastjórn, stefnumót- un, lögfræði, félagsmálafræði samvinnumál o.fl. Námstfmi: Tveir vetur, frá september til maí. Frumgreinadeild til undirbúnings rekstrarfræðanámi. Inntökuskilyrði: Þriggja ára nám á fram- haldsskólastigi án tillits til námsbrautar. Viðfangsefni: Bókfærsla, hagfræði, tölvu- greinar, enska, íslenska, stærðfræði, lög- fræði og félagsmálafræði. Einn vetur. Aðstaða: Nemendavist og fjölskyldubústaðir á Bifröst í Borgarfirði ásamt vinnustofum, bókasafni, tölvubúnaði o.fl. Barnaheimili og grunnskóli nærri. Kostnaður: Fæði, húsnæði og fræðsla áætl- uð um 38.000 kr. á mánuði fyrir einstakling næsta vetur. Umsóknir: Með bréfi til rektors Samvinnu- háskólans á Bifröst. Umsókn á að sýna per- sónuupplýsingar, upplýsingar um fyrri skóla- göngu með afriti skírteina og um fyrri störf. Tvenn skrifleg meðmæli fylgi. Veitt er inn- ganga umsækjendum af öllu landinu. Þeir umsækjendur ganga fyrir, sem orðnir eru eldri en 20 ára og hafa öðlast starfsreynslu í atvinnulífinu. Námið hentar jafnt konum sem körlum. Umsóknir verða afgreiddar 25. apríl og síðan eftir því sem skólarými leyfir. Samvinnuháskólanám er lánshæft. Samvinnuháskólinn á Bifröst, 311 Borgarnesi - sími 93-50000. I FULLU F/ðíTF Sérstök G-listadagskrá á sunnudag kl. 16 I * Kosningabarátta G-listans í Reykjavík hefur heldur betur hleypt nýju lífi í gamla Iðnó: Kaffi, spjall, pólitík og listræn tilþrif frá morgni til kvölds. Á sunnudaginn kl. 16 «Arna Kristín Einarsdóttir leikur á flautu og Arndís Björk Ásgeirsdóttir á píanó. verður mikið um dýrðir uppi á lofti: #María Sigurðardóttir leikkona les Ijóð. •Ólafur Haukur Símonarson rithöfundur les um Orm Óðinsson. •Theodór Júlíusson leikari syngur lög úr „Fiðlaranum á þakinu". •Eyvindur Eiríksson skáld les eigin Ijóð. •Tónlist á vegum Sigursveins K. Magnússonar skólastjóra. •Ræða: Arnór Þórir Sigfússon formaður SÍNE, frambjóðandi á G-lista í Reykjavík. / R e y k j a v í k Njótum samstöðunnar! Njótum góðrar listar! G*LISTINN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.