Morgunblaðið - 14.04.1991, Side 36

Morgunblaðið - 14.04.1991, Side 36
, 36 MOKGUNBLADID FOLK \ FRETTUM SUNNUDÁGUR APRÍL 1991 -i eftir Steingrím Ólafsson Það er erfitt að vera móðir Nú er ég búin að mæðrast, og takið eftir, ég • kalla sjálfan mig móðir. Móðir er nefnilega svo miklu innilegra, virðingarverðara og fallegra heiti, en faðir. Venjur og siðir hafa nefnilega hagað því þannig, að fað- ir hefur fengið þá merkingu að vera íjarlægt og óper- sónulegt, meoan móðir er þetta hlý- lega .... ja, móður- lega. Þvi kalla ég mlg móður. Hvao um það. Eins og áður sagði er ég búin að mæðrast (so. af móðir) 1 rúma fimm mánuði, og líður alveg dásamlega. Að vísu er konan mín eitthvað að kvarta. Segist vera þreytt yfir að vakna sex sinnum á nverri nóttu til að snúa stelpunni, setja upp í hana snuðið eða Dreiða yfir hana. „Hvað er þetta," segi ég þá bara. „Hvernig heldurðu ao íslensku húsfreyjurnar hafi kom- ist af, ekki aðeins með húsverkin pg útiverkin, heldur líka að skrifa Islendingasögurnar, þjóna gestum til sængur, vega mann og annan og eiga að mfnnsta kosfi 18-20 born a ári? Svo situr þú hér, með eitt lítið kríli, öll nútimaþægindi, og MIG, og kvartar yfir þessu?" Auðvitað tekur hún sönsum og þegir, en ég hrósa sigri. Jæja, eins og ég er búln að segja oftar en einu sinni, ég hef verið að mæðrast, og það er sko ekkert grín. Nú fyrst skil éig hvað. það virkilega er að vera kona. Ég gæti gengið um i hælaskóm og dragt, með uppsett hár og fölsk augnahár, en samt myndi sú lífsreynsla ekki vera helmingurinn á við þá reynslu, að vera moðir með barn í miobænum. Tökum móður eins og mig sem dæmi. Þar sem ég bý skammt frá mið- bænum, þyklr’ mér oft gaman að spássera með barnavagninn niður Laugaveg, skoða i buðarglugga, heilsa upp á fólk, og að sjálfsogðu að monta mig heil ósköp. En við mæður höfum nú komist að þvi, að hvorki miðbærinn né gatna- kerfið er hannað með okkur ihuga. Það er til dæmis fátt erfiðara en að reyna að koma barnavagni inn í strætó. Jú, oft reyna greyið bílstjórarnir að hjálpa til, en það er nú einu sinni svo, að ef hurðin er minni en vagninn, þá gengur ^að afar erfiðlega. Svo eru það lessir blessuðu bílstjórar sem eggja upp á gangstéttunum. Já, églæt þa sko fa fyrir ferðina. Oftar en ekki keyri ég einfaldlega með minn Silvercross-barnavagn bara beint á tækið og dælda það eins og ég mögulega get. Og þá er það natturulega martröð okkar kerru- mæðra, tnlitslausar aðrar kerru- mæður. Kannski eru þær þijár ■ saman, fvlla út í Laugaveginn, og með miskunnarlausum brosvipr- um, ýta þær manni út \ kant. jafn- vel inn í verslanir. Astæðan er náttúrulega sú, að þær eru afbrýð- isamar út í hamingjusamar mæður eins og mig. Maður má nefnilega helst ekki brosa þegar maður er í bænum. Þá er maður álitinn eitt- hvað skrýtinn. En pg er stoltur af því að vera móðir. Ég er stoltur af pví að vera brosandi með vagninn. En mér hefur verið gert dálitið er- fitt fyrir. Konugreínarnar hafa nefniíega kynt undir vissa for- dóma. Þannig er ég ýmist sakaður um að gera gnn aðkonum, þá aðal- lega konunni minni, eða þá að setja mig á háan hest og þykjast vera einhver allsherjarsérfræðing- ur um konur. En ég gerði.í raun og veru aðeins ein misfök. Ég byrj- aði á þvi að reyna að vera fyndinn. Það er nokkuo sem ég hefoi aldrei átt að gera. Það er svo miklu þægi- legra að skrifa alvarlegar hugleið- ingar um konur. Jæja-, þetta nefði svo sem allt sloppið, ef ég hefði ekki asnast til að fara ao skrifa um óléttu okkar hjóna. Nú verð ég fyrir árásum ef ég skrifa grein, sem ekki uppfyllir hlaturskrofur vandl- átra lesenda Morgunblaðsins. „Mér fannst síðasti pistill ekkert fynd- inn,“ segir ókunnugt fólk mis- kunnarlaust við mig i Hagkaup í Kringlunni. „Vertu fýndinn!'' Bara sisona. Svo lenti ég í því um síðustu helgi, að á mig réðst ung kona, greip i skyrtuDrjóstið, og sagði: „Mér finnst pað ekkert snið- ugt hvað þú skrifar illa um konuna þina! Maðurinn minn er rithöfund- r ur ..." Þegar hér var komið sögu, hafði vínkona hennar kippt henni burt, og ég heyrði aldrei afganginn. Dn reið var hún. Og það er ég lika. Eg heimta fund með mæðrastyrks- nefnd. Ég vii fá styrk sem móðir í erfiðleikum. Hvaða aðrar mæður þurfa að verja það á opinberum vettvangi hvað eftir annað að vera mæður? Ég vil pening, og ekkert múður. Nú, eða að komast á samn- ing hjá bleiufyrirtæki. En mundu bara eitt: kallaðu mig mömmu! KR. 14.700 BROTTFARARDAGAR: 1.-8.MAÍ -25.SEPT VERÐ: 1 VIKAKR. 14.700 2 VIKUR KR. 15.800 3 VIKURKR. 16.900 I: MAÍ 15.22.29. I JÚNÍ5.12.19. 26. I JÚLÍ3.10.17.24.31. I ÁGÚST 7.14.21.28. I SEPT.4.11.18. VERÐ: 1 VIKA KR. 16.900 2 VIKUR KR. 17.700 3 VIKUR KR. 18.800 KAUPMANNAHOFN KR. 15.800 BROTTFARARDAGAR: „ 1.-8. MAÍ. 5. JÚNÍ, 18. - 25. SEPT. f VERÐ: 1 JUN, ÍVIKAKR. 15.800 || JpU3.10.17.24.31. 2 VIKURKR. 16.900 I AGUS MAÍJ5. 22.29. . 19. 26. 3 VIKURKR. 17.700 AGUST7.14.21.28. SEPT.4.11. VERÐ: 1 VIKAKR. 17.400 2 VIKUR KR. 17.900 3 VIKUR KR. 18.900 ÞEGAR ER UPPPANTAÐI MARGAR FERÐIR OG LÍTIÐ PLÁSS EFTIR í FLESTUM HINNA. Leiguflugið okkar til London og Kaupmannahafnar opnar þér ótal ferðaleiðir. Við bjóðum upp á ótrúlegt samningsverð á-fjölda hótela, á sumarhúsum og bflaleigum. Framhaldsflugferðir til allra heimsálfa, og ferðir með enskum og dönskum ferðaskrifstofum. Dæmi um okkar verð: London flug og bíll, 1 vika 4 í bíl ffá kr. 19.800.- Kaupmannahöfn flug og bfll, 1 vika 4 í bíl ffá kr. 18.900.- Flug og sumarhús á Sjálandi, 1 vika 5 í húsi frá kr. 19.800.- Rug og sumarhús í Englandi, 4 í húsi 1 vika frá kr. 19.800.- Flug og kastalagisting á ensku Riviminni m. morgunv. 1 vika kr. 35.700.- Ath. öll verð eni staðgreiðsluverð miðað við gengi 1. feb. '91 FLUCFERÐIR SGLRRFLUC Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331 KARIBAHAFIÐ FYRIRSÆTUR í ÁNÆGJULEGU VERKEFNI Jóna Björk og kvikmyndatökumenn- irnir Björn og Einar ráða ráðum sín- um á eynni Cozumel. Þórir fyrir utan veitingahús sitt og það fer ekki á milli mála hvað lagt er áherslu á á matseðlinum. VEITIN G AREKSTUR GERÐUM ÞETTA SVOLÍTIÐ ÖÐRUVÍSI Oft heyrist sagt að alls staðar séu. íslendingar og er margt til í því. Það sannast kannski einna best á Þóri Gunnarssyni veitngamanni sem rekur nú veitingahúsið „U Zlaté- ho Rozné“, eða „Gullna sverðið" í lauslegri þýðingu. Þórir sagði það allt eins geta útlaggs sem Gullni grillteinninn. „Það er óhætt að segja að við höfum gert þetta svolítið öðru vísi,“ sagði Þórir er Mðrgunblaðið sló á þráðinn til Prag í Tékkoslóvak- íu, en þar er Gullna grillteininn að.T finna. Þórir á 50 prósent í veitinga- húsinu á móti tveimur Tékkum. Morgunblaðið spurði Þóri með hvaða JÓNA BJÖRK Helgadóttir og Magnús Scheving, sem starfa sem fyrirsætur á vegum Módel '79, fengu ævintýralegt verkefni fyr- ir skömmu, þegar þau fóru í tíu daga ferð um Karíbahafið, þar sem tekin var upp auglýsing. Þau voru bæði sammála um að jafn ánægjulegt verkefni hefði aldrei boðist fyrr. Nokkur aðdragandi var að ferð þeirra Jónu Bjarkar og Magn úsar. Kvikmyndagerðin Hugsjón leitaði til Módel ’79 og óskaði eftir ungu fólki, ljósu yfir- litum, til að vinna að auglýsingu. Hugsjón vann verkið á vegum- auglýsingastofunnar Hvíta húss- ins, sem hafði yfírsjón með verk- inu fyrir Kreditkort hf. Þann 15. mars héldu Jóna Björk og Magnús til New York og þaðan til Miami, þar sem þau stigu á skipsfjöl. Með í förinni voru kvikmyndatökumennirnir Björn Br. Björnsson og Einar Bjarnason. Skipið kom við á þremur eyjum, Cozumel, Grand Cay man og Jamaica, og var stoppað í einn dag á hverri eyju. „Við höfðum nóg að gera allan tím- Magnús og Jóna Björk nutu lífsins á eynni Grand Cayman. ann og skiptum um föt oft á dag,“ sagði Jóna Björk. Magnús bætir því við að aðrir farþegar á skipinu hafi stundum verið svolítið lan- gleitir þegar hann spókaði sig á þilfarinu í smóking á miðjum degi og var svo kominn í stuttbuxur skömmu síðar. Alls var unnið átta klukku- stunda efni í ferðinni og það hef- ur nú verið nýtt í fimm auglýs- ingar. Jóna Björk og Magnús segja að svona ferð bjóðist ekki á hverjum degi og þau hafi notið lífsins í ríkum mæli. Á hveijum degi hafi verið mikið um að vera og margt að skoða. Þann 25. mars' komu þau aftur til landsins og hafa nú tekið til við fyrri iðju, Jóna Björk í skóla og Magnús í starfi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.