Morgunblaðið - 03.07.1991, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 03.07.1991, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JULI 1991 15 ■ ■ Götumynd frá Bagdad nú. iðstöðvar ráðuneytisins kom á eftir okkur. Hann hreytti einhveiju út úr sér við Imam, sneri sér að mér og sagði vafningalaust: „Þú ættir að sleppa þessum bíltúr. Við lítum það alvarlegum augum.“ Ég spurði: Hvemig vissuð þið að við ætluðum í bíltúr? Við því var ekki gefið svar en Imam ráðlagði mér að þrasa ekki, það gæti komið báðum í klandur. Við skildum við svo búið. Ég rölti upp í herbergi. Var hugsi. Nokkru síðar hringdi innanhússsíminn. Lagt á þegar ég svaraði og fáein- um mínútum síðar var ráðskona hótelsins mætt með viðgerðar- mann að gera við klósettið. „Það er akkúrat ekkert að klósettinu," sagði ég. En hún sat við sinn keip og inni á salemi dúllaði viðgerðar- maðurinn sér í hálftíma meðan hún sat yfír mér og krosslagði hendur á mjöðmum eins og vandlætingar- full kennslukona. Ég söng Litla friðarlagið til von- ar og vara þegar þau voru farin svo að hægt væri að ganga úr skugga um að allt væri í besta lagi með útbúnaðinn. En skal við- urkenna að mér var hætt að standa á sama þegar síminn hélt áfram Hermenn og löggur gerðu ekki athugasemdir þó myndum væri smellt af þeim. að hringja öðru hveiju næsta klukkutímann og alltaf skellt á. Svo talaði ég dálitla stund á íslensku við sjálfa mig til að stríða hlustunargenginu. Skipulagði hvernig ég ætti að losna við menn- ina sem fylgdust með mér ef ég fór ein af bæ. Ég spurðist fyrir um Latif A1 Jassim upplýsingaráðherra sem hafði verið látinn víkja þegar Sadd- am Hussein gerði breytingarnar á stjóm sinni á vordögum. Þá hafði verið sagt að hann væri í stofu- fangelsi og líklegast yrði hann leiddur fyrir herrétt. Ein af mörg- um vísbendingum um breytingar í írak nú er að Jassim er að koma aftur fram á sjónarsviðið en það var opinbert leyndarmál að hann hefði haft eitthvað töluvert við herstjórn forsetans að athuga í stríðinu. Áður höfðu þeir lengi ver- ið nánir samheijar. Starfsmenn í ráðuneytinu sögðu að þeim hefðu ekki verið gefín nein skýring. „En ■ auðvitað pískruðu menn sín á milli um að hann hefði ekki staðið sig í stykk- inu.“ Sumir héldu að hann hefði verið tekinn af lífí en fyrir örfáum vikum skaut honum svo upp á yfír- borðið aftur og er nú yfirmaður einhverrar deildar í utanríkisráðu- neytinu sem hefur með erlend sam- skipti að gera. Ég óskaði eftir að hitta hann en herra A1 Jadoni sagði ég skyldi láta það ógert en kannski athuga það „næst þegar þú kem- ur“. Það er lyginni líkast hveiju er hvíslað í írak þessa dagana. Ein skýringin á ósigri íraka í stríðinu er sú að CIA, bandaríska öryggis- þjónustan, hafí mútað Saddam Hussein svo bandamannasigur yrði sem glæsilegastur Nei. Heyrðu mig nú, segi ég. Þetta er nú eiginlega alveg út í kött. Það er sagt að hann hafí fengið milljarða dollara fyrir og hann hafi lengi verið handgenginn CIA. Og svo fari hann úr landi eftir hæfilegan tíma og þá eigi hann nóga peninga og ekki verði blakað við honum. Þess vegna stöðvaði Bush að Bandaríkjamenn héldu herförinni áfram. Þetta byijaði allt þegar Bush var yfir CIA ... Sumum Írökum fínnst bærilegra að trúa þessu en horfast í augu við ósigurinn. Þeim finnst þessi skýring hjálpa. Það dregur úr auð- mýktartilfínningunni. Það er raun- ar óttalegt til þess að hugsa hve fáfróðir menn eru um afdrif íra- skra hermanna sem féllu eða flýðu. Svo virðist sem margar fjölskyldur hafí engar upplýsingar fengið um afdrif sinna ungu manna. Það er margra „saknað“ en þar sem hér um bil engir féllu samkvæmt opin- berum heimildum, halda fjölskyld- urnar í vonina enn. Eitt kvöldið siglir leikkonan Vanessa Redgrave inn með fríðu föruneyti. Hún er á vegum UNIC- EF og notar næstu daga til að fara á spítalana í Bagdad og Basra og það verður gerð kvikmynd um ástand kvenna og barna í Irak eft- ir stríðið. Hún var dálítið framlág við komuna, Hassan krónprins Jórdaníu hafði sett undir hana þyrlu til landamæranna við írak en þaðan fór hún svo landleiðina í fímm klukkutíma. Ég smellti mynd af henni og Thelmu nok- kurri Holst þegar þær komu til A1 Rasheed. Hún sneri sér eld- snöggt að mér. „Hvaðan ert þú?“ Frá íslandi, stamaði ég. „Ég hélt að íslendingar kynnu betri mannasiði en svo að taka myndir af konu á mínum aldri eft- ir langt og erfítt ferðalag," sagði hún. Við hittumst tveimur dögum seinna, þá hafði hún farið til Basra og sagðist hafa unnið í 24 tíma í þá tvo sólarhringa sem hún gat stansað í írak. Hún var líka búin að jafna sig á geðinu. „Það er varla hægt að hafa áhyggjur af eigin útliti eftir fimm tíma ferð þegar maður hefur verið um sinn í írak,“ sagði hún. Hún sagðist hafa séð ótrúleg- ustu eymd. „Þú hefur farið á spítal- ana geri ég ráð fýrir. Ég var nú svo mikill græningi að ég ætlaði ekki að trúa að matvæli og lyf hefði ekki mátt flytja til landsins vegna viðskiptabannsins svo mán- uðum skiptir. Ég vona að sjón- varþsstöðvar sem víðast kaupi myndina til að við getum aflað fjár og lagt fram okkar liðsinni. Hvað heldurðu um ísland?“ bilaTöRG bílatorg MERCEDES BENZ 200 1988, Ijósblásans., topplúga, læst drif, sportfelgur. Skipti á Ford Econoline dísel. Ekinn 32 þús. km. Verð 2.650.000,- MMC LANCER ST. 1800 4WD 1988, hvítur, topplúga, sportfelgur. Ekinn 9 þús km. Verð 980.000,- BÍLATORG bilATORG MERCEDEZ BENZ 190E 1990, blásans., ABS topplúga. Skipti skuldabréf. Ekinn 46 þús. km. Verð 2.900.000,- BILATURU TOYOTA COROLLA 1986, hvítur. Mjög fallegur bíll. skuldabréf. Verð 490.000,- Skipti BÍLATORG SUBARU JUSTY 1987, rauður, topplúga. Skipti - skuldabréf. Ekinn 58 þús. km. Verð 510.000,- LADA SPORT 1988, vinrauður, sportfelgur. Skipti skuldabréf. Ekinn 32 þús. km. Verð 520.000,- ammm m mfímmmjfík TTvJPKG BBTRIBÍLASALA NÓATLIN2- SÍMI621033 FORD SIERRA 1600 1987 rauður, topplúga, fallegt eintak. Skipti - skuldabréf. Ekinn 79 þús. km. Verð 630.000,- ROLLS ROYCE SILVER CLOUD 111 1964, VOLVO 760 GLE ST. 1987, gullsans. Einn með öllu. Skipti á ódýr- ari. Ekinn 68 þús. km. Verð 1.780.000 VOLVO 740 GL 1987, grænsans., sportfelgur. Einn með öllu. Skipti á ódýrari. Ekinn 52 þús. km. Verð 1.250.000,- BMW 730i 1988, Ijósblásans, bill með öllum aukahlut- um. Skipti - skuldabréf. Ekinn 49 þús. km. Verð 3.900.000,- BILATORG CHEVROLET MONZA 1.8 SLE 1987, blásans, vökvastýri. Skipti - skulda- bréf. Ekinn 41 þús. km. Verð 550.000,- CITROEN AX 11 TRE 1989, blásans. Fallegur frúarbíll. Ekinn 17 þús. km. Verð 560.000,- Síðasta gerðin af Rolls Royce sem er handsmíðuð. Athyglis- verður fornbíll með öllum hugs- anlegum þægindum. BILATORG BBTRIBÍLASALA NÓATÚN 2 - SfMI 621033 AMC WAGONEER LTD 1986, blásans. Einn með öllu. Skipti á ódýr- ari, skuldabréf. Ekinn 64 þús. km. Verð 1.600.000,- VOLVO 240 GL 1987, Ijósgrænsans, ekinn 74 þús. km. Verð 790.000,- BlLATORG BILATORG SAAB 90 1986, silfurgrár, fallegur bíll. Skipti bréf. Ekinn 71 þús. km. Verð 590.000,- MERCEDES BENZ 260E 1987 - skulda- blásans, ABS topplúga, sportfelgur, Skipti - skuldabréf. Ekinn 77 þús. km. Verð 2.700.000,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.