Morgunblaðið - 03.07.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 03.07.1991, Blaðsíða 40
RISC SYSTEM/6000 % ir ir jk* é&l — svo vel KEYRIR UNIX ujfíl sétryggt j FRAMTÍÐARINNAR: IIÍIl IIMlllölllMI Híli IBM AIX SJÚVáðluMENNAB MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. 25 flótta- menn koma til landsins á morgnn TUTTUGU og fimm víetnamskir flóttamenn koma til landsins fimmtudaginn 4. júlí. I hópnum eru 15 fullorðnir og 10 börn en 9 þeirra eru á aldrinum 1 til 5 ára. Bára Snæfeld, starfsmaður Rauða krossins, segir að búið sé að út- vega Víetnömunum húsnæði en enn vanti nokkuð af húsbúnaði, meðal annars rúm fyrir yngstu börnin, sófasett, kommóður og skápa. Víetnamarnir hafa að und- anförnu dvalið í flóttamannabúð- um í Hong Kong. Bára sagði að fyrsta vika flótta- -*mannanna á íslandi færi í að kynn- ast landi og þjóð en reiknað er með að íslenskunámskeið fyrir flótta- mennina hefjist um miðjan mánuðinn og standi yfír fram á næsta vor. Sennilega fara einhveijir úr hópnum í hálfsdagsvinnu strax í haust, að sögn Báru. Fólkið var valið úr hópi flóttamanna í flóttamannabúðum í Hong Kong í lok apríl. Fyrstu víetnömsku flóttamennirn- ir komu til íslands árið 1979. í þeim hópi voru 34 einstaklingar, fullorðnir -^og börn. í hitteðfyrra tókst sam- komulag um að taka við 60 Víetnöm- um til viðbótar og kom helmingurinn í fyrra. I ár var ætlunin að taka á móti 30 flóttamönnum en ein fjöl- skylda féll úr. Um 90 víetnamskir fíóttamenn eru nú búsettir á íslandi. í þessum hópi eru þeir Víetnamar sem tekið var á móti 1979 og 1990 auk ættingja þeirra sem flutt hafa til landsins. -------------------- Hveragerði: Hálsbrotnaði er dekksprakk ■J* Vörubifreiðastjóri slasaðist illa er hann var að bæta lofti í fram- dekk bíls síns í Hveragerði á mánudagskvöld. Dekkið sprakk, maðurinn kastaðist til þannig að hálsliðir brotndðu, hann fór úr liði á olnboga og marðist nokkuð. Að sögn lögreglu sprakk sjálfur hjólbarðinn, sem var slöngulaus og því ekki gjarðir á felgunni. Við loft- þrýstinginn af sprengingunni kastað- ist maðurinn frá hjóli bílsins með fyrrgreindum afleiðingum. Atburðurinn átti sér stað um kvöldmatarleytið á mánudag. Maður- inn var fluttur á slysadeild Borg- arspítalans. Þar var hann enn í gær og að sögn lögreglu var hann ekki ^alinn í lífshættu, þótt hann væri mikið meiddur. ------t-4-t---- Hitametið var í hættu í gær MIKILL hiti mældist víða um land í gær og munaði mjóu að gamalt hitamet frá því í júní árið 1939 yrði slegið en þá mældist hiti 30,2 stig á Kirkjubæjarklaustri. I gær komst hitinn mest í 29,2 stig, einn- ig á Klaustri og er það heitasti ^dagurinn það sem af er sumri. \ Samkvæmt upplýsingum frá Veð- urstofu íslands var úrkoma vart telj- anleg í gær. Hiti varð mestur á þeim svæðum þar sem blés af landi eða vel, yfir 20 gráður. í nýliðnum júnímánuði mældust 295 sólskinsstundir í Reykjavík og hafa ekki mælst fleiri í 63 ár. A Hveravöllum mældust 308,4 stundir ‘ Og hafa ekki orðið fleiri í júní þar síðan mælingar hófust 1964. Morgunblaðið/Ingvar Vegagerð í Laugardal mótmælt Um það bil 10 manna hópur efndi í gær til mót- mælaaðgerða gegn vegagerð í Laugardal. Fólkið tjaldaði fyrir framan vinnuvélar og neitaði að víkja og hafði að auki mótmælaspjöld á lofti. Verkstjóri vinnuflokksins ákvað að hætta vinnu dagsins fyrr en áætlað hafði verið og lét fólkið þá af aðgerðum sínum að ósk lögreglu, sem tók niður tjaldið. Mótmælendur fóru af staðnum við svo búið. Náttúruverndarráð: Geysisgos selt á 120 þúsund kr. Náttúruverndarráð hefur ákveðið að gefa allt að fjórum aðilum kost á að standa fyrir gosi í Geysi í sumar. Gjald fyrir hvert gos er 120 þús. kr. og mun renna til uppbyggingar svæðisins. Náttúruverndarráð hefurtekið við umsjón Geysissvæðisins úr höndum Geysisnefndar. Hefur verið ákveðið að heimila að komið verði af stað, með sápu, allt að sex gosum í Geysi í sumar. Mun ráðið sjálft sjá um tvö gosanna, laugardaginn 13. júlí og laugardaginn 3. ágúst kl. 15. Að sögn Guðríðar Þorvarðardótt- ur hjá Náttúruverndarráði verður að líða ákveðinn tími milli gosa. Verða þeir sem vilja kaupa gos að hafa samband við skrifstofu Nátt- úruverndarráðs með fímm daga fyr- irvara. „Ég býst ekki við að hægt verði að koma fyrir gosi milli gps- anna sem Náttúruverndarráð hyggst standa að. Það veltur á hvemig til tekst 13. júlí,“ sagði hún. Skýrsla Enskilda um íslenskan hlutabréfamarkað: Eitt verðbréfaþing' skrái öll viðskipti o g verð á niarkaði Hertar reglur um innherja og yfirtöku MIÐLÆGUR hlutabréfamarkað- ur, þar sem viðskipti og verð eru skráð á einum stað, er eitt af skilyrðum þess að þróun isiensks fjármagnsmarkaðar geti orðið með eðiilegum hætti. Herða þarf eftirlit með viðskiptum innherja, banna kaup fyrirtækja á eigin hlutabréfum og setja reglur um yfirtöku. Þetta er hluti af tillög- um Enskilda ráðgjafafyrirtækis- ins í skýrslu sem það hefur unnið að beiðni Seðlabanka íslands, Iðnþróunarsjóðs og Verslunar- ráðs Islands. Skýrslan verður birt á fundi á Hótel Sögu í dag. Ráðgjafarnir vilja láta banna hlutafélögum að kaupa eigin bréf og skerða svigrúm stjórnenda til viðskipta með hluti í eigin fyrirtækj- um. Einnig verði hertar reglur um yfirtöku fyrirtækja og kaup stofn- ana eða stærri aðila á hlutabréfum. Enskilda telur rétt að skylda að- ila sem hefur eignast 33,3% hlut í fyrirtæki að gera bindandi tilboð í bréf allra hluthafa. Jafnframt telja ráðgjafarnir að fyrirtæki, sjóðir eða stofnanir eigi ekki að skipa fulltrúa í stjórn hlutafélaga. I skýrslunni kemur fram gagn- rýni á þá viðskiptahætti að verð- bréfafyrirtæki skrái verð hluta- bréfa, án tillits til þess hvort bréf eru boðin til sölu eða ekki. Ráðgjaf- arnir leggja til að verðbréfasölum verði skylt að skrá aðeins kaup og sölutilboð ef spurt er eftir bréfum eða þau boðin fram. Jafnframt verði þeir skyldaðir til þess að eiga við- skipti með öll bréf á því verði sem þeir skrá á markaðnum. Enskilda vill auka hlutverk Verð- bréfaþings íslands á markaðnum til muna. Oll viðskipti á innlendum hlutabréfamarkaði á að skrá á þing- inu, auk kaup- og sölugengis. Þó verði ekki um að ræða markað í eiginlegri merkingu, heldur tölvu- kerfí sem kaupendur, seljendur og aðrir hlutaðeigandi tengjast. Al- menningur geti einnig kynnt sér upplýsingar um viðskipti iiðins dags í dagblaði að morgni. í tillögunum er gert ráð fyrir að hlutabréfamarkaði verði skipt í tvo dilka. í þeim fyrri verði hlutabréf stærri almenningshlutafélaga, sem uppfylla skilyrði á meginlandi Evr- ópu um skráningu á markaði. í síð- ari dilknum verði hlutabréf fyrir- tækja sem uppfylla ekki framan- greind skilyrði. Þrátt fyrir þessa aðgreiningu verði öll hlutabréf og skuldabréf á innlendum markaði skráð á sama stað. Meðal annarra tillagna í skýrsl- unni er að reistar verði skorður við samvinnu stjórnenda verðbréfasjóða og verðbréfasala sem starfa innan sömu fyrirtækja. Einnig eigi stjóm Verðbréfaþingsins að gefa út skýrar reglur um hvað falli undir innheija- viðskipti. Þar er átt við viðskipti aðila sem hafa aðgang að betri upp- lýsingum en almenningur, eins og til dæmis verðbréfasala sem annast hlutafjárútboð. í skýrslunni er einnig að fínna tillögur um það með hvaða hætti megi efla Verðbréfaþingið, skipulag þess og yfirstjóm. Lagt er til að þingið hafi fyrst um sinn aðsetur í Seðlabankahúsinu, en flytji þaðan þegar það hefur náð meiri fótfestu. Þá verði stofnað hlutafélag sem annast rekstur miðstöðvar fyrir verðbréfaskráninguna og heldur hluthafaskrám fyrirtækja til haga. Hafís nálgast landið fyrir Vestfjörðum: Mesti hafís á þessum árs- tíma í nær aldarfjórðung - segir Þór Jakobsson veðurfræðingur HAFIS rekur nú upp að landinu undan vestlægum vindum sem ríkt hafa undanfarið. í gær kannaði flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, hafísinn frá Dornbanka fyrir Vestfirði að Húnaflóa og voru þá ísdreifar um 8 sjómílur norðaustur af Geirólfsgnúp og litl- ar rastir aðskildar frá meginísnum. Þór Jakobsson veðurfræðingur segir þetta mjög óvenjulegt í júlímánuði og verði að leita 20 til 25 ár aftur í tímann eftir hafís svo nærri landi í þessum mánuði. Sigl- ingaleið er talin varasöm vestur fyrir landið, en þó ekki ófær. Þór sagði í samtali við Morgun- blaðið í gær að samkvæmt fímm daga spá megi gera ráð fyrir að vestlæg átt verði áfram á þessum slóðum og því sé ekki mikil von til að ísinn fjarlægist á ný. Hann sagði að hlýr sjór norður af land- inu, 4-6 gráða heitur, ynni gegn ísnum. Snúist vindur til norðanáttar eftir vestanvindinn næstu daga, eru líkur á að ísinn verði landfast- ur við Vestfirði eða Húnaflóann. Þó sagði Þór að það yrðu væntan- lega spangir sem losnuðu frá meg- inísnum, þannig að hægt yrði að sigla norður fyrir. Veðurstofan hefur ráðlagt skip- stjómarmönnum skemmtiferða- skipa sem hyggjast sigla vestur um land að fara austur fyrir frá og með deginum í dag, þar sem siglingaleiðin er varasöm, einkum fyrir þau skip sem fara lengra norður og til Svalbarða. Eitt skip fór þó í gær vestur fyrir. Þór Jakobsson sagði að þótt sigl- ingaleiðin teljist ekki ófær nú fyrir kunnuga skipstjórnendur, þá sé hún varasöm og full ástæða til að fara með gát, þar sem stakir jakar eru á dreif. Meginísinn var í gær 57 sjómílur norðvestur af Bjargtöngum, 33 mílur norðvestur af Barða og næst 25 mílur norðaustur af Horni. í austri var hann næst landi 35 míl- ur norður af Skagatá. ísdreifar og litlar rastir voru utan við 12 sjómíl- ur austur af Hornbjargi og 8 mílur norðaustur af Geirólfsgnúp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.