Morgunblaðið - 03.07.1991, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 03.07.1991, Blaðsíða 27
: MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991 SUMARTONLEIKARI SKÁLHOLTSKIRKJU eftir Hjördísi Ástráðsdóttur UM NÆSTKOMANDI helgi, 6. og 7. júlí, heijast Sumartónleikar í Skálholtskirkju. Tónleikar verða um fimm helgar fram í miðjan ágúst. Þetta er sautjánda árið sem þessi tónlistarhátíð er haldin. Félagar úr hinni þekktu barokksveit Musica Antiqua Köln eru fyrstu gestir há- tíðarinnar. Tónleikarnir eru opnir' öllum og aðgangur er ókeypis. Þórður biskup í Skálholti Þor- láksson, sem uppi var á 17. öld, var mikill unnandi tónlistar. Hann gerði út mann, Hjalta Þorsteinsson, til að læra á hljóðfæri. Hjalti sagði síðar um biskup að hann hafi verið „mjög gefínn fyrir musicam instru- mentalem, hafði og til þess clavi- chordium, symfón og regal“. En auðvitað hefur tónlist ætíð verið iðkuð á biskupssetrinu Skálholti. Þar voru Þorlákstíðir fyrst sungnar á miðöldum og Guðmundur Kamb- an vill hafa það svo í leikriti sínu um örlög í Skáiholti og biskupsdótt- irin, Ragnheiður Brynjólfsdóttir, hafi leikið á clavichordium. Því er það ekki að ófyrirsynjuðu að tónlist hefur skipað háan sess í öllu helgihaldi í þéirri glæstu Skál- holtskirkju sem vígð var 1963. Sumartónleikar í Skálholtskirkju byggjast á þessum grunni. Þeir eru nú haldnir í 17. skiptið en umsvifin hafa vaxið ár frá ári. Þannig verða haldnir 18 tónleikar þær fimm helg- ar sem hátíðin stendur. Sem fyrr verður megináherslan lögð á flutn- ing barokktónlistar og samtímatón- listar íslenskrar. Um verslunar- mannahelgina verða tónleikar frá morgni til kvölds og mun þá m.a. Bachsveitin í Skálholti flytja þijá af Brandenborgarkonsertum Bachs. Þá verða í sumar frumflutt þijú íslensk verk, þar á meðal hugleiðing eftir John Speight um hina steindu glugga Skálholtskirkju, sem Gerður Helgadóttir teiknaði. Tónleikaskrá sumarsins verður þannig: Fyrsta helgi, 6. og 7. júlí. Félagar úr Musica Antiqua Köln „Ætíð hefur verið ókeypis á Sumartón- leikana og verður svo einnig nú, enda er það ein hugsjónin að baki Sumartónleikunum að laða nýja áheyrendur að góðri tónlist.“ flytja verk frá 18. öld á upprunaleg hljóðfæri. M.a. leika þeir tónlist eftir Bach, Telemann og Mozart. Önnur helgi, 13. og 14. júlí. Dagsskrá með einleiks- og kammer- verkum Karólínu Eiríksdóttur og einleikstónleikar Kolbeins Bjarna- sonar flautuleikara. Frumflutning- ur verka eftir Karólínu og Þorstein Hauksson. Þriðja helgi, 27. og 28. júlí. Bachsveitin í Skálholti og kammer- kór flytja verk eftir Mozart og Bach. Konsertmeistari: Ann Wallström. Stjórnandi kammerkórs: Hilmar Ö. Agnarsson. Fjórða helgi, 3., 4. og 5. ágúst. Bachsveitin í Skálholti flytur þijá Brandenborgarkonserta eftir Bach. Einleikarar: Camilla Söderberg og Ragnheiður Haraldsdóttir á blokk- flautur, Kolbeinn Bjarnason á bar- okkflautu, Ann Wallström á bar- okkfiðlu og Helga Ingólfsdóttir á sembal. Orgeltónleikar Rose Kirn sem leikur verk frá 18. öld. Trúar- legar sónötur eftir H.J.F. Biber. Einleikari: Ann Wallström. Fimmta helgi, 10. og 11. ágúst. Dagskrá með verkum John Speight. M.a. verður frumflutt verk fyrir kór og orgel sem er hugleiðing um glugga Skálholtskirkju. Flytj- endur: Sönghópurinn Hljómeyki, Úlrik Ólason organisti og Anna K. Magnúsdóttir semballeikari. Tónleikarnir eru kl. 3 og 5 á laug- ardögum með ólíkum tónleika- skrám. En á sunnudögum kl. 3 verður flutt úrval úr tónleikaskrám laugardaganna. Messað er í Skál- holtskirkju kl. 5 á sunnudögum. Ætíð hefur verið ókeypis á Sum- artónleikana og verður svo einnig nú, enda er það ein hugsjónin að baki Sumartónleikunum að laða nýja áheyrendur að góðri tónlist. Sumartónleikarnir njóta strykja frá menntamálaráðuneytinu, þjóðkirkj- unni og nokkrum stofnunum og fyrirtækjum.. í sumar verða nokkur nýmæli til að auðvelda fólki að sækja tónleik- ana. Boðið verður upp á barna- gæslu og um verslunarmannahelg- ina verða tjaldstæði til reiðu í Skál- holtslandi. Þá selur Lýðháskólinn í Skálholti veitingar. Höfundur er framkvæmdastjóri Sumartónleika í Skálholti 1991. Bíldudalur: Hreiður á íþróttavelli Bíldudal. ÞAU ERU furðuleg sum hreiðurstæðin sem fuglarnir gera sér. Tjaldspar eitt gerði sér lítið fyrir í vor og valdi sér hreiðurstæði fyrir aftan annað knattspyrnumarkið á íþróttavellinum og verpti þar þremur eggjum. Þegar svo íþróttaunnendur fóru að heimsækja völlinn varð uppi fót- ur og fit hjá tjaldsparinu. Ekki batn- aði ástandið þegar fyrsti knatt- spyrnuleikurinn átti að hefjast. Menn voru uggandi yfír eggjunum og settu því hjólbörur fyrir hreiðrið til vamar boltunum, sem fóm ófáir aftur fyrir markið. En allt kom fyr- ir ekki og tjaldsparið yfirgaf hreiðr- ið eftir margra vikna legu á eggjun- um. Ekki voru allir á eitt sáttir við það og hjá sumum litlum verum komu tár, því biðin hafði verið svo löng eftir ungunum. R. Schmidt. Rit Lögfræðiþjónustunnar hf., Bætur fyrir líkamstjón, er komið út. Fróðleikur sem skiptir máli Á hverju ári verður mikill fjöldi íslendinga fyrir líkamstjóni vegna slysa - t.d. í umferðinni og við vinnu. Hver er réttur þessara einstaklinga til að fá tjón sitt bætt? í þessu riti Lögfræðiþjónustunnar hf. er leitast við að svara ýmsum spumingum sem vakna þegar líkams- og heilsutjón verður. I ritið skrifa: Ólatur Ólalsson landlæknir: Réttursjúklinga Jónas Hallgrímsson læknir: Örorkumat vegna slysabóta Ólafur B. Thors framkvæmdastjóri Sjóvá-Almennra: Er orðið tímabært að setja almenn skaðabótalög á islandi? Jón E. Þorlákssontryggingafræðingur: Útreikningar vegna líkamstjóna Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir deildarstjóri hjá Tryggingastofnun ríkisins: Bætur Tryggingastofnunar við líkamsmeiðsl og heilsutjón Ómar Smári Ármannsson aðstoðaryfirlögregluþjónn: Forvarnastarf lögreglunnar Margrét K. Jónsdóttiryfirfélagsráðgjafi á Grensásdeild Borgarspítalans: Félagslegar afleiðingar slysa Ingólfur Hjartarson hrl., William Thomas Möller hdl., Kristján Ólalsson hdl., Lára Hansdóttir hdl. og Ingibjörg Bjarnardóttir hdl., lögmenn hjá Lögfræðiþjónustunni h.f.: Bótarétturtjónþola við líkams- og heilsutjón Ritið er ætlað almenningi og þeim sem um þessi mál fjalla í daglegu starfi sínu. Það fæst í bókaverslunum. Éii Lögfræðiþjónustan hf Engjateigi 9 - Sími 689940 12/220 VOLTA SJÓNVARPSTÆKIN FRA HEIMILISTÆKJUM SJONVARPIBUSTAÐINN 14 tommu litasjónvarp með fjarstýringu og 12/220 volta spennubreyti. Hefur alla kosti stóru tækjanna. Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691S15 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 isamtÍH^ufiv fupeilech 0U10 8 (ISIOi FLAKKARINN Tilvalið tæki á skrifstofuna, í bílinn, bátinn, gott sem „monitor“ fyrir myndbandsupptökuvélina og tölvuleikina. • 13 cm hágæða litaskjár „Monitor" • Innbyggt AM/FM sterio útvarp og segulband • Stafræn klukka með vekjara • 220 volt eða rafhlöður 12 volt • 12 volta bílasnúra fylgir. Jöperléch 'somuisiii FRÁBÆRI FERÐAFÉLAGINN Hágæða 10 tommu litaskjár, myndband (afspilun) og fullkomin fjarstýring. 12/220 V. • TYP-002 SUPERTECH • 10 tommu hágæða litaskjár • leitari með minni • Fullkomið afspilunartæki • „lnfra-rauð“ fjarstýring • Allar aögerðir sjást á skjánum • Stærð B:270 H:310 D:310 mm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.