Morgunblaðið - 03.07.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 03.07.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. apríl) Hrúturinn ætti að leggja vand- ann skipulega niður fyrir sér og taka síðan til óspilltra mál- anna, í stað þess að vera alltaf að velta sér upp úr erfíðleikun- um. Naut (20. apríl - 20. maí) Nautið fær tækifæri til að kynna hugmyndir sínar og taka þátt í hópstarfi. Það ætti samt ekki að tala um Qármál við vini sína núna. Tvíburar (21. mai - 20. júní) 5» Tvíburinn verður að treysta á sitt eigið frumkvæði og sölu- mannshæfileika til að komast áfram í starfi sínu í dag. Hann getur ekki reiknað með stuðn- ingi annarra. Krabbi (21. júní - 22. júlí) H80 Krabbinn ætti að stefna hátt núna og gera kröfur fyrir sína hönd. Hann þarf að sinna ákveðnu kynningarstarfi og láta svo til skarar skríða. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Viðræður sem Ijónið tekur þátt í lofa góðu. Það þarf að kynna sér málin ofan í kjölinn áður en það tekur ákvörðun. Það er dauflegt yfir félagslífinu hjá því um þessar mundir. Meyja (23. ágúst - 22. september) M Vandamál sem meyjan og maki hennar stríða við heima fyrir reynir á þolrifm í þeim. Þau ættu að leita eftir styrk hjá vinum sínum og vandamönnum og vera sem allra mest á ferð- inni. Vog (23. sept. - 22. október) Þó að vogin eigi í erfiðleikum á ákveðnu sviði í starfí sínu getur hún látið að sér kveða þess utan. Hún má ekki slaka á í neinu fyrr en sigur er unn- inn. Sporddreki (23. okt. - 21. nóvember) Sporðdrekinn kann að hafa áhyggjur af fjármálum, en hann getur átt góðar stundir í hópi vina sinna. Það er líka hægt að skemmta sér á margan hátt án þess að kosta miklu til. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) Varkárni og sjálfsefi draga bogmanninn svolítið niður núna. Hann ætti að minnast þess að hálfnað er verk þá hafið er. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin getur sannreynt ef hún vill að vandamálin eru mun auðleystari ef talað er um þau. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Það er erfitt fyrir vatnsberann að biðja um peninga núna, en auðvelt að afla þeirra. Hann þarf aðeins að leggja sig fram og gæta þess að hafa ekki öll eggin í sömu körfunni. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) jjm* Fiskurinn verður að sætta sig við að það er ekki hægt að hafa allt á valdi sínu. Stundum verður jafnvel að bíða eftir rétta augnablikinu. Stj'órnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS J/CJA, >Á CR pA& Bakhlot/nn, jón, ha? TOMMI OG JENNI FERDINAND SMÁFÓLK Vertu sæll, Bjarni Kalla! Ég elska Þ*g! Skrifaðu mér á hverjum degi! Hringdu ef þú getur ... Hefðir átt að fá myndsendinúmerið hennar. BRIDS Umsjónarmenn mótsblaðsins á EM í Killamey veittu Norð- manninum Helge Hantveit við- urkenningu fyrir vinnubrögð hans í sex gröndum í þessu spili: Suður gefur; allir á hættu. Vestur ♦ 97543 VD854 ♦ 2 ♦ KG7 Norður ♦ ÁG2 ¥Á3 ♦ ÁD1085 ♦ Á53 Austur II Suður ♦ KD6 ¥ K72 ♦ K974 ♦ D94 ♦ 108 VG1096 ♦ G63 ♦ 10862 Vestur Norður Austur Suður Bjerre- Thomas- Morath Hantveit gaard sen — — — • 1 grand Pass 2 lauf Pass 2 tíglar Pass 6 grönd Allir pass Útspil: spaðafimma. Þetta var í viðureign Norð- manna og Svía, hörðum baráttu- leik undir lok mótsins sem lykt- aði með jafntefli, 15-15. Hant- veit halaði inn 17 IMPa fyrir lið sitt í þessu spili. Hann tók þrisv- ar spaða og spiiaði tíglunum til enda: Norðu: ♦ - ¥Á3 ♦ 5 Vestur 4 Á53 ÍÖS5 111 ♦ KG7 ludur ¥ K72 ♦ - ♦ D94 Síðasti tígullinn setur vömina í vanda, en það er eigi að síður nauðsynlegt að lesa stöðuna rétt. Ef austur hendir laufi, kast- ar suður hjarta og vestur einnig. Þá vinnst spilið með því að taka kóng og ás í hjarta og spila laufi á níuna! Þetta var staðan sem Hantveit var að leita að, en í reynd köstuðu AV báðir hjarta svo að 12. slagurinn fékkst á hjartatvist. Austur ♦ - ¥ G109 ♦ - ♦ 1086 Á opna mótinu í Andorra sem lauk á sunnudaginn kom þessi staða upp í skák Frakkans Laur- ent Monnard (2.285) og kanadíska stórmeistarans Kevin Spraggett (2.495), sem hafði svart og átti leik. 24. - Hb4!, 25. Dxb4 - Dg4+, 26. Kh2 - Dh4+, 27. Kg2 - Rg4 (Nú sézt af hveiju svartur gat gefið hrók til að koma hvítu drottningunni úr vöminni. Þar sem ekki er hægt að valda bæði f2 og h2 lendir hvíti kóngurinn á vergangi). 28. Be3 - Dh2+, 29. Kf3 - Re5+, 30. Ke4 - Hxf4+, 31. Bxf4 - Dxf4+, 32. Kd5 - Dxb4 og hvítur gafst upp. Mótið í And- orra var að því leyti frábrugðið öðrum opnum mótum í Evrópu um þessar mundir, að sovézku þátttakendurnir áttu Iitlu gengi að fagna, því undirritaður sigraði með Vh v. af 9 mögulegum, en tveir lítt þekktir alþjóðameistarar, Komljenovic frá Júgóslavíu og Slipak frá Argentínu deildu öðru sætinu með 7 v. Rússamir Tukm- akov, Krasenkov, Moskalenko og Magerramov urðu að sætta sig við að deila fjórða sætinu með Spraggett, Rúmenanum Marin, Búlgaranum Kolev og Englend- ingnum Sadler. Sérlega slæma útreið fékk sovézki stórmeistarinn Kaidanov, sem hlaut aðeins 5'h v.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.