Morgunblaðið - 03.07.1991, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 03.07.1991, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JÚLÍ 1991 17 Morgunblaðið/Bjami Margrét leiðbeinir sundlaugargesti á Seltjarnarnesi. Selljarnarneslaug: Leiðsögn í sundi, hlaupi og göngu BÆJARSTJÓRN Selljarnarness hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða sundlaugargestum á Seltjarnarnesi upp á fría leiðsögn í sundíþróttinni. Sú sem ráðin hefur verið til þessa starfs heitir Margr- ét Jónsdóttir en hún hefur í sex ár stjórnað klúbbi sem trimmar þrisvar sinnum á viku í nágrenni laugarinnar. Hún sljórnar einnig gönguklúbbi sem hittist tvisvar sinnum í viku við Seltjarnarneslaug. Margrét er íþróttakennari að mennt. „Ég var búin að ganga með þenn- an draum í maganum lengi áður en ég ákvað að skrifa bæjarstjórn- inni og vita hvernig þeim litist á þá hugmynd að ráða manneskju til að aðstoða fólk við laugina og stjórna trimmklúbbnum og göngu- klúbbnum. Svarið barst í maímán- uði og í júní var byijað að veita leiðsögn við laugina,“ sagði Margr- ét Jónsdóttir í samtali við Morgun- blaðið. „Fyrirkomulagið hefur verið þannig að ég hef útbúið tímatöflu fyrir hverja viku og hengi hana frammi svo fólk geti séð hvenær ég verð til aðstoðar við laugina. Hingað til hefur ekki verið nein sérstök regla á viðverunni en ég reyni að koma á sem flestum tímum dags, snemma á morgnana, eftirm- iðdaginn og kvöldin, til þess að ná sem fiestum. Svona verður þetta í þá þrjá mánuði sem tilraunin stend- ur yfir, í júní, júlí, seinni hluta ág- ústmánuðar og byijun september en þá verður tekin ákvörðun um áframhaldandi starfsemi." „Við höfum ekki farið út í að auglýsa aðstoðina en segjum stund- um frá henni hérna í hátalarakerf- inu. Engu að síður er töluvert um að fólk leiti aðstoðar og ég reyni eftir bestu getu að laga sundtök, kenna ný sundtök og leiðbeina því í ýmsum málum. Skemmtilegast finnst mér að fylgjast með eldra fólkinu. Það tekur ákaflega vel leið- sögn og fer hratt fram,“ sagði Margi’ét og bætti við að afar vin- sælt væri að læra skriðsund. Hún sagði að Heilsugæslustöðinni hefði litist mjög vel á tiltækið og vísaði til hennar fólki sem þyrfti á endur hæfingu að halda. „Ég leggg líka áherslu á að hér er um fyrirbyggj- andi aðstoð að ræða s.s. að hvetja fólk til að notfæra sér sundið sem Iíkamsrækt.“ í samtalinu við Margréti kom fram að hún væri með hugmyndir um sundleikfimi fyrir eldri borgara í lauginni en einnig að hleypa af stokkunum sundnámskeiði fyrir þá sem ekki kynnu að synda. Ekki hefur endanlega verið ákveðið hvort eða hvenær af þessu verður. 40 til 50 manns taka í hverri viku þátt í trimmklúbbnum sem hleypur 3 sinnum í viku, á mánu- dögum og miðvikudögum kl. 17.30 og laugardögum kl. 11.30, í göngu- hópnum, sem hittist á mánudögum og fímmtudögum, eru 15 til 20 konur. Eftir hlaupið eða gönguna fara flestir þátttakendur í laugina. Þess má geta að þeir sem koma nýjir í trimmklúbbin fá _ sérstaka aðstoð hjá Margréti. Á undan hlaupinu stjórnar hún upphitun en teygjum á eftir. -------M-t--------- ■ MORGUNBLADINU hefur bo- rist eftirfarandi ályktun frá Búnað- arfélagi Auðkúluhrepps. „Aðal- fundur Búnaðarfélags Auðkúlu- hrepps, haldinn að Hrafnabjörgum 20. júní 1991, beinir þeim eindregnu tilmælum til stjórnvalda og sö- lusamtaka landbúnaðarins að haldið verði áfram á þeirri braut að upp- lýsa þjóðina um ágæti og hollustu íslenskra landbúnaðafurða. Beita verður markvissum áróðri til að eyða þeim misskilningi sem alltof stór hluti þjóðarinnar er haldinn, að gosdrykkir séu hollari en mjólk. Jafnframt verði auknu fé varið til kynningar á lambakjöti innanlands og vöruþróun aukin á því sviði. Verði þar höfð hliðsjón af þeim árangri sem náðst hefur í vöruþróun mjólkurafurða." CADILLAC SEDAH DE VILLE, ÁRG. 1990 Þessi einstaki, virðulegi og ríkulega búni eðalvagn er til sölu, ekinn 25.000 km. Dökkvínrauður. Framhjóladrifinn, leðurinnrétt- ing, rafmagn í öllu, hraðastýring o.fl. o.fl. Vél V8 4,5 I. Verðhugmynd kr. 3,6 millj. (kostar nýr 4,5 millj.). Mögul. að taka bifreið, helst jeppa, að verðmæti 1,5-2,0 millj. upp í kaupverðið. Nánari upplýsingar í síma 666631. 1. Hjólaskautar, stærðir 29-39 kr. 3.500 Hjólabretti, lausar skrúfur lf. 3.490 2. Hjólabretti, sverð og slanga kr. 2.000 Hjólabretti, San Diego kr. 4.900 Hjólabretti, Edips kr. 4.900 Varahlutir og viðgerOir. Vandið valið og verslið í Markinu. Símor 35320 48RRiS0 3. Hjólabrettaplata, Speedent kr. 2.300 Hjólabrettahjólmar, verð fró kr. 990 Hné- og olnbogahlífar, verð fró kr. 400 Stór hjólabretti, Skate Rats kr. 1.990 Skate Rats með músik kr. 2.700 Auk Dess mikið úrval af hjólabrettuui, hlífui, dekkjum, legum, sandpappír og öllum hjólabrettavarahlutum. Hjólabrettabúðin 444R O Hvad á Upplýsingabæklingur liggur frammi í lyfjabúðum, læknastofum, heilsugæslustöðvum og víðar. ég að borga fyrir lyfin? TRYGGINGASTOFNUN S±7 RÍKISINS ARGUS/SlA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.