Morgunblaðið - 03.07.1991, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JULI 1991
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 3. JULI 1991
21
ffcripiitiM&Mfo
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Fulltrúar ritstjðra
Fréttastjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Árvakurh.f., Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Björn Vignir Sigurpálsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstraeti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið.
Sameiginlegir
hagsmunir
Athyglisvert viðtal birtist
við Willy Brandt, fyrrum
kanslara Vestur-Þýzkalands, í
Morgunblaðinu í gær, en
Brandt hefur verið hér í heim-
sókn undanfarna daga. í við-
tali þessu er þýzki stjórnmála-
leiðtoginn spurður, hvort eitt-
hvað sé til, sem kalla mætti
heimspeki Brandts. Svar Willy
Brandts var svohljóðandi: „Ég
komst að því mjög snemma,
að í fyrsta lagi eru aðstæður
í pólitík nánast aldrei slíkar,
að engra kosta sé völ. í öðru
lagi, að það er árangursríkt
að leggja áherzlu á sameigin-
lega hagsmuni. Þeir eru til,
jafnvel í þeim tilvikum, þegar
maður efast um það.“
Þessi ummæli hins lífs-
reynda þýzka stjórnmála-
manns eru íhugunarefni fyrir
okkur íslendinga. Sundurlyndi
hefur löngum einkennt þetta
litla þjóðfélag. Nú eru á döf-
inni óvenju mörg málefni, sem
geta skipt sköpum fyrir fram-
tíð þjóðarinnar og hörð átök
standa um eða eiga eftir að
standa um. Við getum ekki
hörfað undan þeim verkefnum
og viðfangsefnum, sem við
okkur blasa. Meirihlutinn
hveiju sinni má heldur ekki
ryðjast áfram án þess að taka
sanngjarnt tillit til minnihlut-
ans. Þetta er þjóðfélag, sem
framar öðru hlýtur að byggj-
ast á málamiðlun.
Átökin um fiskveiðistefn-
una eiga eftir að harðna mjög
o g deilurnar eiga eftir að verða
illvígari. Samt er kjarni máls-
ins sá, að ágreiningur um
þetta grundvallarmál verður
ekki leystur nema með málam-
iðlun. Það verður engri skyn-
samlegri fiskveiðistefnu komið
í framkvæmd, nema hún njóti
stuðnings útgerðarmanna og
sjómanna en útgerðarmenn
komast aldrei upp með óbreytt
kerfi. í þessu stóra máli eigum
við að leggja áherzlu á sam-
eiginlega hagsmuni okkar og
leita að þeim leiðum til málam-
iðlunar, sem áreiðanlega eru
fyrir hendi.
Átökin milli þéttbýlis og
dreifbýlis eiga eftir að verða
erfiðari en þau eru í dag.
Landsbyggðinni finnst á sig
hallað. Skattgreiðendur í þétt-
býli telja sig bera of þunga
skattbyrði vegna landsbyggð-
arinnar. Það eru sameiginlegir
hagsmunir þjóðarinnar að
byggja landið allt en um leið
að byggðinni verði komið fyrir
á hagkvæmari hátt en nú er.
Einnig í þessu máli eigum við
að leggja áherzlu á sameigin-
lega hagsmuni, þegar við leit-
um leiða til sátta milli dreifbýl-
is og þéttbýlis.
Átökin um ríkisíjármálin
eiga eftir að verða mikil, ef
og þegar núverandi ríkisstjórn
leggur fram __ niðurskurðartil-
lögur sínar. Átökin um land-
búnaðarstefnuna eiga eftir að
verða hörð, þegar og ef núver-
andi ríkisstjórn horfist í augu
við óhjákvæmilegan niður-
skurð á íjármunum til land-
búnaðarins. Það er að draga
til úrslita í svo mörgum stórum
málum, hvort sem er í atvinnu-
málum eða í öðrum málaflokk-
um, að þessi áratugur hlýtur
óhjákvæmilega að einkennast
af harðari deilum á vettvangi
stjórnmálanna en við höfum
verið vitni að í langan tíma.
Þá er hollt að hafa í huga
ráðleggingar Willy Brandts að
í stjórnmálum séu aðstæður
„nánast aldrei slíkar að engra
kosta sé völ“ og að það sé
„árangursríkt að leggja
áherzlu á sameiginlega hags-
muni“. Vel má vera, að í mörg-
um þeim málaflokkum, sem á
döfinni verða á næstu árum
sé óhjákvæmilegt að skerist í
odda vegna þess, að ella náist
enginn árangur. En þegar upp
er staðið hlýtur þetta fámenna
samfélag þó að byggjast á
raunhæfri málamiðlun á milli
hinna ólíku hagsmuna.
Að undanförnu hafa birzt
hér í blaðinu eftirtektarverðar
greinar, sem m.a. hafa snúizt
um hlutverk Sjálfstæðis-
flokksins í íslenzku þjóðlífi.
Greinarhöfundar sjá það frá
mismunandi sjónarhornum.
En veigamesta hlutverk Sjálf-
stæðisflokksins hlýtur að vera
að skapa vettvang fyrir þessa
málamiðlun. Innan þess
stjórnmálaflokks er að finna
alla helztu hagsmunahópa í
samfélagi okkar. Þess vegna
m.a. beinist athygli manna í
mjög ríkum mæli að Sjálf-
stæðisflokknum og því, sem
gerist innan hans. Þar er að
finna lykilinn að lausn margra
helztu viðfangsefna næstu ára
- ef vilji er fyrir hendi.
Annríki hjá Tryggingastofnun vegna nýrra reglna um lyfjakostnað:
Áður útgefin lyfjaskírteini
gilda allt til loka þessa árs
ÝMISLEGS misskilnings virðist
hafa gætt hjá almeiiningi vegna
gildistöku nýrrar reglugerðar
um þátttöku almannatrygginga í
lyfjakostnaði, sem tók gildi á
mánudag. Að sögn Astu Ragn-
heiðar Jóhannesdóttur, deildar-
stjóra hjá Tryggingastofnun,
hefur borið á því að fólk heldur
sig eiga að koma í Trygginga-
stofnun til að fá útgefin lyfjaskír-
teini. Þess er ekki þörf að sögn
Astu. Læknar sjá um að sækja
Ráðstefnugestir í skoðunarferð í skógræktinni í Haukadal.
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Laugarvatn:
Skógrækt í köldu loftslagi rædd
á alþjóðlegri vísindaráðstefnu
Selfossi.
„VIÐ teljum þetta mesta viðburð hingað til að fá svo marga heims-
þekkta vísindamenn hingað til að fjalla um grundvallarspurningar varð-
andi skógrækt," sagði Sigurður Blöndal fyrrum skógræktarstjóri um
ráðstefnu sem fram fór á Laugarvatni og fjallaði um skógrækt í köldu
loftslagi. Ráðstefnuna sóttu þekktir vísindamenn víða að úr heiminum.
Að sögn skipuleggjenda ráðstefnunnar er þetta fyrsta ráðstefnan sem
fjallar um málefnið, ræktun tijáa í köldu loftslagi.
Ráðstefnan var haldin að frum-
kvæði Frank H. Lockyear og samtak-
anna Ree tree International sem
hafa að markmiði að auka skógrækt
í heiminum. Ráðstefnan fékk styrki
frá vísindasjóði NATO og samstarfs-
nefnd um norrænar skógræktarrann-
sóknir. Ráðstefnan stóð yfir dagana
18.-23. júní og á henni fluttu vísinda-
mennirnir erindi um rannsóknir sínar
og ræddu grundvallarspurningar
varðandi skógrækt frá mörgum sjón-
arhomum.
Reynsla hvers og eins
nýtist öðrum
„Verkefnið var að ræða vandamál
varðandi ræktun skóga í köldu lofts-
lagi, hátt yfír sjávarmáli," sagði
Robert Weelon einn skipuleggjenda
ráðstefnunnar og starfsmaður Ree
Tree-samtakanna. „Við reynum að
fínna lausn á vandanum varðandi
ræktun, hvaða tegundir geta þrifist
og hvemig má þróa fram tegundir
sem það geta. Vísindamennirnir á
ráðstefnunni hafa allir mismunandi
sérgreinar og voru boðnir til hennar
vegna þessarar sérþekkingar. Þeir
kynntu rannsóknir sínar á ráðstefn-
unni, hver í sinni grein, og einnig
áform sín um áframhaldandi rann-
sóknir.
Markmið NATO með því að
styrkja þessa ráðstefnu er að sam-
eina þessa vísindamenn og fá þá til
að skiptast á skoðunum með það í
huga að reynsla hvers og eins nýtist
öðrum í þeirra vinnu og dreifa þann-
ig þekkingunni um heiminn," sagði
Robert Weelon.
Kynni leiða til lausna
Max Hagman frá Finnlandi sem
starfaði í undirbúningsnefndinni
sagði menn hitta fólk með sömu
áhugamál og fá upplýsingar sem
ekki hefðu fengist áður. „Maður
kynnist nýju fólki, eignast vini og
getur spurt þá um ýmis atriði og
kemst að því að aðrir eru líka að
fást við sams konar vandamál og
maður sjálfur og það getur leitt til
lausna," sagði Max Hagman.
John Alden frá Bandaríkjunum
sem var höfundur dagskrár ráðstefn-
unnar sagði að reynt hefði verið að
stefna saman mikilli þekkingu og
einangra þá þætti sem takmörkuðu
vöxt tijáa á köldum svæðum hátt
yfir sjávarmáli. Hann kvaðst mjög
ánægður með ráðstefnuna, fyrirhug-
að hefði verið að fá fleiri þátttakend-
ur en náðst hefði að fylla fjóra daga
með fyrirlestrum sem væri mjög gott.
Sören Odum frá Danmörku og
Laugarvatn:
Hér vaxa tré til framtíðar
Selfossi.
„ÍSLENDINGAR hafa veið áhuga-
samir um að endurnýja skóga sína.
Það var fyrir 12-13 árum sem við
fengum áhuga á Islandi varðandi
skógrækt,“ sagði Frank Lockyear
forseti Ree Tree-samtakanna sem
eru alþjóðleg og hafa endurheimt
skóga heimsins að markmiði. Eitt
af kjörorðum þeirra er: Framtíðin
er í þínum höndum.
Innan samtakanna er lögð mikil
áhersla á að börn og unglingar fái
að kynnast ræktunarstarfi og hversu
það sé mikilvægt að skógar fái að
vaxa. i
Frank Loekyear sagði að það væri
ánægjulegt hversu langt íslendingar
hefðu náð í plöntun trjáa. „Hér vaxa
tré til framtíðarinnar til hagsbóta
fyrir allan heiminn,“ sagði Frank.
Robert Weelon starfaði að skipu-
lagningu ráðstefnunnar fyrir Frank
Lockyear og Ree Tree-samtökin.
Hann sagði það stefnumið samtak-
anna að auka áhuga barna og ungl-
inga fyrir gróðursetningu tijáa. Ree
Tree væri alþjóðleg stofnun sem ekki
væri rekin í ágóðaskyni en einbeitti
sér að því að fá fólk, einkum ungt
fólk, til að rækta skóg og hugsa um
hann. Mikið væri unnið með skátum
og skólabömum í þessum efnum.
Börnin fengju fræðslu um trén og
hvernig ætti að planta þeim. Útplönt-
un færi svo fram í nágrenni við heim-
ili þeirra þannig að þau gætu fylgst
með tijánum sem sinni eign. „Þetta
hjálpar framtíðarfólki að skilja gildi
skóga.“
Morgunblaðið/Sig. Jóns.
Frank Lockyear og Vigdís forseti ásamt börnunum að lokinni gróður-
setningu.
Robert sagði mikinn áhuga meðal
fólks um ræktun tijáa en það tæki
oft nokkurn tíma að koma á hugarf-
arsbreytingum og svo væri einnig í
þessu efni en það kæmi smátt og
smátt. Hann sagði Lionshreyfinguna
hafa sýnt þessu verkefni mikinn
áhuga.
„Við lítum svo á að þessi ráðstefna
hér á íslandi sé sáðkom hreyfingar-
innar og að framhaldið ráðist síðan’
af því hver áhrif hennar verða,“ sagði
Robert.
í lok ráðstefnunnar plöntuðu börn
á Laugarvatni tvö þúsund tijám
ásamt vísindamönnunum á ráðstefn-
unni og Frú Vigdís Finnbogadóttir
forseti íslands heimsótti staðinn og
tók þátt í gróðursetningunni.
Áður en gróðursetningin hófst
sagði Frank Lockyear meðal ann-
ars:„Við plöntum ttjám í nafni alls
þess fólks sem lifað hefur á íslandi.
Við plöntum ttjánum fyrir framtíðina
og það er fátt jafn stórt og mikil-
vægt og aðgerð sem þessi, að gróður-
setja tré.“
Sig. Jóns.
einn skipuleggjenda ráðstefnunnar
sagði að fagfólk fengi með henni
tækifæri til að hitta hvert annað.
Það hefði rnikla þýðingu að geta
skipst á skoðunum og fengið að
kynnast nýjum hugmyndum. Hann
sagði að skógræktin á íslandi væri
það ung að hér væri unnt að sjá
hvernig hún hefði gengið frá upp-
hafi og hans skoðun væri sú að rétt
skógræktarstefna hefði verið sett
fram af skógræktarmönnum.
Kemur okkur inn á kortið
„Þessi _ ráðstefna getur orðið til
þess að ísland komist inn á skóg-
ræktarkortið,“ sagði Sigurður Blönd-
al fyrrum skógræktarstjóri og for-
maður íslensku nefndarinnar sem
skipulagði ráðstefnuna. „Þetta eykur
skilning okkar og það er ómetanlegt
að komast í samband við þessa menn
og slík sambönd eru varanleg og
mikils virði. Við eigum Frank
Lockyear ráðstefnuna að þakka.
Hann skrifaði landbúnaðarráðherra
1986 varðandi þetta og síðan feng-
ust styrkir frá vísindasjóði NATO og
samstarfsnefnd um norrænar skóg-
ræktarrannsóknir."
Sigurður sagði að allir fyrirlestr-
arnir yrðu gefnir út óg að áhrif ráð-
stefnunnar myndu koma fram síðar
þegar menn færu að tileinka sér
þekkinguna og nýta sér samböndin
við vísindamennina.
Sameinast gegn sitkalús
Guðmundur Halldórsson doktor í
skordýrafræðum glímir við vandamál
vegna sitkagrenilúsarinnar. Á ráð-
stefnunni hitti hann Don Durcan
prófessor í efnafræði frá Kaliforníu
í Bandaríkjunum sem vann að lausn
svipaðra vandamála. Guðmundur
sagði rannsóknir Don Durcans koma
inn á sitt svið því sitkalúsin væri háð
efnasamsetningunni í tijánum. „Það
er gaman að geta orðið að liði, þetta
er flókið vandamál sem þarf marga
til að leysa. Það er þýðingarmikið
að geta rætt málið og fundið lausn,“
sagði Don Durcan prófessor.
Hér er lagt í púkkið með okkur
Jón Loftsson skógræktarstjóri
sagði að á ráðstefnunni væru vísinda-
menn sem væru í forystu í heiminum
hver á sínu sviði. „Og þeir koma
okkur kyrfilega inn á kortið í þessum
efnum. Við höfum verið í samstarfi
við Norðurlöndin í skógræktarmálum
en komumst nú í víðara samhengi.
Hér leggja menn í púkkið með okkar
tilraunaáformum. Það hafa margar
nýjar tilraunir verið kynntai' á ráð-
stefnunni í fyrsta skipti þannig að
hún hefur mikið gildi. Þetta er
vítamínsprauta fyrir skógræktar-
menn,“ sagði Jón.
Vísindamennirnir fóru í skoðunar-
ferðir um Suðurland og Borgarfjörð
þar sem þeir skoðuðu skógræktar-
svæði sem ræktuð eru við mismun-
andi aðstæður.
— Sig. Jóns.
um lyfjaskírteini fyrir fólk, sem
þarf á þeim að halda, og þau eru
send heim. Áður útgefin lyfja-
skírteini, sem renna áttu út 1.
júlí 1991 eða síðar, gilda til árs-
loka.
Mikið annríki var hjá Trygginga-
stofnun ríkisins og hjá læknum á
mánudag vegna gildistöku nýju
reglugerðarinnar. Einnig var mikið
um fyrirspurnir í apótekum. Að
sögn Ástu Ragnheiðar hringdi fjöldi
manns í Tryggingastofnun og
spurði út í ýmis atriði hinnar nýju
reglugerðar. Þá kom margt fólk
einnig á skrifstofur stofnunarinnar,
þar sem það hélt að því bæri að
sækja þangað lyíjaskírteini.
Ásta Ragnheiður sagði að marg-
ir virtust líka halda að allir ættu
að fá lyfjaskírteini í hendur. Svo
væri alls ekki, heldur væru nýju
skírteinin aðeins ætluð fólki með
hjartasjúkdóma, astma og skjald-
kirtilssjúkdóma.
Nýja reglugerðin er nokkuð flók-
in, og til þess að skýra hana nánar
fyrir starfsfólki í heilbrigðisstéttum
var því fenginn í hendur bæklingur
frá Ti-yggingastofnun í gær. Starfs-
fólk í apótekum fær einnig einfald-
aða útgáfu reglugerðarinnar í hend-
ur. Bæklingur fyrir almenning ligg-
ur nú þegar frammi í apótekum,
heilsugæzlustöðvum, á sjúkrahús-
um og læknastofnum. Þá hefur
Tryggingastofnun gefið út vegg-
spjald, sem bendir fólki á bækling-
inn og upplýsingar í honum.
Apótekarafélag íslands, sem
andmælt hefur hinni nýju reglu-
gerð, dreifði á mánudag bréfmiða
með öllum lyfjum, sem keypt voru
í lyfjabúðum. Á honum segir meðal
annars: „Heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneytið hefur sett þessa reglu-
gerð án samráðs við lækna, lyíja-
fræðinga eða samtök sjúklinga. Við
vísum því á ráðuneytið, sími
609700, um svör við almennum
spurningum um ástæður þessara
víðtæku breytinga. Apótekin munu
að sjálfsögðu veita upplýsingar um
rétt einstaklinga samkvæmt þessari
nýju reglugerð."
Sighvatur Björgvinsson heil-
brigðisráðherra sagði á blaða-
mannafundi í gær að sér kæmu
þessi viðbrögð apótekara á óvart,
þar sem starfshópurinn, er samdi
reglugerðina, hefði óskað tillagna
frá bæði læknum og lyfsölum. Auk-
inheldur hefðu fjórir lyfjafræðingar
og tveir læknar setið í starfshópn-
um.
Sighvatur sagði að reglugerðin
væri fyrsta skrefíð til þess að lækka
lyfjakostnað, sem væri mun meiri
á Islandi en í nágrannalöndunum.
Næst yrði almannatryggingalögum
breytt þannig að almenningur
greiddi ákveðið hlutfall lyfjaverðs,
en ekki fasta greiðslu eins og nú
tíðkast. Þá þyrfti einnig að breyta
fyrikomulagi lyfsölu. Sighvatur
sagðist ekki hafa trú á að ríkissam-
lag,' sem sæi um innkaup á lyfjum,
myndi gefast vel. Kerfi fijálsrai'
samkeppni hlyti að leiða til sömu
niðurstöðu og annars staðar; að
fólk keypti þau lyf, sem fengjust á
hagstæðustu verði, og slíkt myndi
leiða til almennrar verðlækkunar.
Morgunblaðið/Þorkell
Par Stenback. Hér hefur hann meðal annars rætt við Vigdísi Finnboga-
dóttur, forseta Islands, og Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra.
Framkvæmdastjóri Alþjóðasamtaka Rauða krossins:
Yill að Islendingar auki
framlag til hjálparstarfs
PÁR Stenback, franikvæmdastjóri Alþjóðasambands félaga Rauða
krossins og Rauða hálfmánans, er hingað kominn til þess að hvetja
Islendinga til að halda áfram að auka framlag sitt til hjálparstarfs
á vegum samtakanna. Islendingar hafa gefið 240 miljónir til
stríðshijáðra á Persaflóasvæðinu í vetur en sú upphæð er mun hærri
en fjárframlög íslendinga hafa verið á undangengnum árum. í Iögum
Rauða krossins segir að stefnt skuli að því að framlag landa nemi 1%
af landsframleiðslu en íslendingar hafa látið 0.03% til 0.06% til hjálp-
arstarfs á vegum Rauða krossins. Finnar hafa látið 1% af landsfram-
leiðslu en Norðmenn og Svíar rúmlega 1%.
Á blaðamannafundi, sem haldinn meðal annars vegna óvissu í efna-
var í tilefni af komu framkvæmda-
stjórans, kom fram að ijárþörf
Rauða krossins hefði sjaldan verið
meiri en einmitt nú. Sagði Pár
Stenbáck að neyðaraðstoðar væri
þörf á þremur svæðum. Fyrst er
að telja Suður-Afríku þar sem
hungursneyð er yfirvofandi í mörg-
um löndum. Nefndi hann sérstak-
lega Eþíópíu þar sem veitt hefur
verið 2 miljarða króna aðstoð vegna
hungursneyðar. í öðru og þriðja
lagi nefndi hann ástandið við Persa-
flóa og náttúruhamfarir í Bangla-
desh.
Kemur þessi þörf fyrir neyðarað-
stoð á sama tíma og Alþjóðasam-
bandið er að hrinda í framkvæmd
tíu ára starfsáætlun fyrir tíunda
áratuginn sem kallar á aukin út-
gjöld sambandsins. Áætlunin felst
meðal annars í því að aðstoða lands-
félög Rauða krossins í mörgum
þróunarlöndum við að leysa vanda
á sviði heilbrigðis- og félagsmála
sem skapast vegna náttúruhamfara
og styijalda, hungursneyðar eða
fátæktar. Áætlunina á að fram-
kvæma fyrir fjárframlög frá lands-
félögunum en að sögn Párs
Stenbácks bendir ýmislegt til að þau
séu að dragast saman í heildina,
hagsmálum Austur-Evrópulanda
sem undanfarin ár hafa lagt fram
15 af hundraði framlaga til rekst-
urs sambandsins. í ljósi þessa hefur
Stenbáck farið á fundi íslenskra
stjórnvalda og hvatt þau til að halda
áfram auknum stuðningi við þróun-
arstarf Rauða krossins. Þá sagði
hann stjórnmálamönnum frá auk-
afjárveitingu ríkisstjórna Danmerk-
ur, Svíþjóðar, Finnlands og Noregs
til Austur-Evrópu. Hann sagðist
vona að Islendingar.. ættu eftir að
halda sæti sínu meðal þessara þjóða
með auknum framlögum til hjálpar-
starfs á vegum samtakanna. I þessu
sambandi sagðist hann ekki skilja
í öðru en að íslendingar sem byggðu
eitt af fáum löndum nátttúruhamf-
ara í Norður-Evrópu fyndu til sam-
kenndar með fólki sem ætti um
sárt að binda vegna hamfara að
þessu tagi víða úti í heimi.
Framlag Islendinga til hjálpar-
starfs Rauða krossins er þríþætt. I
því felst neyðaraðstoð á svæðum
þar sem fólk á við sárt að binda
og má þar nefna svæði Kúrdista
og Afganistan þar sem verið er að
byggja gervilimaverksmiðju fyrir
íslensk fé sem safnaðist í söfnun-
inni Sól úr sorta. í öðru lagi fjár-
magna íslendingar dvöl sendifull-
trúa á styijaldarsvæðum en í þriðja
lagi má nefna aðstoða Islendinga
við stríðshijáða við Persaflóa. Upp-
haflega átti sú upphæð að vera 90
miljónir en ríkisstjórnin tók ákvörð-
un um að hækka hana, fyrst í 130
miljónir og seinna í 240 miljónir.
Pár Stenbáck er finnskur og hef-
ur gegnt framkvæmdastjórástöðu
Alþjóðasambandsins um nokkurra
ára skeið. Áður en hann gerðist
framkvæmdastjóri finnska Rauða
krossins var hann stjórnmálamaður
gegndi meðal annars embætti
menntamálaráðherra (1979-1982)
og utanríkisráðherra (1982-1983) í
heimalandi sínu. Hann á einnig
langan feril að baki sem blaða- og
sjónvarpsfréttamaður.
Arneshreppur:
Viðgerð á smá-
bátabryggju
Árneshrepp.
í ÁRNESHREPPI stendur nú
yfir viðgerð á smábátabryggju
við Norðurfjörð og á Gjögri.
Að sögn sveitarstjóra Árnes-
hrepps eru viðgerðir þessar löngu
tímabærar. Bryggjurnar eru notað-
ar af smábátaeigendum í hreppnum
sem stunda grásleppu og handfæri.
Áætlað er að viðgerðin kosti um 6
milljónir króna.
- V. Hansen.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar:
Gjöf frá niðjum Jóns
E. Bergsveinssonar
AFKOMENDURUR Jóns E. Bergsveinssonar, erindreka Slysavarn-
arfélags Islands, gáfu andlitsmynd af honum til Listasafns Sigur-
jóns Olafssonar í gær. Andlitsmyndin var gefin safninu í tilefni
þess að þann 27. júní sl. voru liðin 112 ár frá fæðingu Jóns E
Bergsveinssonar en þessi gifsmynd var unnin af Sigurjóni Olafs-
syniá árunum 1949 - 1954.
Þessi gifsmynd af Jóni E. Berg-
sveinssyni er frummyndin og hefur
hún til þessa verið heima hjá einum
afkomenda Jóns. En bronsafsteypa
myndarinnar er geymd á skrifstofu
Slysavarnarfélags íslands. Með
afhendingu gifsmyndarinnar til
Listasafns Siguijóns Ólafssonar
telja eftirlifandi börn og tengda-
börn Jóns verkið vera komið á
þann stað sem því ber, þar sem
það kemur fyrir almenningssjónir.
Frú Birgitta Spur tók við verkinu
fyrir hönd safnsins og þakkaði hún
aðstandendum Jóns E Bergsveins-
sonar fyrir þessa gjöf og hlýhug
til safnsins. Kom fram í rnáli henn-
ar að vel færi á því að þessi gjöf
bætist við safnið núna þar sem nú
standi yfir yfirlitssýning á andlits-
myndum Siguijóns.
Jón E. Bergsveinsson var fædd-
ur 27,'júní 1879 og lést 17. des-
ember 1954, 75 ára að aldri. Hann
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Afkomendur Jóns E. Bergsveinssonar og frú Birgitta Spur, forsvars-
maður Listasafns Siguijóns Ólafssonar, ásamt gifsmyndinni af Jóni
E. Bergsveinssyni.
var einn af aðalhvatamönnum að
stofnun Slysavarnarfélags Islands
og erindreki þess frá upphafi og
var hann sæmdur riddarakrossi
hinnar íslensku Fálkaorðu fyrir
störf að björgunarmálum. Jón var
kvæntur Ástríð M Eggertsdóttir
og eignuðust þau 10 börn.