Morgunblaðið - 21.07.1991, Side 2
2 FRETTIR/IIMNLENT
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1991
EFNI
Einn á slysa-
deild með
reykeitrun
ELDUR kviknaði í risíbúð við
Framnesveg á laugardagsnótt.
Tilkynnt var um eldinn klukkan
hálf þrjú og kom lögregla fljótt
á vettvang.
Reyndu íbúðareigandi og lög-
regla að ráða niðurlögum eldsins
með slökkvitækjum en tókst ekki.
Skömmu síðar kom slökkvilið á
vettvang. Einn íbúi var fluttur á
slysadeild með reykeitrun, hann
var ekki í lífshættu.
Um hálfa klukkustund tók að
slökkva eldinn og urðu miklar
skemmdir á íbúðinni.
Morgunblaðið/Ingvar
Miklar skemmdir urðu á ris-
íbúð húss við Framnesveg af
völdum elds í fyrrinótt.
Rekstrarlán til fiskeldis:
Þrjú fyrirtæki fá
meginhluta fjárins
ÞRJÚ fyrirtæki fá meginhluta rekstrarlána til fiskeldis sem nýlega
var úthlutað. Pharmaco hf., Silfurstjarnan hf. og Silfurlax hf. fá 78
milljónir af þeim 93 sem úthlutað var, samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins.
Pharmaco fær í sinn hlut 30 millj-
ónirkróna, Silfurstjarnan 28 milljón-
ir og Silfurlax 20 milljónir. 15 millj-
ónir skiptast á milli Óslax hf.,
Straumfisks hf., Strandarlax hf. og
Læks hf.
Ingimar Jóhannsson fískifræðing-
ur var formaður úthlutunarnefndar
rekstrarlánanna, en nefndin var
skipuð af landbúnaðarráðherra.
Ingimar vill sem minnst um úthlut-
unina segja enda hafí nefndarmenn
orðið ásáttir um að fjölyrða ekki um
störf sín opinberlega. Auk þess hafí
nefndin ekki lokið úthlutun og enn
eigi nokkur fyrirtæki von í úthlutun
lána. Með Ingimar sátu í nefndinni
Snorri Tómasson hagfræðingur og
Jóhanna Ottesen viðskiptafræðing-
ur.
Bændaskólarnir á Hólum og Hvanneyri:
Engir nemendur í skipu-
lögðu námi í loðdýrarækt
Mun minni aðsókn að námi í fiskeldi en áður
ENGIR nemendur raunu stunda nám í loðdýrarækt sem valgrein í
bændaskólunum á Hólum og Hvanneyri í vetur. Fyrir nokkrum árum
var mikil aðsókn að námi í greininni, en nú er hún eingöngu kennd
sem hluti af almennu grunnnámi. Aðsókn að námi í fiskeldi hefur
einnig dregist verulega saman að undanförnu. Á Hólum velur nú
um fjórðungur nemenda nám í greininni en það hlutfall var fyrir
fjórum árum tveir þriðju. Eins er aðsókn nú dræm að námsbraut í
fiskeldi, sem starfrækt er á Kirkjubæjarklaustri.
Sveinn Hallgrímsson, skólastjóri
Bændaskólans á Hvanneyri, segir
að aðsókn að skólanum í haust sé
svipuð og undanfarin ár. Þróunin
hafí verið sú, að fækkað hafí í al-
menna grunnnáminu, en nemend-
um í búvísindadeild skólans, sem
er á háskólastigi, og í endurmennt-
unamámskeiðum hafí fjölgað.
Sveinn segir að undanfarin 2 til
3 ár hafí enginn nemandi valið loð-
dýrarækt sem valgrein. Hins vegar
sé kynning á henni fyrir nemendur
á fyrsta ári, eins og á öðmm bú-
greinum. Hann segir að þrátt fyrir
minni áhuga á greininni reki skólinn
áfram loðdýrabú með húsum fyrir
100 refi og 300 minnka og geri
menn það í því skyni að viðhalda
þekkingu og vera við því búnir að
mæta aukinni aðsókn, ef áhugi á
Ioðdýrarækt aukist aftur.
Jón Bjamason, skólastjóri Bænd-
askólans á Hólum, segir að aðsókn
að skólanum sé mjög góð og fleiri
sæki um skólavist en hægt sé að
taka inn. í skólanum séu tvær
brautir, almennt landbúnaðamám
annars vegar og fiskeldi og físki-
rækt hins vegar. Almenna landbún-
aðarnámið skiptist í nám í búfjár-
rækt og hrossarækt og reið-
mennsku. Sú breyting hafí orðið á
undanförnum áram, að verulega
hafí fækkað í fiskeldisnáminu en
mikill áhugi sé á hrossaræktinni og
öllu því sem við kemur hestum.
Hann segir að fyrir fjóram árum
hafí tveir þriðju nemenda við skól-
ann valið fískeldisnám en nú sé það
einungis um það bil fjórðungur.
Jón segir að áður hafi verið vera-
legur áhugi á námi í loðdýrarækt
en nú stundi engir nemendur skipu-
la.gt nám í greininni. Skólinn eigi
hins vegar kennslubú og loðdýra-
ræktin sé kynnt fyrir fyrsta árs
nemum en nú sé fyrst og fremst
lögð áhersla á námskeiðahald og
stuðning við fólk í atvinnugrein-
inni. I kennslubúinu séu 250 minka-
læður og 50 refalæður og skólinn
sé vel undir það búinn að hefja
skipulagða kennslu ef áhugi fari
aftur vaxandi.
í Kirkjubæjarskóla á Kirkjubæj-
arklaustri er boðið upp á námsbraut
í fískeldi og varð hún hluti Fjöl-
brautaskóla Suðurlands fyrir tveim-
ur áram. Hanna Hjartardóttir,
skólastjóri, segir að útlit sé fyrir
að aðsókn að brautinni í haust verði
svipuð og í fyrra, en þá hafí hún
verið fremur dræm. Áður hafí ekki
verið hægt að taka inn nema hluta
umsækjenda en nú sé hægt að veita
flestum skólavist, sem uppfylli lág-
markskröfur um undirbúning.
Hanna segir að ekki hafi orðið
veralegar breytingar á náminu frá
því námsbrautinni var komið á fót,
en þó sé sífellt unnið að nýjungum.
Nú sé til dæmis unnið að rannsókn-
um á kvíaeldi í stöðuvötnum og
álarækt. Þá sé einnig lögð aukin
áhersla á námskeiðahald fyrir þá
sem stundi rekstur í greininni.
Hanna segist óánægð með þá
umræðu sem fari fram í þjóðfélag-
inu um stöðu fiskeldisins. Til séu
fiskeldisstöðvar sem gangi mjög vel
og meðal annars sé fiskeldisstöð
skólans rekin með hagnaði.
Uppgröftur í Viðey:
Fullvíst talið að
rústirnar séu af
klausturbyggðinni
Perlur úr talnaböndum finnast í stofu bæjarins
MARGRET Hallgrímsdóttir borgarminjavörður, sem stjórnar
uppgreftri fornleifa í Viðey, telur að nú sé fullvíst að rústirnar
sem grafið er í séu af klausturbyggðinni í eynni, en þar var
klaustur starfrækt frá 13. öld til 16. aldar. Þessa dagana er ver-
ið að rannsaka stofu gangabæjar er tilheyrði klausturbyggðinni
og hafa ýmsir athygliverðir hlutir verið grafnir upp að sögn
Margrétar.
Þetta er fimmta sumarið sem
grafíð er í rústunum í Viðey.
Margrét segir að nú sé verið að
rannsaka miðaldalög í stofu er
liggur út frá gangi klausturbæjar-
ins en þegar hafa verið athuguð
skáli og búr bæjarins. I stofunni
hefur ýmislegt verið grafíð upp
t.d. soðhola og eldstæði. Einnig
hafa fundist bökunarhellur,
kvarnarsteinar, perlur úr talna-
böndum og steinkolur eða stein-
lampi og ílát úr svokölluðu stein-
taui, sem hafa líklega verið undir
krydd eða olíu. í einum torfvegg
stofunnar sést lag af svonefndri
landnámsgjósku, en það gefur til
kynna að stofan sé byggð eftir
900, en Viðeyjarklaustur var
starfrækt frá 13. öld til 16. aldar.
Að sögn Margrétar hefur í sum-
ar einnig verið grafíð í bæjar-
göngunum og fannst þar lítið ker-
ald en það þykir nokkuð sérkenni-
legt að finna keraldið á þessum
stað. Þess má geta að 15 stór
keröld fundust í búrinu þegar það
var rannsakað. Undir göngunum
hefur einnig komið í ljós ræsi sem
e.t.v hefur verið tengt kamri eða
séð um eitthvað vatnsrennsli
um bæinn.
Um átta manns vinna við upp-
gröftinn í Viðey í sumar en hann
hófst í byijun júní.
Fólk sem hefur áhuga á því að
kynna sér uppgröftinn í Viðey
betur getur þessa dagana farið á
Árbæjarsafn en þar stendur yfir
sýning á munum sem hafa verið
grafnir upp síðastliðin sumur.
28. þessa mánaðar verður flutt-
ur fyrirlestur í Árbæjarsafni um
uppgröftinn í Viðey.
Morgunblaðið/Bjarni
Séð austur yfir rústir Viðeyjarklausturs, næst á myndinni er stofa,
þaðan liggja göngin og má þar sjá yfirbreiðslu sem hylur ræsi
undir þau.
► 1-36
Júgóslavía — ríki að
hruni komið
► Sex Júgóslavar sem búsettir eru
á íslandi leggja mat á þróunina
og stjórnmálaviðhorfin í föðurland-
inu /10
Hrossakaup
►Hestamennskan og allt sem
henni viðkemur er orðin meirihátt-
ar atvinnugrein á íslandi. Lausleg-
ar áætlanir benda til að heildar-
velta þessarar greinar sé ríflega
tveir milljarðar og allir þessir fjár-
munir renna meira og minna fram
hjá skattkerfinu /14
Botnlausa hítin hans
Gorba
►Vesturlönd vilja ekki veita Sov-
étmönnum hjálparhönd fyrr en
þeir hafa tekið ætlegha til hend-
inni heima fyrir/14
Bheimili/
FASTEIGNIR
► 1-24
Aðalskipulag
Reykjavíkur til 2010
►Útvega verður lóðir fyrir 10-12
þúsundíbúðir/12
Hetjudauði við Mýrar
►Elín Pálmadóttir segir frá
franska vísindamanninum og land-
könnuðinum Jean Babtiste Charc-
ot og hetjudauða hans á rannsókn-
arskipinu Pourqoui pas? úti fyrir
Mýrum þar sem skip hans strand-
aði. Um þessar mundir er Kristín
Jóhannesdóttir einmitt að hefja
tökur á kvikmynd sem byggir á
þessum atburði. /1
Siðaðar þjóðir virða
lög og rétt
►John Gummer, sjávarútvegsráð-
herra Breta, í viðtali við Morgun-
blaðið um hótanir íslendinga um
að segja sig úr Alþjóða hvalveiðir-
áðinu, sjávarútvegsstefnu Evrópu-
bandalagsins og fleira /4
10 mílurfrá
miðbænum
►Frá leitinni að kvöldverði í kafi
á sjóstangaveiðiskipinu Árnesi sem
áður hét Baldur og feijaði fólk og
bfla yfir Breiðafjörð /8
Þessi eilífi erill
►í vitjun með Elvu Ágústsdóttur
dýralækni á Akureyri /10
Fiskar, furður og
englar
►Friðrik Þór Friðriksson í viðtali
um þjóðararfinn, kvikmyndir og
heimþrá sem nálægð dauðans vek-
ur, en Friðrik frumsýnir væntan-
lega mynd sina Börn náttúrunnar
um mánaðamótin /12
Réttindi samanna
tryggð með lögum
►Ágúst Ingi Jónsson lýkur að
segja frá för sinni um nyrsta hluta
Noregs /28
FASTIR ÞÆTTIR
Fréttir 1/2/4/6/bak Útvarp/sjónvarp 32
Dagbók 8 Gámr 35
Leiðari 18 Mannlífsstr. 6c
Helgispjall 18 Fjölmiðlar 16c
Reykjavíkurbréf 18 Kvikmyndir 18c
Myndasögur 20 Dægurtónlist 19c
Brids 20 Minningar 20c
Stjömuspá 20 Bió/dans 22c
Skák 20 Afömumvegi 24c
Fólk i fréttum 30 Velvakandi 24c
Karlar/Konur 30 Samsafnið 26c
INNLENDAR FRÉTTIR:
2-6-BAK
ERLENDAR FRÉTTIR:
1-4