Morgunblaðið - 21.07.1991, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 21.07.1991, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1991 7 Morgunblaðið/Theodór Komið að Langavatni yfir Staðarhnúk, fremst sjást Beilárvellir en upp af þeim eru veiðihús Stangveiðifélags Borgarness. Bátar Slysa- varna- félagsins við Gróubúð Bátar Slysavarnafélagsins Henry Hálfdánarson, Jón E, Bergsveinsson og Skagfirð- ingur frá Sauðárkróki, sem verið hefur hér til viðgerða, speglast í rennisléttum sjónum fyrir framan Gróubúð í Reykjavíkurhöfn. Slysavarna- félagið á 23 báta eins og smærri bátanna sem dreift er víðsvegar um landið, auk 90 slöngubáta. Morgunblaðið/HG Stangveiðifélag Borgarness: Netaveiði heimiluð í Langavatni Borgarnesi. NÝ STJÓRN Stangveiðifélags Borgarness hefur samþykkt að leyfa netaveiði í Langavatni í sumar, auk hefðbundinnar stang- veiði. Stangveiðifélag Borgarness hefur verið með Langavatn í Borgarhreppi á leigu síðan 1983. A liðnum árum hafa farið fram rannsóknir á fiski- 'stofnum vatnsins sem er aðallega bleikja, sem er í meirihluta og síðan urriði. Komið hefur í ljós að bleikju- stofn í vatninu er ofsetinn. Hefur því verið ákveðið að leyfa netaveiði meðfram stangveiðinni í vatninu til að freista þess að grisja vatnið og ná _upp meðalstærð fiska. Áður fyrr var illfært fyrir fólks- bíla inn að Langavatni en félagar Stangveiðifélags Borgarness hafa brúað Gljúfurá og Beilá sem voru verstu farartálmarnir og nú er skot- vegur að vatninu fyrir alla bíla. Langavatn er í um 215 metra hæð yfir sjávarmáli og er um 5 ferkíló- metrar að stærð. Það liggur í kvos og er umlukið flöllum. Stangveiðifé- lag Borgarness er með tvö veiðihús við vatnið og jafnframt eru leigðir út tjórir traustir árabátar. Veiðileyfi eru seld í söluskálum í Borgarnesi og þjónustumiðstöðinni við Svignaskarð. Nýverið var kosin ný stjórn í fé- Iaginu. Hana skipa Ari Björnsson formaður, Þorvaldur Heiðarsson gjaldkeri og Hafsteinn Þórisson rit- ari. Meðstjórnendur eru Einar Páls- son og Hans Egilsson. TKÞ -----♦ ♦ ♦ Stokkseyri: Myndlistar- sýning í Gimli Selfossi. SAMSÝNING fimm listamanna var opnuð í gær, laugardag, í fé- lagsheimilinu Gimli á Stokkseyri. Á sýningunni eru olfumálverk, vatnslitamyndir og teikningar. Þetta eru listaverk þeirra Kristrúnar Kal- mansdóttur, Harðar Antonssonar, Gunnhildar Magnúsdóttur, Harðar Sigurðssonar og Lindu Hafsteins- dóttur. Sýningin er liður í M-hátíð á Suð- urlandi og verður opin laugardaga og sunnudaga frá klukkan 14-22 og virka daga frá klukkan 17-22. Sýn- ingunni lýkur 28. júlí. Sig. Jóns. ♦ ♦■♦---- Leiðrétting í frétt um gjöf á frímerkjasafni til Vestmannaeyjabæjar í blaðinu í gær misrituðust nöfn gefendanna, Guðmundar Ingimundarsonar og Jóhönnu M. Guðjónsdóttur frá Hlíð- ardal í Vestmannaeyjum. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Við flytjum lagerinn og þess vegna D Æ u Melinda vatnsrúm með dýnu, hitara, hlífðarlaki, öryggisdúk og rotvarnarefnum._ Verð áður kr.^MíSͧ7,*. Verð nú kr. 70.278,- stgr. Rúmnúfrákr. .. 24.174,- Hjónarúm nú frá kr. .. 28.993,- Vatnsdýnur nú frá kr..... .. 21.201,- Hlífðarlök nú frá kr ... 4.560,- Öryggisdúkur nú frá kr... .. 2.080,- Hitarar nú frá kr. ... 8.064,- Dýnam/öllunúfrákr. ... .. 33.039,- n<ikr. ****'*■ seei )f19ur Wkr. Látið ekki happ úr hendi sleppa Ath. Verslunin Vatnsrúm veröur áfram í Skeifunni 11. Það er einungis lagerinn sem fer í nýtt húsnæöi. Vatnsrum SKEIFUNNI 11 • SÍMI 688466

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.