Morgunblaðið - 21.07.1991, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ AWife\íi\iA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 21. JÚLÍ 1991
Hafnarfi örður:
Þing um hreyfimyndagerð
Hallfríður
Ólafsdóttir
lýkur námi
í flautuleik
HALLFRÍÐUR Ólafsdóttir,
flautuleikari, hefur nýlega lokið
framhaldsnámi frá Royal Aca-
demy of Music í London, með
Diploma of Advanced Studies.
Hallfríður lauk einleikaraprófi frá
Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið
1988. Hún fór þá til framhaldsnáms
við Royal Northern College of Music,
Manchester, og ári seinna við Royal
Academy of Music, London, þar sem
hún hefur notið leiðsagnar Williams
Bennetts, Sebastians Bells og Michie
Bennetts sl. tvo vetur.
Hallfríður hefur haldið fjölda tón-
leika í London og hér á landi og leik-
Hallfríður Ólafsdóttir
ur m.a. með Salomon-kammersveit-
inni í London.
Eiginmaður Hallfríðar er Ármann
Helgason, klarinettuleikari.
NORDIC Light, samtök þeirra
sem fást við hreyfimyndagerð
(animation) á Norðurlöndunum
og í Eystrasaltsríkjunum munu
halda hið árlega þing sitt hér á
landi í ágúst næstkomandi.
Samtökin voru upphaflega
mynduð árið 1985, þegar nokkrir
aðilar á þessu sviði komu saman í
Stokkhólmi. Síðan hafa Norður-
löndin skipst á að halda þessj þing,
en þetta er í fyrsta sinn sem íslend-
ingar eru gestgjafarnir.
Árið 1988 slóust Eystrasaltsbúar
í hópinn, en í þeim löndum stendur
þe'ssi listgrein á gömlum merg og
hefur þátttakendum þaðan fjölgað
með hveiju ári. Óvíst er þó hversu
margir þeir verða í ár, vegna óheyri-
legs ferðakostnaðar til íslands, auk
þess sem gjaldeyrisskortur þessara
landa gerir strik í reikninginn, seg-
ir í fréttatilkynningu frá Nordic
Light.
Þó ekki sé um langa leið að ræða
fyrir þessari listgrein hér á landi
hafa nokkrar slíkar myndir verið
gerðar hér og nú eru í framleiðslu
tvær myndir, sem báðar hlutu styrk
úr Kvikmyndasjóði og Norræna
kvikmyndastjóðnum. Auk þess er
verið að leggja síðustu hönd á þá
þriðju, Jólatréð eftir Sigurð Örn
Brynjólfsson, og verður hún vænt-
anlega sýnd á þinginu.
Þegar leitað var til bæjaryfir-
valda í Hafnarfirði um fyrirgreiðslu
varðandi þinghaldið var beiðninni
vel tekið og mun þingið án efa setja
svip sinn á bæjarlífið meðan á því
stendur. í tengslum við þingið verð-
ur haldin sýning í Hafnarborg á
teikningum, handritum og fleiru
sem tengist hreyfimyndagerð.
Einnig verða sýndar myndir af
myndböndum á fundarstaðnum
meðan á þinginu stendur.
Þeir aðilar hér á landi, sem áhuga
hafa á að taka þátt í þingi Nordic
Light og koma verkum sínum á
framfæri, geta haft samband við
Jón Axel Egilsson og fengið nánari
upplýsingar.
FUNDIR - MANNFAGNAÐUR
Hugleiðsla og hið daglega líf
22. og 24. júlí kl. 20.00-21.30. Verð
kr. 1.800,-.
Kynning á hugleiðslu og öndunartækni sem
aðferðum til að skapa jafnvægi og innri frið.
Litið verður á þau hugsanamunstur er hindra
andlegan þroska okkar.
Sýnt verður hvernig draga má á áhrifaríkan
hátt úr þeim óróleika er veldur óánægju og
vansæld í lífi okkar.
Suðurlandsbraut
Til leigu ca 300 fm lagerhúsnæði með mik-
illi lofthæð og stórum innkeyrsludyrum. Einn-
ig ca 250 fm skrifstofuhúsnæði og 150 fm
milliloft innréttað sem skrifstofur. Leigist í
einu lagi eða hluta. Góð aðkoma. Næg bíla-
stæði. Útsýni.
Upplýsingar veitir Ásbyrgi, fasteignasala,
Borgartúni 33, Reykjavík, sími 623444.
Ysukvótí -1/1-31/8
Viljum láta 150 tonn af ýsukvóta á kr. 30 kg.
staðgreitt.
Upplýsingar í síma 95-22690.
Kvóti
Til sölu kvóti fiskveiðitímabilsins 1.1.—31.8.
1991. U.þ.b. 30 tonn af þorski, 30 tonn af
ufsa og 10 tonn af ýsu.
Tilboð óskast send auglýsingadeild Mbl. fyr-
ir 25. júlí nk. merkt: „Þorskur - ufsi - ýsa.
Kripalu-jóga.
'A TVINNUHÚSNÆÐI
Til leigu við Dragháls
lager og geymsluhúsnæði
1000 fm með stórri innkeyrsluhurð.
Upplýsingar gefa Gunnar sími 76110 og
Hans sími 35832.
Til leigu
220 fm á Stórhöfða. Hentar vel fyrir heild-
verslun. Stórar innkeyrsludyr. Sérinngangur
fyrir skrifstofu og sýningaraðstöðu.
Upplýsingar í síma 687474.
Kvóti - kvóti
Við óskum að kaupa afnotarétt að „fram-
tíðarkvóta".
Upplýsingar í símum 95-22747 og 22690.
Hólanes hf.,
Skagstrendingur hf.
Kvóti - kvóti
Óska eftir að leigja þorsk-, ýsu- eða ufsak-
vóta þessa árs. Til greina kemur skipti á
rækju, skarkola eða grálúðu.
Einnig kemur til greina að veiða aflakvóta
gegn föstu verði.
Upplýsingar í símum 92-15111 og 92-68445.
SJÁLPSTIEÐISFLOKKURINN
F É L A G S S T A R F
SAMIiANI) HNCKA
SIÁLI ST/EDISMANNA
Byggða-, sveitarstjórna-
og samgöngumál
Verkefnahópur SUS um byggða-, sveitarstjórna- og samgöngumál
heldur opinn fund fimmtudaginn 25. júlí kl. 20.00 í Valhöll. Allir áhuga-
samir velkomnir.
FÉLAGSLÍF
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Almenn samkoma í kvöld
kl. 20.00.
KFUK
KFUM
KFUMog KFUK
Almenn samkoma í kvöld kl.
20.30. í kristniboðssalnum Háa-
leitisbraut 58. Tvö hús - Matt.
7:24-29. Upphafsorð: Vilborg
Jóhannesdóttir. Ræðumaður:
Guðmundur Jóhannsson.
Allir velkomnir.
Hvítasunnukirkjan
Fíladelfía
Brauðsbrotning í dag kl. 11.00.
Ræðumaður Hafliði Kristinsson.
Almenn samkoma kl. 20.00
„Kings kids“ frá Norðurlöndum
taka þátt í samkomunni.
Fimmtudagur til sunnudags:
Tjaldsamkomur við Laugarnes-
skóla hvert kvöld kl. 20.30.
Allir hjartanlega velkomnir.
Hjálpræðis-
herinn
Kirkjustræti 2
Hjálpræðissamkoma
kl. 20.30. Deildarstjórahjónin
Anne Gurine og Daníel Óskars-
son stjórna og tala.
Allir velkomnir.
Audbrekka 2 . Kópavcciur
Sunnudagur:
Samkoma í dag kl. 16.30.
Þriðjudagur:
Biblíulestur kl. 20.30.
Laugardagur:
Unglingasamkoma kl. 20.30.
fomhjólp
Samkoma verður í Þríbúðum í
dag kl. 16.00. Fjölbreytt dag-
skrá. Samhjálparkórinn leiðir
fjöldasöng. Vitnisburðir. Prédik-
un: Kristinn Ólason. Stjórnandi:
Gunnbjörg Óladóttir. Barna-
gæsla. Kaffi eftir samkomu.
Allir hjartanlega velkomnir.
m* VEGURINN
GiJÍ ■ Kristið samfélag
Smiðjuvegi 5, Kóp.
Kl. 19.30 Bænastund.
Kl. 20.30 Kvöldsamkoma. Lof-
gjörð. Predikun orðsins. Bæn
fyrir sjúkum. „Statt upp, skín þú,
því að Ijós þitt kemur og dýrð
Drottins rennur upp fyrir þér.“
Verið velkomin.
ÚTIVIST
GRÓFINNII • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI H606
Sunnudag 21. júlí
Kl. 8: Básar
Kl. 9: Heklugangan
Kl. 13: Gjárnar
á Þingvöllum
Brottför í ferðirnar frá BSI-
bensínsölu. Stansað við Árbæj-
arsafn.
Um næstu helgi
# Hólmsárlón
- Brytalækir
Gist i húsi. Gengið frá Mælifelli
um Veðurháls í Strútslaug. Það-
an austur með Hólmsárlóni í
Rauðabotn sem er hluti af Eld-
gjársprungunni og áfram í Bryta-
læki.
• Básar á Goðalandi
Tilvalinn staður til þess að slappa
af eftir annir vinnuvikunnar.
Sjáumst,
Útivist.
FERÐAFELAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533
Sunnudagsferðir 21. júlí
kl. 8 Þórsmörk - Langidalur
Stansað 3-4 klst. í Mörkinni.
Verð 2.300,- (hálft gjald fyrir
7-15 ára). Kynnist Mörkinni með
Ferðafélaginu. Munið einnig
miðvikudagsferðirnar og sumar-
dvöl í Þórsmörkinni.
Kl. 13 Hrútagjárdyngja
- Lambafellsgjá
Gengið frá einni af mestu gos-
dyngjum Reykjanesskagans yfir
á Höskuldarvelli. Lambafellsgjá
er tilkomumikil misgengis-
sprunga. Verð 1.100,-.
Munið kvöldgöngu á miðviku-
dagskvöldið kl. 20. Gengið um
nýja skógarstíga í Vífils-
staðahlíð. Trjásýnireiturinn
skoðaður. Brottför frá Umferð-
armiðstöðinni, austanmegin.
Ferðafélag islands.
'lífandiferf
ÚTIVIST
GRÓFINNI1 • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606
Útivist um
verslunarmannahelgina
• Núpstaðaskógur
Tjaldferð. Núpstaðaskógar eru
svo til ósnortin náttúruvin í
hlíðum Eystrafjalls vestan Skeið-
arárjökuls. Tjaldað verður undir
Fálkatindi þar sem Útivist hefur
komið upp mjög góðri hreinlæt-
isaðstöðu. Gengið verður út frá
tjaldbúðunum að Tvílitahyl, á
Bunka og yfir á Súlutinda að
hinni sérkennilegu Súlu, sem
tróni þar upp sem kirkjuturn. Af
Súlutindum er gott útsýni yfir
biksvartan Skeiðarárjökul og yfir
til Öræfajökuls.
• Eiríksjökull - Geit-
land - Þórisdalur
Tjaldferð. Tjaldbúðum verður
slegið upþ I Torfabæli. Gengið
verður á Eiríksjökul, 1675 m.
Næsta dag verður gengið í Þór-
isdal, sem liggur milli Þórisjökúls
og Geitlandsjökuls. Þá verður
gengið um Geitland eftir þvi sem
tími vinnst til. Tilvalið er að nota
tækifærið að skoða Geitlands-
hella og er fólk þar af leiðandi
hvatt til að taka vasaljós með.
Allt þetta svæði, Eiríksjökull,
Geitland og Þórisdalur er mjög
áhugavert til skoðunar.
• Tröllaskagi
Gengið úr Baugaseli um Hóla-
mannaskarð í Tungnahryggs-
skála en það er um 5 klst. ganga
og gefst góður tími til að skoða
umhverfið. Þá verður genginn
Hólamannavegur að Hólum í
Hjaltadal (sundlaug). Flogið til
baka frá Sauðárkróki. Fólk á
Akureyri getur komið í ferðina í
Baugaseli á föstudgskvöld.
Svefnpokagisting.
• Básar á Goðalandi
Gist verður í Útivistarskálunum
í Básum en þar er aðstaða öll
hin besta. Gönguferðir um
Goðaland og Þórsmörk þar sem
allir geta fundið eitthvað við sitt
hæfi, fjallgöngur jafnt sem róleg-
ar fjölskyldugöngur. Á kvöldin
er safnast saman við varðeld og
slegið á létta strengi.
Sjáumst!
Útivist.