Morgunblaðið - 21.07.1991, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FOLK I. FRfc l j UM^UNNUD4PUR
21. JULI 1991
eftir Steingrím
Ólafsson
Þær og þeir
Lífið hefur til allrar hamingju
sína föstu punkta. Ríkisstjórnir
koma og fara, gengið fellur o'g sigur,
Hallgrímskirkja vekur stelpuna
mina á sunnudagsmorgnum, síminn
hringir í hvert ein-
asta sinn sem mað-
ifr fer í bað, vídeó-
tækið bilar þegar
sjónvarpsdagskrá-
in er hvað verst á
stöðvunum tveim-
ur og alltaf kemur
einhver í heimsókn
þegar maður hefur
ekki nennt að taka
til. Ég hafði lika
einn fastan punkt í viðbót. í mínum
augum voru konur fullkomnasta
sköpunarverkið. Konur eru fallegar,
klárar og lagnar. Konur kunna að
meta fallega hluti, taka rökum og
lifa lengur. Konur lenda sjaldnar i
árekstrum, geta eignast börn og hafa
dásamlegt innsæi. En það var svo
fyrir skömmu að ég uppgötvaði
skyndilega, að i öll þessi ár hafði ég
logið að sjálfum mér. Konur voru
úlfar í sauðágærum. Og ekki bara
. _ -einn úlfur, heldur geðklofa úlfur.
Allt byrjaði þetta þegar að konan
mín fékk simtal einn daginn og
henni var boðið í „steipupartý!" „Hver
er að gifta sig?“ spurði ég, því mér
fannst svo eðlilegt að draga þá álykt-
un að um svo kallað gæsapartý væri
að ræða. „Gifta sig?" sagði konan
min i spurnartón. „Það er enginn að
gifta sig. Þetta er bara stelpupartý."
Mér varð hálf hverft við, en sagði
ekkert. Tveimur dögum síðar hittist
svo skemmtilega á að við hjónin hitt-
um fyrir tvenn önnur hjón á götu
úti og æxluðust mál þannig að öll
enduðum við í kaffi hjá einum hjón-
unum. Eftir skamma stund voru
stelpurnar byijaðar að tala um
stelpupartýið. Segi ég þá stundar-
hátt. „Strákar, hvernig væri að við
strákarnir myndum hittast um helg-
ina og skemmta okkur svolítið?" Eg
var ekki fyrr búin að sleppa orðinu,
en ég fann sex stingandi augu bein-
ast að mér. Þarna sátu þær stelpurn-
ar, með þetta líka logandl hatur i
augunum og að sjálfsögðu fullar
grunsemda. „Af hverju ætlið þið að
hittast einir? Á að gera eitthvað sem
við megum ekki vita um?" „Nei, nei",
sagði ég. „Mér datt það bara svona i
hug, fyrst að þið . . .“ „Við vitum al-
veg hvað við erum að fara að gera,"
var svarið, „EN VIÐ VILJUM FA AÐ
yiTA HVAÐ ÞIÐ ÆTLIÐ AÐ GERA!"
Ég reyndi að vera rólegur. „Við ætl-
um bara að hitast eins ogþi . . enn
var ég stoppaður af. „Mér hefur alltaf
_ . fundist það skrýtið og asnalegt þegar
við stelpurnar megum ekki vera
með,“ sagði ein stelpnanna og hinar
tóku undir. Ég var rólegur, en reyndi
þó að benda á réttmæti hugmyndar
minnar. „Þið hittist, svo við . . .“ Enn
var ég stöðvaður. „Er komin ný í
spilið?" spurði ein stelpan manninn
sinn. Nú fann ég logandi haturs-
augnaráð HANS á mér. Stelpunum
hafði tekist ætlunarverk sitt. Við
vorum sundraðir, þær sameinaðar.
Auðvitað gerðist það svo, að stelp-
urnar fóru i stelpupartýið, en við
strákarnir sátum hver í sínu lagi
heima hjá sér og horfðum á hundleið-
inlegt sjónvarpið. Nokkrum dögum
siðar, hringdi síminn aftur heima
hjá mér. Konan mín fór i
simann.„Auðvítað". heyri ég hana
segja. „Á maður að koma með eitt-
... hvað með sér? Hmmhmm. Já. Ég
>^trúi þér ekki. í alvöru! Hmmm. Jesús
minn! Já, sjáumst." Svo kom hún inn
í stofu, settist í sófann og hélt áfram
að fylgjast með Hunter. Ég beið róleg-
ur. Lokst brást þolinmæðin þegar
Hunter hafði náð öllum vondu gæj-
unum. „Hver var að hringja?" „Æ það
var hún Björk (vinkona Lindu (kon-
an min. Innsk. hðf.). Innsk. höf.j.
Gísli (það er litli sonur hennar.
Innsk. höf.) á afmæli á miðvikudag
og hún var að bjóða okkur . . . Steim
unni Eddu (dóttir min. insk. höf.) „i
hveiju á ég að fara?" spurði ég i sak-
leysi mnu. „Þú? Þér er ekkert boðið.
Þetta ér bara fyrir mömmurnar og
börnin!" „Ó.“ Hvað átti ég að segja
tmeira? Það rifaðist upp fyrir mér að
svona hlutlr hafa gerst mjög oft i
gegnum árin. Það er í lagi að stelp-
urnar hittlst einar, en ef við strák-
arnir ætlum að gera eitthvað, þá er-
um við að fara að gera eitthvað óheið-
ariegt. Ég get ekki annað, en endað
þessa hugleiðingu á að vitna í Roma-
in Rolland: „Konan er ráðgáta, en
þó ef til vill aðeins í augum þeirra
sem leitast við að finna eitthvert vit
í henni." Kvenlegur endir.
FIÐLULEIKUR
Æfir í hálft ár fyrir eina keppni
Asíðustu árum hefur það orðið
æ algengara að íslenskir fiðlu-
leikarar læri erlendis. Sumir þeirra
ílendast þar enda er um mun fjöl-
breytilegri atvinnumöguleika að
ræða meðal milljónaþjóða. Morgun-
blaðið hafði fregnir af ungum fiðlu-
leikara, Evu Mjöll Ingólfsdóttur,
sem sneri heim síðastliðinn vetur
eftir tíu ára nám í fiðluleik erlend-
is. Um þessar mundir æfir hún af
krafti fyrir keppni í fiðluleik sem
haldin verður í Sviss í ágúst.
í samtali við Morgunblaðið sagðj
Eva Mjöll að hún hefði snemma
byijað að læra á fiðlu og frá átján
ára aldri hefði hún dvalið erlendis
við fiðlunám. Eva hefur meðal ann-
ars dvalið í Bandaríkjunum, Sviss,
Hollandi og Belgíu í þessu skyni
og auk þess hefur hún sótt _sum-
arnamskeið í fleiri löndum.„í svo
löngu námi skiptir öllu máli að
hafa góða kennara og hef ég yfir-
leitt verið svo heppin að vera undir
handleiðslu mjög hæfra tónlistar-
manna, einkum þegar ég nam í
Genf í Sviss. Þar kenndi mér ítali
að nafni Romano Corrado og að
mínu mati er hann hreinn snilling-
ur. Núna er námið hins vegar að
baki og ég hlakka til að takast á
við kreflandi verkefni og sýna hvað
í mér býr,“ segir Eva Mjöll.
Keppnin sem Eva Mjöll æfir nú
svo stíft fyrir er hluti af tónlistar-
hátíð sem haldin er í Sion í Sviss
á hveiju sumri. Hátíðin er kennd
við hinn fræga ungverska fiðluleik-
ara, Tibor Varga, sem er búsett-,
ur í Sviss. Hátíðin hefst í júní^
með námskeiðahaldi í fiðlu-
leik en endar með
keppninni sem stendur
frá 7. til 16.
ágúst. Ýmsir^
frægir
fiðlukenn-
arar eru
fengnir til
þess að dæma í henni og má þar
m. a. nefna Rússann Zackar Bron.
Eva Mjöll hefur ekki tekið þátt í
þessari keppni áður en hún sótti
einu sinni námskeið í tengslum við
hátíðina. Hvernig skyldi keppnin
leggjast í hana?
„Keppnin leggst vel í mig. Fjör-
utíu og einn fiðluleikari er skráður
í hana og verður hún því án efa
hörð og spennandi. Fyrir mig verð-
ur þetta eins konar eldraun þar
sem ég hef aldrei áður keppt
fiðluleik," segir Eva Mjöll.
„Keppnin mun hins vegar
þroska mig og herða og „
þetta er stærsta tæki
færi mitt hingað til í
fiðluleik. Undirbún- -
ingur fyrir svona
keppni er gífur-
legur og hef ég
æft mig undir
hana frá því í [
febrúar síðast- (
liðnum og þá
ekki unnið að
neinu öðru á
meðan. • Þrátt
fyrir allar
þessar
æfingar
gæti ég
alveg /
hugs-
að mér að taka þátt í svipaðri
keppni á næstu árum en
myndi þá vilja undirbúa
mig lengur, jafnvel í _
heilt ár. Einnig^
langar mig til að
koma mikið
fram á næst-i
unni og keppnin í sumar er fyrsta
skrefíð í þá átt.
Nú er stundum haft á
orði að það sé afar er-
fitt að hafa lifibrauð
,sitt af tónlistar-
flutningi. Hvað
hyggst Eva
Mjöll fyrir með
framtíðina?
Mig lang-
ar til þess
að lifa á
fiðl-
KR. 19.7501
Flogið alla miðvikudaga og föstudaga.
Fast verð án flugvallarskatts
og forfallatryggingar.
Fil samanburðar: Ódýrasta superpex á 33.750 kr.
Þú sparar 14.000 kr.
London
KR. 1 8.9001
Flogið alla miðvikudaga.
Fast verð án flugvallarskatts
og forfallatryggingar.
ril samanburðar: Ódýrasta superpex á 31.940 kr.
Pú sparar 13.040 kr.
Frjálst val á hóteli og bílaleigu á 20-40% afsláttarverði.
Fjölbreytt ferðaþjónusta í London og Kaupmannahöfn.
Framhaldsferðir með dönskum og enskum ferðaskrifstofum,
sumarhús og flugferðir hvert sem er um heimsbyggðina.
FLUDFERDIR
5DLRRFLUG
Vesturgata 12, Símar 620066, 22100 og 15331
uleiknum en það er síður en svo
hlaupið að því hér á landi. Mig lang-
ar þó til að búa á íslandi því ég
er mikill íslendingur í mér. Öll þessi
ár sem ég bjó erlendis hafði ég
mikla heimþrá og var alltaf ákvéð-
in í að flytjast aftur heim. Það er
þó aldrei hægt að útiloka neitt í
þessum efnum. Það er aldrei að
vita nema maður fái eitthvert drau-
matilboð upp í hendurnar sem ekki
er hægt að hafna. Á næstunni lang-
ar mig þó ekki að binda mig til
langs tíma með sinfóníuhljómsveit,
svo dæmi sé tekið, heldur vil ég
spila einleik á fiðlu eða samspil
með öðru hljóðfæri, til dæmis
píanói. Síðar langar mig til að
kenna á fiðlu en það verður þá
ekki fyrr en eftir fimm ár. Ég vildi
gjarnan sjá ýmsar breytingar eiga
sér stað í tónlistarkennslu hér á
landi. Mikilvægt er að samræma
tónlistarnámið betur því sem gerist
erlendis og jafnvel athuga hvort
hægt sé að koma á meiri samvinnu
við góða skóla eða kennara.
Maður Evu Mjallar er Kristinn
Sv. Helgason og eiga þau eina
dóttur, Andreu, sem er tveggja
ára. Hvernig skyldi það ganga að
æfa af kappi og sinna fjölskyldunni
um leið? „Það gengur bara mjög
vel. Ég er reyndar afskaplega skip-
ulögð en það er nauðsynlegt ef
maður á að geta samræmt þetta
tvennt. Ég tek daginn snemma og
æfi fram til hálf-tvö. Síðan er ég
með dóttur minni það sem eftir er
dags. Eftir kvöldmat held ég síðan
æfingunum áfram meðan mér end-
ist þrek til. Það er mér mikils virði
að geta sinnt dóttur minni á milli
þess sem ég æfi og í sannleika
sagt get ég ekki hugsað mér betri
hvíld frá æfingum en að leika við
hana,“ sagði Eva, Mjöll að lokum.
* 11