Morgunblaðið - 21.07.1991, Side 35
f /10
f9\
MORGUNBLAÐIÐ
ÚTVARP/SJOISÍVARP
SUNNUDAGUR 21. JULI 1991
35
Rás 1:
Miðdegislónlist
HiH Á miðdegistónleikum
1 a 30 Rásar 1 í_ dag kl.
A 'i — 14,30 verða flutt verk
eftir Fryderik Chopin, þekktasta
skáld Pólverja, í tilefni þess að
í dag er þjóðhátíðardagur Pól-
veija. Tónleikarnir hefjast á
þremur póiskum sönglögum
sem pólska söngkonan Eugenia
Zareska syngur við píanóundir-
leik Giorgis Favarettos. Þessi
sönglög voru ekki gefin út fyrr
en eftir dauða Chopins og sagt
er að hann hafi samið þessi
sönglög sín fyrst og fremst
sjálfum sér til ánægju en ekki
til að verða flutt opinberlega. Sönglögin voru gjarnan samin við texta
pólskra samtímaskálda sem Chopin þekkti persónulega. Lögin sem
við heyrum í dag eru við texta Stefáns Witwickis. Þá verður einnig
flutt píanótónlist eftir Chopin en hann er óumdeilanlega einn sá allra
fremsti af meisturum píanótónlistar.
Fryderik Chopin (1810-1849)
mmmmmmmmmmmmmmmmmmmm
HÆTTIÐ
AD
BOGRA
VID
Slöð 2:
Dallas
■■■ í kvöld er Dallas á dagskrá Stöðvar 2. Þessi vinsæli þátt-
Qfi 10 ur var frumsýndur í Bandaríkjunum 2. apríl 1978 en hefur
— nú lokið göngu sinni þar vestra. Alls voru" framleiddir á
fjórða hundrað 50 mínútna þættir af Dallas og nutu þættimir fá-
dæma vinsælda. Talið er að næstum því 80 af hundraði bandarískra
sjónvarpsáhorfenda hafi horft á Dallas þegar vinsældir þáttanna
voru hvað mestar, fyrir réttum tíu árum. Hins vegar tók á endanum
að halla undan fæti hjá þáttunum um leið og kaupkröfur leikaranna
hækkuðu og nú verða sem sagt ekki framleiddir fleiri Dallasþættir.
Sem fyrr fer Larry Hagman með hlutverk erkibófans J.R. en Patrick
Duffy leikur Bobby, 'bróður hans.
N ú fást vagnar með nýrri vindu
par sem moppan er undin með
éinu handtaki án pess að taka
purfi hana afskaftinu. Moppan fer
alveg inn í horn og auðveldlega
undir húsgögn. Einnig er hún
tilvalin í veggjahreingerningar.
Þetta pýðir auðveldari og betri prif.
Auðveldara,
fljótlegra og
hagkvæmara!
IBESTAl
Nýbýlavegi 18
Sími641988
VZterkurog
hagkvæmur
auglýsingamiðill!
FJARFESTING
ERLENDRAAÐILA
í ATVINNUREKSTRI
Á ÍSLANDI,
FYRIR OG EFTIR 25. MARS1991.
Athygli innlendra fyrirtækja í eigu erlendra aöila, aö hluta eða öllu leyti, er vakin á
ákvæðum laga nr. 34/1991 um tilkynningarskyldu til Seðlabanka íslands,
gjaldeyriseftirlits, sbr. auglýsingu Seðlabankans i Morgunblaðinu
14. júní 1991 og Lögbirtingarblaði nr. 78/1991.
Samkvæmt ákvæðum til bráðabirgða, bar að tilkynna fjárfestingu
erlendra aðila hér á landi, sem átt hafði sér stað fyrir gildistöku
nefndra laga, innan þriggja mánaða frá gildistöku laganna.
Eyðublöð fyrir tilkynningar fást afhent hjá Seðlabanka íslands, gjaldeyriseftirliti.
Brot gegn ákvæðum laganna varða við 12. grein þeirra.
Reykjavík, 21. júlí 1991.
SEÐLABANKI ÍSLANDS
Gárur
eftir Elínu Pálmadóttur
Þröngnr geisli
kastljósanna
Kastljós eru mikið í tísku. Sá
sem á fallegt málverk á
vegg kaupir sér gjarnan svokall-
að„spotljós“ til þess að athygli við-
staddra beinist að þessum
ákveðna bletti. í leikhúsunum er
þetta bragð notað þegar mikið
liggur við að athygli áhorfandans
beinist á einn stað, að ljóspolli
eins og það þá heitir. En sviðið
er annars í skugga, jafnvel ósýni-
legt. Svona er þetta líka í heimin-
um okkar, það eitt er í heimsfrétt-
unum sem myndavélarnar beinast
að. Annað er ósýnilegt á meðan
eða grillir varla í það. Fréttin sem
dreifist með æ hraðari hætti um
allan heim er þar sem sjónvarps-
vélarnar eru. Ef eitthvað nýtt
gerist flykkjast allir sem einhvers
mega sín þangað með tæki sín
og tól í kapphlaupinu við alla hina.
Nota bene, svo fremi að í nánd
sé tækni og rafmagn til þess að
hægt sé að koma myndasending-
um með texta nægilega hratt frá
sér.
Með reynslu hefur þetta verið
að taka æ skýrari mynd í hugan-
um og gára sinnið. Jafnvel svo
að maður hefur reynt að grína
ofurlítið út fyrir ljósið — með
misjöfnum árangri. Fréttamyrkrið
er einfaldlega of dökkt.
Dæmi: í vor kom ég í flótta-
mannabúðir í eyðimörkinni í Sýr-
landi við landamæri íraks. Rétt í
krikanum þar sem írak, íran og
Tyrkland koma saman. Fréttaljós
heimsins beindist vikum saman
að Kúrdunum sem þar voru við
hörmungar að flýja yfir fjöllin til
Tyrklands. í Sýrlandsbúðunum
skammt frá var líka flóttafólk frá
Saddam Hussein, nær helmingur
Kúrdar hitt alls konar aðrir minni-
hlutahópar sem höfðu orðið fyrir
sama barðinu. Enginn sá þetta
fólk í tjöldunum þarna í eyðimörk-
inni. Þar voru engir fréttamenn.
Einhveijir sjónvarpsmenn höfðu
þó komið þremur vikum áður. Nú
voru þeir allir í fjöllunum hjá
Kúrdunum. Enda full ástæða til
þess að beina athygli heimsins að
hörmungum þeirra og þeim sjálf-
sagt ekki verið komið til bjargar
ef heimsathyglin hefði ekki verið
þar.
Yfirmaður skyndiaðgerða
Flóttamannahjálparinnar í Sýr-
landi — aðrir yfirmenn höfðu
Tyrkland, Jórdaníu og íran — er
Janet Lim frá Singapore. Hún
hafði komið frá flóttarpannahjálp-
inni í Kuala Lumpur í Malasíu,
þar sem bátafólkið frá Vietnam
safnaðist í flóttamannabúðir og
þaðan sem okkar fyrstu vi-
etnömsku flóttamenn komu. Sém
við í 7 klukkutíma sátum saman
í bílnum á leið til flóttamannanna
í Sýrlandi spjölluðum við saman.
Talið barst að Pulau Bidong eyj-
unni þar sem ég hafði á árinu
1979 upplifað hörmungar flótta-
fólksins, sem þar þjappaðist sam-
an. Nú sagði Janet mér að á þess-
ari eyju út af austurströnd Mal-
asíu væru enn víetnamskir flótta-
menn, sem ekki kæmust lengra.
En Malasíustjórn vildi nú loka
búðunum. Kastljós heimsins væri
bara ekki lengur á þeim. Þeir lifðu
í skugganum.
Nokkru áður hafði ég hitt
franska diplomatinn Raymond
Petit, sem síðastur sendiráðs-
manna yfirgaf Kabúl ásamt
Katrínu konu sinni þegar rúss-
neski herinn yfirgaf borgina. Þá
voru öll kastljósin á Kabúl og
skæruliðunum í fjöllunum, sem
trúað var að mundu taka borgina
þegar Rússamir væru farnir. Ekki
þó Raymond Petit. Ég spurði hann
hvernig ástandið væri þar nú.
Hefur ekkert breyst, þar er barist
alveg eins og áður. Og þarna í
búðunum í Sýrlandi hitti ég mann-
fræðing frá Afganistan, sem
stjórnaði matvælaúthlutuninni í
sjálfboðavinnu hjá Flóttamanna-
hjálpinni. Hann staðfesti það.
Ekkert hefði breyst síðan allt heila
pgggjggfilllll
fréttamannalið heimsins varpaði
sínum kastljósum á Afganistan.
Sama stríðið og sömu hörmung-
arnar. Nokkm seinna kom það
þó svolítið út úr skugganum hér
á landi, þegar Rauði krossinn
íslenski gerði herferð til þess að
safna fyrir gerfilimaverkstæði til
að smíða fætur á allan þann fjölda
barna og fullorðinna sem höktir v
um í Kabúl eftir að hafa stigið á
jarðsprengjumar sem stríðandi
aðilar dreifa.
Þótt ekkert sé um það í fréttun-
um notar maður tækifærið til
þess að spyijast fyrir um fólk sem
maður hefur sjálfur séð í ósegjan-
legum hörmungum. I vetur og
haust fékk ég persónulegar fréttir
af flóttamannabúðunum í Arany-
aprathet og öðram flóttamanna-
búðum Kambódíumanna sem flúið
höfðu Rauðu kmerana yfir landa-
mærin til Thailands. Kjartan
Magnússon, skurðlæknir á Landa-
koti, hafði verið þarna í sjálfboða-
vinnu í nokkra mánuði á vegum
Rauðakross Islands og m.a. staðið
í hitunum við að taka við fóta-
lausu fólki sem lent hafði á jarð-
sprengjum sem Rauðu kmerarnii^
enn dreifa handan landamær- I
anna. Hann sagði mér að enn
skreiddist fólk svona illa leikið
yfir landamærin í búðirnar Thai-
landsmegin. Þær eru þarna enn
og ástandið slæmt. Geisli kast-
ljóssins hefur bara verið fluttur á
aðra staði. Þó glampaði í haust í
myrkrinu á fréttir af hryllilegum
aðgerðum Rauðu kmeranna í
Kambódíu, þar sem þeir halda
uppi ógnarskelfingu með jarð-
sprengjum, í breska sjónvarpinu.
Þar er einn maður á vaktinni og
lætur ekki deigan síga. Fær jafn-H
vel skömm í hattinn.
Þessi fáu dæmi geta kannski
sýnt hve fréttaljósin hafa í raun
þröngan geisla. Og að sumu leyti
verður hann kannski enn skarpari
og þrengri við það hve þunglama-
legur allur útbúnaðurinn er í vend-
ingum. Og að allt er ónýtt ef ekki
er hægt að koma á stundinni frá
sér efninu út um heiminn.