Morgunblaðið - 21.07.1991, Page 36
FORGANGSPÓSTUR
UPPL ÝSINGASÍMI 63 71 90
varða i
i
Landsbanki
Landsb.
Bk islands
Banki allra landsmanna
MIÐVIKUDAGUR 20. MARZ 1991
VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR.
Miðbærinn:
Atta færðir
fyrir dómara
~r'vegna óspekta
GÍFURLEGUR mannfjöldi var í
Miðbæ Reykjavíkur aðfaranótt
laugardagsins og fram undir
morgun. Að sögn Guðmundar
Guðjónssonar varðstjóra lögregl-
unnar var einkum um að ræða
gesti öldurhúsa sem héldu gleð-
skap áfram eftir að veitingahús-
um var lokað, enda óhægt um að
komast heim, þegar svo margt
fólk kemur samtímis út af 19 veit-
ingahúsum og skemmtistöðum á
svo litlu svæði. Ekki urðu alvar-
legar óspektir, en þó voru átta
manns færðir fyrir dómara og
gert að greiða dómsátt.
Guðmundur sagði í samtali við
' Morgunblaðið að unglingar hafi ekki
átt stóran hlut að samkomunni,
fjöldinn hafi verið fólk sem rápaði á
milli veitingahúsa og eftir lokun,
klukkan þijú, hafi gestir öldurhús-
anna þúsundum saman samtímis
komið á götuna. Guðmundur sagði
að ekki væri að undra þótt mikill
mannfjöldi safnaðist saman við þess-
ar aðstæður, um væri að ræða best
auglýstu útihátíð landsins eftir mikl-
ar fréttir af mannsöfnuði í Miðbæn-
um um helgar.
«—'i Þrátt fyrir mikla ölvun og mann-
fjölda, var ekki mikið um skemmd-
arverk, Guðmundur sagði að einn
maður hefði verið tekinn fyrir að
skemma bíl. Átta manns voru þó
færðir í fangageymslur og fyrir dóm-
ara í gær. Voru þeir krafðir um
greiðslu 9 þúsund króna og 6 þús-
und króna dómsátta vegna slags-
mála og annarra óspekta.
-----M-»
Grúturínn
reyndist
vera froða
SKIPVERJAR á Ófeigi VE 324
töldu sig sjá grútarflekk í sjónum
skammt austur af Vestmannaeyj-
um sídegis á föstudag.
Þegar skipverjarnir sáu flekkinn
settu þeir út körfu til að ná í sýni.
Sýnið hvarf hins vegar þegar karfan
var dregin um borð og töldu þeir
þá víst að þarna hefði aðeins verið
um froðu að ræða.
Vinuríraun
Svipurinn á stúlkunni sem ljósmyndari Morgunblaðsins hitti í Þingholtsstræti á dögunum er ólýsanleg-
ur. Hinsvegar er ljóst hver er vinur í raun.
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Bílnúmerin:
AI stendur
fyrir letidýr
ÍSLENSKU bílnúmerin hafa tvo
bókstafi og þrjá tölustafi. Menn
hafa velt fyrir sér merkingu bók-
stafanna og nú er komin út bók
sem sviptir hulunni af þeim leynd-
ardómum. Þar kemur meðal ann-
ars fram að AI er enskt nafnorð
og þýðir letidýr. Þá kemur í ljós
að BP er skammstöfun úr við-
skiptum og merkir „ógreiddir
reikningar.“
Stafírnir hafa fjölbreytilega þýð-
ingu og misjafnlega augljósa. Það
er til dæmis gamalkunnugt úr ís-
lenskri skipaskrá að GK stendur
fyrir Gullbringusýslu og SH fyrir
Snæfellsness- og Hnappadalssýslu.
Hitt hefur ekki verið á almanna
vitorði, að GJ þýðir „brak á reki“
samkvæmt siglingafræðum. Úr
sömu fræðum sést, að JH merkir
„ég hef strandað, engin hætta“ og
að CB þýðir „ég þarfnast hjálpar
strax.“
------*-6-4---
Hrossaviðskipti:
Hátt í tveir
milljarðar
undir borðið?
UMFANG hrossaviðskipta innan-
lands svo og útflutnings gæti ver-
ið mun meira en fram kemur í
skýrslum til hins opinbera. Út-
flutningsverðmæti íslenskra
hrossa, sem í fyrra var rúmlega
150 milljónir króna samkvæmt
skýrslum, kann að vera mun
hærra í raun vegna hagræðinga
kaupenda og seljenda til lækkun-
ar skatta og innflutningstolla.
Þetta kemur fram í grein um
hrossamarkaðinn í Morgunblað-
inu i dag.
Engar skrár eru til yfir íjölda eig-
endaskipta hrossa innanlands, og
það er undir hælinn lagt hvaða upp-
hæð er gefin upp á þeim sölum sem
eru tilkynntar. Upplýsingar sem
Morgunblaðið hefur aflað sér gætu
bent til þess að hátt á annan millj-
arð króna vantaði á framtöl ár hvert
í hrossaviðskiptum og verslun með
fóður, hey og tamningaþjónustu.
Samkvæmt lauslegum áætlunum
gæti þetta þýtt að um hálfur millj-
arður króna tapaðist árlega af skatt-
tekjum ríkisins.
Sjá „Hrossakaup", bls. 16.
Morgunblaðið/Ingvar
Lék listir á ljósaskilti
Unglingspiltur kleif upp á þak hús Nýja bíós í Reykjavík aðfara-
nótt laugardags og upp á ljósaskilti sem þar er og hóf að leika
glæfrakúnstir. Skiltið er í um 20 metra hæð. Lögreglumenn fóru á
eftir honum og handtóku þar uppi, en ekki fékkst maðurinn niður
og varð að kalla til körfubíl frá slökkviliði til að ná honum niður.
Piiturinn var færður fyrir dómara á laugardagsmorgun og féllst á
að greiða 15 þúsund króna dómsátt, auk 12.500 króna kostnaðar
vegna körfubílsins.
Trúi ekki að Islendingar
óhlýðnist hvalveiðiráðinu
- segir John Gummer, sjávarútvegsráðherra Bretlands
JOHN Gummer, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra Bretlands,
segist ekki hafa trú á því að íslendingar muni óhlýðnast ákvörðunum
Alþjóða hvalveiðiráðsins. Hann bendir á að íslendingar séu nú í við-
ræðum við Evrópubandalagið, að reyna að treysta stöðu sína á þeim
vettvangi, séu skynsöm þjóð og hafi gott orð á sér á alþjóðavett-
vangi. Því sé ótrúlegt að íslendingar vilji tefla þeim hagsmunum í
tvísýnu með því að ganga gegn hvalveiðiráðinu, en bíði frekar átekta
þar til í ljós kemur hvað kemur út úr nánari rannsóknum á
hvalastofnunum
í viðtali, sem birtist í Morgun-
blaðinu í dag, mótmælir John
Gummer meðal annars þeirri skoð-
un, að Alþjóðahvalveiðiráðið sé orð-
in eins konar verndarstofnun fyrir
hvali, og segir það alls ekki vera
stefnu bresku ríkisstjórnarinnar að
útiloka að hvalveiðar verði teknar
upp aftur, þegar og ef þau vísinda-
rök liggi fyrir að hvalastofnarnir
séu ekki í útrýmingarhættu.
Gummer líkir stöðu íslensku rík-
isstjórnarinnar innan hvalveiði-
ráðsins við stöðu bresku ríkis-
stjórnarinnar í máli gegn Spán-
verjum innan Evrópubandalags-
ins. Evrópudómstóllinn hefur
ógilt lög sem Bretar settu til að
koma í veg fýrir svokaliað kvóta-
hopp Spánverja, og segir Gum-
mer að bresk stjórnvöld muni
sætta sig við þá niðurstöðu, þar
sem ekki gangi í alþjóða sam-
skiptum að sætta sig einungis
við þá niðurstöðu sem sé eigin
þjóð hagstæð.
Sjá „Siðaðar þjóðir virða
lög og reglu“ á bls. 4-5C.