Alþýðublaðið - 28.02.1959, Síða 10

Alþýðublaðið - 28.02.1959, Síða 10
eins kölluðu reyndar ,Unka-tim- pe-va-vins-pok-is“, en það útleggst: „Rauðir klettar eins og menn í skálarlaga gl.iúfri“, Bryce Canyon er um t>að bil fimmtíu mílur frá Cedar City í U.ah, gljúfr ið er víða hátt á fjórða menn huridrað metra á dýpt og steinmyndirnar eru furðu- legar í litaflóði sínu og marg breytileik. Mi íilijónir ferðamanna koma á ári hverju til Grand Canyon og Utah-Arizona þjóðgarðsins og það er álit flestra að þar sé að sjá ein- hverjar mestu furður í lands lagi og náttúrufegurð í ver- öldinni. Einn fegursti staðurinn er Brjfcé Canyon, sem Indíánar Zion Canyon er úmkringt svo bröttum steinveggjum að sólskinið nær aldrei að lýsa botninn. En ekkert jafn ast á við Grand Canyon, sem er 1600 metrar á dýpt og 400 ldlómetrar á lengd ,op í botni þess rennur Colorado-áin. Ferðamenn geta valið um að ferðast um Grand Canyon í bíl, fótgangandi eða á múl- asna. Og ferðalagið er svo æsandi að þaulreyndur fylgd armaður þar sagði eitt sinn, að hann hefði leiðbeint þús- undum heiðingja þangað og þúsundum trúaðra þaðan af íur. JQ 28. febr. 1959 — Alþýðublaðið InDÓNESÍUSTJÓRN hefur í hyggju að skipuleggja mestu fólksflutninga, sem um getur í sögunni. Ætlunin er, að á næstu tíu árum verði 31 mill- jón manns flutt frá Java til annara eyja í Indónesíueyja- klasanum. Um það bil tveir þriðju af hinum 85 milljón- um íbúa Indónesíu eru á Java og Maduraeyju. Java er eitt þéttbýlasta svæði jarðarinnar, um 450 búa þar að jafnaði á hverjum ferkílometra lands. En Indónesíumenn hafa nóg landrými, vandinn er aðeins "sá, að fá fólkið til að flytja frá hinum þéttbýlli stöðum tii hinna miklu víðátta ann- ars staðar í landinu. Talið er að íbúar Java verði rúmlega 70 milljónir eftir tíu ár, ef ekkert verður að gert. 40 milljónir geta hafst við á Java, en erfitt er að koma þar fyrir fleira fólki með góðu móti. Hollenzka stjórnin, sem réð vfir Java fram yfir síð- ustu heimsstyrjöld hóf aðgerð ir þegar á 19. öld til að dreifa íbúum Indónesíu um allar eyjarnar, en vandamálíð var of stórkostlegt til þess að það t cGkis Á næsta ári verða 130 000 manns fluttir fra Java til ann- ara eyja í Indónesíueyjaklas- anum, flest til Borneó, stærstu evjarinnar í Indónesíu, en i* þúar þar eru aðeins 400.000. Á Súmötru búa 12 milljónir. Reiknað er með, að 21 múljon manns verði flutt til Borneo á næstu tíu árum, en 600 000 til Súmötru. Samfara þessum gífurlegu folksflutningum verður að brjóta geysileg land flæmi til ræktunar á Borneo og Súmötru, byggja þar þorp og borgir, vegi, aflstöðvar og hafnir. Kostnaðurinn við flutn ing hverrar fjölskyldu er á- ætlaður um 25 00 dollarar og heildarkostnaðurinn fyrsta árið er talinn muni verða um 55 milljónir dollara. Indónesíu menn eru margir uggandi um framkvæmd þessarar áætlun- ar, en ríkisstjórnin telur hana verði að framkvæma, hvað sem það kostar áður en þétt- býlið á Java verður orðið enn gífurlegra en það er ennþá. ■ iiiiiiimiimnaiiiiimmiii SAGT hefur verið, að feg- urstu konur heimsins séu á Bali. Og hér á myndinni sjást nokkur dæmi þess. Hún er óneitanlega fögur unga stúlkan, en sú eldri farin að láta á sjá. Þær eldast fljótt þar suður í sælxmni, og auð- Vlta'ð er átt við þlómarósirnar efirar, þegar Bali konum er gefin einkunnin: fegurstu Eönur heims. Bali er annars tiltölulega lítil eyja í hinum víðáttu- mikla eyjaklasa eða klösum, sem myndar Tndónesíu. Sun- *■ ■■ ■ ■ ■ * ■ ■ ■ ■■IIEIISIl ■■■■«»! daeyjar liggja austur og suð- ■ ur af Jövu sem óialöng röð í eyja, eins og tindar mikilla ■ fjalla, sem sokkin eru að ■ hálfú í sæ. Og þannig hefur ■ þetta víst líka verið. Eitt sinn I var þarna stórt land, sem nú ; er komið niður á mararbotn. I Eyjan, sem liggur næst Jövu, ■ hinum þéttbýla miðdepli eyja i, ríkisins, er Bali, að sumu ■ leyti frægust allra eynna, í fornt menningarsetur. ■ Á Bali er enn við líði aust- I ■ ur-indísk menning. Fólkið er : mestmegnis Hindúatrúar, en ■ mikill fjöldi er þar af fornum : Búddhamusterum og öðruin • listrænum fornminjum. Bali- : menn bera sig vel, eru stólt- ■ ir. Þeír eru meiri fyrir sér en : Javabúar, Ijósari á hörund og ■ >agðir næmir, hreinskilnir, i gestrisnir, iðnir og sparsamir. :. Hin forna stéttaskipting Qind ■ úa ef þar enn við Hði. Fyrr- : um tíðkuðust þar ekkjubrenn ■ ur, og var sú síðasta 1903, er : tvær konur rajans an Taba- ■ nans fylgdu honum lifandi á : bálið. - SIÐUSTU hljómleikar sin- fóníuhljómsveitarinnar urðu til þess, að ég skrifa þessi orð og mundi þó einkum síðasta verkið á prógramminu valda. Það er búið að spila mikið af tónlist fyrir íslendinga og þó mjög fábreytt. Ég minnist þess frá æskuárum, að á veggj um hjá kultúrfólki hengu ým- is konar svipmikilandlitsrelief af þeim Haydn, Beethoven og Brahms og þeir voru víst fleiri þó ég muni ekki fyrir víst hverjir. Litmyndir af Mozart og Mendelsohn munu og hafa verið í tízku. Nú er það svo, að íslend- ingar hafa ætíð haft mætur á mikilmennum, þó að þeir hafi ekki allir dregið dám af þeim, og andleg áhrif hafa oft verið tengd nöfnum mikilla boðbera og stundum orðið eitt með þeim. Almenn tónlistaráhrif hér á landi voru í byrjun tengd þeasum mönnum, og enn í dag er tónlist á íslandi tengd þessum mönnum og engum öðrum. Nú er það að athuga, að margir höfðu samið tónlist fyrir miðja 19. öld, og ég hefi fyrir satt, að margir hafi gert það síðan. Því hefur jafnvel verið fleygt, að það hafi verið samin tónlist víðar en í Mið- Evrópu. En mikið lifandis ó- ,sköp hljóta þeir menn að vera hrifnir af þessari Þýzkalands- músik frá nítjándu öldinni, sem setja verk eins og þenn- I an forleik á prógrammið, þó ] aldrei nema það kunni að j vekja menntamönnum okkar j 17,-júní-hugsanir og stjórn- | andinn hafi æft sig í morgun- 1 leikfimi viS lagið. Ég er ekki að fara fram á, að Tónlistareinkasalan fari að selja okkur eintóma nútíma tónlist. Það mætti hlusta eitt- hvað á ýmsa aðra gamla menn t.d. Glinka, Rimsky-Korsakov, Smetana og svo eru til gamlir modernistar, í.d. Stravinsky og Bartok og fleiri og fleiri. Ég skil ekki hvers vegna við eigum að hafa þær hugmynd- ir, að tónlist sé fyrirbrigði einskorðað við Mið-Evrópu á 19. öld. Vill nú ekki einhver góður maður í stjórn Tónlist- areinkasölunnar fara á stúf- ana og sjá hvort ekki er hægt að hafa eitthvað fleira á boð- stólum? Með fyrirfram þökk og vin- semd. Hannes Kr. Davíðsson

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.