Alþýðublaðið - 28.02.1959, Side 12

Alþýðublaðið - 28.02.1959, Side 12
In memoriam : Þorvaldur Benediklsson stýrimaður. lirkjuþállur Framhald af 6, síön. stormur er yfirsterkari lífinu og Drottni lífsins. Ekki skulum vér dyljast þess, að sorgin er sár og við- skilnaðurinn viðkvæmur. Minningum hins liðna bregð- ur fyrir, eins og myndum á tjaldi, Sumar eru Ijúfar, aðr- ar sárar, eins og gengur, en yfir þeim öllum hvílir bjarmi velvildar og kærleika. Og rpinningarnar vekja helga og hlýja þökk. Meira að segja sumir smámunir frá liðnum árum verða svo óendanlega dýrmætir nú, þegar litið er til baka. Þakkarhugurinn beinist alla leið yfir dauðans haf, — til strandarinnar hinum meg- in, og hugirnir mætast enn, eins og fyrrum, þegar annar var úti á sjónum, en 'hinn á íslenzkri strönd. Af þökkinni léiðir ósk, heiia og brennandi ópk um það, að góðum vini verði landtakan létt, og skiln- aðurinn við jörðina ekki erf- iður. En slík ósk verður ósjálf rátt að bæn — bæn fyrir bin- um dánu. Ég veit, að ekki eru ailir á eitt sáttir um það, hvort bænin hafi. þýðingu, þegar kömið er að leiðarlokum æv- iánar. En „hvað getum við annað en að biðja fyrir þeim?“ spurði gamall prestur við jarðarför. — Hvað er fyrir- bænin annað en ósk, sem ekki er beint út í bláinn, heldur til þess góða guðs, sem ríkir bæði á himni og jörðu? Qg þegar kirkjan lýsir blessun við út- farir yfir kistu látins manns, hvað er það annað en bæn fyrir þeim, sem þar hvílir dá- inn? Og hefur slík bæn ekki sömu þýðingu, þótt maðurinn hvíli í hinni „votu gröf“? Þegar Jesús hafði skilið við lærisveina sína og vini á jörð- inni, hélt hann áfram að elska þá. í þessu sem öðru var hann hin heilaga fyrirmynd. Og mörg eru atvikin, sem benda tíl þess, að hinir dánu haldi áfram að láta sér annt um þá, MAGNÚS STEINAR GÍSLASON. F, 2. marz 1927, D. 8. febr. 1959. KVEÐJA ERÁ FORELDEUM. ÁSTKÆRI sonur! Vi® syrgjum, í sorginni skína gsislar hins guðlega máttar, (5-em gefur og tfekur. K“á varst okkur vorgeisli bjartur, vsrmdir og gladdir. Minning um brosim þím Miðu hægir frá skugga. |fe Hjartkæri sonur! Við söknum að sjá þig ei lengur. Ægir nú örmum þig vefuí’, ■atlt sýnist búið. Innan skamms lífi hér lýkur, við lítum þig aftur. .(Far vel í frelsarans mafni, ifi'uð faðir þig blessi. Falinn í frelsarans arma af föður og móður ert þú nú, ástkaeri somutr, á eilífðarleiðum. Ciuði sé lof að hamn ,gaf þig. Ciuðs náð þig leiði. Vonaljós eilífðar voma veisnir og gleður. | sem eftir lifa, Hví skyldi fað- irinn hætta að elska barnið sitt, sem hann hlakkaði til að sjá, í hvert sinn, er hann kom af sjónum? Ég efast ekki um, að látnir ástvinir fylgjast með oss, miklu meira en vér vit- um um, enda hefur það verið trú manna í margar aldir, byggð á dásamlegri reynslu. — En £ þessu felst einnig hvatning og' áminning til vor, sem nú eigum í vorum hópi syrgjendur og munaðarlausa. Ekki getum vér glatt þá, sem fórnirnar færðu vor vegna, með öðru fremur en því, að reynast þeim vel, sem eftir lifa, svo sem vér höfum skiln- ing og tækifæri til. Sú samúð á að vara lengur en þá daga, meðan slysin eru enn í fersku minni. Þessar fátæklegu hugleið- ingar eiga að vera kveðja til þeirra, sem nú eiga um sárt að binda, og ég lýk þeim með þeirri bæn, að góður Guð blessi þær kveðjur, sem nú streyma til þeirra víðsvegar af landinu, og einnig kveðj- urnar til þeirra, sem bíða á ströndinni hinum megin, unzj fundum ber saman að nýju. Jakob Jónsson. Framliald al 7. síðu. sérhver flokkur fengi þingsæti í hlutfalli við atkvæðamagn sitt. Sjálfstæðisflokkurinn varð fyrstur annarra flokka til þess að taka undir þessar tillögur Alþýðuflokksins og hófust síðan viðræður milli flokkanna um þær. Kommún- istar hafa iðulega lýst yfir þeirri skoðun sinni, að leið- rétta beri kjördæmaskipunina og mætti því ætla, að þeir yrðu fylgjandi breytingu og verður því eltki trúað að ó- reyndu, að þeir muni hindra framgang málsins. Hins vegar virðist augljóst, að Framsókn muni ætla að berjast gegn þessu réttlæiismáli. Er leitt til þess að vita, að Framsókn arflokkurinn, sem í upphafi var umbótaflokkuj- eins og Al þýðuflokkurinn, skuli nú ger- ast íhadlsamastur allra flokka og berjast gegn jafnrétti kjós- enda, hvar sem þeir búa á landinu. En við því verður ekkert gert. Framsókn hefur greinilega markað sína stefnu. Alþýðuflokkurinn verður því að nýja kjördæmamálið fram til sigurs í andstöðu við Fram sóknarflokkinn og treysta því, að aðrir flokkar veiti þessu réttlætismáli lið. Stefna U.S.A. (Framhald af 6. líðu) mest hafa gagnrýnt einstreng ingshátt Dullesar verði nokkru ánægðari með hina nýju stefnu. í Bandaríkjun- um eru sterk öfl, sem'krefj- ast beinna samninga Banda- ríkjánna og Sovétríkjanna og slíkt samkomulag getur hæg- lega orðið á kostnað VeStur- Evrópu. Þessu hafa Eússar sífellt stefnt að og heimsókn Mikoj- ans til Bandaríkjanna færði þá nær markinu. Eisenhower hefur til þessa ætíð vísað öll- um tillögum Krústjovs um að þessi stórveldi skiptu heimin- um á milli sín á bug. En þeg- ar Dullesar nýtur ekki lengur við, getur svo farið, að press- an frá þinginu verði 0f sterk. (Arbeiderbladet) UNGUR vinur minn, Þ.or- valdur Benedi’ktsson, annar stýrimaður á Júlí, er horfinn sjónum. Hann var í hópi þeirra dugmiklu manna, sem féllu í valinn við skyldustörf í mann- skaðaveðrinu mikla á Rytu- banka 8. þ.m. eða þar um bil. Þorvaldur var ungur maður, aðeins 24 ára gamall, er hann féll frá. Hann var fæddur í Hafnarfirði, 15. apríl 1934, son- ur hinna merku og mætu hjóna, Guðrúnar Eiríksdóttur og Bene dikts Ögmundssonar, skipstjóra á Júní, sonur Ögmundar Sig- urðssonar, skólastjóra Flens- borgarskólans, og síðari konu hans, Guðbjargar Kristjáns- dóttur, systur Jónasar læknis. Kynni okkar Þorvalds voru ekki löng. Eitt sinn, er ég bjó í næsta nágrenni við fjölskyldu hans, bað faðir hans mig að vera honum til aðstoðar við nám í íslenzkri stafsetningu. í flestum tilfellum hefði ég neit- að. En ég fann, að Benedikt var þetta kappsmál — og honum vildi ég ekki gera í móti skapi — og svo hitt, að Þorvaldur leizt mér mannvænlegur pilt- ur, líklegur til mikilla verka og nytsamlegra. Og nú er ég þakk- látur Benedikt, vini mínum, að hann gaf mér færi á að kynn- ast þessum merka syni sínum. Þorvaldur Benediktsson vissi vel, að kunnátta í íslenzkri stafsetningu er ekki takmark í sjálfu sér. Og hann ætlaði sér aldrei að verða neinn sérfræð- ingur í henni. En hann lærði hana af tveimur ástæðum. Hann ætlaði sér að öðlast skip- stjóraréttindi, og allstrangar kröfúr um þessa þekkingu eru gerðar til þess. En honum var einnig ljóst, að skipstjóra geta verið lagðar á herðar ýmiss konar skriftir og skýrslugerð- ir, og þá var þessi þekking nokk urs virði. Og Þorvaldur lagði sig allan fram. Ég efa, að ég hafi nokkru sinni haft nem- anda, sem einbeitti sér meira við námið. Átök hans við erfið verkefni eru mér sífellt ánægiu efni. Við bær svÍDtingar gneist aði úr góðmannlegum augum hans. Hann æ+laði sér að sigra, og hann sigraði. Takmark Þorvalds Benedikts sonar var að verða skinstióri. Ég hefi ekki verið siómaður, og bekki bví ekki til hlítar allt, sem til bess þari að vera góður skipstjóri. En mér hefir skil- ízt, að þrennt skipti mestu máli. Eitt er að kunna tök á stiórn skips. Annað að vera fiskinn, sem kallað er, en það er að hafa bá undarlegu náttúru að vita, hvar fiskast hverju sinni. Hið briðia er að kunna að stjórna skinshöfninni. Ég veit, að sögn fróðra, að Þorvaldur Benediktsson var góður skinstjórnarmaður. Á annað atriðið hafði ekki enn reynt, svo að nokkru næmi. En um þriðja atriðið hefi ég orð kunnugs manns, og þykist hafa nokkuð vit á því sjálfur. Mun ég því víkja nokkru nánara að því. Þorvaldur Benediktsson var fæddur til þess að hafa manna- forráð. Hann hlífði sér aldrei, heldur krafðist mikils af sjálf- um sér og beitti sig hörku, ef svo bauð við að horfa. En hann var jafnframf góður maður og I mildur, viðkvæmur í lund. Allt um það var hann einbeittur og tók fast á, ef á þurfti að taka. Þessir eiginleikar, sem kunna að þykja andstæðukenndir, gerðu það að verkum, að Þor- valdur Benediktsson gat valdið því verkefni að stjórna ósam- stæðum mönnum. En þetta er meginatriði í skipstjórastarfi, Skipstjóri; sem ekki getur stjórnað áhöfninni, er eins og kennari, sem ekki hefir aga. Sumir skilja aðeins kosti manna, aðrir skilja aðeins galla þeirra. Þorvaldur Beediktsson hafði tök á hvoru tveggja. Þess vegna létp honum mannaforráð svo vel. Við fráifall þessa unga vinar míns verðui* mér hugsað til for- eldra hans, ömmu, systkina, og annarra vandamanna, sem eiga um sárt að binda. Ég get engin huggunarorð mælt. En brosið hans Valda, góðlegt 0g fagurt, og svipurinn, hreinn og tær, munu geymast mér ávallt í minni. Halldór Halldórsson. 4ki Jakobsson Krlstján Eiríksson hæstaréttar- og héraðs- dómslögmenn. Málflutningur, innheimta, *amningagerðir, fasteigna- r»g skipasala. Laugaveg 27. Sími 1-14-53. Sigurður Ólason haestaréttarlögmaður, og Þorvaldur LúSvíksson héraðsdómslögmaður Austurstræti 14. Simi 1 55 35. Samúðarkort Slysavarnafélags íslands kaupa flestir. Fást hjá slysavarnadeild- am um land allt. f Reykjavík i Hannyrðaverzl. Bankastræti 6, Verzl. Gunnþórunnar Halldóra- ióttur og í skrifstofu félagsins, Grófin 1. Afgreidd í síma 14897. Heitið á Slysavarnafélagið. — t>að bregst ekki. H úsnæðismiðlunin Bíla og fasteignasalan Vitastíg 8A. Sími 16205. ^llnningarspjöld DAS fást hjá Happdrætti DAS, Vest- urveri, shni 17757 — Veiðaríæra 'rerrf. Verðanda, sími 13786 — Sfómannaféiagi Reykjavíkur, íimi 11915 — Guðm. Andrés- syni guUsmið, Laugavegi: 50, sínri 1S709. — í Hafnarfirði í Pósthúslnu, eími 50267. Minning: SKÚLI LÁRUS BENEDIKTSSON F. 7. ágúst 1934. D. 8. febr. 1959. GUÐ er hæðin hæðaiina, lielgur vísdóms andi. Ég er smiæðin smæðanma, smæsta kom á sandi, Veit það guð í himinhæð, hætta er allt í kringum. — Sénhver lítil líkamsæð lifir í tilfinningum. Harðlynd öriög hugljúft ge® harmi slá að vonum. Þú ert fallinn fræknum með fósturjarðar sonimi. Önd þín hefur öðlazt frið ofa,r völdum nauða. Gleddumst þó, ef gætum við grátið þig frá dauða, Margan áttir míætan vin meðan árin liðu. Helgimála hlutverkin hinum megin hiðu. Á þinn farveg alls staðar ástarstjörnur skína. Gamlir fósturforeldrai* faðma minning þína. Svo var það til síðsta dags, sízt þín tryggðin leyndist. — Okkur gjörðir allt til hags, örðugt þó að reyndist. Okkar hjörtu og hugarsýn harma fjötrar strengur. — Ó, við söknum ávallt þín, ástkær fósturdrengur. Vakir kærleiks kveðja hlý, krossferð er vor ganga. — Draumaríki andans í okkur kysstu’ á vanga. Þitt var handtak heitt og fast, lilýtt þér margur unni. Heyrðist ei um aðra last út frá þínum munni. Hollum gæddur innri yl oft þú leystir vanda. Fjölbreytt list þér lögð var íiS líkamans og anda. Hugarfars um fróman stig, faðir, stjúpi og bróðir, hjartakæran kveðja þig konan, börn og móðir, Títt þótt falli tár af brá tengd við grandið rýrðar, hittast áílir heilir á helgu landi dýrðar. JÓSEP S. HUNFJÖR©, Knallspyrna. Frh. af 11. síðu. Eins og kunnugt er vanm Þróttur sig upp í fyrstu deild á síðasta keppnistímabili, og höf- um við fúllan hug á að halda sætinu um sinn. Afmælisrit verður gefið út síðar á árinu um sögu félagsins,. iStjórn Þróttar skipa nú: Óskar Pétursson formaður., Bjarni Bjarnason varaformað- ur. Guðjón Oddsson ritari. Har aldur Snorrason gjaldkeri. Half dór íSigurðsson unglingaleið- togi. Magniús Pétursson form, handknattleiksd. Helga Emils- dóttir gjaldkeri. Varastjórn: Björn Árnason, Kristvin Kristvinsson. |_2 28. febí*. 1953 — Alþýðublaðið

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.