Morgunblaðið - 15.09.1991, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 15.09.1991, Qupperneq 4
4 FRÉTTIR/YFIRUT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 ERLEIMT INNLENT Verðbólgn- hraðinn 8,5% Framfærsluvísitalan var 0,6% hærri í byijun september en í byijun ágTÍst. Hækkun fram- færsluvísitölunnar síðustu þijá mánuði nemur 2,1%, en það jafn- gildir 8,5% verðbólgu á heilu ári. Ef litið er til síðustu 12 mánuða hefur framfærsluvísitalan hækk- að um 7,7%. Tilboð í atvinnuflugkennslu Flugmálastjórn hefur óskað eftir tilboðum í atvinnuflug- kennslu. Pétur Einarsson flug- málastjóri hefur sent öllum flug- skólum bréf þar sem óskað er eftir tiiboðum í bóklegan og verk- legan þátt kennsiunnar. Pétur segir að þetta sé gert til að sam- ræma þessa þætti kennslunnar til hagsbóta fyrir flugnema. Óvenju mikið um útlend skordýr í sumar Óvenju mikið hefur verið um flækinga af ýmsum tegundum skordýra hérlendis í sumar. Nátt- úrufræðistofnun hefur borist mik- ið af fyrirspurnum vegna þessa í sumar, sérstaklega um miðjan júlí. Hlýtt sumar er talin megin- skýringin á þessu. Eftirlit með búsetu námsmanna hert Lánsjóður íslenskra náms- manna hefur ákveðið að herða eftirlit með búsetu stúdenta og verður farið fram á að skattyfír- völd staðfesti hvort þeir búi í leiguhúsnæði. Að sögn Lárusar Jónssonar, formanns stjórnar LIN, er' talið að um helmingur námsmanna eða 600 nemar sem búsettir eru í Reykjavík fái hærri lán en þeim ber vegna húsaleigu sem þeir ekki greiða. Útlit fyrir að dilkakjöt hækki um allt að 15% Mikil óvissa ríkir um verðlagn- ingu dilkakjöts í haust. Haukur Halldórsson formaður Stéttar- sambands bænda segir að niður- greiðslur þurfí að aukast um 200 milljónir til þess að útsöluverð hækki ekki umfram verðlags- hækkanir. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins stefnir að óbreyttu í um 15% hækkun á verði til neytenda. Ríkisútgjöld lækka um 3 milljarða Ríkisútgjöld lækka um 3 millj- arða að raungildi á næsta ári sam- anborið við fjárlög þessa árs, sam- kvæmt fyrirliggjandi drögum að fjárlagafrumvarpi. Lánsfjárþörfin verður 4 milljarðar eða 6 milljörð- um minni en á þessu ári. Fjárlaga- hallinn verður innan við 4 milljarð- ar, að því er fram koma á blaða- mannafundi fjármálaráðherra í vikunni. Sérmál rædd við vinnuveitendur Undirbúningsnefnd Alþýðu- sambands íslands vegna kjara- samninga hefur ákveðið að haldið verði áfram viðræðum við vinnu- veitendur á vettvangi landssam- banda og svæðasambanda um sérmál þeirra og ákvörðun um viðræður um sameiginleg mál ekki tekin fyrir niðurstaðá hefur fengist í þeim efnum. ERLENT Lagtað Brundtland að segja af sér eftir kosn- ingaósigur Hart hefur verið lagt að Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, að biðjast lausn- ar fyrir sig og ráðuneyti sitt í kjölfar útreiðar Verkamanna- flokksins í bæjar- og sveitar- stjórnarkosningunum í Noregi á mánudag. í fyrradag fullyrti Inge Staldvik, þingmaður Verka- mannaflokksins, að stjómin hefði ekki tilskilinn þingmeirihiuta fyrir samningi um Evrópska.efnahags- svæðið (EES) em úrslit kosning- anna sl. mánudag em túlkuð sem sigur þeirra sem andvígir em að- ild Noregs að Evrópubandalaginu (EB) og samningi um EES. Major vill stækka EB John Major, for- sætisráðherra Bretlands, lýsti þeirri skoðun sinni á fundi hægriflokka í París á fímmtu- dag, að Evróþu- bandalagið (EB) mætti ekki verða lokaður einka- klúbbur; leiðtogar þess yrðu að sýna víðsýni í ljósi pólitískra breytinga í Evrópu austanverðri og halda opnum möguleika fyrir helmings stækkun bandalagsins. ísraelar Iáta arabíska fanga lausa ísraelar létu 51 arabískan fanga lausan á miðvikudag og sögðust vona að það auðveldaði Javier Perez de Cuellar, framkvæmda- stjóra Sameinuðu þjóðanna, að fínna lausn á máli vestrænna gísla sem em í haldi hjá öfgasinnuðum múslimum í Líbanon. í fyrrdag sögðu talsmenn islömsku samtak- anna Hizbollah að nokkrir gíslanna fengju frelsi næstu daga. Raísa segir Reykjavíkurfundinn hafa ráðið úrslitum Raísa Gorbatsj- ova, eiginkona Gorbatsjovs Sovétforseta, segir í endur- minningum sínum að ef leið- togafundurinn í Reykjavík í októ- ber 1986 hefði ekki verið haldinn hefði ekki held- ur orðið af hinum leiðtogafundun- um, sem síðar komu, og engir samningar hefðu verið gerðir um eyðingu meðaldrægra kjarnorku- eldfiauga. Gorbatsjov vill flytja hermenn frá Kúbu Míkhaíl Gorb- atsjov, forseti Sovétríkjanna, sagði á miðviku- dag að Sovét- menn myndu bráðlega hefja viðræður um brottflutning 11.000 sovéskra hermanna frá Kúbu. Sagði hann þetta eftir við- ræður við James Baker, utanrík- isráðherra Bandaríkjanna, í Moskvu. Baker fagnaði yfírlýsing- unni en kommúnistastjórn Fidels Kastrós á Kúbu brást hin versta við og gagnrýndi Gorbatsjov harð- lega fyrir að hafa ekki ráðfært sig við hana fyrst eða skýrt henni frá áformunum. Yfírlýsing Gorb- atsjovs er túlkuð sem mikið áfall fyrir kommúnistastjórnina á Kúbu. Lamine Baali, fulltrúi Polisario-hreyfingarinnar: Marokkóbúar hafa verið að fremja þjóðarmorð „ÉG HEF rætt við utanríkis- ráðuneytið á íslandi og sljórn- arandstöðuflokkana og skýrt þeim frá stöðunni í Vestur- Sahara og ég var fullvissaður um stuðning þeirra við friðará- ætlunin Sameinuðu þjóðanna (SÞ) og velþóknun á vopna- hléinu,“ sagði Lamine Baali, fulltrúi Polisario-hreyfingar- innar, sem staddur er hér á landi, við blaðamann Morgun- blaðsins. Umræðuefnið var ástand mála í Vestur-Sahara, þar sem Sahrawi-þjóðin hefur lýst yfir sjálfstæði sem hlotið hefur viðurkenningu 74 þjóða, en Marokkóbúar hafa staðið í stríði við þá í 17 ár, vegna þess að þeir vilja að landsvæðið verði hluti af Marokkó. Klukk- an sex á föstudag fyrir rúmri viku lýstu sem Sameinuðu þjóð- irnar (SÞ) yfir vopnahléi í Vest- ur-Sahara. Fyrr í vikunni komu 240 friðargæslumenn frá sam- tökunum og munu þeir taka sér stöðu í tiu manna hópum í vinj- um í eyðimörkinni. Gert er ráð fyrir því að haldin verði þjóðaratkvæðagreiðsla um það í janúar hvort Vestur- Sahara fái sjálfstjórn að kröfu Polisario eða verði sameinuð Ma- rokkó. Polisario-hreyfíngin var reiðubúin að fallast á friðaráætl- unina vegna þess að Marokkó- menn höfðu bætt mjög samskipti sín við Líbýu og Alsír. Þau ríki studdu Polisario með vopnum og fé, en eftir að samskipti ríkjanna við Marokkó bötnuðu dró úr þeirri aðstoð. Marokkóbúar reyna að spilla friðaráætluninni Hassan konungur féllst á sam- komulagið í trausti þess að hann myndi bera sigur úr býtum. Stjórn hans hefur varið miklu fé til upp- byggingar á svæðinu og margir ráðamanna þar hafa þegið bæði störf og virðingarstöður frá Ma- rokkómönnum. Baali sagði að Marokkómenn væru nú að reyna að spilla friðaráætluninni vegna þess að þeir sjái fram á að kom- andi þjóðaratkvæðagreiðsla muni falla þeim í óhag. Javier Perez de Cuellar, aðalrit- ari SÞ, átti viðræður við fulltrúa Polisario og stjóm Marok- kós í Genf í ágúst. Þar samþykktu deiluaðilar friðaráætlun öryggisráðsins. Baali sagði að Marokkómenn hefðu margbrotið gegn friðará- ætluninni og hann hvatti allar þjóðir til að stuðla að því að tímaá- ætlun SÞ myndi standast og ganga eftir því af báðir aðilar virtu hana. Reynt að fremja þjóðarmorð Baali tók fram að bæði Polis- ario og Marokkómenn hefðu sam- þykkt að vopnahléið tæki gildi 6. september. Fram að þeim tíma skuldbundu báðir aðilar sig til að gera ekki árás á hinn að fyrra bragði. „En hinn 4.,5.,7. ágúst og frá 22. ágúst til mánaðarloka gerðu þeir [Marokkómenn] afar harðar árásir úr lofti og af landi á fólk okkar. Þeir sprengdu m.a. upp skóla og sjúkrahús, sprengdu upp brunna og eitruðu þá. Þetta er heitasti mánuður ársins, hitinn kemst í 49 gráður. Þetta þýðir að ef fólkið fórst ekki í árásunum sáu hitinn og þorstinn oft um að ljúka verkinu. Næsta vatnsból er oft í 200 km fjarlægð. Dæmi era um að konur hafi fætt böm við þessar aðstæður og það er hægt Lamine Baali, fulltrúi Polisario. að ímynda sér hverjar lífslíkurnar era þegar vatnið hefur verið eitr- að.“ Talsmenn Polisario hafa haldið því fram að árásir Ma- rokkóhers hafí leitt til þess að tíu þúsund borgarar urðu að flýja vatnsból í Tifariti, Bir Lahlou og Mijek. „Marokkómenn hafa frá 1974 stefnt að því að útrýma Sahrawi- þjóðinni, að fremja þjóðarmorð. Eg á því ekki von á því að þeir virði útkomu þjóðaratkvæða- greiðslunnar," sagði Baali, sem var þess fullviss að sú útkoma yrði Polisario og Sahrawi-þjóðinni hagstæð. „Þeir reyndu að egna okkur upp og vonuðu að við myndum svara árásum þeirra," bætti hann við. „Við urðum að gera upp við okk- ur hvort við ættum að svara árás- unum og ganga þannig þvert á friðaráætlun SÞ, eða að hætta lífi þjóðarinnar. Og við hættum lífí þjóðarinnar, sem varð til þess við- horf umheimsins til okkar' varð jákvæðara. Við eram ánægðir með viðbrögð erlendis frá, sem miðuðu öll að því að friðaráætlun SÞ yrði virt.“ Vígbúist fyrir vopnahlé Stjómarerindrekar segja að hvorir tveggju hafí verið að reyna að bæta stöðu sína á afskekktum svæðum við landamæri Máritaníu og Alsírs áður en vopnahléið kæmist á. Hassan konungur sagði í bréfi til de Cuellars’ að það hefði sést í könnunarflugi að Polisario hefði ekið bryndrekunum inn á svæði umhverfis Tifariti, skammt frá landamærum Má- ritaníu. Hann sagði að her Ma- rokkó myndi ekki gera árás á bryndrekana þar sem það gæti spillt friðarlíkum. Hann skoraði hins vegar á aðalritarann að sjá til þess að þessar „vopnuðu sveit- ir“ yrðu hraktar brott. Ibrahim Hakim, fulltrúi Polis- ario í Alsír, þvertók fyrir það að Polisario hefði sent bryndrekana af stað og sakaði Hassan um að vilja koma af stað skærum. Hverjir mega kjósa? Eina deiluefnið, sem á að leysa milli þess að vopnahléið kemst á og atkvæðagreiðslan verður í jan- úar, er hvetjir mega kjósa. SÞ eru með lista yfír rúmlega 70 þúsund manns, sem er byggður á mann- tali sem Spánveijar gerðu árið 1974, og vilja að þeir fái að kjósa. Baali sagði að báðir aðilar hefðu samþykkt að hlíta ákvörðun SÞ um hveijir megi kjósa. Hann sagði að frá maílokum hefðu Marok- kóbúar gert allt sem í þeirra valdi stæði til að gera erfiðara fyrir að framfylgja friðaráætluninni. „Þeir hafa sett fram lista með 120.000 nýjum nöfnum, næstum tvöfalt fleiri en íbúar svæðisins eru og krefjast þess að þeir fái að kjósa. Þetta eru örgustu þvingunarað- gerðir. Báðir aðilar samþykktu friðaráætlunina í heild sinni. Nú neita þeir SÞ um aðgang að herte- knu svæðunum nema gengið verði að því að leyfa þessum 120.000 mönnum að kjósa. Marokkóbúar hafa því ekki virt þau skilyrði sem friðarsáttmálinn kveður á um.“ Marokkómenn segja að á lista sín- um sé fjöldi manna, sem hrökkl- aðist frá Vestur-Sahara í umrót- inu áður_en Spánveijar slepptu hendinni af nýlendunni. Polisario kveðst einnig hafa lista yfír menn, sem hafa verið hraktir á braut eða settir í fangelsi fyrir að setja sig upp á móti stjórn Marokkós. Mannréttindasamtökin Amnesty Intemational segja að Marokkó- menn hafi sleppt mörgum pólitísk- um föngum úr fangelsi, en enn hafí ekki verið gerð grein fyrir því hvar mörg hundruð manns eru niðurkomin. Langvinnar eijur Polisario lýsti yfír stríði á hend- ur Marokkó og Máritaníu 19. des- ember árið 1975 þegar Hassan konungur var að hrekja Spánveija á brott frá Vestur Sahara. Kon- ungurinn safnaði saman 350 þús- und manns, sem hann sendi út í eyðimörkina veifandi fánum og kóraninum. Spánveijar fóra brott í febrúar 1976, eftir að Francisco Franco einræðisherra lést. Spánski fáninn var dreginn niður í Laayoun, helstu borginni á svæð- inu, og Polisario lýsti yfir stofnun Alþýðulýðveldis arabísku Sahara, sem fékk viðurkenningu 74 ríkja þegar fram liðu stundir. Polisario gerði árásir á gömul spænsk vígi er varin voru hermönnum frá Marokkó og Máritaníu, sem höfðu skipt svæðinu milli sín. Stefna Marokkó var í upphafí að halda helstu vígjunum og leyfa skærul- iðunum að fara um eyðimörkina að vild. Polisario beitti því her- bragði að ráðast á eitt vígi í einu og þannig féll hvert vígið á fætur öðru. Árangursríkur hernaður Polisario Her Marokkó varð hins vegar lítið ágengt. í hvert skipti sem herinn birtist hurfu skæruliðarnir eins og jörðin hefði gleypt þá. Polisario gerði harða hríð að Má- ritaníu og náði að ráðast á Nou- akchott, höfuðborg landsins. í ágúst 1979 samdi Máritanía um frið og dró heri sína til baka frá suðurhluta Vestur Sahara, sem Marokkó Iagði þá undir sig. Polisario hélt áfram að gera árásir á her Marokkó og var svo komið að Hassan hótaði að ráðast á búðir þeirra í Alsír. Árið 1981 byijuðu Marokkómenn að gera 1500 km langa varnargarða úr sandi meðfram landamæram Alsír og Máritaníu og eftir það varð hvorugum aðilja ágengt. í ágúst 1988 féllust hvorir tveggja á frið- aráætlun SÞ. Baali sagði að lokum að hann vænti þess að íslenska þjóðin sýndi fólkinu í Vestur-Sahara stuðning og að það bæri mikla virðingu fyrir íslendingum. Hann sagði að Islendingar og Sahrawi- fólkið ættu margt sameiginlegt þrátt fyrir að margt væri ólíkt með þeim. Hann hvatti síðan alla hugsandi menn að láta sig deiluna í Vestur-Sahara miklu varða og láta stuðning sinn við smáþjóðina í Vestur-Sahara í ljós. ^Smáþjóðir eiga að vinna saman. Ég vil flytja íslendingum kveðju þjóðar minnar vegna þeirrar afstöðu sem þeir hafa sýnt hjá SÞ.“ BAKSVID Eftir Karl Blöndal og Stefán B. Mikaelsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.