Morgunblaðið - 15.09.1991, Page 10
MÖRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBEiÚ'í$Sl
/-
eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur.
í sjávarplássum um land allt hefur fátt annað borið á góma
síðustu vikur en aflaskerðinguna á hinu nýja fiskveiðiári
og ekki síður þær afleiðingar, sem hún kann að hafa á
atvinnuástand og byggðir landsins. Víða um land liggja
forsvarsmenn útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja nú „undir
feldi“ og velta því fyrir sér til hvaða ráðstafana skuli grípa.
Fyrirsjáanlegt er að afli á nýbyijuðu kvótaári við íslands-
strendur hefur ekki verið minni síðan árið 1947 og er þá
ekki saman að jafna þeim skipakosti sem við eigum nú og
þeim sem við áttum þá. Krafa um hagræðingu innan sjávar-
útvegsins verður háværari með degi hverjum, en misjafnar
skoðanir eru á því hvaða aðgerðir feli í sér hagræðingu.
Sjálfstæðir útgerðarmenn segjast etja kappi við dauðann
fái þeir ekki að stjórna því sjálfir hvar þeir selji afla sinn
hverju sinni. Þjóðarhagur er ofarlega í hugum þeirra for-
svarsmanna fyrirtækja, sem bæði stunda útgerð og fisk-
vinnslu. Frystitogarar hafa sýnt ákveðna yfirburði í grein-
inni enda nýta þeir fjármagn sitt vel með því að hafa fram-
leiðslutækin í gangi allan sólarhringinn, andstætt vinnsl-
unni í landi. Og á meðan grætur fiskvinnslan yfir háu
markaðsverði og ónógu hráefnisframboði, en hún er nú
rekin með umtalsverðum halla. Þá eru ótalin verkalýðs-
og sjómannafélögin í landinu sem nú óttast mjög um hag
umbjóðenda sinna.
afla, þar sem nú er ekki gert ráð
fyrir aukningu ýsukvótans eins og
var á síðasta fiskveiðiári. Flotinn
má veiða 265 þúsund tonn af
þorski, 50 þúsund tonn af ýsu, 75
þúsund tonn af ufsa, 90 þúsund
tonn af karfa, 25 þúsund tonn af
grálúðu, 11 þúsund tonn skarkola,
110 þúsund tonn af síld, 28 þúsund
tonn af úthafsrækju og 5.500 tonn
af innfjarðarækju.
„Það sem veldur útgerðarmönn-
um meiri erfiðleikum nú en ella
er að nú kemur skerðingin nánast
niður á öllum tegundum. Þorsk-
og ýsuniðurskurðurinn bitnar nú á
togurum utan Suðvesturlands svo
og á bátaflotanum. Hinsvegar hef-
ur skerðingin minni áhrif á togara
suðvestanlands sem hafa uppi-
stöðu í heimildum í karfa,“ segir
Kristján Ragnarsson, formaður
Landssambands íslenskra útvegs-
manna. „Svona mikil aflaskerðing
kemur mjög illa við sjávarútveg-
inn, en við búum náttúrulega ekki
til fisk með því að leyfa veiðar ef
hann er ekki til. Það verður þvi
að fara að með gát. Útvegsmenn
hafa aftur á móti áhyggjur af því
að þetta ástand kunni að vera við-
varandi enda hafa fiskifræðingar
verið að spá því að nýliðun sé mjög
slök og langt undir meðallagi. Ég
óttast að þegar kemur fram á vor
verði heimildirnar uppurnar og að
atvinnuástand verði þá mjög bágt
í greininni.“
Smærri fyrirtæki
verða verst úti
Kristján segist ekki vilja gerast
spámaður um framtíð sjávarút-
vegsins, því ekki sé ennþá vitað
hvernig einstakir menn bregðist
við þó auðvitað megi ætla að menn
reyndi eftir megni að gera rekstur-
inn ódýrari með því að draga skip
út úr rekstri og sameina heimildir.
„Slíkar ráðstafanir eru mun auð-
veldari hjá stærri fyrirtækjunum
heldur en þeim smærri og vafa-
laust verða það einmitt smærri
fyrirtækin, sem verða verst úti,
enda er hagræðing hvað erfiðust
þar. Þar er engu hægt að leggja.
Hinsvegar ef hagræðing er fólgin
í sameiningu, þá óneitanlega fær-
ist sjávarútvegurinn í hendur færri
aðila og það hafa verið skiptar
skoðanir um ágæti þess. Við kunn-
um hinsvegar enga aðra hagræð-
ingu en þá að fækka skipum og
sameina fyrirtæki. Það
þýðir einfaldlega að
einn útg
armaður
Huenníg ski
30 þúsund þorskígildi
janúar til 31. agúst
’91-’92 Yfirstandandi fiskveiðiár er frá 1. septem-
ber 1991 til 31. ágúst 1992. Til samaburðar við mánuðina
átta á undan, voru kvótatölurnar margfaldaðar með 0,66.
U___DkJL
I
allatköt
. ^ cö 3 3 Q) 3 Q= ^ 3 "P 3 3 3 ^ 3
1 ■§ !>■§ I S1!- § 1 I § --§ i s § i § 11 §
a ™ * jz | §(S T5 m
£5 C/D Q_
S|l|lsII<a
I 0,0
> co
Almennt eru menn sam-
mála um að skerðingin
'komi verst við minni
staði úti á landi þar sem
kannski er aðeins einn
togari og eitt frystihús.
Þar sé svigrúm til hag-
ræðingar minnst. Því samfara
benda menn á að nú ríði á í alvöru
að forsvarsmenn atvinnulífs þess-
ara staða taki höndum saman og
láti hrepparíg og- smákóngakerfi
lönd og leið. Að öðrum kosti verði
það lögmál frumskógarins sem
muni ráða innan geira sjávarút-
vegsins því þar sem að ekki er
nægur fiskur í sjónum fyrir alla
muni koma að því að stærri fyrir-
tækin yfirtaki þau smærri.
Aflaskerðingin kemur misþungt
niður á fyrirtækjum og landshlut-
um eftir aflasamsetningu, en
óhætt er að fullyrða að sjávarút-
vegurinn þarf að mæta mjög mikl-
um þrengingum á því fiskveiðiári,
sem hófst þann 1. september sl.
og stendur til 31. ágúst nk. Áætl-
að er að verðmæti botnfiskaflans
minnki um 10-12% á milli ára, sem
þýðir um 7-8 milljarða króna sam-
drátt í útflutningstekjum þjóðar-
búsins. Úthlutunin markast af
umtalsverðri skerðingu á þorsk-
veiðiheimildum og leyfilegum ýsu-
5