Morgunblaðið - 15.09.1991, Page 14

Morgunblaðið - 15.09.1991, Page 14
514 1 MÖRGÍÍNBÍAÖIÐ 'SUNNGÐÁGUR 15. íjÉI^TEMBEft1 í991 Hriktir í stoðum krataveldisins eftir Steingrim Sigurgeirsson ÞEGAR Svíar ganga að kjörborð- inu í dag til að kjósa nýtt þing og sveitarstjórnir virðast þeir ákveðnir í að breyta til. Allar skoðanakannanir undanfarna mánuði, þær síðustu voru birtar á föstudag, benda til að borgara- legu flokkarnir fjórir, þ.e. Hægriflokkurinn, Þjóðarflokk- urinn, Miðflokkurinn og Kristi- legi demókrataflokkurinn geti myndað meirihlutastjórn eftir kosningarnar. Enginn gerir ráð fyrir því að Jafnaðarmanna- flokkurinn eigi nokkra mögu- leika á að vinna sigur í kosning- unum. Ástæðurnar eru margar en sú augljósasta er að jafnaðar- menn hafa verið í stjórn sam- fleytt í níu ár og efnahagsástand er mjög slæmt. Búist er við litlum sem engum hagvexti á tímabilinu 1990-1992, jafnvel samdrætti, og þó atvinnuleysi sé enn fremur lítið á evrópskan mælikvarða, rúm 3%, er það helmingi meira en fyrir ári og fer vaxandi. Á næsta ári er talið að allt að 300 þúsund Svíar kunni að verða án atvinnu. S ænsk stjórnmál eft- ir stríð hafa ein- kennst af mjög miklum stöðifg- leika. Flokkur jafnaðarmanna hefur lengst af farið með völdin ef frá eru talin árin 1976-1982 þegar borgara- flokkarnir þrír, Hægriflokkur, Þjóð- arflokkur og Miðflokkur, sátu í rík- isstjórn. Aðstæður þá voru hins vegar allt aðrar en nú. Tap Jafnað- armannaflokksins í kosningunum 1976 var einungis 0,9%. í skoðana- könnun SIFO-stofnunarinnar sem birt var á föstudag er jafnaðar- mönnum spáð 37,7% fylgi. Fyrr á árinu lágu þeir enn neðar í könnun- um, jafnvel undir 30%. Ef kosninga- úrslitin verða í einhveiju samræmi við skoðanakannanir yrðu það sögu- leg úrslit. Það hefur aldrei gerst eftir stríð að Jafnaðarmannaflokk- urinn hafi fengið minna en 40% atkvæða. Síðast gerðist það í kosn- ingunum 1928 en þa hlaut flokkur- inn 37% atkvæða. Á árunum 1970- 1988 hefur fylgi flokksins verið á bilinu 42,7%-45,6% í kosningum. „Ég myndi ekki segja að það væri stjórnarskrárbrot að jafnaðar- menn fái undir 40% atkvæða en það liggur við,“ segir Olof Pettersson, prófessor í stjórnmálafræði við Uppsalaháskóla, en hann er einn helsti sérfræðingur Svíþjóðar í mál- efnum er tengjast stjórnmálaflokk- unum. Hann segir þróunina nú eiga sér langan aðdraganda. Rannsóknir á hegðun sænskra kjósenda hafi lengi bent til þess að stöðugleikinn fari minnkandi. Fjöldi kjósenda sem skipti um flokk milli kosninga var 7,0% milli kosninganna 1954 og 1956, en í kosningunum 1985 og 1988 20,2%. Það hefur líka færst í aukana að fólk kjósi ekki sama flokk í þing- og sveitarstjórnarkosningum. Æ fleiri kjósendur gera líka upp hug sinn á síðustu gtundu. Árið 1964 voru það 16% en árið 1988 40%. Pettersson segir fólk líka ekki tengja sig eins sterkt við ákveðinn flokk lengur. 65% gerðu það árið 1968 en 51% 1988. Hann segir það enn skipta miklu máli hvaða stétt menn tilheyri þeg- kijw ■.* ; B W | iw - 1 ||||£S| Pólitískar umræður á götunni. Einn af frambjóðendum Hægri flokksins, Margareta Göllas, ræðir við gamlan krata, sem veltir því fyrir sér hvort það sé satt að ráðherrar fái alltaf mat á kostnað ríkisins. ar kemur að því að velja stjórnmála- flokk. Þessi stéttarvitund fari hins vegar minnkandi. Árið 1956 kusu 73% sænskra verkamanna vinstri- flokk en 22% úr millistétt. í síðustu þingkosningum kusu 66% verka- manna flokk til vinstri en 37% úr millistétt. „Sérstaklega meðal yngri verkamanna er þróunin sú að þeir vilja ekki tengjast um of verkalýðs- hreyfingunni. Helsta skýringin á hegðun sænskra kjósenda er enn hvaða stétt þeir tilheyra en úr því dregur sífellt. Fólk leggur sífellt meiri áherslu á málefni," segir Pett- ersson. Eitt helsta einkenni kosninganna í dag er að tveir flokkar sem ekki hafa áður átt þingmenn gætu náð mönnum inn, annars vegar Kristi- legi demókrataflokkurinn og hins vegar Nýtt lýðræði. Árið 1988 náði Umhverfisflokkurinn 5,5% i kosn- ingunum og braut þar með upp hið hefðbundna fimmflokkamunstur sem einkennt hafði sænsk stjórnmál um árabil. Oiof Pettersson segir þetta ekki vera eins óvænta þróun og halda mætti. Könnun sem gerð var af Gautaborgarháskóla um miðjan níunda áratuginn hafi sýnt fram á vilja sænskra kjósenda til að lögð yrði meiri áhersla á þijú mál sem engum hinna hefðbundnu flokka. hefði tekist að gera að sín- um. I fyrsta lagi umhverfismál, í öðru lagi lög og reglu og í þriðja lagi hefðbundin gildi. Segja mætti að Umhverfisflokkurinn, Nýtt lýð- ræði og Kristilegi demókrataflokk- urinn hefðu höfðað til þessara þarfa kjósenda. Lítið um loforð Ekkert eitt málefni hefur ein- kennt kosningabaráttuna öðru fremur. Flokkarnir hafa verið mjög sparir á loforð ekki síst í ljósi reynsl- unnar af kosningunum 1988. Þá Sá á kvölina sem á völina. Öldruð kona veltir því fyrir sér hvernig hún eigi að kjósa „rétt“ áður en hún greiðir atkvæði utan kjörstaðar á sjúkrahúsi sínu, umkringd fulltrúum flokkanna. kepptust menn við að yfirbjóða hver annan en urðu síðan að sæta gagn- rýni þegar þeir hvikuðu frá hveiju loforðinu á fætur öðru að loknum kosningum. Þetta bitnaði einna helst á jafnaðarmönnum sem fóru með stjórn að loknum kosningum. Má nefna sem dæmi afstöðuna til Evrópubandalagsins. 1988 börðust jafnaðarmenn gegn EB en 1991 sitja þeir í ríkisstjórn sem sækir um aðild. 1988 lofuðu jafnaðarmenn að byija að loka kjarnorkuverum Svíþjóðar en í ríkisstjórn ákváðu þeir að treysta áfram á kjamorku sem ódýran orkugjafa. Þá hafa jafn- aðarmenn, með stuðningi Þjóðar- flokksins, staðið að viðamiklum skattkerfisbreytingum sem að hluta til hafa bitnað á þeirra hefðbundnu kjósendahópum. Hefur þetta leitt til þess að margir telja sig ekki leng- ur þekkja „gamla flokkinn sinn“ og leita á önnur mið í staðinn. Þéir sem eru ánægðir með þessa stefnu- breytingu Jafnaðarmannaflokksihs eru hins vegar oft hefðbundnir stuðningsmenn borgaraflokkanna og mjög ólíklegir til að söðla um. Sérfræðingar í efnahagsmálum eru flestir sammála um að sú stefna sem jafnaðarmenn hafi fylgt á síð- ustu árum hafi verið fremur skyn- samleg. í fyrmefndum skattkerfís- breytingum fólst þannig að tekju- skattar voru lækkaðir en neyslu- skattar hækkaðir í staðinn til að hvetja fólk til aukinnar vinnu. Gætt hefur verið aðhalds í peningamálum og þrátt fyrir að nú sé kosningaár hefur ekki verið gripið til aukinnar eyðslu til að kaupa atkvæði. Á síð- asta ári sagði hins vegar hinn virti og vinsæli ijármálaráðherra Kjell- Olof Feldt af sér embætti og arf- taka hans, Alian Larsson, hefur ekki tekist að ávinna sér nægilegt traust í hugum fólks. Benda nú kannanir eindregið til þess að al-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.