Morgunblaðið - 15.09.1991, Síða 15

Morgunblaðið - 15.09.1991, Síða 15
; MORftUNBlABIÐ .SUNN'UDAGL’R l5.,SW'TeAlBER lí)91 ttð Mona Sahlin, vinnumálaráðherra Svíþjóðar, ræðir við ungt skólafólk um atvinnustefnu stjórnar jafnaðarmanna. menningur treysti borgaraflokkun- um mun betur til að bæta efnahags- ástandið en krötum. Ekki hefur það heldur bætt úr skák að Feldt gaf fyrr á árinu út bók þar sem hann lýsir mjög opinskátt þeim ágreiningi sem uppi var í stjóminni í ráðherra- tíma hans. Sameining sjóða Eitt helsta ágreiningsmálið í kosningunum eru áætlanir jafnað- armanna um að sameina ellilífeyris- sjóði landsins og hina svokölluðu „launþegasjóði". Launþegasjóðirnir voru settir á laggirnar fyrir nokkr- um árum til að kaupa hlutabréf í fyrirtækjum en peningarnir fengust með því að taka gjöld af hagnaði fyrirtækja. Er launþegasjóðunum stjórnað af verkalýðshreyfingúnni. Launþegasjóðirnir eru þegar mjög sterkt afl á sænskum hlutabréfa- markaði en ef sjóðunum yrði slegið saman við lífeyrissjóðina myndu þeir ráða yfir rúmlega 250 milljörð- um sænskra króna sem festa ætti í verðbréfum. Segja jafnaðarmenn þetta nauðsynlegt til að ávaxta fé lífeyrissjóðanna á hagkvæmari hátt. Borgaralegu flokkarnir segja þetta hins vegar mjög hættulegt skref í átt til „sjóðasósíalisma“. Enda er þetta engin sfnáupphæð sem ætlunin er að ijárfesta fyrir. Um síðustu áramót var heildarverð- mæti hlutabréfa á „sænska Börsen" 548 milijarðar sænskra króna. Þeg- ar frá hafa verið dregin ýmis hluta- bréf sem ekki kæmi til álita að festa kaup á, m.a. þau sem þegar eru í eigu ríkisins, standa eftir 400 millj- arðar. Með milljörðunum 250 væri hægt að kaupa um 63% þessara bréfa. Hrun sósíalismans í Sovétríkjun- um og Austur-Evrópu hefur liká haft óbein áhrif. Það hefur gefið fijálslyndum sjónarmiðum byr und- ir báða vængi og fært miðju stjórn- málanna til hægri. Þeir Carl Bildt, formaður Hægriflokksins, og Bengt Westerberg, formaður Þjóðar- flokksins, spyija kjósendur á fund- um um Iandið: „Af hveiju eigum við að fara að auka sósíalisma í Svíþjóð á sama tíma og menn eru að afnema hann alls staðar annars staðar?“ Sjálfir hafa þeir kynnt sameiginlega stefnuskrá undir heit- inu „Nýtt upphaf fyrir Svíþjóð" þar sem meginatriðið er skattalækkanir og minni ríkisafskipti. Hlutur ríkisvaldsins er hvergi í hinum þróuðu iðnríkjum meiri en í Svíþjóð og samkvæmt nýjum tölum frá OECD er skattbyrðin einnig sú hæsta eða 56,7% af landsfram- leiðslu. Boðskapur borgaralegu flokkanna er að þessu verði að breyta, eigi Svíþjóð, sem nú stendur á þröskuldi Evrópubandalagsins, ekki að verða undir í samkeppninni. En þó að borgaraflokkamir stefni að minni ríkisafskiptum, lægri sköttum og einkavæðingu, leggja þeir áherslu á að þeir vilji ekki gera grundvallarbreytingar á sænska kerfinu. Svíar hafa sterkar taugar til „velferðarkerfisins“ og um grundvallaratriði þess ríkir sæmileg pólitísk sátt. Og þó að jafnaðar- menn reyni í áróðri sínum að líkja Bildt við Margréti Thatcher, fyrrum forsætisráðherra Bretlands, og segi hann ætla að koma á „Thatch- erisma“ í Svíþjóð, eru breskir stjórnmálaskýrendur almennt sam- mála um að hann minni frekar á annan breskan forsætisráðherra, nefnilega Edward Heath. Áherslumunur í utanríkismálum Það er ekki við því að búast að sænsku þjóðfélagi verði umturnað þótt borgaralegu flokkunum takist að mynda ríkisstjórn. Hins vegar er víst að áherslurnar munu breyt- ast ekki síst í utanríkismálum. Borgaraflokkarnir eru mun opnari en jafnaðarmenn fyrir því að varpa hlutleysi Svíþjóðar endanlega fyrir róða og taka þátt í einhverskonar hernaðarbandalagi, að öllum líkind- um innan ramma EB. Þá má búast við áherslubreytingum í stefnu Svía gagnvart Mið-Austurlöndum. Borg- araleg ríkisstjórn myndi án efa ekki vera eins höll undir Frelsissamtök Palestínumanna (PLO) ogjafnaðar- menn hafa verið. Loks er búist við öðrum áherslum Svíþjóðar á vett- vangi Sameinuðu þjóðanna þar sem Svíar hafa löngum litið mjög til þriðja heimsins. Ekki er ágreiningur um að Svíar eigi áfram að veita jafn miklu ijármagni til þróunarað- stoðar og þeir hafa hingað til gert en líklegt er að peningarnir muni í minni mæli renna til þróunarlanda þar sem sósíalísk tilraunastarfsemi fer fram, s.s. Víetnam. Það sem helst gæti orðið til að koma í veg fyrir að flokkarnir kom- ist í stjórn er að litlu flokkarnir fái það mikið fylgi að pattstaða komi upp í þinginu. Menn eru mjög treg- ir til að ræða hvað þá sé til ráða en helst virðast líkur á því að komi slík staða upp muni einhver eða einhveijir borgaraflokkanna taka upp samstarf við jafnaðarmenn og þá helst Miðflokkurinn og/eða Þjóð- arflokkurinn. Innan Hægriflokksins eru þeir einnig til sem gætu hugsað sér minnihlutastjórn með Þjóðar- flokknum sem nyti stuðnings Mið- flokksins, Þjóðarflokksins og... Nýs lýðræðis. Fæstir búast þó við að til svona lausna þurfi að koma. Mat manna á stöðunni er mjög einhlítt. Það verður mynduð borgaraleg stjórn og Carl Bildt verður forsætisráð- herra. Ef svo ólíklega vill til að svo verður ekki munu margir neyðast til að éta hattinn sinn. ÞESSIR SKÓR STÆRÐIR 32-46 Pottþéttir skór í innanhúsíþróttirnar í vetur. Tilvaldir í leikfimina, handboltann, fótboltann, blakið, batmintonið o.s.fv.. Á aldeilis frábæru verði! ÚTSÖLUSTAÐIR: Suðurnes: Samkaup, Njarðvík-Aldan, Sandgerði. Kópavogur: Sportlínan Reykjavík: Bikarinn, Boltamaðurinn, Búsport, Mikligarður, Sportmarkaðurinn, Sportval, Sportmaðurinn, Trimmið, Útilíf. Akranes: Versl. Óðinn. Borgarnes: Borgarsport. Stykkishólmur: Litlibær. Siglufjörður: Torgið. Akureyri: Sporthúsið. Seyðisfjörður: Aldan. Neskaupstaður: Verl. S.Ú.N. Hornafjörður: Kask. Selfoss: Vöruhús K.Á. Vestmannaeyjar: Axel Ó. FYRIR ÞIG! LANGAR ÞIG AÐ STARFA í HJÁLPARSVEIT? Hjálparsveit skáta í Kópavogi mun nú í haust hefja nýliðaþjálfun. Við leitum að fólki frá 17 ára aldri sem hefur áhuga á útivist og bj örgunarmálum. Miðvikudaginn 18. september klukkan 20.00 verður kynning á starfsemi sveitarinnar og íyrirhugaðri nýliðaþjálfun. Kynningin verður í húsnæði hjálparsveitarinnar við Hafharbraut í Kópavogi. Hjálparsveit skáta Kópavogi SUNNUDAGURINN / dag hefst sunnudagsopnun Kolaportsins og afþví tilefni ætlum við að gera okkur glaðan dag: • Simpson fjölskyldan verðurí heimsókn frá kl. 11-13. • Allir krakkar fá gefins lukkupoka. • Útvarpsstöðin FM 95,7 verður með beina útsendingu úr Kolaportinu frá kl. 12. • Margt fleira skemmtilegt og gott verður á boðstólum. • Síðast en ekki síst - frábært markaðstorg að venju. Opiö frá kl. 11-17. KOIAPORTIÐ MrfRKa-Ðí/OÉ/r

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.