Morgunblaðið - 15.09.1991, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 15.09.1991, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 Ptnrp Útgefandi Árvakur h.f., Reykjavík Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúarritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi Björn Vignir Sigurpálsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 100 kr. eintakið. Varnarsamstarf á upplausnartímum Meimsókn Johns Galvins, yfír- manns heija Atlantshafs- ilagsins í Evrópu, hefur enn beint Jjósinu að hemaðarlegu mikil- vægi íslands í þeim miklu umbylting- um, sem orðið hafa á sviði öryggis- mála síðustu misserin. Endalok Var- sjárbandalagsins, upplausnin í Sov- étríkjunum og samningarnir um tak- mörkun vopnabúnaðar hafa gjör- breytt sviðinu frá því sem var á dög- um kalda stíðsins. Hernaðarlegt jafn- vægi hefur raskast vestrænum lýð- ræðisríkjum í hag og hefur það leitt til verulegs samdráttar í útgjöldum til hermála og fækkunar í heijum ríkja bandalagsins. Ný stefna í ör- yggismálum er nú í mótun og tekur mið af þeim miklu breytingum, sem orðið hafa í Austur-Evrópu. Manfred Wömer, framkvæmda- stjóri NATO, sem heimsótti ísland í júlí sl., kvað endurskoðun á stefnu bandalagsins verða lokið á fundi leið- toga þess í Róm í nóvemberbyijuo. Heraflinn verði endurskipulagður, breytingar gerðar á pólitískri stefnu þess í samræmi við samstarf og sam- skipti við ríki Austur-Evrópu og hemaðarsamstarf evrópskra aðild- arríkja bandalagsins verður eflt. Wörner taldi ekki líkur á miklum breytingum á hlutverki íslands í vamarsamstarfi vestrænna ríkja eða á starfsemi varnarstöðvarinnar í Keflavík. John Galvin, yfírhershöfð- ingi, tekur undir þetta sjónarmið í viðtali í Morgunblaðinu. Hann sagði m.a.: „Keflavíkurstöðin er geysilega mikilvæg vegna áætlana um að senda aukinn liðsstyrk frá Norður- Ameríku til Evrópu, ef nauðsyn kref- ur. Annað hlutverk íslendinga er að leggja land undir búnað og mannafla er heldur uppi eftirliti með hernaðar- viðbúnaði á Norður-Atlantshafí. Að mínu áliti munu hernaðarlegt mikil- vægi og aðstæður á íslandi ekki taka jafn miklum breytingum vegna um- skiptanna í austri og búast má við í öðrum aðildarríkjum bandalagsins. Hér verður fremur haldið í horfinu." I máli Galvins kom fram, að þrátt fyrir þróunina í Sovétríkjunum síðustu vikur og misseri sé enn verið að efla sovézka flotann, smíða ný flugmóðurskip og bæta tæknibúnað. Sagan sýnir, að stríðshætta er mikil þegar upplausnarástand ríkir eins og nú er í austurvegi. Það er því enn brýnt, að ríki Atlantshafs- bandalagsins haldi vöku sinni og tre- ysti þá samstöðu sem tryggt hefur friðinn í okkar heimshluta í rúma fjóra áratugi. Það er fróðlegt fyrir okkur íslend- inga að kynnast sjónarmiðum helztu forráðamanna Atlantshafsbanda- lagsins varðandi stöðu íslands. Hins vegar er það að sjálfsögðu okkar hlutverk fyrst og fremst að leggja mat á það, hvaða breytingar kunni að leiða af framvindu mála í Austur- Evrópu, ef einhveijar. Þegar Geir Hallgrímsson tók við embætti ut- anríkisráðherra á árinu 1983 iagði hann ríka áherzlu á að byggð yrði upp þekking tii slíkrar sjálfstæðrar ákvarðanatöku. A síðasta áratug hafa komið til sögunnar menn með sérmenntun bæði í hernaðarfræðum sérstaklega og í þeim stjórnmála- fræðum, sem lúta að öryggismálum. Þessa þekkingu eigum við nú að nýta til þess að leggja okkar eigið mat á stöðu íslands í breyttum heimi. Að sjálfsögðu hljótum við að ganga út frá því, sem vísu, að íslenzkir sérfræðingar taki mið af íslenzkum hagsmunum en láti ekki útlendinga mata sig á skoðunum. Hins vegar koma skoðanaskipti við bandainenn okkar auðvitað að miklu gagni við slíka vinnu. Ný heimsmynd hlýtur að breyta stöðu íslands að einhveiju leyti. 1 nrj Nú X I I »mætti vel minnast þess hversu auðveldara var fyrir austantjaldsþjóðimar að standa einhuga saman andspænis ógn en frelsi. Ábyrgir menn í þessum gömlu kommúnistalöndum óttast nú upplausn og ringulreið einna mest. Og borgaraleg öfl hafa ekki brugðizt eins fljótt við nýjum vanda og ætla mátti. Það er ósköp mikil deyfð yfír öllu í Tékkóslóvakíu, það blasir hvar- vetna við, og mér er sagt svo sé einn- ig í Póllandi. Borgaralegum öflum hefur ekki tekizt að beizla frelsisþrá fólksins í þessum löndum í því skyni hún flýtti fyrir þeirri þjóðfélagslegu þróun sem er hvað brýnust, heldur gæti hægagangurinn og úrræðaleysið leitt til þess fólk missti trú á yfír- burði markaðshyggjunnar og frum- kvæði einstaklingsins; gæti jafnvel farið að sakna einhverra kommiss- ara(!) Og það er margt erfítt í Austur-Þýskalandi einsog það hét víst í eina tíð, svoað ekki sé talað um Rússland sjálft og önnur lýðveldi Sovétríkjanna sem nú leita fyrir sér um sjálfstæði eða sjálfstjórn. Nei, það er mikið í húfí að forystumenn nýs afls í þessum löndum þekki sinn vitj- unartíma, rétteinsog pólitískir leið- togar borgaralegrar samstöðu hér á landi, en hreyfíngin hefur frá upp- hafi haslað sér völl í Sjálfstæðis- flokknum með góðum árangri. En nú eru breyttir tímar og eiga eftir að breytast meir og enn hraðar. Á sínum tíma voru alþýðuflokksmenn örgustu marxistar og raunar þeir framsóknarmenn einnig sem tvínón- uðu ekki við þjóðnýtingu sem lausnar- orði hvenærsem henta þótti. Fijálslyndisstefna nútímans — eða tilhneigingin til fijálshyggju — hefur farið endurnýjandi krafti um alla flokka og þá ekki sízt kommúnista- flokkana austan tjalds. Þessu hefur fýlgt einhvers konar pólitísk siðbót sem vinstri flokkar hérlendis hafa ekki farið varhluta af einsog sjá má á stefnu Alþýðuflokksins sem er að líkjast æ meir gamalkunnum sjálf- stæðisflokki; þróunin í Alþýðubanda- laginu ber þessa einnig merki þótt skattgleðin sé alltaðþví ólæknandi. kækur sem erfíst með litningunum. Þróunin hefur þó helzt orðið sú Alþýðubandalagið er í aðra röndina orðið heldur íhaldssamur bændaflokkur, en hina sjókaldur markaðsflokkur langt til hægri við gömlu kratana og þá fram- sóknarmenn sem fyrr rugluðu saman félagshyggju og marxisma, enda var hann þá í tízku. Af þeim sökum gæti orkað tvímælis að tala um Al- þýðubandalagið sem jafnaðarmanna- flokk. En hann er ekki heldur marx- ískur flokkur. Nú vill hann gera út á markaðinn. Og kannski eigum við eftir að upplifa það ósennilegasta af öllu, að allaballar geri sér grein fyrir því skattpeningarnir eru ekkert ann- að en eigið fé fólksins sem aldrei er talað um; og það er ekki eign ríkisins. Ekki frekaren fólkið. En Sjálfstæðisflokkurinn þarf að horfast í augu við álíka lygilegar kollsteypur og nú hafa verið nefndar. 1 HO KÚGARAR HAFA X I 0*birzt í ýmsum gervum. Einu sinni voru þeir Rómveijar, síðan Spánveijar og Tyrkir og Bandaríkja- menn töldu Breta hina örgustu of- beldismenn og brezka kónginn óal- andi skattaþijót. Þá voru Austurríkis- menn ekki barnanna beztir svo ótrú- legt sem það er og nægir að benda á efnið í óperu Rossinis, Vilhjálmi Tell, sem byggð er á leikriti Schill- ers, en það gerist í nágrenni Lúzem- vatns og segir frá illmennsku og ofríki Austurríkismanna sem þá brugðu sér í gervi harðstjórans og lögðu undir sig víðáttumikil land- svæði, síðar kúgað af Sovétríkjunum. En nú hneigjast þessi Mið-Evrópuríki aftur að samstarfí sem minnir á tíma- bil habsborgara, án yfírgangs og kúgunar, þótt ástandið í Júgóslavíu í suðri sé heldur svart og margar blikur á lofti. En ekki blöstu þær við í Slóveníu og Króatíu þegar við vorum þar á ferð í fyrra. Vöknuð til nýrrar vitundar rísa þessi þjóðfélög af rústum hruninna heimsvelda; fikra sig áfram í átt til frelsis og þeirrar þjóðfélagsskipunar sem gerir ráð fyr- ir mannréttindum, óheftri athafna- semi einstaklingsins og hvetjandi við- skiptum samkvæmt lögmálum fijálsrar verzlunar og örvandi mark- aðshyggju. En nú er ástandið erfítt og margs er að gæta í nýfijálsu umhverfí. Það er harla athyglisvert sem tékkneski presturinn, Pétur Doklád- al, skrifar lesendum Morgunblaðsins, 18. des. ’90. „Allir í heiminum vita að hið rauða kommúnistakerfí, sem olli dauða milljóna manna, dundi yfír Austur- Evrópu og auðvitað líka Tékkóslóv- akíu. En ástandið nú er í rauninni miklu flóknara en það var áður og mér fínnst hið nýja lýðræði vera ógnvekj- andi hjá okkur. Víða hefur ekkert gerst, þrátt fyr- ir það að nærri því eitt ár er liðið frá „flauels“-byltingu okkar 17. nóvem- ber 1989. Margir kommúnistar hafa setið allt til þessa dags í hinum háu embættum sínum og nú er komið til sögunnar nýtt orð: „Kryptokommún- istar“ um menn sem lögðu til hliðar hin rauðu kommúnistaspjöld sín og telja sig nú vera hina bestu lýðræðis- sinna — en í reyndinni eru þeir orþ- odoxir — rétttrúaðir — stalínistar. í gær gáfu stúdentar okkar út til- kynningu sem heitir: „Stolin bylting". Stúdentamir skrifa: „íbúar Tékkó- slóvakíu! Okkur er nauðsynlegt að tengjast aftur nánari böndum og íhuga ástandið sem • nú ríkir allt í kringum okkur. Nú nálgast eins árs minningardagur um byltingu okkar. Við ætlum ekki að halda veislur eða halda þennan dag hátíðlegan — það er engin ástæða til þess. Við viljum ekki horfa á gamla kommúnista sem tilheyrðu svonefndri „nomenklatura" (flokksgæðingaskrá) standa undir blaktandi fánum og hlæja blygðunarlaust framan í okkur. Það er engin ástæða til að nefna byltingu okkar „flauels“-byltingu af því að henni hefur verið stolið." Við þekkjum svona blygðunarlausa kommúnista, einnig hér heima. Þeir þykjast einir allt vita um þjóðfélagið og þegnana, þótt þeir hafí haft rangt fyrir sér árum saman. En nú ganga þeir bara undir nýjum vígorðum - og halda áfram að eltast við andstæð- inga sína, bæði rithöfunda og aðra. M. , (meira nassta sunnudag.) HELGI spjall + ....... qiwgManris»Aai ........ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991 Í9 Tvennt EINKENNDI Viðreisnarstjórn Sjálf- stæðisflokks og Alþýðu- flokks á árabilinu 1959 til 1971: Merkilegur málefnalegur árangur af störfum stjórnarinn- ar, sem leiddi til þess, að við bjuggum í allt öðru þjóðfélagi 1971 en 1959 en einnig einstaklega gott sam- starf á milli stjómarflokkanna og innan þeirra hvors um sig, sem skapaði jákvpett andrúm á milli manna. Það er ekki að ástæðulausu, að þeir, sem komnir voru til vits og ára á þessum tíma telja viðreisn- artímabilið eitt hið bezta í sögu lýðveldis- ins. Hin nýja viðreisnarstjórn hefur ekki setið nema í rúma ijóra mánuði. Þess vegna verður ekkert hægt að fullyrða um það á þessu stigi, hvort hún á eftir að verða ein af þessum venjulegu ríkisstjórn- um eða hvort hún skipar sé á bekk með þeim fáu ríkisstjórnum, sem skipta máli. Að vísu lofar umrótið, sem er að byija að skapast í kringum ríkisstjórnina góðu. Það er óneitanlega vísbending um, að hún sé að byija að taka til hendi. Meiri áhyggjum veldur þó í hvaða farveg samstarf á milli stjórnarflokkanna og innan þingflokka þeirra er að fara um þessar mundir. Fyrstu vikur ríkisstjórnarinnar ein- kenndust af yfírlýsingastriði á milli ein- stakra ráðherra. Ekki var ástæða til að gera of mikið úr því. Þar gat verið um að ræða fæðingarhríðir nýs samstarfs, bæði á milli flokkanna og innan þeirra. Því fer hins vegar fjarri, að þessum sam- skiptaháttum hafi lokið eftir að ráðherr- arnir voru búnir að koma sér fyrir. Þvert á móti má segja, að yfirlýsingastríðið hafi farið vaxandi síðustu vikurnar. Þarna er bæði um að ræða átök á milli ráðherra á vettvangi fjölmiðla, á milli ráðherra og þingmanna og milli þingpnanna og ráð- herra innbyrðis í hvorum flokki. Fari svo fram, sem horfir, fær þessi ríkisstjórn á skömmum tíma á sig yfirbragð hinna hefð- bundnu vinstri stjórna, sem er gjörólíkt þeim sterka svip samstarfs og sáttfýsi, sem einkenndi Viðreisnarstjómina á sínum tíma. Innbyrðis deilur á milli flokka, ráðherra og þingmanna, hafa jafnan einkennt vinstri stjórnir í mismiklum mæli þó. Slíkar deilur settu mark sitt á vinstri stjórn Her- manns Jónassonar 1956 til 1958. Hún rið- aði til falls vorið 1958, þótt hún sæti fram í desember það ár. Slíkar deilur voru mjög áberandi í vinstri stjórn Ólafs Jóhannes- sonar 1971 til 1974, sem endaði með því að springa í loft upp vorið 1974. Vinstri stjórn Ólafs Jóhannessonar, sem sat frá hausti 1978 til hausts 1979 getur varla talizt til ríkisstjórna. Segja má, að stöðugt rifrildi hafi einkennt þá stjórn allan tímann, sem hún sat. Bezt samstarf virðist hafa tekizt innan vinstri stjórnar Steingríms Hermannssonar, sem sat frá hausti 1988 til vors 1991 en þó lauk því samstarfi í kosningabaráttunni með rýtingsstungum, sem áttu mikinn þátt í því, að ekki tókst að endurnýja það stjórnarsamstarf að kosningum loknum. Þær ríkisstjórnir, sem Sjálfstæðisflokk- urinn hefur átt aðild að frá lokum Viðreisn- ar hafa yfirleitt einkennzt af því, að menn hafa gert út um ágreiningsmál sín innan flokkanna en ekki á vettvangi fjölmiðl- anna. Það á bæði við um ríkisstjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks, sem sat undir forsæti Geirs Hallgrímssonar 1974 til 1978 og ríkisstjórn sömu flokka, sem sat undir forsæti Steingríms Her- mannssonar 1983 til 1987.\ Auðvitað voru ágreiningsmál á ferðinni í þeim ríkisstjórn- um, en þau voru yfirleitt leyst á réttum vettvangi, þótt alvarlegir samstarfserfíð- leikar brytust að vísu upp á yfirborðið stöku sinnum. Hins vegar var samstarfið verra innan ríkisstjórnar Þorsteins Páls- sonar, sem sat frá vori 1987 til hausts 1988. Þar var hins vegar um að ræða þriggja flokka stjórn og sérstök vanda- mál, sem gerðu þeirri ríkisstjórn erfitt fyrir. Nú reynir á þingmenn- ina REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 14. september Nú deila menn hins vegar hart á opin- berum vettvangi. Á síðustu vikum hafa komið upp harðar deilur í fjölmiðlum á milli ráðherra og þingmanna Sjálfstæðis- flokks, á milli ráðherra og þingmanna Alþýðuflokks og á milli ráðherra Sjálfstæð- isflokks og Alþýðuflokks. Yfírleitt einkenn- ast þessar deilur af digurbarkalegum yfir- lýsingum á báða bóga, sem gefa frekar til kynna, að þar takist pólitískir andstæð- ingar á en að þar séu samflokksmenn eða samstarfsmenn á ferð. Einhveijir kunna að halda, að slíkar deilur séu saklausar og hafi litlar sem engar pólitískar afleiðingar. Jafnvel sýnist stundum, sem viðkomandi stjórnmálamenn telji iþað sjálfum sér til framdráttar, að stanöa í opinberu orðaskaki. Þeir verði hetjur heima fyrir, hver í sínu kjördæmi eða flokksfélagi, láti þeir nógu stór orð falla um flokksbræður eða samstarfsmenn. Vel má vera, að þau verði áhrifin í sumum tilvikum. En þegar á heildina er litið er engin spurning um, að yfirlýsingastríð af þessu tagi veikir ríkisstjómina og sam- starf flokkanna. Smátt og smátt safnast í sarpinn. Þessi sagði þetta og hinn sagði hitt og það er geymt en ekki gleymt. Smátt og smátt minnkar umburðarlyndið á milli manna og flokka, þangað til ekk- ert verður eftir. Senn líður að því, að Alþingi komi sam- an. Þá hefjast hin raunverulegu pólitísku átök um stefnu nýrrar ríkisstjómar. Fjár- lagafrumvarpið verður lagt fram og ef að líkum lætur á það eftir að valda miklum deilum innan stjórnarflokkanna og á milli ríkisstjórnar og stjórnarandstæðinga. Ríkisstjórnin þarf á öllum sínum styrk að halda. Ráðherrar og þingmenn stjórnar- flokkanna verða að aga sjálfa sig og taka upp þau vinnubrögð sín í milli, sem sæma viðreisnarstjórn í stað þess að skemmta andstæðingum sínum og öðrum með starfsháttum, sem hingað til hafa einung- is einkennt vinstri stjórnir. FYRSTA STORA verkefni Alþingis verður að fást við fjárlagafrumvarp það, sem Friðrik Sophusson, fjár- málaráðherra, leggur fram fljótlega eftir að þingið kemur saman. Það er nokkuð almenn skoðun, að ráðstafanir til þess að hemja ríkisútgjöld, þ.e. stöðva aukningu þeirra og skera þau síðan niður, séu óhjá- kvæmilegar. A.m.k. hafa engir stjórnmála- menn eftir kosningar talað um, að eðli- legra sé að hækka skatta en skera niður. Steingrímur Hermannsson og Ólafur Ragnar Grímsson höfðu að vísu orð á því nokkrum mánuðum fyrir kosningar, en þeir hafa ekki fylgt þeim málflutningi eftir. Morgunblaðið vakti athygli á því sl. vor, að fagráðherrar gætu orðið erfiðir viðureignar, þegar kæmi að niðurskurði vegna þess, að flestir þeirra litu á sig sem fulltrúa þeirra hagsmuna, sem ráðuneyti þeirra fjalla um og gerðust talsmenn þeirra hagsmuna í stað þess að líta á sig sem gæzlumenn almannahagsmuna. Þessi skoðun blaðsins hefur reynzt rétt að nokkru en ekki öllu leyti. Fagráðherrar í núverandi ríkisstjórn hafa reynzt opnari fyrir því en flestir forverar þeirra að taka til hendi um niðurskurð hver á sínu sviði. Mestum deilum hefur Sighvatur Björgvins- son, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, valdið, sem bendir til þess, að hann gangi harðast fram í niðurskurði en getur að vísu líka verið vísbending um, að hann mætti sýna meiri lipurð í samskiptum við þær stofnanir, sem fyrir niðurskurði verða. Það er ekki nóg að skera niður. Það þarf líka að sannfæra fólk um réttmæti þess og rökin, sem liggja að baki einstökum ákvörðunum. En Morgunblaðið vakti jafnframt at- hygli á því sl. vor í umfjöllun um væntan- legar niðurskurðaraðgerðir núverandi ríkisstjórnar, að þingmenn einstakra kjör- dæma gætu orðið erfiðir viðureignar, þeg- ar kæmi að niðurskurði, sem snerti þeirra kjördæmi. Hið sama á við um þingmennina v' ■ \ J, — eins og ráðherra. Þeir hafa tilhneigingu til þess að verða talsmenn tiltekinna hags- muna í kjördæmum sínum og sýnast hafa trú á því, að það verði þeim fremur til framdráttar meðal kjósenda í næsta próf- kjöri að beijast fyrir því að viðhalda óbreyttu ástandi á einhveiju sviði en að beijast fyrir niðurskurði, sem að lokum getur leitt til minni skattbyrði alls almenn- ings. Að vísu eru þingmenn yfirleitt tilbún- ir til að beijast fyrir niðurskurði, sem snertir aðra hagsmuni en þá, sem þeir telja sig vera talsmenn fyrir. Þetta viðhorf er ekki bundið við þing- menn á íslandi. Þetta er þekkt fyrirbæri í öllum lýðræðisríkjum og þess vegna ef til vill ósanngjarnt að gera aðrar og meiri kröfur til þingmanna hér. Það eru t.d. fræg dæmi um það í bandaríska þinginu, að þingmenn beijast með kjafti og klóm gegn því, að herstöðvar séu lagðar niður í þeim fylkjum Bandaríkjanna, sem þeir eru full- trúar fyrir og stundum kaupa forsetar sér atkvæði í þinginu með því að lofa að leggja ekki niður herstöðvar, sem hafa verið á niðurskurðarlista. Þrátt fyrir þetta verður ekki hjá því komizt að þingmenn stjórnarflokkanna axli ábyrgð í þessum efnum ekki síður en ráðherrar. Og þeir hljóta að taka á sig óþægindi ekki síður en ráðherrar vilji þeir á annað borð taka þátt í því að koma umbótamálum ríkisstjómarinnar fram á Alþingi. Að vísu má segja, að þær umræð- ur, sem fram hafa farið á vettvangi fjölm- iðla undanfamar vikur séu ekki marktæk- ar vegna þess, að fæstir þeirra, sem þátt hafa tekið í þeim umræðum hafa yfirsýn yfir þau málefni, sem um hefur verið fjall- að, þ.e. væntanlegt fjárlagafrumvarp. Samt sem áður er ástæða til að staldra við. Fyrir skömmu kom til harðra orðaskipta á milli Matthíasar Bjarnasonar og Ólafs G. Einarssonar um það, hvort leggja ætti niður starfsemi Reykjanesskóla við Djúp. í gærkvöldi, föstudagskvöld, komu tveir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fram í ijölmiðlum, Sturla Böðvarsson í Vestur- landskjördæmi og Árni Mathiesen í Reykj- aneskjördæmi, til þess að mótmæla áform- um eða ákvörðunum heilbrigðisráðherra varðandi sjúkrahús í Stykkishólmi og Hafnarfírði. Að þessu sinni verður ekkert mat lagt á það, hvort ákvarðanir ráðherr- ans eru á rökum reistar. Og óbreytt er sú afstaða, sem lýst var á þessum vettvangi fyrir viku, að draga eigi úr miðstýringu í sambandi við ákvarðanir, sem þessar, þannig að heimamenn sjálfir eigi völina sem kvölina. Á hitt skal bent, að það mega ekki verða sjálfkrafa viðbrögð þingmanna, hvort sem þeir eru úr Sjálfstæðisflokki eða öðrum flokkum, að taka upp hanzkann fyrir óbreytt ástand, þegar til þess kemur á næstu mánuðum að taka erfiðar og sárs- aukafullar ákvarðanir um niðurskurð. Þingmennirnir verða að gera sér ljóst, að það verður ekki verkefni þeirra á þessu kjörtímabili að koma með fullar hendur fjár heim í kjördæmi sín til þess að upp- fylla alls konar þarfír eins og því miður hefur verið hlutskipti þingmanna undanf- arna áratugi. Þvert á móti verður það helzta verkefni þingmanna á næstu árum að útskýra fyrir kjósendum sínum, hvers vegna niðurskurður hér og þar er óhjá- kvæmilegur. Slíkur niðurskurður hlýtur að kosta breytingar, hvort sem er í heil- brigðiskerfinu eða á öðrum sviðum. Hann hlýtur að kosta röskun á stöðu og högum. Hann hlýtur að leiða til þess, að fólk missi atvinnu, sem það hefur nú, þótt það verði vonandi ekki erfítt að fá hana annars stað- ar. Hvað kemur á móti? Vonandi léttari skattbyrði þegar fram í sækir, lægri vext- ir vegna þess, að ríkissjóður sæki í minna mæli inn á lánsfjármarkaðinn og þar með betri kjör almennings. En slíkur árangur niðurskurðar sést ekki strax. Fólk finnur þennan árangur ekki í buddu sinni fyrr en eftir nokkur misseri. Þess vegna þurfa þingmennirnir að hafa pólitískt þrek til þess að beijast fyrir niðurskurðinum. Hafi þeir ekki það þrek, tekst hann ekki og takist hann ekki á þessi ríkisstjórn ekki langa lífdaga fyrir höndum. Hinn almenni borgari getur átt mikinn þátt í því að halda þingmönnum við efnið. I stað þess að gera kröfur á hendur þeim um meiri fjármuni í ákveðnar þarfir á hinn almenni borgari að krefjast sparnaðar og niðurskurðar. Um leið og þingmennirnir fínna, að niðurskurður á hljómgrunn með- al almennings verða þeir reiðubúnari til þess að beijast fyrir ákvörðunum um nið- urskurð í stað þess að beijast gegn þeim. Raunar á þetta við um alla trúnaðarmenn almennings. Þetta á ekki síður við í sveitar- félögum en á Alþingi. Fjölmörg sveitarfé- lög, bæði á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar eru stórskuldug. Skattgreiðendur í þessum sveitarfélögum eiga að krefjast þess af bæjarfulltrúum sínum, að þeir stöðvi framkvæmdir í nokkur ár meðan skuldir eru borgaðar niður í stað þess að auka þær með sífellt meiri framkvæmdum. Á næstu mánuðum má búast við, að straumur hvers kyns mótmæla frá alls kyns hagsmunaaðilum verði óstöðvandi til fjölmiðla og þingmanna vegna þess, að niðurskurður er fyrirsjáanlegur hér og þar. Hvað vilja þeir, sem að þessum mót- mælum standa? Vilja þeir borga hærri skatta? Vilja þeir borga margfalt hærri skatta? Auðvitað vilja þeir það ekki. Það þarf að breyta þeim viðhorfum, sem hér hafa ríkt. í stað þess, að það teljist stjórn- málamönnum til framdráttar að útvega peninga á það að verða þeim til framdrátt- ar að hafa staðið fyrir sparnaði. Vörn fyrir hvað? AÐ UNDANFÖRNU hefur þess gætt í opinberum umræð- um að margir vilja verða til þess að taka upp vörn fyrir velferðarkerfið og telja það hina mestu ósvinnu að breyta því á einn eða annan veg. Hvað eru menn að veija? Er ástæða til þess að veija það hróplega ranglæti, sem stjórnmálamenn, verkalýðsfélög og vinnuveitendur hafa leyft sér að láta þrífast í lífeyrismálum landsmanna á undanförnum áratugum? Ætlar einhver í alvöru að halda því fram, að það sé eitthvert réttlæti í þessu kerfi? Ætlar einhver í alvöru að halda því fram, að það sé jöfnuður fólginn í því, að sumir lifi í vellystingum á efri árum á háum lífeyri á kostnað skattborgaranna meðan aðrir hafa tæpast í sig og á? Hvaða velferð- arkerfi er það? Hvaða jöfnuður er það? Er ástæða til þess að standa vörð um óbreytt heilbrigðiskerfi, sem á sumum sviðum er frábært en á öðrum sviðum þannig, að hinn almenni borgari rífur hár sitt hvenær, sem hann kemst í tæri við það? Ætlar einhver í alvöru að halda því fram, að það sé ekkert tilefni til breytinga í heilbrigðiskerfinu til þess að tryggja al- menningi betri þjónustu og til þess að koma í veg fyrir, að láglaunafólk borgi fyrir hálaunafólk í heilbrigðiskerfinu? Hvaða réttlæti er í því, að láglaunamaður- inn sé að sligast undan háu vöruverði vegna mikillar opinberrar skattlagningar á vöru og þjónustu til þess að hálaunamað- urinn geti á öllum sviðum fengið ókeypis heilbrigðisþjónustu? Er ástæða til að standa vörð um óbreytt skólakerfi, sem á sumum sviðum er frá- bært en á öðrum lélegt? Ætlar einhver í alvöru að halda því fram, að það sé ekk- ert tilefni til breytinga í skólakerfinu?! Er það sjálfsagt mál, að láglaunamaðurinn standi undir kostnaði við menntun barna hálaunafólksins með því að borga hærra verð fyrir nauðþurftir en ella? ' Þeir, sem nú slá um sig með yfirlýsing- um um, að þeir ætli að veija velferðarkerf- ið ættu að skyggnast undir yfirborðið og kynna sér hvað það er, sem þeir vilja veija. Morgunblaðið/Ámi Sæberg „Á síðustu vikum hafa komið upp harðar deilur í fjölmiðlum á milli ráðherra og þing- manna Sjálfstæð- isflokks, á milli ráðherra og þing- manna Alþýðu- flokks og á milli ráðherra Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks. Yf- irleitt einkennast þessar deilur af digurbarkalegum yfirlýsingum á báða bóga, sem gefa frekar til kynna, að þar tak- ist pólitískir and- stæðingar á en að þar séu sam- flokksmenn eða samstarfsmenn á ferð ... ... Ráðherrar og þingmenn stjórn- arflokkanna verða að aga sjálfa sig og taka upp þau vinnu- brögð sín í milli, sem sæma við- reisnarstjórn í stað þess að skemmta and- stæðingum sínum og öðrum með starfsháttum, sem hingað til hafa einungis einkennt vinstri stjórnir.“ 'Trnji r~T iTffiTTIílpiqjlOTViiii T

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.