Morgunblaðið - 15.09.1991, Síða 22

Morgunblaðið - 15.09.1991, Síða 22
* * ÞJOÐARATKVÆÐIVEKUR REIÐIIGRIKKLANDI Þjóðar^tkvæði í Makedóníu: sjálfstæði samþykkt. eftir Guðmund Holldórsson ÍBLÍAR syðsta lýðveldis Júgó- slavíu, Makedóníu, hafa sam- þykkt með yfirgnæfandi meiri- hluta atkvæða í þjóðarat- kvæðagreiðslu að lýst verði yfir sjálfstæði lýðveldisins. Makedóníumenn feta þar með í fótspor Króata og Slóvena, sem lýstu yfir sjálfstæði 25. júní að fengnu samþykki kjós- enda. Búizt er við að þing Makedóníu lýsi formlega yfir sjálfstæði eftir nokkrar vikur, en lýðveldið hyggst ekki segja sig úr júgóslavneska sam- bandsrikinu nema Króatar og Slóvenar slíti sig úr öllum tengslum við það. íklega verður bið á því að Makedóníu-lýðveldið hljóti alþjóðlega viður- kenningu, en líkur á al- geru hruni júgóslavneska sambandsríkisins hafa aukizt.. Makedóníumenn virðast hafa jafnlítinn áhuga á því og Króatar og Slóvenar að vera í sambandsríki, þar sem Serbar hafa bæði tögl og hagldir. Serbar hafa lengi átt í úti- stöðum við Makedóníumenn, sem mega sín lítils gagnvart þeim einir. Makedóníumönnum til gremju kem- ur æ oftar fyrir að serbneskir þjóð- ernissinnar kalli lýðveldi þeirra „Suður-Serbíu“. Leiðtogar Makedóníumanna segja að þeir muni viðhalda tengslunum ..?y>ið júgóslavneska sambandsríkið, en segja lýðveldið úr lögum við það, ef samningar takist ekki um að komið verði á fót nýju og laustengdu band- alagi fullvalda ríkja í stað gamla sambandsríkisins. „Þjóð Makedóníu hefur sýnt að hún vill sjálfstætt og fullvalda ríki,“ sagði forsætisráðherra Makedóníu, Nikola Kljusev, eftir þjóðaratkvæða- greiðsluna í lýðveldinu. „Úrsögn er ekki það sem fýrir okkur vakir, held- ur að setja á laggirnar kerfí, sem gerir okkur kleift að koma á nýrri sameiningu á grundvelli samstarfs og jafnréttis á öllum sviðum - í stjómmálum, efnahagsmálum, varn- armálum og fleiri málum. Við mun- ugn reyna að opna landamæri Make- dóníu, hætta við vegabréfsáritanir og gera Makedóníu að hlutlausu, vopnlausu ríki og tollfijálsu svæði.“ Makedóníumenn vilja komast hjá blóðugum þjóðaátökum eins og þeim sem geisað hafa í Króatíu og tryggja sér sterkari stöðu sem fullvalda ríki til þess að semja um framtíð sína. Leiðtogar Makedóníu munu taka við stjórn allra mála lýðveldisins, en það verður áfram í júgóslavneska gjald- eyriskerfinu, að minnsta kosti fyrst um sinn, eða þar til í ljós kemur hvort Slóvenar og Króatar segja sig 'ÍÁ' sambandsríkinu eða ekki. í Makedóníu er ekki búizt við því að sambandshernum verði beitt til þess að koma í veg fyrir að lýðveld- ið lýsi yfir sjálfstæði. Þó er vitað að herinn sem lýtur stjórn Serba, reyndi að binda enda á sjálfstæðis- baráttu Slóvena og hefur dregizt inn írbardaga serbneskra skæruliða og Króata. Til þess að draga úr líkum á því að sambandsherinn skerist í leikinn í Makedóníu hefur ekki verið reynt að leysa fulltrúa júgóslavn- eskra yfirvalda af hólmi á landa- mærum lýðveldisins, sem liggur að Grikklandi, Búlgaríu og Albaníu. Samskipti yfírvalda í Makedóníu og sambandshersins hafa verið stirð síðan hann reyndi að taka við stjóm skráningar nýliða í herinn í lýðveld- inu. Stjórn Makedóníu svaraði með því að efna til þjóðaratkvæða- greiðslu og leggja hald á herkvaðn- ingarlista. Lýðveldið hefur engan her þótt það sé umkringt fjandsamlegum nágrönnum. Það hefur heldur engan sérstakan gjaldmiðil og íbúarnir standa frammi fyrir erfiðum verk- efnum, ef þing þeirra lýsir yfír stofn- un fullvalda ríkis. Makedónía er fá- tækasta lýðveldi Júgóslavíu. Iðnað- urinn er í kaldakoli, fjórði hver vinnufær maður er atvinnulaus og mörg fyrirtæki sjá fram á gjaldþrot. íbúarnir eru aðeins rúmlega tvær milljónir. Þar af eru 20-25% Alban- ar, en þrátt fyrir talsverðan ríg ýmissa þjóðarbrota í lýðveldinu standa íbúamir sameinaðir í baráttu sinni gegn serbneskum yfírráðum. Tiltölulega fáir Serbar búa í Make- dóníu og talið er að innbyrðis ágrein- ingur þeirra þar komi í veg fyrir að þeir geti háð svipaða baráttu gegn sjálfstæði Makedóníu og þeir hafa háð gegn sjálfstæði Króatíu. Albanar búa í vesturhlutanum og um það hefur verið rætt að þeir sameinist héraðinu Kosovo og Al- baníu. Þeir hundsuðu þjóðarat- kvæðagreiðsluna á dögunum, en kosningaþátttakan var tæplega 72% og 95% studdu sjálfstæði. „Stuðn- ingsmenn okkar em ekki reiðubúnir að fara á kjörstað, þar sem mörg mál, sem varða Albana, eru óleyst,“ sagði Neyzat Halili, leiðtogi helzta stjómmálaflokks þeirra. Margir gistiverkamenn frá Make- dóníu sneru heim til að taka þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni. Sigrinum var ákaft fagnað á götum höfuð- borgarinnar Skopje að kvöldi kjör- dags, þótt úrslit lægju ekki fyrir, og makedónskum fánum var veifað óspart. „Makedónía verður lýðræðis- legt réttarríki og réttindi allra þjóð- arbrota verða virt,“ sagði forseti Makedóníu, Kiro Gligorov, þegar hann greiddi atkvæði. íbúar Makedóníu minnast þess með stolti að land þeirra var voldugt ríki eftir landvinninga Alexanders mikla, sem lézt 321 f. Kr. Embættis- menn í Skopje halda því fram að uppruna lýðveldisins megi rekja til hins foma Makedóníustórveldis Alexanders, þótt Grikkir vísi því al- gerlega á bug og bendi á að hann hafi breitt út gríska menningu í herferðum sínum. Nýlega sá Konstantín Karamanlis forseti ástæðu til að taka fram að fornleifarannsóknir hefðu sýnt að „allir Grikkir hefðu talað sömu tungu, játað sömu trú og haft sömu menningu og afsannað staðhæfíngar allra, sem reynt hefðu að falsa sögu Makedóníu." Grikkir líta svo á að íbúar Makedóníu-lýðveldisins séu fyrst og fremst Slavar, eins og flest- ir aðrir íbúar Júgóslavíu, og hafí falsað söguna til þess að styðja land- akröfur á hendur Grikkjum. Eftir fimm alda yfírráð Tyrkja var Makedóníu skipt milli Serba og Grikkja 1913 og Búlgarar fengu smásvæði í sinn hlut. Flóttamenn frá Makedóníu urðu áhrifamiklir í Búlg- aríu eftir fyrri heimsstyijöldina. Leynifélagið Innrí byltingarsamtök Makedóníu (VMRO), sem hafði verið stofnað til að beijast gegn Tyrkjum, stundaði undirróður gegn júgóslav- neska konungsríkinu, sem var stofn- að 1918, með stuðningi Búlgara og stundum ítala. Árið 1934 myrtu króatískir fasistar og makedónskir byltingarmenn konunginn í Mar- seille. í síðari heimsstyijöldinni hemámu Búlgarar júgóslavnesku Makedóníu og austurhluta grísku Makedóníu. Kommúnistaleiðtoginn Tito gerði Makedóníu að júgóslavnesku lýð- veldi eftir síðari heimsstyijöldina til þess að vega upp á móti áhrifum Serba. Baráttan fyrir sjálfstæði Make- dóníu-lýðveldisins nú hófst ekki fyrr en eftir kosningar til þings þess í nóvember í fyrra. Hreyfíngin Innrí byitingarsamtök Makedóníu - Lýð- ræðisflokkur einingar Makedóníu (VMRO- DPMNE) hlaut 41 þing- sæti af 120 og varð öflugasti flokk- urinn í lýðveldinu. Hreyfíngin mynd- aði samsteypustjórn, meðal annars með þátttöku kommúnista, og á flokksþingi í apríl var þess krafízt að Makedónía lýsti yfír sjálfstæði, sérstakur gjaldmiðill yrði tekinn upp og her yrði komið á fót. „Flokkurinn er á móti júgóslavn- esku hugmyndinni og svipuðum pól- itískum óskum,“ sagði í ályktuninni. „Júgóslavneski herinn verður að hörfa frá Makedóníu." Eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á dögunum kváðust Búlgarar reiðu- búnir að viðurkenna Makedóníulýð- veldi óháð Júgóslavíu þegar þar að kæmi. Um leið ítrekaði Viktor Valkov varaforsætisráðherra þá fýrri afstöðu Búlgara að Tito hefði komið Makedóníulýðveldinu á fót á sínum tíma til að breiða út júgó- slavnesk áhrif til þess hluta Búlg- aríu, sem Júgóslavar teldu byggðan Makedóníumönnum. Búlgarar neita því að til sé sérstök „Makedóníu- þjóð,“ sem búi víðar en í Júgóslavíu, og að makedónskt þjóðarbrot sé til í Búlgaríu. Makedóníumenn búsettir í Ástr- alíu og Bandaríkjunum hafa oft kall- að sig „egíska" Makedóníumenn og hvatt til þess að komið verði á fót nýju ríki, sem nái til Eyjahafs. Sam- kvæmt hugmyndum þeirra mundi gríska hafnarborgin Saloniki til- heyra slíku ríki. Embættismenn í Skopje hafa sett fram svipaðar kröf- ur. Gríski utanríkisráðherrann, Ant- onis Samaras, sagði nýlega að óhugsandi væri að Grikkir gætu við- urkennt Makedóníuríki, því að stjórnmálaleiðtogar í Skopje gerðu landakröfur á hendur Grikkjum. Hann sagði að þessar og fleiri kröf- ur gætu leitt til fyrstu landamæra- átaka á Balkanskaga síðan síðari heimsstyijöldinni lauk. Þar sem nafnið Makedónía er nátengt grískri arfleifð segja grískir embættismenn að ef sjálfstætt ríki með því nafni verði sett á fót muni það eitra öll samskipti á sunnanverð- um Balkanskaga. „Grikkir munu ekki viðurkenna sjálfstætt ríki, sem ber hið sögufræga, gríska nafn Makedónía," sagði Samaras utanrík- isráðherra. „Ef það nafn verður not- að jafngildir það sögufölsun og menningararfi okkar verður afneit- að.“ Makedóníu-deilan hefur harðnað síðan upplausnin í Júgóslavíu hófst. Bæði Grikkir og Júgóslavar vísuðu stjórnarerindrekum úr landi í vor vegna málsins. Grikkir eru einnig gramir vegna þess að þeir telja að yfírvöld í Skopje hafí reynt að tryggja makedónsku þjóðarþroti, sem þau segi að búi í Grikklandi, alþjóðlegan stuðning. Konstantín Mitsotakis forsætis- ráðherra neitaði því fyrr í mánuðin- um að slíkt þjóðarbrot væri til. Sum- ir sérfræðingar segja að um 200.000 Makedóníumenn hafí búið í Grikk- landi í byijun aldarinnar, en nú séu þeir aðeins nokkur þúsund. Þjóðaratkvæðagreiðslan í Make- dóníu kann að magna deiluna við Grikki og við það kann spennan á Balkanskaga að aukast enn meir. Til þessa hafa þjóðaátökin í Júgó- slavíu ekki breiðzt út til grannríkja, en Grikkir telja að það gæti ef til vill breytzt. Þeir vilja að Makedóníu- lýðveldið kalli sig „sambandslýðveld- ið Skopje“ og falli frá landakröfum til að tryggja góð samskipti.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.