Morgunblaðið - 15.09.1991, Qupperneq 26
—>26
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMjiKR )9(,H
EKKIÁVÍSAN AÐRÓAÍ
Laxveiöivertíöin
er langt komin.
I sumum ánum
er aðeins veitt
út ágústmánuö,
í öðrum til 9.
september, en
veiði í þeim síö-
ustu lýkur 20.
september.
Nokkrir ein-
staklingar sem
langt eru leiddir
"af veiðibakterí-
unni eru aö elt-
ast við sjóbirt-
ing suöur meö
sjó fram til 20.
október.
Veiðigarparnir Gunnar Karlsson t.h. og Hafsteinn Guðjónsson í miðið fá aðstoð Haildórs Nikulássonar veiðivarðar og Birgis Þórs Jóhanns-
sonar við að sýna morgunveiðina. Meiri mannskap hefði þurft ef sýna hefði átt alla veiðina.
eftir Guðmund Guðjónsson
Vertíðin að þessu sinni hefur
reynt mjög á geðslag
stangaveiðimanna.
Lengst af hafa skilyrði til
veiða verið slæm, en hafa
batnað nú allra síðustu vikur. Hit-
arnir, vatnsleysið, hin mikla sólar-
birta, allt tók höndum saman og
gerði laxinn venju fremur óúreikfi-
anlegan, veiðimönnum oft til mik-
illar armæðu. í ljós kom, að veiði-
menn reyndust ekki allir vera and-
lega undir það búnir að Ienda í
þeim hremmingum á bökkum vatn-
anna að veiða lítið eða jafnvel ekk-
ert. Morgunblaðið fór í yfirreið á
dögunum og varð þessa áskynja.
Engin barlómur
Ekið var sem leið lá og ekki áð
fyrr en í Borgarfirðinum, enda stóð
til að taka menn tali á bökkum
vatna norðan heiða fyrri dag út-
haldsins. Það var eiginlega stöðvað
við Glitstaðabrú við Norðurá til
þess að bijóta upp tilbreytingaleys-
ið í rignigunni og sofna ekki undir
stýri. Morgunvakt veiðimanna var
að ljúka og Subarúbifreið og
nokkrum veiðistöngum tifandi út
um glugga var ekið að. Út stigu
Gunnar Karlsson og Hafsteinn
Guðjónsson, karlar tveír sem báru
utan á sér að hafa veitt lenpd sam-
4h.
Aðspurðir sögðu þeir að það hefði
gengið vel. Þeir voru dijúgir með
sig og máttu það vel. Þeir voru
búnir að vera í ánni, „á Dalnum“
í Norðurá, í einn og hálfan dag.
Voru með eina stöng af þremur.
Og það lágu 12 laxar í valnum!
m
Það var því enginn barlómur sem
barst úr þeirra börkum. Gunnar
sagði að þetta væri allt Dóra veiði-
verði að þakka, hann þekkti ána
svo vel og hafði vísað þeim á veiði-
staði. „Ég vil helst hafa það þann-
ig, að leyfa hinum stöngunum að
velja sér hyljí, taka svo afganginn
og ramba um eyrar og pilla upp
fiska á milli veiðistaða. Þeir eru
ófáir í aflanum núna sem eru þann-
ig teknir. Annars gekk okkur best
inni í Olnboga. Tókum sex laxa
þar,“ sagði Gunnar og þeir félagar
losuðu síðustu fímm laxana úr
plastinu fyrir myndatöku. Hinir
laxarnir sjö voru í frysti á Hreða-
vatni. Þetta var að því leyti enn
fallegri veiði, að þrír laxanna voru
8 til 10 punda. Gunnar hafði á
orði að hollið á aðalsvæðinu hefði
ekki veitt samtals öllu fleiri laxa
heldur en þeir Hafsteinn höfðu
dregið á eina stöng.
Nú kom Dóri vörður aðvífandi og
með honum drengurinn Birgir Þór,
barnabarn með meiru. Dóri sagði
að stelpurnar í veiðihúsinu á aðal-
svæðinu hefðu hvíslað að sér að
hollið væri óánægt. Það hefði verið
lítil veiði og menn kvörtuðu undan
laxleysi. Blaðamaður sagði við
Dóra og honum væri þökkuð hin
mikla veiði Gunnar og Hafsteins,
en hann leit varfærinn í kring um
sig, togaði í olnbogann á blaða-
manni og hvíslaði, „ég skal segja
þér, að ég get ekkert kennt honum
Gunnari. Hann er sá mesti veiði-
maður sem ég þekki og ef það
kæmu fleiri eins og hann í ána
væri hægt að moka hér upp laxi.
Það er fullt af honum í ánni.“ Ein-
hvern veginn slæddist það inn í
samtalið að þeir Gunnar og Haf-
steinn höfðu komið í Norðurána
beint úr Laxá í Skefílstaðahreppi
og fengið þar 9 nýrunna og fallega
laxa. Ekki amalegur veiðitúr þetta
hjá þeim félögum og það fréttist
síðar af þeim, að þeir veiddu 6
laxa til viðbótar seinni síðdegis-
vaktina í Norðurá. Þrír dagar: Einn
í Laxá í Skefílstaðahreppi og tveir
í Norðurá 2. Afraksturinn: 27 lax-
ar.
Barlómur
„Hér er ekkert að gerast maður,
ha! Við erum með fjóra eftir dag-
inn og ég ætla ekki að segja þér
hvað dagurinn kostaði. Geri þó ráð
fyrir að þú hafír nokkra hugmynd
um það. Við reyndum að selja dag-
inn en það vildi enginn kaupa
hann,“ sagði annar tveggja ónafn-
greindra veiðimanna sem Morgun-
blaðið hitti á bökkum Laxár á
Ásum. Það var þungt í þeim. Þeir
höfðu veitt í Laxá í tvo-þijá daga
sumar hvert í ein tíu ár og töldu
sig aldrei hafa séð minna af fiski
í ánni. „Nú eru komin þijú svona
sumur í röð og við bjóðum ekki í
þetta lengur,“ sagði maðurinn og
vildi fara komast af stað heim.
Morgunblaðið hitti einnig Ómar
B. Siggeirsson sem var nýlega
hættur í ánni. „Við veiddum alveg
þokkalega, en þetta var hrikaleg
vinna, því laxinn hefur hagað sér
skringilega í sumar. Ég vil nú helst
veiða hann á flugu, en það er með
ólíkindum hvað hann hefur tekið
hana illa, ekki bara hérna í Ásun-
um, heldur alls staðar þar sem ég
hef komið í sumar. Fleiri segja
sömu sögu. Ég hélt að ég væri
farinn að hafa pínulítið vit á þessu,
en þá kemur laxinn og hlær bara
að manni,“ sagði Ómar. „En hann
vildi maðkinn og við fengum
nokkra,“ bætti hann við.
Leiðin lá austur til Blöndu. Þar
stóð til að horfa á frægar veiðiað-
ferðir og festa jafn vel á filmu
nafntogað veiðitæki: „Blöndu-
spúninn“. Þegar að Blöndu kom
reyndist áin vera glettilega hrein
og trúlega „maðktæk“ eins og
sumir hafa kallað það. Hvort sem
það var vegna þess að vel hefði
mátt beita löglegum veiðiaðferðum
eða eitthvað annað, þá var enginn
að veiða í Blöndu þennan eftirmið-
dag. Allt svæðið var grandskoðað
og hvergi var stangarbera að sjá.
Við fiskveginn í Ennisflúðum voru
hins vegar starfsmenn Veiðimála-
stofnunnar að vega og mæla fisk
úr gildrunni og sleppa upp.fyrir.
Enginn reyndist vera laxinn að
þessu sinni, heldur dijúgt af sjó-
bleikju, og hvert þrep laxastigans
var fullt af þeim fiski. Á Blöndu-
ósi var leitað að „Blöndukitti“, en
ekkert fannst. Maður sem vildi
ekki láta nafns getið sagði menn
einfaldlega fara þannig að, að þeir
festu aukaþríkrækju við auga venj-
ulegs Tóbíspóns sem reyndar væri
ekki af smærri sortinni. „Annars
eru fleiri og fleiri að komast að
því að besta húkktækið er ef til
vili flugan. Þeir nota steinsökk-
vandi línu og setja hagl eða högl
við fluguaugað. Önglarnir eru litlir
og beittir og þurfa minna átak til
að ná góðri festu heldur en stóru
spónönglarnir. Ég held að Blanda
myndi missa allan sinn sjarma ef
gruggið fer úr henni og hún yrði
eins og allar aðrar ár,“ sagði við-
mælandi Morgunblaðsins.
Ferðinni var nú haldið áfram og
ekið til baka. Að þessu sinni hitti
Morgunblaðið fyrir tvo veiðimenn,
annan á silungasvæðinu í Vatns-
dalsá og hinn skammt frá brúnni
á Víðidalsá. Báðir tóku því engan
veginn að ræða málin, töldu sig
ekki vera í veiði til þess að standa
í blaðaviðtölum. Var það sjónarmið
sem bar að virða.
Meiri barlómur og vel það...
Beiðst var gistingar í veiðihúsinu
á aðalsvæðinu í Norðurá. Þar voru
laus herbergi sem öllu jöfnu eru
notuð af leiðsögumönnum sem
ekki er að finna á þessum tíma
sumars. Kokkurinn Sigurður tók
blaðamanni vel og stúlkurnar hans
leiddu hann til herbergis. Veiðifólk
sat við kvöldverðarborðið og var
málsverðinum um það bil að ljúka.
Sigurður kokkur sagði hljóðið í
veiðifólkinu ekki upp á það besta.
Aðeins um 20 laxar lágu dauðir í
kælikompunni, afrakstur 12 dags-
stanga í tvo og hálfan dag. Sannar-
lega ekki mikið og voru ytri skil-
yrði þó góð dijúgan hluta veiði-
tímans. En hvernig stóð á því?
Þarna var á höttunum, ungur mað-
ur að nafni Ágúst Rúnarsson.
Hann þekkir Norðurá það vel að
hann hefur verið þar leiðsögumað-