Morgunblaðið - 15.09.1991, Page 27
iMORGUNBLAÐlÐ SUNNUDAGUH 15. SEPTEMBER 1991
Vaðið til lands með góðan feng.
Morgunblaðið/gg
sagði vinurinn og brosti „frá eyra
til eyra“. Það var eitthvað annað
hljóðið í mannskapnum hér eða á
aðalsvæðinu í Norðurá. Grh gat
ekki varist þeirri hugsun að hér
væri komið hugarfarið sem skorti
í Norðuránni. I þessum ham hefði
kappinn í Leirársveitinni mokað
upp laxi hvar sem væri.
Nær bænum, í Laxá í Kjós, var
einnig hið besta hljóð í fólki. Þarna
var aldraður Bandaríkjamaður
ásamt systur sinn. Þau voru
reyndar nýkomin úr Norðurá þar
sem sú gamla dró nokkra laxa.
„Hún er veiðimaðurinn í
fjöskyldunni," sagði sá gamli og
bætti við að hann væri hingað
kominn til veiða í tíunda skipti. „Ég
- elska þetta land og laxveiðiár
þess,“ sagði kappinn. Þarna var
einnig mr. Jones frá Houston í
Texas. Hann var að veiða hér á
landi í fyrsta skipti, en er annars
vanur veiðimaður og veiðir einkum
urriða í Madisonánni í Montana
og beinfisk og tarpon í Florida. „Að
koma til ísiands er eins og upplifa
ljúfan draum. Hingað hef ég stefnt
lengi og það er eiginlega alveg
sama hvernig veiðin gengur hjá
mér, það er þegar búið að vera svo
gaman að þetta mislukkast ekki,“
sagði Jones, sem var búinn að
dvelja ásamt fjölskyldu sinni í einar
þrjár vikur hér á landi áður en
hann skrapp í Kjósina. Fjölskyldan
fór heim á undan, „konan og
börnin þola ekki veiðiskapinn, en
sýna mér skilning og vilja að ég
veiði sem mest,“ sagði Jones.
Breitt bros Texasbúans setti
punktinn yfir i-ið í þessari ferð.
Það hafði gengið á ýmsu, erj —
þannig er jú lífið á bökkum
vatnanna.
ur og hann hafði veitt nokkra laxa
í túrnum. En hann sagði að það
væri ekki mikill lax á svæðinu.
„Það er fiskur í Stekknum og
Myrkhyl, en svo ekki að viti fyrr
en frammi í Dal. Svæðið milli Lax-
foss og Glanna er laxlítið og víða
neðan Laxfoss er lítið að sjá þótt
víða séu nokkrir legnir fiskar að
skvetta sér.“
Ekki er öll sagan sögð þótt ekki
sjái menn laxinn. Fyrir nokkru
voru til dæmis tveir kunnugir menn
að veiða frammi í Dalnum, en á
aðalsvæðinu þó. Er annar renndi,
fékk hinn sér göngutúr eitthvað
upp með á. Kom hann þar að þar
sem einhvers konar steypubitar
lágu í ánni og við hana. Þar átti
ekki að vera veiðistaður, enda
„dautt vatn“, eða straumlaust. En
djúpt. Er veiðimaður hreykti sér á
háan stein til að glugga ofan í
pyttinn, trúði hann vart því sem
fyrir augu bar. Engu var líkara
en að botninn færi af stað á stóru
svæði. Þama var laxatorfa! Og hún
ekki lítil. Aætlaði kappinn að þarna
væru milli 200 og 300 laxar. Hann
hafði sjaldan á löngum ferli séð
annað eins af fiski samankomið á
einum stað. Það er nefnilega eins
og Dóri veiðivörður sagði, „það er
alveg sama hvað menn tauta og
raula um að það sé enginn fiskur
í ánni. Það er alltaf lax og oftast
nóg af honum. Og það er stað-
reynd þótt menn glápi og góni og
sjái ekki neitt.“
Þarna í veiðihúsinu sannaðist það
betur en nokkru sinni fyrr, að það
eiga ekki allir að leggja fyrir sig
veiðiskap. Það eru ekki allir undir
það búnir andlega að fara heim
með öngulinn í rassinum. Laxveiði-
leyfi eru dýr og þegar fæði og gist-
ing bætist við verða þetta hinar
vænstu summur, en keyptu veiði-
leyfi fylgir engin trygging fyrir
góðri veiði, enda er gæfan hverful
í veiðiskap og mikilsvert að vera
jafnan jákvæður og ætlast ekki til
of mikils. Gangi menn ekki þannig
til leiks er hætt við að vonbrigðin
knýji dyra.
Einn kúnninn hafði lesið ærlega
yfir kokkinum, skellt hurðum og
ekið heim í grjótflugi þegar eftir
fyrstu vaktina, með þeim orðum
að hann gæti allt eins dorgað í
bæjarlæknum. Í höfuðstaðnum
ætlaði hann að stika inn á skrifts-
ofu SVFR og lesa enn betur yfir
Jóni Gunnari framkvæmdastjóra.
Eins og það væri kokkinum að
kenna. Eins og það væri Jóni að
kenna. Sú geðshræring sem gripið
hafði manninn var þess eðlis að
hann var ekki líklegur til að ná
neinu í bæjarlæknum frekar en
Norðurá.
í veiðihúsinu voru fleiri sem betur
hefðu setið heima. Þarna upplifði
blaðamaður það í fyrsta skipti í
veiðihúsi að heyra og sjá menn
hnakkrífast og jafn vel hrinda hver
öðrum til vegna misklíðar um
skiptingar, bæði liðnar og væntan-
legar. Þetta var ömurlegt.
allt í kring um hann. Vestur í Álftá
var enginn að veiða og því var
stefnan tekin á Laxá í Leirársveit.
Laxá var hin álitlegasta, enda
hafði vaxið aðeins í henni við
rigninguna sem var búin að lemja
á allt og öllu síðasta sólarhringinn.
Fyrir ofan brúna við Miðfellsfljótið
var veiðimaður að landa fiski. Það
reyndist vera 5 punda sjóbirtingur.
Kappinn óð síðan yfir kvísl og
klifraði upp bakkann til að taka
blaðamann tali. „Hann er fallegur
þessi og svo er ég búinn að taka
fimm laxa í morgun,“ sagði
vinurinn brosandi út að eyrum.
Og allt á flugu? var spurt, „Allt á
þessa flugu,“ sagði veiðimaður og
sýndi gripinn. Það var ekki rriikið
eftir af flugunni og blaðamaður
hafði orð á því. „Þetta var einu
sinni Micky Finn og hún er orðin
svona vegna þess að ég er búinn
að taka 12 laxa á hana í túrnum,“
Þetta var einu sinni Micky
Finn...
Stefnan var tekin til
höfuðstaðarins á nýjan leik í
birtingu. Þó ekið fyrst vestur á
Mýrar og litið við á neðsta svæðinu
í Langá. Þar var einungis einn
maður á veiðum og lax stökkvandi
BMW 5 línan
er fyrir kröfuharða
Fyrir þá sem eiga BMW
er sérhver bflferð tilhlökkunarefni
Hjá BMW er ailt lagt í sölurnar til að
fullnægja kröfum þeirra sem ekkert láta
sér nægja nema það fullkomnasta á
markaðnum hverju sinni.
Við látum aðra hafa orðið:
LMJ Bíllinn "90: "BMW520Í verkar traustur,
mjög hljóðlátur og mjúkur. Þetta er stór,
efnismikill og vandaður bíll, -glæsilegt tæki
sem gaman er að eiga."
ÞJ Mbl. 20/1 "90: "Fimman, einn best
heppnaði bíll síðari ára."
BMW 520i er með
6 strokka, 24 ventla,
150 hestafla vél sem
búin er tölvustýringu
GS Mbl. 5/5 "90: "Aksturseiginleikarþessa
bíls eru stórkostlegir. Það er tilfinning, sem
verður að telja sér á parti að aka honum."
SH DV 30/6 "90: "Bíll í háum gæðaflokki;
þetta er einn af þeim bílum sem hafa
persónuleika og virðuleika. Góð og notaleg
öryggiskennd að sitja í bílnum."
Þyngdarhlutfall er jafnt á fram- og afturás, sem
skilar betri aksturseiginleikum við íslenskar
aðstæður.
Reynsluakstur færir þig í allan
sannleikann um það sem þig
hefur alltaf grunað:
BMW er engum líkur.
Bílaumboðið hf
Krókhálsi I - 110 Reykjavík - Sími: 686633 1916-1991
Höfóar til
.fólks í öllum
starfsgreinum!
MUSIKLEIRFIMI
Við hjá íþróttafélagi kvenna viljum
bjóða stelpur á öllum aldri velkomnar í
músíkleikfimi okkar í Austurbæjar-
skólanum. Kennsla hefst 23. september
og fer fram mánudaga og fimmtudaga kl. 18-19.
Nánari upplýsingar í síma 79243 og 666736.