Morgunblaðið - 15.09.1991, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ
FOLK I FRETTUM SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991
•r ^
31
„í fyrstu voru það árnar fyrir norð-
austan og tengdist það heimsóknum
mínum í Loðmundarfjörð. Þetta voru
Hafralónsá, Hölkná, Sandá o.fi.
Guðjón Styrkárson var með þær á
leigu og veiðimenn gistu í því fræga
hóteli Norðurljós á Raufarhöfn. Það
er saga að segja frá fyrsta laxinum
sem ég veiddi á íslandi. Þeir spurðu
mig, hvers vegna ferð þú ekki í þrjá
daga til Raufarhafnar og kemur þér
í veiði. Ég gerði það og vissi auðvit-
að ekkert í minn haus um hvað ég
var að koma mér út í.
-Ég flaug norður í smárellu og
beið svo lengi eftir því að leiðsögu-
maður minn sækti mig á flugvöllinn.
Um síðir kom gömul og lítil
Fólksvagenbjalla skröltandi og út
stökk „Siggi“. íslendingar eru marg-
ir hveijir ekkert allt of ræðnir, en
það fyrsta sem Siggi sagði var „hvað
borgar þú?“. Ég sagði honum að ég
vissi lítið um verðlag og eyddist þá
talið og mér fannst brúnin þyngjast
á Sigga. Ég var öruggur um að ég
væri búinn að móðga hann og klúðra
þannig ferðinni eins og hún lagði
sig. En hann ók mér á hótelið. Morg-
uninn eftir hoppuðu allir veiðimenn-
irnir upp í jeppa og óku burt í ryk-
mekki, én ég stóð eftir og hafði
ekki hugmynd um hvað ég átti að
gera. Mér hafði reyndar verið sagt
að ég ætti að veiða í Sandá. En það
var ekki nóg, því ég var bæði bíllaus
og svo vissi ég að auki ekki einu
sinni í hvaða átt Sandá var. Eftir
tvo tíma fékk ég loks far og skömmu
eftir að ég kom að ánni birtist Siggi
allt í einu. Ég sat bara á steini og
horfði á ána, en Siggi horfði forviða
á mig og spurði af hverju ég væri.
ekki að veiða. Ég sagði sem var, að
þar sem ég veiddi yfirleitþ væru
fastar skiptingar og ákveðin svæði,
reglur til að fara eftir. Ég þekkti
ekki skiptingar hér og hvaða svæði
ætti ég eiginlega? „Frá fossi ofan í
sjó,“ svaraði Siggi þá stutt og lag-
gott. Það var nú það. Ég sá nokkra
laxa þennan dag, en veiddi engan
og þegar ég kom í hús um kvöldið
gat að líta eina fjóra fiskikassa fulla
af nýveiddum stórlöxum.
-Þegar menn voru að fara í háttinn
undir nóttina sátum við Siggi að
sumbli og gerðum svo fram eftir
allri nóttu. Töldum okkur óhætt.
Undir morgun fórum við inn að á.
Við gátum varla keyrt. Gátum varla
gengið. Við komum að góðum veiði-
stað, Steinabreiðu og ég man eigin-
lega ekki eftir neinu nema brekk-
unni við ána. Þá valt ég út af og
svaf drykklanga stund. Þegar ég
vaknaði blasti ótrúleg fegurð við
augum, blár himininn, öldur á sjón-
um, eiturgrænar brekkumar. Ég
glaðvaknaði og tók svo einn 12
punda. Já, það var stórkostlegt og
fyrstu árin hélt ég mér á þessum
Koberling kastar flugu í Fjarðará í Loðinundarfirði.
slóðum, þetta eru fallegar ár og oft
góð veiðivon. Og þær vom ekki dýr-
ar. Seinna færði ég mig upp á skaft-
ið og veiddi í frægari ám eins og
Grímsá, Langá, Norðurá, Miðfjarð-
ará og Laxá í Aðaldal. Svo gafst ég
upp á íslenskri laxveiði.“
Hvers vegna var það? „Jú, þetta
var orðið allt of dýrt. Hreinasta
ræningjastarfsemi að mínum dómi.
Þetta kom afar illa við pyngjuna.
Ég hélt mig við októberveiðar í Skot-
landi og Irland heillaði einnig. Þetta
stóð í nokkur ár og breyttist ekki
aftur fyrr en árið 1989. Þá kom upp
sú staða að ungur sonur fyrri eigin-
konu minnar vildi endilega fara með
mér í veiði og veiða lax. Ég velti
fyrir mér hvar möguleikamir myndu
vera bestir og það hlaut að vera á
íslandi. Ég komst í samband við
Árna Baldursson og fékk daga í
Laxá í Kjós, á sem ég hafði ekki
veitt í áður. Það gekk að óskum og
sá stutti veiddi meðal annars 15
punda lax í Bugðunni. Þá féll ég
fyrir Laxá og hún er og verður mín
miðstöð á íslandi hér eftir."
Veiðir Koberling á hvaða agn sem
leyfilegt er samkvæmt lögum, eða
egnir hann bara laxa með flugu? „Ég
nota eingöngu flugu og breyti því
ekki. Þeir hörðustu í maðkveiði, eins
og fyrrnefndur Árni, hafa löngu
gefist upp á að freista mín. Ég hef
verið í tíu daga veiði í írskri á, dreg-
ið 10 laxa en horft upp á menn taka
tugi laxa á degi hveijum á sama
tíma á rækjur og maðk. Samt vildi
ég ekki skipta. Það er ekki magnið
sem skiptir máli, heldur hvernig
veiðin er fengin. Dagar þegar ég
veiði marga laxa era auðvitað stór-
kostlegir , það segir sig sjálft, en
aðferðin er númer <jitt,“ segir Ko-
berling.
Ákveðin tegund af fluguveiði, sem
nefnd er á ensku „stripping" er eign-
uð Koberling, að minnsta kosti í
Laxá í Kjós. Það er í sjálfu sér ekk-
ert nýtt að veiðimenn noti þá aðferð
í bland við aðrar að draga fluguna
hratt til sín, en Koberling gaf þessu
nýja vídd. Hann fer allur í herðarn-
ar, og nanast slítur línuna til sín á
miklum hraða. Þar sem þetta er
handaflshreyfing með lausa línu,
þarf mikla vinnu og einbeitingu til
að gera þetta vel. Koberling gerði
þetta fyrstur í Kjósinni og nú gera
allir leiðsögumennirnir það í bland
við annað og kenna skjólstæðingum
sínum. Þetta er orðin sérstök veið-
iaðferð. Koberling er spurður um
„strippið" og hann svarar:
„Strippið“, já, það fer best í hægum
straumi. Ég byijaði að nota það í
írskum ám sem eru á köflum nánast
straumlausar. Það þarf að vera vind-
ur og því meiri, því betra, því þegar
vindur gárar dautt vatn verður það
frá sjónarhóli laxins eins og yfirborð
í straumi. Þá hæfir ekki að flugan
fari hægt, það væri óeðlileg hreyf-
ing. Aðferðina má einnig nota í
þokkalegum straumi, en þá þarf
ekki að draga eins hratt og vindbára
verður ekki éins bráðnauðsynleg.
Það getur verið stórkostlegt að sjá
laxinn taka í ölduróti í hífandi vindi,
maður sér hann bókstaflega synda
í öldutoppunum. „Stripping" er
feiknalega góð veiðiaðferð ef hún
er notuð rétt við réttar kringum-
stæður. Það eru til margar góðar
veiðisögur tengdar þessu, til dæmis
þegar hann Ásgeir Heiðar var með
heldur fúlan Svisslending á sínum
snærum og sá vildi ekki trúa því að
það væri lax í Káranesfljótinu. Heið-
ar reyndi kurteislega að sannfæra
hann, en það gekk ekkert og það
þykknaði í mínum manni. Heiðar
tilkynnti þá hátíðlega að niðri í veiði-
húsi væri staddur maður sem elsk-
aði ekkert meira en að fá Káranes-
fljótið í svona roki eins og var. Sá
myndi tína laxana upp.
-Sá svissneski þoldi ekki svona
ögran og bað Heiðar að sækja þenn-
an mann sem trúlega væri ekki til.
Ég hafði þá lokið veiðum og var
eiginlega að flýta mér í bæinn, þurfti
að sækja þáverandi eiginkonu mína
út á flugvöll, svo stóð til að fara
með Birni Roth í Þverá. En Heiðar
gaf sig ekki og Árni Baldurs gekk
í lið með honum. Koberling var þarna
einnig og hann gekk einnig í lið með
strákunum! Ég fór því í klofstígvél
og hélt með Heiðari upp með á.
Hann var í vondu skapi og tuðaði
um að ég mætti ekki bregðast sér
núna. Ég var hinn brattasti við
Svisslendinginn og byijaði að kasta.
Fljótlega sýndi sig fiskur og svo
setti ég skjótt í hann. Allan tíman
meðan að ég þreytti hann bað ég
til guðs, ég verð að ná honum, ég
verð að ná honum. Og það gekk
eftir. Svo tók ég annan og loks þann
þriðja, alh með „strippi“ ogþá hrein-
lega varð ég að kveðja. Svisslending-
urinn var þarna á höttunum og
spurði Heiðar hver þessi maður væri
eiginlega, hvað hann gerði. Heiðar
sagði að ég væri listamaður! En
Svissarinn tók þessu með jafnaðar-
geði, hann þakkaði mér vel fyrir og
sendi mér síðar konfektkassa og
fallegt bréf. Heiðar sagði mfer
seinna, að Svissarinn hefði hamast
við að „strippa" næstu klukkustund-
irnar, en ekki orðið var.“
Af þessu má þá ráða að það sé
aðferðin sem skipti mestu máli en
ekki flugan og litadýrð hennar? „Það
er mín skoðun já, rétt er það. Aðferð-
in, flugan sjálf skiptir minna máli.
Ég nota mjög fáar flugutegundir og
ef ég væri ekki ástríðufluguhnýtari
sem er sífellt að krukka í iitum og
formurn, myndi ég reyna enn færri
og veiða betur. Mest nota ég þó tvær
tegundir sem stendur, Nórana hans
Heiðars og Green Brahan. Annars
hefur mér fundist í vaxandi mæli
að flugur með löngum væng gefi
betur og vegna þessa hef ég hnýtt'
flugur mínar með æ lengri væng.
Þetta hygg ég að sé vegna þess, að
í augum laxins, er öngullinn alltaf
sýnilegur, fastur punktur og óhagg-
anlegur í sveljanda vatnsins. Mér
fínnst sem hægt sé að leiða athygli
laxins frá þessum kuldalega öngli
með því að hnýta á fluguna langan
væng sem svífur og tifar seiðandi í
straumnum,“ segir málarinn Koberl-
ing. Og það er það síðasta sem hann
segir, því í þessu klingdi bjallan og
þreyttir veiðimenn gengu til kvöld-
verðar. Nýr dagur með nýjum vænt-
ingum beið þeirra.
Myndlistarnámskeið fyrir börn og unglinga í
Menningarmiðstöðinni Gerðubergi
Mjög skemmtileg 12 vikna
bryjenda- og framhaldsnámskeið
eru að hefjast 23. sept. í myndlist.
Aldur 7-15 ára. Kennt verður í Gerðubergi eini sinni, 2
klst. í viku.
Leirmótun (keramik)
• Málun
• Teikning
• Grafík
• Blönduð tækni o.fl.
Námskeiðið endar með sýningu. Leiðbeinendur verða Helga
Jóhannesdóttir, leirlistarkona og Guðlaug Halldórsdóttir,
grafískur hönnuður.
Uppl. og Innritun í símum 673395 og 667228, 16.-22.
sept.
Ath: Takmarkaður nemendafjöldi.
DÆMI UM VERÐ OG VORUURVAL
STEINAR
0 Myndböndfrá...........kr. 300,-
0 Geisladiskarfrá.......kr.200,-
0 Kassetturfrá...........kr. 100,-
0 Hljómplöturfrá.........kr. 100,-
0 Bolirfrá...................kr.590,-
0 Ullarjakkar frá..........kr. 4.900, -
0 Kjólarfrá................kr. 4.900,-
0 Hljómsveitabolirfrá........kr.890,-
KARNABÆR BOMBEY
0 Fullorðinsúlpurfrá kr.3.900,- 0 Gallabuxurfrá. kr. 1.990,- 0 Barnaúlpurfrá kr. 3.500,- 0 Barnabuxurfrá kr. 1.490,- 0 Kuldabuxurfrá kr.500,- 0 Gallabuxurfrá kr. 2.500,- 0 Jóíakjólarfrá kr. 1.500,- 0 Jakkarfrá kr. 2.000,-
SONJA STRIKID
0 Blússur, bolir, peysur... kr. 1.000,-
0 Gallajakkar..............kr. 1.000,-
0 Úlpur....................kr. 3.900,-
0 Gallabuxur...............kr. 1.990,-
VINNUFATABÚÐIN
0 Allarúlpur kr. 2.900,-
0 Hermannajakkar.... kr. 1.900,-
0 Buxurfrá kr. 500,-
0 Vinnuskyrturfrá kr. 500,-
0 Iþróttaskór barna m/frönskum
rennilásfrá...'........kr. 700,-
0 Dömuskórfrá...........kr. 2.000,-
0 Kuldaskórfrá..........kr. 1.500,-
0 Herraskórfrá..........kr. 3:500,-
KÓKÓ/KJALLARINN I
0 Herrajakkarfrá kr. 2.000,-
0 Bolirfrá kr. 500,-
0 Pilsfrá kr. 800,-
0 Dömujakkarfrá kr. 2.900,-
STUDIO
0 Gallabuxurfrá.........kr. 1.500,-
0 Bolirfrá..................kr.500,-
0 Gallajakkarfrá........kr. 2.900,-
0 Skyrturfrá.....................kr. 1.500,-
SAUMALIST
0 Vindgallaefni frá...kr. 390,-pr. m.
0 Vattefni frá........kr. 990,-pr. m.
0 Gluggatjaldaefnif...kr.230,-pr. m.
0 Gallabuxurfrá.........kr. 1.900,-
0 Peysurfrá.............kr. 2.000,-
0 Bolirfrá..................kr.590,-
0 Úlpurfrá...............kr. 2.900,-
0 Coralbómullarp. frá....kr. 2.200,-
0 Kubbakerti frá.............kr. 70,-
0 Járnkransarfrá..........kr. 1.200,-
0 Grófirleirpottarfrá.......kr.500,-
KAREN
0 Nærfötfrá...............kr. 190,-
0 Náttserkirfrá.........kr. 1.490,-
0 Slopparfrá............kr. 1.980,-
0 Barnaslopparfrá.......kr. 1.290,-
MADAM
• Sundfatnaðurfrá........kr. 1.000,-
0 Náttfatnaðurfrá........kr.500,-
0 Nærfatnaðurfrá........kr. 100,-
0 Bolir,pils,buxurfrá....kr.500,-
Fjöldi fyrírtækja - gífuríegt vöruúrval
Með /águ verði, mikiu vöruúrvaii ogþátttöku fjöida fyrirtækja hefurstór-
útsöiumarkarðurinn svo sannariega siegið ígegn og stendurundirnafni.
Opnunantími: Föstudaga kl. 13-19. Laugandaga kl. 10-19. AOna daga kl. 13-18