Morgunblaðið - 15.09.1991, Qupperneq 35
>o r auíiM'nTí
aimr,nnT/Uíis QS® ik\f I/I(ÍÍISI\£!S1 A\fTl1 n
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. SEPTEMBER 1991
35
Aðgerðir Sjómannafé-
lags Reykjavíkur lögbrot
Greinargerð Sambands ísl. kaupskipaútgerða vegna fréttar í Morgunblaðinu
MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi greinargerð Sam-
bands ísl. kaupskipaútgerða vegna fréttar í Morgunblaðinu sl.
miðvikudag undir fyrirsögninni „Mótmæli gegn ráðningu Pól-
verja í stað íslendings". Segir í greinargerðinni að málflutningur
fulltrúa Sjómannafélags Reykjavíkur sem vísað sé til í fréttinni
sé bæði villandi og í einstaka tilfellum ekki sannleikanum sam-
kvæmur. Að öðru leyti fer greinargerðin hér á eftir:
í fyrsta lagi er að geta þess að
íslensku kaupskipaútgerðirnar
telja aðgerðir félaga SR við að
hindra komu norska flutninga-
skipsins ms. „Vals“, sem vissulega
er í eigu íslensku kaupskipaútgerð-
arinnar Nes hf., til Hafnaríjarðar
sl. mánudag, lögbrot og að lög-
regluyfírvöld geti ekki skotið sér
undan að vernda starfsmenn hafna
og skipverja við lögmæt störf
þeirra fyrir ólöglegu ofbeldi sér-
hagsmunahópa, á forsendu þess
að um vinnudeilu sé að ræða sbr.
eftirfarandi.
Birgir Björgvinsson stjórnar-
maður SR segir í umræddri frétt,
að aðgerðir SR í þessu tilviki séu
vegna þess að félaga í SR á um-
ræddu skipi hafí verið sagt upp
störfum og Pólverji ráðinn í hans
stað. Hér veit Birgir betur og
fer með ósannindi, því að við
það að skipið skipti um skrán-
ingarfána á síðastliðnum vetri
var fækkað um einn í áhöfn
skipsins skv. heildarmönnun
sem heimiluð var af norsku Sigl-
ingamálastofnuninni, þ.e. einn
háseti, og var enginn ráðinn í
hans stað.
Það er athyglisvert að skoða
forsendur þess að norsk siglinga-
yfírvöld heimila einum færri í
áhöfn en gilti þegar skipið var
undir íslenskri skráningu. SR hefur
um árabil hafnað umleitunum
kaupskipaútgerðanna að hásetar á
íslenskum kaupskipum sinni að-
stoðarstörfum neðanþilja, s.s. í
vélarrúmi, þegar þörf er á og ekki
eru aðstæður til að nýta starfs-
krafta háseta ofanþilja. Norðmenn
sem og allar siglingaþjóðir Evrópu
og víðar, hafa innleitt slíkt starfs-
svið háseta á kaupskipum í fullu
samráði við þarlend stéttarfélög
háseta og má með sanni segja að
óbilgimi SR í þessu máli hérlendis
sé hrein „forneskja". í ákvörðunun
norsku Siglingamálastofnunarinn-
ar um heimildarmönnun ms.
„Vals“ er skilyrt að matsveinn
skipsins (6 manna heildaráhöfn nú
en var 7 manns undir íslenskum
fána) og aðstoðarmaður í vél, sinni
einnig-störfum á dekki (þ.e. háset-
astörfum) þegar þess er þörf. Þar
sem helstu álagstímar á háseta eru
við komur og brottfarir skipa, er
ms. „Valur“ nú rekinn á jafn hag-
kvæman og öruggan hátt og þegar
skipið var mannað einum fleiri í
áhöfn, með því að matsveinn og
aðstoðarmaður í vél hjálpa til á
dekki á álagstímum.
Ein af ástæðum þess að Nes
hf., eins og aðrar íslenskar kaup-
skipaútgerðir hafa einnig gert við
skip sín, færði ms. „Val“ undan
íslenskum fána undir norskan er
m.a. fyrrnefnd óbilgirni SR við að
innleiða vinnufyrirkomulag og
starfshætti sem gilda hjá öllum
öðrum siglingaþjóðum. Þar að auki
geta íslensku kaupskipaútgerðirn-
ar ekki lengur unað því að búa við
rekstrarskilyrði í formi launa-
kostnaðar, opinberra álaga og
gjalda o.s.frv., sem eru langt um-
fram það sem tíðkast hjá kaupskip-
aútgerðum næstu nágrannaland-
anna og víðar og sem eru iðulega
í beinni samkeppni við íslensku
útgerðirnar um flutninga.
Birgir Björgvinsson stjórnar-
maður SR fullyrðir í fyrrnefndri
frétt áð -íslensku útgerðirnar búi
ekki við samkeppni erlendis frá.
Enn á ný fer Birgir með rangt
mál, eða að hann hefur litla þekk-
ingu á sjóflutningum til og frá
landinu og starfsemi íslensku
kaupskipaútgerðanna. Fyrst er að
nefna að af rúmlega 40 skipa flota
íslensku kaupskipaútgerðanna er
tæplega fjórðungur skipanna ein-
vörðungu í siglingum milli erlendra
hafna í beinni og óheftri sam-
keppni við erlendar útgerðir. Þar
að auki stunda nokkur skip útgerð-
anna siglingar og flutninga milli
erlendar hafna samhliða siglingum
til og frá íslandi og útgerðirnar
nýta þannig afkastagetu skipanna
mikið betur en ella. Að lokum fer
mjög umtalsverður hluti sjóflutn-
inga til og frá landinu'með erlend-
um skipum sem eru íslensku kaup:
skipaútgerðunum óviðkomandi. I
því sambandi má t.d. nefna að nær
öll lýsisframleiðslan, verulegur
hluti loðnu- og fískimjöls o.s.frv.
er fluttur frá landinu með erlend-
um skipum óviðkomandi íslensku
kaupskipaútgerðunum. Einnig má
benda á að stærsti hluti flutninga
skipa Nes hf. er loðnumjöl sem
flutt er í beinni og óheftri sam-
keppni við erlendar útgerðir.
Rétt er að forystumenn SR
kynni sér niðurstöður úttektar sem
Siglingamálastofnun ríkisins lét
gera á komum erlendra kaupskipa
(flutningaskipa, feija, olíuskipa
o.s.frv.) til Islands 1989, en skv.
upplýsingum stofnunarinnar voru
þær u.þ.b. 880. Tilefni úttektar
Siglingamálastofnunar var reynd-
ar að meta hversu fýsilegt það
væri fyrir stofnunina að koma á
reglubundnu eftirliti stofnunarinn-
ar með þessum skipum. Af þessum
u.þ.b. 880 erlendum kaupskipa-
komum er einvörðungu hægt að
rekja tæplega helming þeirra til
erlendra skipa í eigu eða á vegum
íslensku kaupskipaútgerðanna,
eða olíuinnflutningsskipa og feija.
Þessar tölur tala sinu máli um þá
erlendu samkeppni sem islensku
kaupskipaútgerðirnar búa við,
enda þekkja íbúar sjávarþorpa í
kringum landið vel til tíðra koma
þessara erlendu skipa, þótt forysta
SR í lokuðu og vernduðu umhverfí
í Reykjavík hafí ekki borist fréttir
af þessum skipakomum, þótt þær
hafi átt sér stað um áratugaskeið.
Erlend samkeppni sem íslensku
kaupskipaútgerðimar búa við kem-
ur einnig iðulega fram á óbeinan
hátt. Sífellt færist í vöxt að fyrir-
tæki og opinberar stofnanir bjóði
út í opnum útboðum sjóflutninga
og eins og vera ber, taka þá lægsta
tilboði, án tillits til þjóðemis skipa-
kostsins eða útgerðarinnar. Þannig
geta íslensku kaupskipaútgerðirn-
ar bent á mörg dæmi þess að er-
lendar útgerðir og skip hafa feng-
ið flutninga fyrir íslensk fyrirtæki
og stofnanir (t.d. Innkaupastofnun
Reykjavíkur) í krafti lægsta boðs
og á sama hátt verða íslensku út-
gerðirnar að bjóða í flutningana
með hliðsjón af samkeppnisboðum
frá erlendum útgerðum sem búa
við allt önnur og betri rekstrarskil-
yrði en íslensku kaupskipaútgerð-
irnar.
Þótt íslensku kaupskipaútgerð-
irnar telji nauðsynlegt að stéttarfé-
lögum farmanna og almenningi sé
ljós erlend samkeppni við íslensku
kaupskipaútgerðimar bæði í flutn-
ingum til og frá landinu, sem og
á alþjóðavettvangi, þá em útgerð-
irnar ekki að amast við þessari
samkeppni. Þvert á móti eru allar
íslensku kaupskipaútgerðirnar
sannfærðar um að öragg framtíð
íslenskrar kaupskipaútgerðar felist
í því að íslensku útgerðirnar verði
samkeppnisfærar við útgerðir í
þeim löndum sem við eigum við-
skipti við og óhindrað samkeppni
og frelsi í kaupsiglingum sé öragg-
asta leiðiri til að íslensku útgerðirn-
ar temji sér starfshætti og rekstur
sem geri þeim kleift að mæta er-
lendri samkeppni, bæði útgerðun-
um og almenningi til ávinnings.
Eins og fram kemur í títt-
nefndri frétt hjá fulltrúa útgerðar
ms. „Vals“, Nes hf., þá var útgerð-
in vegna lélegra rekstrarskilyrða,
s.s. minnkandi loðnumjölsfram-
leiðslu, hækkandi olíuverðs og
lækkandi flutningsgjalda hérlendis
og erlendis, knúin til að setja skip
útgerðarinnar undir erlenda fána
á síðastliðnum vetri og þannig
forða fyrirsjáanlegri rekstrarstöðv-
un með því m.a. að ráða að hluta
til erlenda farmenn á skipin á lægri
launum, en sem teljast þó eftir-
sóknarverð í heimalandi þessara
útlendinga. Nes hf. gekk þó ekki
lengra en svo í þessum breytingum,
en að nægði til að tryggja áfram-
haldandi rekstur útgerðarinnar
miðað við óbreytt rekstrarskilyrði
og er helmingur áhafnar hvers
skips útgerðarinnar íslendingar,
en aðrir Pólveijar. Utgerðin lagði
sig fram um að láta þessar breyt-
ingar bitna jafnt á þremur helstu
starfshópum farmanna, þ.e. skip-
stjórnarmönnum, vélstjórnar-
mönnum og undirmönnum, þótt
sbr. þróun í nágrannalöndunum að
það séu undirmenn sem fyrstir
verða fyrir barðinu á slíkum breyt-
ingum sem þegar hafa gengið yfír
í nær öllum Evrópulöndunum. Er
SR með aðgerðum sínum gegn
ms. „Val“ að „maklega" launa út-
gerð skipsins fyrir þessa tillits-
semi?
Að lokum má geta þess að ís-
lenskum stjómvöldum er ljóst að
íslensku kaupskipaútgerðirnar
geta ekki lengur búið við þann
mismun sem ríkir milli rekstrar-
skilyrða þeirra og samkeppnisút-
gerða í nágrannalöndunum, enda
gaf samgönguráðuneytið út stefn-
umótun á sl. vetri um „að íslensku
kaupskipaútgerðunum í óheftri
samkeppni við erlendar útgerðir
verði skapaður sambærilegur
rekstrargrundvöllur og erlendir
keppninautar búa við“. í kjölfar,
birtingar fyrmefndrar stefnu-
mörkunar, skipaði samgöngumála-
ráðherra nefnd með aðild hags-
munaaðila og fulltrúum viðkom-
andi ráðuneyta sem falið var að
móta tillögur að framvarpi til að
hrinda stefnumörkuninni í fram-
kvæmd. Störf þessarar nefndar
hafa mjög mótast af fyrirmynd
Dana þegar þeir bragðust við hlið-
stæðri „útflöggunarþróun" kaup-
skipa, með því að stofna danska
alþjóðaskráningu kaupskipa þar
sem útgerðir hafa fijálst val mn
þjóðerni áhafnarinnar. Samtímis
stofnun dönsku alþjóðaskráningar-
innar gripu Danir til ýmissa að-
gerða, s.s. skattfrelsis farmanna,
niðurfellingu launatengdra gjalda
vegna farmanna o.s.frv. til að
tryggja atvinnumöguleika danskra
farmanna á skipum skráðum í
dönsku alþjóðaskráningunni.
Framlag dönsku farmanna sjálfra
til að tryggja eigið atvinnuöryggi
var að ganga að ýmissi hagræð-
ingu og breytingum á vinnufyr-
irkomulagi þeirra um borð, í
skipunum. Umræddar breytingar
í Danmörku hafa skilað árangri
umfram björtustu vonum og hefur
danski kaupskipaflotinn stórlega
eflst á síðastliðnum tveimur áram
og er allt að 90% mannaður dönsk-
um farmönnum og u.þ.b. 70%
undirmanna á kaupskipum í
dönsku alþjóðaskráningunni era
danskir farmenn. Allir fulltrúar í
fyrmefndri nefnd samgönguráðu-
neytisins, a.m.t. fulltrúum stéttar-
félaga yfirmanna á kaupskipum,
hafa lýst sig reiðubúna til að kanna
forsendur hérlendis á samskonar
fyrirkomulagi og tekið var upp í
Danmörku, þ.e. aðrir en fulltrúar
SR. Fulltráar SR í nefndinni hal»>-
alfarið hafnað að ræða hagræð-
ingu og breytingar á störfum fé-
lagsmanna sinna á skipum íslensku
kaupskipaútgerðana, s.s. útvíkkað
vinnusvið o.s.frv.
íslensku kaupskipaútgerðirnar
geta ekki lengur sætt sig við óbil-
gimi Sjómannafélags Reykjavíkur
við .að hafna öllum viðræðum um
aukna hagræðingu í rekstri ís-
lenskra kaupskipa. Því hljóta út-
gerðirnar að áskilja sér rétt til að _,
grípa til tilhlýðilegra viðbragða Æ1'-
ólögmætum aðgerðum Sjómann-
afélags Reykjavíkur. Reyndar telja
kaupskipaútgerðirnar sér skylt,
sjálfra sín og allra neytenda vegna,
að taka slíka afstöðu til Sjómanna-
félags Reykjavíkur, því einfalt er
að sýna fram á að forysta Sjó-
mannafélags Reykjavíkur er með
aðgerðum sínum og kröfugerð að
krefjast þess að útgerðirnar og
allir landsmenn sem beinir eða
óbeinir viðskipavinir útgerðanna,
greiði niður laun félags Sjómanna-
félags Reykjavíkur án þess að þeir
taki nein skref í átt til nútíma
vinnubragða og hagræðingar í
rekstri íslenskra kaupskipa.
Virðingarfyllst,
f.h. SÍK,
Einar Hermannsson.
Kjörís hf. Hveragerði:
Framleiðsla hafin á
fitusnauðum matarís
Selfossi.
FITULAUS ís er nú framleiddur
hjá Kjörís hf. í Hveragerði. I
þessum ís eru 40% færri hitaein-
ingar en í öðrum matarís en
næringargildi óbreytt. Fitulausi
ísinn er seldur undir heitinu
Sparís sem er heiti á nýjum og
ódýrari jurtaís frá Kjörís hf. en
fyrirtækið er brautryðjandi í
framleiðslu á fitusnauðum ís hér-
lendis.
Kjörís hf. í Hveragerði hefur
framleitt jurtaís síðan 1970. Í ísnum
er fíta úr jurtaríkinu í stað dýrafitu
(smjörs) og hin síðari ár hefur ver-
ið notuð jurtafíta með 25% ómett-
aðri fítusýra.
Frá Kjörís hf. í Hveragerði fer
ísframleiðslan til dreifingari á suð-
Messa á Grund
Messa verður á elliheimilinu
Grund klukkan 14 í dag, sunnudag,
á vegum Félags fyrrverandi sóknar-
.presta. Prestur er Kristinn HóseaT
son.
vesturhom landsins. Gott símasam-
band gerir að verkum að nú fer öll
dreifing á þetta svæði fram frá fýr-
irtækinu í Hveragerði í stað þess
að áður var starfrækt dreifingar-
stöð í Reykjavík. Fyrirtækið er aft-
ur á móti með umboðsaðila á Akur-
eyri og á Austurlandi.
„Við fórum í kjölfarið á Sláturfé-
laginu og þetta hefur tekist mjög
vel. Við höfum getað veitt alveg
jafn góða þjónustu," sagði Haf-
steinn Kristinsson forstjóri Kjöríss
hf. Frá Hveragerði fara daglega
4-5 frystibílar til höfuðborgarsvæð-
isins. Bílarnir era með síma og því
auðvelt að ná til þeirra frá Hvera-
gerði. „Þessi tækni auðveldar nú-
orðið að vera úti á landi og selja
inn á höfuðborgarsvæðið sem aðal-
markaðssvæði,“ sagði Hafsteinn.
í dreifíngarstöðinni sem var í
Reykjavík unnu 8 manns, bílstjórar
og skrifstofufólk en nú hafa þessi
störf flust til Hveragerðis. Hjá fyrir-
tækinu vinna að jafnaði 25-30
-marmsT-------------------------
Sig. Jóns.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Evn Overgaard, danskur mjólkurfræðingur, setur fitusnauðan Spar-
ís í öskjur.