Morgunblaðið - 18.09.1991, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.09.1991, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991 Morgunblaðið/Bjami Prestvígsla í Dómkirkjunni Prestvígsla fór fram í Dómkirkjunni á sunnudag. Sigrún Óskarsdótt- ir var vígð til embættis aðstoðarprests í Laugamessókn og Magnús Erlingsson til embættis sóknarprests á ísafirði. Á myndinni eru prestamir tveir ásamt Ólafi Skúlasyni, biskupi íslands, og vígsluvott- um. Þeir era f.v.: sr. Jón Dalbú Hróbjartsson, prófastur, sr. Birgir Ásgeirsson, sjúkrahúsprestur, sr. Bemharður Guðmundsson, fræðslufulltrúi Þjóðkirkjunnar, sr. Jón Ragnarsson, deildarstjóri fræðsludeildar, og sr. Jakob Ágúst Hjálmarsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni. Tók á aðra milljón fyrir atvinnumiðlun Felagsmálaraðuneytið telur astæðu til að fara fram a lögreglurann- sókn í máli konu sem tók 48 þúsund kr. af 25 Pólverjum eða sam- tals um 1,2 milHónir króna fyrir að útvega þeim vinnu við kjöt- vinnslu á íslandi. Óskar Hallgrímsson, á vinnumál- askrifstofu félagsmálaráðuneytis- ins, sagði gögn um málið hefðu borist ráðuneytinu frá Utlendinga- eftirlitinu á mánudag. í þeim hefði komið fram að kona með íslenskan ríkisborgararétt hefði tekið við 800 dolluram (48 þús. ísl kr.) af 25 Pólveijum fyrir að útvega þeim vinnu við kjötvinnslu hjá Sláturfé- lagi Suðurlands á Hvolsvelli. Óskar sagði að við fyrstu sýn virtist þama um brot á lögum um atvinnurétt- indi útlendinga og lögum um atvin- numiðlun að ræða. Eftirmiðdaginn í gær var fjallað um málið í ráðuneytinu og komust menii að þeirri niðurstöðu að ástæða væri til að fara fram á lög- reglurannsókn. Fyrir fundinn, ráóstefnuna eð« Icajfistofufyrirtœkisins. Sparaðu tíma ogfyrirhöfn, notaðu Duni- kaffibarinn. Handhœgur og þœgilegur; ekkert umstang, —enginn uppþvottur. Fannir hf. — Krókhálsi 3 Sími 67 25 11 Samstarfsörðugleikar ritsljóra Pressunnar: Gunnari Smára falin rit- stjórnin næstu þijá mánuði GUNNAR Smári Egilsson, annar tveggja ritstjóra Pressunnar, hefur sagt upp sameiginlegum verksamningi, sem hann og Kristján Þorvalds- son gerðu við stjóm blaðsins er þeir tóku við ritstjórn þess í fyrra- haust. Að sögn Hákonar Hákonarsonar, framkvæmdastjóra Blaðs hf., sem gefur út Pressuna og Alþýðublaðið, sagði Gunnar Smári samningn- um upp vegna óánægju með sainstarfið við Kristján. Hann sagði að þar sem um sameiginlegan verksamning hafi verið að ræða, þá túlki stjórn blaðsins uppsögnina þannig að hún gildi einnig fyrir Kristján, sem ekki hafi viljað segja samningnum upp. Stjórnarformanni blaðs- ins hefur verið falið að semja um verklok við Kristján, en Gunnari Smára hefur verið falin ritstjórn Pressunnar út uppsagnartímann, eða næstu þijá mánuði. „Stjóm blaðsins telur sig ekki hafa sagt neinum ritstjóra upp, en sá sem eftir situr, í þessu tilfelli Kristján, getur ekki fullnægt samn- ingnum, því þá era þær forsendur hans brostnar að þeir taki sameigin- lega að sér ritstjórn blaðsins," sagði Hákon. Hann sagði að stjóm blaðsins hefði fengið uppsögnina frá Gunnari Smára inn á borð til sín í síðustu viku, og þá tekið ákvörðun um að fela honum ritstjóm blaðsins þá þijá mánuði sem uppsagnartíminn er, en semja um önnur stárfslok við Kristj- án Þorvaldsson. „Stjóm blaðsins telur það væn- legra fyrir blaðið að biðja Gunnar Smára um að ritstýra því út upp- sagnartímann, burt séð frá því hvor segir samkomulaginu upp. Hann segir því ekki upp vegna þess að hann sé óánægður með að vera rit- stjóri blaðsins eða óánægður með samskiptin við stjóm þess, heldur vegna þess að hann er óánægður með samstarfsaðila sinn, og gefur jafnan kost á sér til starfa áfram. Það er hins vegar ekki búið að taka ákvörðun um það hvort hann einn verður ráðinn ritstjóri eða ekki. Stjóm blaðsins tók það skýrt fram að þetta mál var ekki komið til vegna tilverknaðar stjórnarinnar, en hún var ánægð með blaðið í heild, sölu þess og markaðsstöðu. Þetta kemur eingöngu til vegna samstarfsörðug- leika ritstjóranna. Þar af leiðandi vildí stjómin ekki fara þá leiðina að segja öðram aðilanum upp, heldur var það æskilegra að samningnum yrði sagt upp, og helst vildi stjórnin að samningnum yrði sagt upp af báðum ritstjóranum. Þar sem það fékkst ekki í gegn, þá varð að taka á málinu,“ sagði Hákon. Kristján Þorvaldsson sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, að það hefði ekki verið hann sem hefði ákveðið að láta skerast í odda, held- ur hafl málin verið komin í þann farveg áður en hann hefði haft um það nokkra vitneskju. „Við svo búið var mér ófært að segja upp samningi, sem ég og með- ritstjóri minn stóðum sameiginlega að gagnvart stjóminni, enda hvarfl- aði ekki að mér að þröngva mér til samstarfs við einn eða neinn. Þegar ég skýrði formanni stjómar skriflega frá þessari afstöðu minni áréttaði ég enn fremur að ég væri sem fyrr reiðubúinn til þess að standa við öll ákvæði samningsins. Það þarf mjög samhentan mannskap til að stjóma blaði eins og Pressunni, og geti tveir ritstjórar ekki unnið saman þá er það mál sem þarf að taka á. í sjálfu sér er ég mjög ánægður með að það skuli vera búið að því, því ef þetta hefði dregist á Ianginn þá hefði það bitnað á öllu samstarfsfólkinu," sagði Kristján. Myndbandahátíð í Norræna húsinu: Dans á myndböndum SAMNORRÆNA myndbandahátíðin „Dancin’ Visuals" hófst í Nor- ræna húsinu í gær, og stendur til 22. ágúst. Sýnd eru 30 ný mynd- bönd þar sem leitast er við að fella dans, leikræna tjáningu og sviðssetningu í eitt, og gefa tjáningunni nýja vídd. Frumkvæðið á Video Galleriet í Kaupmannahöfn, og héðan fara myndirnar til Svíþjóðar, Finnlands, Noregs og að lokum aftur til Danmerkur, en þar voru þær fyrst sýndar og hlutu lofsamleg ummæli. Mynd- bandalist er listgrein sem nýtur vaxandi viðurkenningar, ekki síst á meginlandi Evrópu. Myndbanda-dans er sá angi greinarinnar sem hvað mesta athygli hefur vakið og leikstjórar og danshöfundar hafa kappkostað að nýta sér nýja möguleika. Til marks um þá viðurkenningu sem greinin nýtur, nefna aðstandendur hátiðarinnar stórar árlegar myndbanda-danshátiðir, svo sem í Sete í Frakk- landi, og Frankfurt í Þýskalandi, og að stórar sjónvarpsstöðvar standi fyrir framleiðslu á dansmyndböndum. Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir, sem hefur annast allan undirbún- ing, segir að slíkar hátíðir hafl tvisvar verið settar upp í Video Galleriet í Kaupmannahöfn, og undirtektirnar vora það góðar að ákveðið var að gera þetta að sam- norrænni hátíð. „Myndbanda-dans er lítið þekktur á Norðurlöndum," segir Ingibjörg, „en í Mið-Evrópu er þetta sú grein myndbandalistar sem hefur risið hvað hæst. Hér á íslandi veit fólk almennt ekki um hvað er að ræða, og því hefur ekki verið mjög auðvelt að kynna þetta. Myndbanda-dans er stórmerki- legt fyrirbæri og mér fannst að þetta ætti að koma til íslands með fyrstu ferð, ekki bíða þangað til það væri orðið viðurkennt — og þá kannski gamaldags.' Talað er um tvær listgreinar í einni mynd: dansinn og myndbandalist. Þetta er samruni tveggja listgreina, og saman bæta þær hvor aðra upp. Myndbandstæknin gefur ótæm- andi möguleika og þessi hátíð ætti að gefa smá innsýn í hvað hægt er að gera. Stundum dansa dansar- arnir og stundum dansar mynda- vélin.“ Við val á efni til hátíðarinnar var víða leitað fanga. Eftir sjö mánaða eftirgrennslan bárust 250 myndbönd og voru 30 valin úr, flest unnin á árunum 1990 og 91. Þau koma alls staðar að; eitt frá Japan, tvö frá Kanada, en flest frá Mið-Evrópu, og eru á bilinu 4 til 87 mínútur á lengd. Einnig era sýnd verk frá ferli Bandaríkja- mannsins Charles Atlas, en hann er brautryðjandi á sviði dansmynd- banda og hefur unnið við þau í tuttugu ár, meðal annars í sam- vinnu við danshöfunda eins og Merce Cunningham, Karole Arm- Atriði úr einu dansmyndbandanna sem sýnd eru í Norræna húsinu. Morgunblaðið/Einar Falur Ingibjörg Rán Guðmundsdóttir framkvæmdasljóri hátíðarinn- ar. itage og Bill Irvin. Ingibjörg Rán segir að sumt lí- kist kannski á einhvem hátt þeim tónlistarmyndböndum sem íslend- ingar þekkja úr sjónvarpinu, en annað ekki. „Þetta era dansmynd- bönd í víðtækustu merkingu þess orðs. Tónlist er með, en stundum er hún sköpuð af dönsuranum, og þetta er einnig leikræn tjáning um leið.“ Lítið er um svokallaða mynd- banda-listamenn hér á íslandi og segir Ingibjörg að það sé í raun furðulegt því myndbandið er mun ódýrari og meðfærilegri miðill en fílman, en kannski spili þar inn í að aðstaða til að vinna með mynd- bönd sé mjög bágborin. Menn bindi þó vonir við að einhver aðstaða verði sett upp á Korpúlfsstöðum. „Eg held að þessi hátíð sé spor í þá átt að vekja áhuga fólks hér. Þetta er það nýjasta sem er að gerast og myndirnar eftir þá fram- sæknustu á sviði danslistar og til- rauna við myndbandagerð. Áhuga- menn um dans, leiklist, og kvik- myndagerð ættu að hafa gaman af þessu, því samnefnarinn er hreyfíng. Því ætti þetta að höfða til allra sem fást við sköpun. Hér er mikið af frumlegum og skap- andi einstaklingum, en vegna fjar- lægðar við önnur lönd er oft erfítt að komast í snertingu við það nýj- asta.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.