Morgunblaðið - 18.09.1991, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 18.09.1991, Blaðsíða 40
'40 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991 Ast er... VXm ... að losa uin tappann fyr- ir hana. TMReg. U.S. PatOff.—atl rights reserved ° 1991 Los AngelesTimesSyndicate Þessa væri gott að fá á skrif- Það stendur hér á smá- stofuna ...? letri Framleitt í Japan fyrir ísland. Þessir hringdu . .. im ..'W » Snúlli týndur Kona ein hringdi frá heimili sínu í Grafarvogi og sagði Snúlla sinn týndan. Þau voru nýflutt í Grafarvoginn úr Kópavogi, en það virðist hafa sett Snúlla úr jafnvægi og á miðvikudagskvöld- ið hvarf hann. Snúlli er grábrön- dóttur með hvíta bringu og tær. 6 ára gamall. Hann er eyrna- merktur, með svarta hálsól og stóra bjöllu. Heimasími Snúlla er 677792 og er heitið fundar- launum ef finnandi kærir sig um. Myndavél fannst Það hringdi til okkar maður sem hafði fundið myndavél á förnum vegi á Seltjarnarnesi. Hann hafði hug á því að koma henni í réttar hendur. Okkar maður er í síma 16063, einnig hefur hann fars- ímann 985 22853. Gleraugu í Uppsetningabúðinni Þær hringdu, konurnar í Upp- setningabúðinni á Hverfisgötu 74 og sögðu að einhver hefði gleymt gleraugum fyrir um það bil þremur vikum síðan. Hölluð- ust þær að því að gleraugun til- heyrðu fullorðinni konu, en best væri þó að slá engu föstu um það. Síminn í Uppsetningabúð- inni er 25270. Sóðaskapur til sveita Það hringdi til okkar sveitakona sem sagði ákveðna tegund sóða- skapar til háborinnar skammar og vandræða. Þannig væri, að ferðafólk sem þyrfti að ganga örna sinna.'gengi ekki frá þeirri athöfn með viðeigandi hætti. „Útlendingamir sem hér fara um skilja ekki eftir sig drasl, en skít- urinn og skeinirinn liggja um allar jarðir. Þetta gengur ekki. Svo er alveg ljóst að mikið er um að bleyjum er hent út úr bíl- um, hvar sem þeir eru á ferð. í minni sveit liggja bleyjur víða í vegaköntum og mikill óþrifnaður að þessu. Manni þykir skjóta nokkuð skökku við, að á sama tíma og mannskepnan gengur svona um er agnúast um hunda og eigendur þeirra í þéttbýli. Það er talað um að skylda hundaeig- endur til að hafa á sér plastpoka til að týna hundaskítinn upp í. Manni finnst slíkt raunar sjálf- sagt, því mikill sóðaskapur er af þessu. En er einhver munur hér á? Hvers vegna á eitt að ganga yfir hunda og þeirra eigendur, en annað yfir mannfólkið sjálft?,“ sagði sveitakonan. Átaks er þörf í umgengni Það hringdi til okkar ungur mað- ur sem náði ekki upp í nef sitt fyrir reiði. Hann sagðist horfa upp á brotalamir í almennri um- gengni upp á hvern einasta dag og það þyrfti að fara að taka á ýmsum málum. Hann nefndi nokkur dæmi: 1) Það bæri að sekta menn fyrir að hrækja á gangstétta. Slíkt tíðkaðist víða um heim. 2)Það bæri að taka föstum tökum ef hundaeigendur létu hundaskít liggja eftir á gangstéttum. 3)Það ætti að skylda alla kattareigendur til þess að hengja bjöllur á ketti sína, að öðrum kosti yrðu dýrin tekin úr umferð. 4) Það ætti að sekta ökuþóra og farþega þeirra fyrir að henda rusli út úr bílun- um. 5) Það ætti að banna að strætisvagnar og vinnubílar borgarstarfsmanna væru hafðir í gangi í tíma og ótíma, nógu vont væri loftið orðið í miðbæn- um, þess bæri að gæta í þessu sambandi, að púströr þessara bíla eru oft í sömu hæð og smá- fólkið sem á svona gusur ekki skilið. Kvenmannsúr tapaðist Kona hringdi og greindi frá kven- mannsúri sem tapaðist 7. sept- ember síðast liðinn. Annað hvort í miðbæ Reykjavíkur, eða á leið- inni þaðan og inn í Öskjuhlíð. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 52906. HREINN KYNSTOFN — sögulegl svar Þann 3. þessa mánaðar birtist grein í Morgunblaðinu eftir Magnús Þorsteinsson pem nefndist Verndun norræna kynstofnsins. Af því tilefni tel ég hollt að riija upp hvernig Halldór Laxness svaraði þýskum hrokagikk sem hér var á ferð árið 1934 og miklaðist af hreinleika kynstofns síns á síðum íslenskra dagblaða. (Úr „Dagleið á ljöllum" — þakk- arávarp til þýsks búnaðarkommiss- ars) „ . . . Við, íslenskt bændafólk, erum líka komin af mjög hreinum ættum, það er að segja, við erum komin útaf manneskjum eins langt og rakið verður.“ Avarpi Halldórs lýkur með þess- um orðum: „Við þökkum yður fyrir komuna og óskum yður góðrar heimkomu. En sem svar við ósk yðar, að íslenskir bændur mættu taka upp lifnaðarháttu og lundarfar forn- germana eða framgermana, vildum við mega bæta við kveðju okkar þeirri ósk, að einnig yðar þjóð mætti lifa og starfa í þessari forn- germönsku dyggð: að vera alúðleg- ir við menn af erlendum uppruna sem kunna að dvelja meðal yðar. Hver veit nema þessir menn séu upprunnir frá þjóð sem eigi sér eldri og merkilegri menningarsögu en bæði ísland og Þýskaland til sam- ans.“ Edda Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur Iesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 10 og 12, mánudaga til föstudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Með- al efnis, sem vel er þegið, eru ábendingar og orðaskiptingar, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þáttar- ins, þó að höfundur óski nafn- leyndar. Ekki verða birt nafnlaus bréf sem eru gagnrýni, ádeilur eða árásir á nafngreint fólk. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. ( * HOGNI HREKKVISI HÖGNI NAa í þR3Ö SÆ7I FVf?|R OKKUR." Víkveiji skrifar Fyrir fáeinum vikum var sýnd í sjónvarpi ríkisins þýsk mynd um samyrkjubúskap í Sovétríkjun- um. Hét hún Draugaþorpin en í þýðingu á heiti hennar var undirtitl- inum því miður sleppt en hann var þessi: Um hörmungar sovésks land- búnaðar. í stuttu máli vakti sárs- auka að fá þetta einstæða tækifæri til að kynnast ástandinu hjá rússn- eska bændafólkinu. Samyrkjubú- skapurinn á rætur að rekja til of- sókna Stalíns á hendur sjálfseignar- bændum og búhöldum, kúlökkun- um, sem útrýmt var á fjórða ára- tugnum, þegar dýrkunin á Sov- étríkjunum var hvað mest hjá nyt- sömum sakleysingjum á Vestur- löndum, hér á landi eins og annars staðar. Með því að uppræta eignarréttinn og útrýma góðbændum eyðilagði Stalín og kommúnisminn sovéskan landbúnað. Afleiðingarnar blöstu við í þýsku kvikmyndinni, en þeir sem gerðu hana sögðust hafa feng- ið að heimsækja eitt af bestu sam- yrkjubúunum. Þeir sem sáu mynd- ina geta gert sér í hugarlund, hvernig ástandið er þá annars stað- ar. Allt var í niðurníðslu á búinu og fólkið bjó við skort á landbúnaðar- vörum, meira að segja á mjólk, rétt við vegginn á fjósinu, af því að rík- ið hirti allt og dreifði matvælunum að eigin vild. Einstaka framtakss- amir menn höfðu nýtt sér hið litla atvinnufrelsi sem perestrojkan hafði haft í för með sér og stun- duðu búskap á litlum skikum, sem þeim hafði verið úthlutað. Minnt var á í myndinni að tæplega 5% af sovéskum bújörðum eru nýtt af öðrum en samyrkjubúunum en frá þessum einkabúskap kemur yfir 25% af landbúnaðarframleiðslunni. xxx I erlendri sjónvarpsstöð sá Vík- -®-veiji á dögunum þýska mynd, þar sem greint var frá för til Kalin- ingrad, eða Köningsberg, sem er landskiki við Eystrasalt á landa- mærum Póllands og Litháens en tilheyrir Rússlandi. Er enn óljóst, hvað verður um framtíð þessa skika, þar sem sovéski flotinn hefur haft miklar bækistöðvar. Þjóðveijar voru fjölmennir á þessum slóðum áður fyrr og voru tveir miðaldra menn frá Þýskalandi í för með sjón- varpsmönnunum. Höfðu þeir fæðst í Köningsberg og mundi annar ýmislegt þaðan úr æsku sinni. Þessi mynd vakti sömu tilfinning- ar hjá áhorfandum og myndin um draugaþorpin við samyrkjubúið; einhvers konar máttleysi andspænis stjórnkerfí, sem hefur leitt slíkar hörmungar yfir áður blómlegar byggðir að öllum hrýs hugur við ósköpunum. Virðingarleysið fyrir náttúru og mannvirkjum virðist al- gjört, allir eru á vonarvöl og eiga enga krafta aflögu, eftir að þeir hafa haft ofan í sig og á. Öllum eru líklega í fersku minni hinar hroðálegu sjónvarpsmyndir, sem sýndar voru af fórnarlömbum harðstjórans í Rúmeníu eftir bylt- inguna þar. Skyldum við eiga eftir að sjá eitthvað sambærilegt frá Sovétríkjunum, þegar mennirnir með myndavélarnar fá fullt frelsi til að fara um þau?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.