Morgunblaðið - 18.09.1991, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 18.09.1991, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991 Þakstál með stíl Plannja stallað efni svart og tígulsteinsrautt. ISVÖR BYGGINGAREFNI Srhi 641255 ELFA IvorticeI vifturíúrvali Spaðaviftur - borðviftur - bað- herbergisviftur - gróðurskála- viftur - röraviftur - iðnaðarviftur - fjósviftur Hagstætt verð. í Kaupmannahöfn FÆST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OGÁRÁÐHÚSTORGI Opið bréf til mennta- málaráðherra Frá Berlínardeild Sambands ísl. námsmanna erlendis Þann 20. júni' síðastliðinn var haldinn fundur meðal íslenskra námsmanna í Berlín í tilefni þeirra stórfelldu breytinga á úthlutunar- reglum Lánasjóð íslenskra náms- manna. Við íslenskir námsmenn í Berlín lýsum yfir óánægju okkar yfir því hvernig umræða um ijármál lána- sjóðsins hefur farið fram í fjölmiðl- um að undanförnu. Þegar talað er um að námslán hafj „hækkað" á árunum 1989 og 1990 virðist gleymast að á árunum 1985 til 1989 voru námslán skert um 16,7% miðað _við þann framfærslugrunn sem LÍN hefur stuðst við ailt frá árinu 1875. Á því tímabili kom ber- lega í ljós að þau dugðu ekki til framfærslu. í tíð fyrrverandi ríkis- stjómar voru áðurnefndar skerðing- ar leiðréttar. Við teljum þess vegna með öllu óraunhæft að skerða námslán að nýju um 16,7%. Það er að okkar mati algert skilyrði fyrir vel heppnuðu námi að námslán dugi til framfærslu svo ekki séu .sífelldir óvissutímar skjótandi upp kollinum sem hljóta að koma niður á gæðum námsins. Þær breytingar á úthlutunarregl- urm LÍN sem varða námsframvindu og hámarksnámstíma teljum við fljótfæmislega unnar og ekki væn- legar til sparnaðar. Að einfalda úthlutunarreglurnar eins og fram kemur í grein 2.5.2 í breytingartil- lögunum um styttingu hámarks- námstíma úr sjö árum í fimm setur að okkar mati sjálfstæðri uppbygg- gera heimilið glæsilegt Ert þú að leita að vönduðum innihurðum? Þó bjóðum við hjó TS einar vönduðustu fulninga- hurðirnar ó markaðnum. Innihurðir í miklu úrvali. Massívar grenihurðir fró kr. 17.800,- Spónlagðar hurðirfró kr. 14.300,- T$ húsgögn og hurðir, Smiðjuvegí 6, Kópavogi, sími 44544. „Viljum við engan veg- inn tefla okkur gegn öðrum íslenskum náms- mönnum heldur vill fundurinn benda á að breytingar á úthlutun- arreglum krefjast yfir- vegaðrar og margtækr- ar upplýsingaöflunar.“ ingu náms og akademískri yfirsýn of þröngar skorður. Með tilliti til margflókins skipu- lags erlendra skólastofnana, ósam- ræmis milli einstakra skóla hvað varðar skilgreiningar á fyrrihluta- og seinnihlutanámi og mismunandi námstíma í hveiju landi fyrir sig, sem nauðsynlegur er til fulls náms og tilheyrandi námsgráðu, er ógjöi-ningur að setja allt námsferli undir einn hatt. Við sjáum þess vegna fram á að fimm ára reglan muni auka á svokölluð vafamál og þarmeð flækja afgreiðslu námslána og sprengja endanlega túlkunar- ramma úthlutunarreglanna. Sem er nú þegar oft og tíðum óljós. Grein 2.2. í breytingartillögunum um svokallaða 100% námsfram- vindu virðist til allrar hamingju ekki hafa náð fram að ganga. Kröf- ur háskóla um námsframvindu koma engan veginn til skila í áður- nefndri grein 2.2. heldur hefði hún einungis gert háskólanám illkleift fyrir stóran hóp fólks og mistúlkað námsárangur í ljósi happa og glappa tilfella. Væri slík 100% regla ekki tilgangslaus harka og í mót- eftir Hope Knútsson Nú fer af stað undirbúningsnám- skeið fyrir fjórðu borgaralegu ferm- inguna á fslandi. Alls hafa 42 ungl- ingar fermst á þennan hátt og yfir 600 manns verið viðstaddir þessa athöfn. Margir einstaklingar af eldri kynslóðinni, t.d. ömmur og afar fermingarbarnanna, voru viðstaddir athöfnina og höfðu orð á því að at- höfnin hefði verið falleg virðuleg og áhrifamikil. Á námskeiðinu leggjum við áherslu á mannleg samskipti, sið- fræði, og ábyrgð dnstaklingsins í nútímaþjóðfélagi. I októbermánuði verður helgarferð þar sem væntan- leg fermingarbörn kynnast hvert öðru í umræðum, göngutúrum, hóp- æfingum, og í fræðandi skemmtiat- riðum, t.d. verða ýmis dulræn fyrir- brigði afhjúpuð. I nóvember verður fyrirlestur um unglingamenningu fyrir fjölskyldur sem taka þátt í næstu fermingu. Umræðuhópar starfa þar sem eldri og yngri kyn- slóðin bera saman bækur sínar. Vik- ulegir fyrirlestrar og umræður hefj- ast síðan í janúar og verða í u.þ.b. A Aréttíng Á bls. 3 í Morgunblaðinu í gær birtist mynd af slysstað á mótum Miklubrautar og Grensásvegar þar sem skullu saman bíll og hjól. Af gefnu tilefni skal tekið fram að leigubíllinn sem sést á myndinni átti ekki þátt í slysinu. Leigubíl- stjórinn var fyrstur á vettvang og gerði hann lögreglu viðvart. sögn við raunverulega innistæðu fyrir þeim námsgráðum sem skól- arnir veita? Það getur heldur ekki verið þjóðarhagur að einstaklingar séu hraktir frá námi. Fundurinn telur að einn af agnú- um úthlutunarreglna LÍN varði ónógar upplýsingar um raunveru- legar aðstæður á hveijum stað. Sem dæmi má nefna að eðlilegur náms- tími við þýska háskóla er í flestum tilfellum lengri en 75% regla LÍN gerir ráð fyrir. LÍN lánar hámark 12 misseri til fyrrihluta- og seinni- hlutanáms en meðalnámstími í Þýskalandi er oftast lengri. Með þessu dæmi úr þýsku skóla- kerfi viljum við engan veginn tefla okkur gegn öðrum íslenskum náms- mönnum heldur vill fundurinn benda á að breytingar á úthlutunar- reglum kreljast yfirvegaðrar og margtækrar upplýsingaöflunar. Fundurinn ákvað í því sambandi að hefja upplýsingasöfnun í sam- ráði við aðrar SINE-deildir í Þýska- landi og hvetjum við til samráðs við námsmenn í þessum viðkvæmu málum. Lækkun tekjutillits lána úr 75% í 50% vænkar ekki hag námsmanna þar sem viðmiðunarupphæðin hefur lækkað um 16,7%. Fundurinn vill benda á að tekjutillit lána er tvír- ætt fyrirbæri: Um leið og það er námsmönnum í hag og í samræmi við íslenskar aðstæður að gerð séu uppgrip í launavinnu yfír sumar- mánuðina er ekki forsvaranlegt að rökstyðja námslánalækkun með auknum möguleikum á Iaunavinnu með námi. Ef námsmönnum er ýtt út í launavinnu með námi segir það sig sjálft að námstíminn lengist eða að gæði námsins minnka. Fundurinn vill að lokum mót- 15 vikur. Teknir verða fyrir mála- flokkamir: mannleg samskipti, sið- fræði, efahyggja, friðarfræðsla, lífs- skoðanir, vímuefni, kynfræðsla, um- hverfísmál, mannréttindi, jafnrétti, réttur unglinga í þjóðfélaginu og missir og sorg. Tilgangur borgaralegrar ferming- ar er að efla heilbrigð og farsæl við- horf unglinganna til lífsins. Kenna þeim að bera virðingu fyrir mannin- um, menningu hans og umhverfi. Undirbúa þá í að vera ábyrgir borg- arar. Borgaraleg ferming snýst ekki um trúarbrögð og er ekkert kennt á námskeiðinu sem er andstætt kirkjunni. Athöfnin að loknu námskeiðinu einkennist af virkri þátttöku ferm- ingarbarnanna sjálfra. Þau flytja ljóð og ræður um þýðingu þessara tíma- móta í lífi þeirra. Auk þess er flutt tónlist og ræður eru fluttar og að lokum er afhent fallegt skírteini sem staðfestir að þau hafí hlotið þessa fræðslu og séu fennd. Ástæður fyrir þátttöku fólks í borgaralegri fermingu eru margvís- legar. Sumir unglingar sem hafa fermst borgaralega eru trúaðir en þeim finnst undirbúningur okkar áhugaverðari en kirkjunnar. Aðrir fella sig ekki við prestinn í sinni sókn. Enn aðrir eru ekki tilbúnir að taka afstöðu til tnímála, geta ekki sætt sig við sumar kennisetningar eins og meyfæðinguna, erfðasyndina og þríeinan guð. Þá er líka hópur sem efast um tilvist guðs og vill ekki gefa nein óheiðarleg heit. Nokkrir þeirra eru sannfærðir trú- leysingjar. Það krefst hugrekkis að hugsa sjálfstætt og fara sínar eigin leiðir, sérstaklega á fermingaraldri. Borgaraleg ferm- ing - valfrelsi mæla öllum tilviljanakenndum skyndiákvörðunum í málefnum LÍN og telur að með svoieiðis áhlaupum sé tilveruréttur námsmanna sífellt dreginn í efa. Á meðan fjölmiðlaum- ræða um íslenska námsmenn og LÍN er á því plani sem hún er í dag teljum við að dreginn sé upp mynd af námsmönnum sem vinna ekki fyrir lánunum sínum og kynnt und- ir fordómum um að nám sé ekki vinna og verðmætasköpun. Með því að tefla saman launafólki og náms- mönnum og að gera námsmenn að blóraböggli íslensks þjóðfélags sjáum við hættulega þróun i aðsigi sem gengur þvert á ímynd vestræns lýðræðis. Það hefur hingað til ekki verið neinni þjóð til heilla að safna upp mótsögnumm, vandamálum og óánægju og gera minnihlutahóp ábyrgan sem allsherjarsökudólg. Fjárhagsvandi LÍN er á vissan hátt túlkunaratriði milli ráðuneyta frekar en galli á LÍN sjálfum. Námslánasjóður með jafn lýðræðis- leg markmið eins og LÍN, um að allir eigi kost á námi án tillits til efnahags, mun að sjálfsögðu alltaf vera útgjaldaliður fyrir ríkissjóð og teljum við að sá gangur mála sé eðljlegur. íslenskir námsmenn í Berlín hvetja til þess að staðinn sé vörður um æðstu markmið LÍN því þau eru einnig hluti af stolti okkar og sérstöðu sem íslendingar. Þess vegna er að okkar mati al- gjört forgangsatriði hverrar ríkis- stjórnar að sjóðnum sé tryggð ör- ugg framkoma. I nútímaþjóðfélagi byggist vel- megun og framfarir þjóða æ meira á fjölbreytilegri menntun og mögu- leikum til endurmenntunar. Til þess að ísland dragist ekki aftur úr og bijóti ekki eigin gildi og sjálfsímynd verður að tryggja fjölbreytta og lýðræðislega framtíð í íslenskum menntamálum. Fyrir hönd Berlínardeildar Sambands íslenskra námsmanna erlendis. Anna Kristín Hjartardóttir Eygló Ingólfsdóttir Guðrún Jónsdóttir Halldór Hauksson Hope Knútsson „Það krefst hugrekkis að hugsa sjálfstætt og fara sínar eigin leiðir, sérstaklega á ferming- araldri.“ Við hjá Siðmennt teljum að ungl- ingar á þessum aldri velti yfirieitt ekki trúarlegum hugmyndum fyrir sér. Við viljum að fermingaraldurinn verði fijáls. Við getuin ekki hækkað fermingaraldurinn upp á okkar eins- dæmi, en við getum boðið annan valkost. Valfrelsi hvetur fólk til að hugsa meira um hvað það vill og hvað hæfirþví best. í lýðræðissamfé- lögum hefur fólk frelsi til að hafa mismunandi skoðanir á lífínu og trú eins og mörgu öðru. Mikilvægt er að fólk viti að til er val. Höfundur er stjórnarmeðlimur í Siðmennt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.