Morgunblaðið - 18.09.1991, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 18.09.1991, Blaðsíða 4
janu 4 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991 Sigurður Bergsteinsson VEÐUR VEÐURHORFUR íDAG, 18. SEPTEMBER YFIRLIT: Búist er við stormi á norðaustur-, austur-, Austfjarða- og suðausturmiðum. Um 400 km vestur af Reykjanesi er 995 mb. lægð að eyðast en um 500 km suðsuðaustur af Dyrhóley er vax- andi 985 mb. lægð á hreyfingu norðnorðaustur. SPÁ Norðlæg og síðar norðvestlæg átt, hvassviðrí eða stormur um landið austanvert, en lítiö eitt hægari vestantil. Rigning éða skúrir víðast hvar, einkum á Norðaustur- og Austurlandi. Kólnandi veður, sérstaklega um landið norðanvert. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á FIMMTUDÁG: Minnkandi norðan og norðvestan átt og svalt í veðri. Slydduél um landið norðanvert en líklega þurrt syðra. HORFUR Á FÖSTUDAG: Suðaustan strekkingur og rigning sunnan- lands og vestan, en hægari sunnanátt á Norður- og Austurlandi og úrkomulítið, hlýnandi veður. Svarsími Veðurstofu íslands — Veðurfregnir: 990600. TÁKN: Heiðskírt Léttskýjað Hálfskýjað Skýjað Alskýjað / Norðan, 4 vindstig: Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / / / / / / Rigning / / ./ * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * 10 Hitastig: 10 gráður á Celsius V Skúrir * V El = Þoka = Þokumóða ’ , ’ Súld OO Mistur —Skafrenningur Þrumuveður VEÐUR VIÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri 7 skýjað Reykjavfk 8 rigning Bergen 12 rigning Helsinki 13 hálfskýjað Kaupmannahöfn 17 skýjað Narssarssuaq 26 mistur Nuuk 2 léttskýjað Osló 12 rlgning Stokkhólmur 15 skýjað Þórshöfn 11 rigning Algarve 32 heiðskírt Amsterdam 17 skýjað Barcelona 26 mistur Berlín 20 skúr Chicago 10 léttskýjað Feneyjar 25 þokumóða Frankfurt 22 skýjað Glasgow 16 skýjað Hamborg 18 skúr London 21 léttskýjað Los Angeles 16 þoka Lúxemborg 18 skýjað Madrid 31 heiðskirt Malaga vantar Mallorca 32 léttskýjað Montreal 20 léttskýjað NewYork 26 mistur Orlando 24 þokumóða París 20 léttskýjað Madeira 26 léttskýjað Róm 26 léttskýjað Vfn 17 rigning Washlngton 25 þokumóða Winnipeg 6 skýjað Bessastaðir: Leifar um mann- vist frá því á 9. öld FORNLEIFAUPPGREFTRI á Bessastöðum, vegna framkvæmda sem þar eiga að fara fram, er nú senn að ljúka. Verkið hefur staðið í tvö ár með hléum og hafa fundist leifar um mannvist undir gjóskulagi frá því seint á 9,öld. Fornleifafræðingarnir Sigurður Bergsteinsson og Guðmundur Ólafsson hafa stýrt rannsóknunum. Fomleifarannsóknir hófust á Bessastöðum árið 1987 þegar verk- amenn sem unnu við viðgerðir á gólfi Bessastaðastofu komu niður á. húsarústir. Leiddi rannsókn í ljós að hér væri um konungsgarð að ræða, þ.e.a.s. bústað æðsta emb- ættismanns konungs, og voru rúst- irnar varðveittar í kjallara Bessa- staðastofu þar sem þær eru almenn- ingi til sýnis. Tveimur árum seinna var ákveðið að endurbyggja staðinn en í kjölfar þeirrar ákvörðunar var Þjóðminja- safninu falið að rannsaka þann hluta lóðarinnar sem yrði fyrir hnjaski vegna fyrirhugaðra fram- kvæmda. Hafa þessar rannsóknir að sögn Sigurðar Bergsteinssonar staðið með hléum frá árinu 1989 en þeim lýkur sennilega eftir tvo til þrjá mánuði. Sigurður segir að komið hafi verið niður á rústir alls staðar þar sem borið hefði verið niður. Væru þær elstu frá því snemma á miðöldum (lO.öld) en leifar hefðu fundist allt til dagsins í dag. Þá sagði hann að leifar eftir mannvist hefðu fundist undir svo- kölluð landnámslagi sem er gjósku- lag frá því seint á 9. öld. Væri um að ræða móösku og torfusnepla en hvorki hefðu fundist hlutir né leifar af byggingum. Af þeim sökum væri ekki hægt að slá neinu föstu um búsetu fólks á staðnum enda væri ekki getið um landnámsbæ á Bessastöðum í Landnámu. Leifar hafa fundist undir landnámslagi í Suðurgötu í Reykjavík og Vest- mannaeyjum. í samtali við Sigurð kom fram að fáir hlutir hefðu fundist í rústun- um. Þó nefndi hann sem dæmi að fundist hefði snældusnúður frá því á miðöldum og fjögur sáför (stór matarílát grafin í gólf). Árið 1987 fundust á Bessastöðum meðalaglös frá því á 18. ö!d þegar Apótek ís- lands var staðsett þar um tíma. Leifar frá skólahaldi hafa einnig fundist á Bessastsöðum, meðal ann- ars skriftarspjöld skólapilta. 5 manns vinna nú við fomleif- auppgröft á Bessastöðum. Austur-Skafta- fellssýsla: Tíu bændur hætta sauð- fjárbúskap HSfn. 2.500 ÆR verða skornar niður í Austur-Skaftafellsýslu í haust og þar með hætta tíu bændur sauðfjárbúskap. Slátrað verður ámóta fjölda og fyrir ári, eða um 31.000 fjár, að meðtöldu því er skorið er niður og hefst slátrun á morgun, þriðjudag. Fé til slátrunar hjá Kaupfélagi Austur-Skaftfellinga kemur af svæðinu frá Oræfum í vestri austur um í Alftafjörð. Að auki er slátrað fyrir einhverja aðila úr Berufirði. Að sögn Einars Karlssonar sláturhússtjóra vantar enn um tíu til fimmtán manns til að full- manna húsið, en þar hafa starfað 50-55 manns í sláturtíðinni. Helst er að vanti menn við fláningu. Lokið er við endurbætur á slátur- húsinu á Höfn og stefnt er að því að fá viðurkenningu Evrópuband- alagsins á því. Slátrun mun standa út október. - JGG. ------♦ ♦ ♦ Breiðholt: Borg-in greiðir 15% af stofn- kostnaði við heilsugæslustöð BORGARRÁÐ hefur samþykkt að taka þátt í stofnkostnaði vegna heilsugæslustöðvar að Þönglabakka 6 í Breiðholti. Áætlaður stofnkostnaður er 90 milljónir króna og greiðir borg- in 15%, eða um 13,5 milljónir. Gert er ráð fyrir að fram- kvæmdir hefjist í byijun næsta árs og að heilsugæslustöðin taki til starfa um mitt næsta ár. í bréfi fjármálaráðuneytisins, sem lagt var fram í borgarráði kemur fram að keypt hafi verið 2. hæð í húsinu við Þönglabakka 6 til nota fyrir heilsugæslustöð í Mjódd fyrir íbúa í Breiðholti. Kaupverð er rúmar 42,1 milljón króna sem ríkissjóður hefur greitt að fuilu. Byggingarnefnd heilsu- gæslustöðva í Reykjavík hefur látið vinna frumtillögur að inn- réttingu húsnæðisins og er kostn- aður áætlaður um 50 milljónir án búnaðar. „Á þessu stigi er stofn- kostnaður heislugæslustöðvar í Mjódd því áætlaður um 90 milljón- ir króna án búnaðar," segir í bréf- inu. ------♦_♦_♦---- Réttarháls 2: Ófullnægjandi brunavarnir hjá tveimur fyrirtækjum BORGARRÁÐ hefur samþykkt bókun byggingarnefndar Reykjavíkur um að tveimur fyrirtækjum, Efnaver hf. og Hús og lagnir hf. að Réttar- hálsi 2, verði veittur frestur til 10. október til að ljúka fram- kvæmdum vegna brunavarna. Ella verði beitt dagsektum 5.000 krónum á dag frá þeim tíma. í bókun byggingarnefndar seg- ir, að undanfarin ár hafi á vegum byggingarfulltrúa og slökkviliðs- stjóra verið gerðar úttektir á brunavörnum stærri iðnaðarhúsa og farið fram á úrbætur, þar sem þurfa þykir. „Húseigendur hafa brugðist misjafnt við og stundum hefur verið nauðsynlegt að sam- þykkja dagsektir til að knýja fram úrbætur. Varðandi Réttarháls 2, samþykkti byggingarnefnd 13. júní sl., dagsektir fyrir húsið í heild og voru þær staðfestar í borgarráði 18. s.m. Nú hafa verið gerðar þær úrbætur sem krafist var hjá öllum fyrirtækjum í hús- inu, nema þessum tveimur, Efna- ver hf., og Hús og lagnir hf. Það er því nú lagt til að samþykkja eingöngu dagsektir á þessi fyrir- tæki.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.