Morgunblaðið - 18.09.1991, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. SEPTEMBER 1991
Grenivík:
Lokið við að
setja stálþil
í höfnina
LOKIÖ verður við að setja niður
50 metra langt stálþil við höfnina
á Grenivík í vikunni, en byrjað
var á verkinu í byrjun sumars.
,Þá eru framkvæmdir við undir-
búning að malbikun Hafnargötu
einnig á lokaspretti.
Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri í
Grýtubakkahreppi sagði að menn
væru ánægðir með hafnarfram-
kvæmdir á staðnum, en í kjölfar
þeirra mun verða pláss fyrir GrenL
víkurflotann allan í höfninni. Á
næsta ári er stefnt að því að leggja
þekju á stálþilið.
Kostnaður við gerð stálþilsins er
tæplega 30 milljónir króna og er
hlutur Grýtubakkahrepps við verkið
25%.
Samhliða framkvæmdum við
höfnina hefur í sumar verið unnið
að undirbúningi þess að malbika
Hafnargötu, sem liggur úr þorpinu
og niður að höfninni, en áætlað er
að malbika götuna á næsta ári.
Lóöir undir
atvinnustarf-
semi lausar
Stúdenta-
garðar byggðir
FRAMKVÆMDItt eru hafnar við
byggingu stúdentagarða við
Klettastíg, en stefnt er að því að
taka fyrsta fjölbýlishúsið af
þremur í notkun að ári.
í tveimur húsanna verða níu
tveggja og þriggja herbegja íbúðir,
en einstaklingsherbergi, alls tólf í
hinu þriðja. Áætlaður kostnaður við
byggingu fyrsta hússins er 54 millj-
ónir, en kostnaðaráætlun húsanna
allra er upp á 138 milljónir króna.
Stúdentagarðarnir eru byggðir á
vegum Félagsstofnunar stúdenta,
en verktaki er Fjölnir hf.
Réttað var í Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit síðastliðinn sunnudag, en fé mun fækka mjög í sveitinni í haust.
Morgunblaðið/Benjamín
Sauðfé stórfækkar í Ejjafjarðarsveit
Sala fullvirðisréttar gefur bændum sem komnir eru á efri ár tækifæri til að hætta
Ytri-Tjörnum.
SAUÐFÉ mun stórfækka hér í Eyjafjarðarsveit í haust. Að
sögn Olafs Vagnssonar hjá Búnaðarsambandinu er fækkunin
allt að 20%.
Nokkuð margir bændur hætta rétt fyrir heimilið, eins og menn
allri sauðfjárframleiðslu, en aðrir orða þ'að. Sumir af þessum
verða með örfáar kindur, svona bændum er komnir á efri ár og
grípa það tækifæri sem nú gefst
með sölu á fullvirðisrétti.
Göngur hér um slóðir taka
aðeins einn dag. Gengið var síð-
astliðinn laugardag og hreppti
gangnafólk leiðindaveður, all-
hvasst að norðan og úrhellisrign-
ingu. Gafst frekar lítið næði til
að lyfta fleygum og taka lagið
og voru menn óvenjufljótir að
hverfa til síns heima að göngum
loknum. - — Benjamín
ÞRJÁR lóðir undir atvinnustarf-
semi við Viðjulund og tvær við
Undirhlíð verða auglýstar lausar
til umsóknar innan skamms, en
bygginganefnd Akureyrarbæjar
mun úthluta lóðunum.
Heimir Ingimarsson formaður
bæjarráðs sagði á fundi bæjarstjórn-
ar í gær, að ákveðið hefði verið að
auglýsa umræddar lóðir þar sem
fram hefðu komið óskir um að
byggja á þessum svæðum frá nokkr-
um aðilum. Hann sagði að mönnum
væri umhugað.um að hefja hið fyrsta
framkvæmdir þannig að ákveðið
hefði verið að flýta afgreiðslu í bæj-
arkerfinu sem unnt væri.
Lóðirnar þtjár við Viðjulund eru
á svæðinu ofan við Lund og upp að
Mjólkursamlagi KEA annars vegar
'og hins vegar við Undirhlíð. Þar er
um tvær lóðir að ræða. Hvað aðra
þeirra varðar hafa komið fram óskir
um að byggja þar undir hjólbarða-
þjónustu og verslunarhús, en á hinni,
sem er á mótum Undirhlíðar og
Langholts, hefur verið sótt um að
byggja stórt gróðurhús þar sem
einnig yrði blómaverslun.
Á milli 15 og 20 geit-
ungabúum veríð eytt
Héraðsnefnd Eyjafjarðar:
Stefnt að byggingu viöbót-
arhúsnæðis við VMA og MA
GEITUNGAR hafa í auknum mæli gert sér bú í görðum á Akur-
eyri í sumar og hefur meindýraeyðir bæjarins eytt á milli 15 og
20 geitungabúum. Látlaust var hringt á skrifstofu umhverfisdeild-
ar í gær, þar sem meindýraeyðir hefur aðsetur og kvartað yfir
geitungum á sveimi.
BYGGING D-álmu við Verkmenntaskólann á Akureyri og viðbótar-
húsnæðis við Menntaskólann á Akureyri, sem gætu orðið allt að eitt
þúsund fermetrar að stærð koma næst á eftir því að ljúka 5. og 6.
áfanga VMA í forgangsröð vegna framkvæmdaáætlunar við fram-
haldsskólanna á Akureyri. Um þá áætlun var fjalla á fundi Héraðs-
nefndar Eyjafjarðar í fyrradag.
Guðný Sverrisdóttir formaður
Héraðsnefndar Eyjafjarðar sagði
að á fundi nefndarinnar hefði verið
samþykkt að vinna áfram að fram-
kvæmdaáætlun sem starfshópur á
vegum nefndarinnar hefði lagt, en
samkvæmt henni er gert ráð fyrir
að ljúka 5. og 6. áfanga við Verk-
menntaskólann á Akureyri ásamt
lágmarksframkvæmdum við lóð
skólans.
Þá er og gert ráð fyrir að hefj-
ast handa við byggingu D-álmu við
Verkmenntaskólann, sem reiknað
er með að verði á bilinu 800—1.000
fermetrar að stærð, og einnig er
áformað að byggja viðbótarhúsnæði
við Menntaskólann á Akureyri sem
yrði svipað að stærð. Samkvæmt
framkvæmdaáætluninni er stefnt
að því að þessum byggingum verði
lokið fyrir 1. ágúst 1995. Reiknað
er með að kostnaður við þessar
framkvæmdir nemi um 100 milljón-
um króna á ári. í hlut ríkis kemur
að greiða 60% af byggingarkostn-
aði, en þau sveitarfélög sem aðilar
eru að rekstri framhaldsskólanna á
Akureyri munu greiða 40%, en
heimabærinn, þ.e. Akureyri greiðir
helming af hlut sveitarféiaganna
og afgangurinn jafnast niður á
sveitarfélögin eftir höfðatölu.
Á fundi Héraðsnefndar í fýrra-
dag var einnig samþykkt að fela
héraðsráði að skipa þriggja manna
starfshóp til að fara í saumana á
skólaskipan í Eyjafirði.
Svanberg Þórðarson meindýra-
eyðir sagði að geitungarnir væru
nú að yfirgefa búin og leita sér
skjóls fyrir veturinn og því bæri
svo mikið á þeim. Ástæðulaust
væri hins vegar fyrir fólk að ótt-
ast þá; að öllu jöfnu létu þeir fólk
afskiptalaust væru þeir ekki
áreittir.
Mest hefur borið á geitungabú-
um á Suðurbrekku og Oddeyri,
þar sem gróður er hvað mestur,
en búin hanga oftast í trjám. Eitt
bú fannst þó uppi á háalofti í
húsi og í gær eyddi Svanberg
geitungabúi sem komið hafði ver-
ið fyrir í moldarbarði í garði ein-
um.
Mun meira hefur borið á geit-
ungum í sumar en áður og hefur
tæplega 20 búum verið eytt, en
voru örfá síðasta sumar. Svanberg
sagði að eflaust skipti máli hversu
góður síðasti vetur var, en hann
var snjóléttur og fremur lítið frost,
þannig að flugurnar lifðu frekar
af. „Eg hef bara orðið var við
eina teguna geitunga, en þær er
nokkuð margar til. Ég trúi ekki
öðru en við getum lært að lifa
með þessum flugum eins og aðrar
þjóðir,“ sagði Svanberg.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Svanberg Þórðarson meindýra-
eyðir hefur eytt tæplega 20
geitungabúum á Akureyri í
sumar, sem er óvenjumikið, en
í fyrrasumar eyddi hann örfá-
um búum. Á myndinni má sjá
geitungabú sem Svanberg
eyddi í gær, en því var komið
fyrir í moldarbarði í garði ein-
um.