Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. ÖKTÓBER 1991
Minning:
Guðni Gestsson frá
Mel íÞykkvabæ
33
Minning:
Jóhannes Hjálmars■
son frá Siglufirði
Fæddur 17. mars 1909
Dáinn 4. október 1991
m í dag’ verður jarðsunginn frá
® Keflavíkurkirkju, elskulegur afí
okkar og langafí, Guðni Gestsson,
en hann lést í Sjúkrahúsi Keflavík-
ur 4. október sl.
Okkur langar í fáum orðum að
minnast afa sem var okkur svo
kær.
Afi ólst upp í Þykkvabæ. Þar
stundaði hann landbúnaðarstörf
ásamt því að sækja vertíðar. Þeg-
ar hann svo flutti til Keflavíkur
haustið 1946 ásamt eiginkonu
sinni Vigdísi Pálsdóttur og fimm
börnum þeirra, en Vigdís (Vigga
amma) gekk þá með sjötta bamið.
Fór afí að vinna ýmsa verka-
mannavinnu og liðtækur var hann
3 með hamarinn. Nutu ættingjar og
vinir góðs af er þeir voru að koma
gj sér upp þaki yfír höfuðið. Það
gekk vel undan honum. Hann snéri
sér ekki að neinu með hangandi
■ hendi.
Á seinni ámm gerði afí mikið
af því að leggja kapal og var han
ólatur við að kenna okkur á spilin.
Hann var hæglátur og flíkaði ekki
tilfinningum sínum. Gott var að
tala við afa, þó sérstaklega í ein-
rúmi. Það sem var rætt fór ekki
langt.
Afí og amma áttu lengst af
heima á Heiðarvegi 12 þar til fyr-
ir fáeinum ámm að þau fluttu í
hús aldraðra við Kirkjuveg og áttu
þar notalegt heimili. Þar var oft
þröngt á þingi enda þau hjónin
góð heim að sækja. Á laugardags-
og sunnudagsmorgnum var oft
p margt um manninn þegar afkom-
endurnir fjölmenntu á fund, eins
og við kölluðum það. Þá var afi
) búinn að baka handa okkur pönnu-
kökur sem alltaf voru jafn vinsæl-
Er við hjónin vorum á ferð í
Þýskalandi í lok ágústmánaðar í
sumar barst okkur sú fregn frá
Köln að dr. Löffler hefði fengið
aðsvif á heimili sínu í Köln og lægi
þungt haldinn á sjúkrahúsi þar í
borg. Þar andaðist hann 3. sept-
ember síðastliðinn á 92 aldursári.
Utför hans var gerð í kyrrþey,
aðeins nánustu ættingjar og vinir,
samkvæmt hans eigin ósk, enda
" honum líkt að vilja ekki vera í sviðs-
ljósinu, hvorki í lífí né dauða.
Þegar hljóðlega lokast dyr í
£S* hinsta sinn, vitja minningarnar
manns, hlýjar og gefandi um innileg
samskipti og vináttu við þennan
” mæta mann og íslandsvin sem nú
er kvaddur með trega og virðingu
í hárri elli, og saknað af öllum er
til þekktu. Saddur lífdaga og sáttur
við alla kvaddi dr. Löffler þetta líf,
eftir langa og viðburðaríka starfs-
ævi. Hann var andlega hress til
hins síðasta, þótt líkaminn væri
farinn að hröma og hann hélt 6.
maí síðastliðinn upp á 91 árs af-
mæli sitt með venjulegri reisn og
höfðingsskap. Sagði hann þá með
kímnissvip að úr því að hann hefði
náð níræðisaldri, gæti hann vel
hugsað sér úr þessu að doka við til
hundruðasta aldursársins.
Dr. Löffler fæddist 6. maí árið
1900 í Köln-Deutz, útborg á hægri
bakka Rínarfíjótsins. Ilann var sá
yngri af 2 sonum foreldra sinna,
v sem þeir misstu ungir og voru síðan
aldir upp af frænku þeirra. Eldri
bróður sinn, Helmut, missti hann í
► síðari heimsstyijöldinni. Dr. Löffler
lauk hagfræðiprófí frá hagfræði-
deild Kölnarháskóla og síðar dokt-
orsgráðu. Stundaði hann síðan hag-
ar, þótt sumum fyndust. þær held-
ur sykraðar.
Elsku amma, og við öll,
höfum mikið misst, en
minninguna tekur enginn frá okk-
ur, hana geymum við hjá því dýr-
mætasta sem við eigum. Við vitum
að vel hefur verið tekið á móti afa
er hann kvaddi þetta tilverustig.
Gleymum ekki að þakka Guði
það sem við höfum nú og
höfum haft.
Elsku amma. Við biðjum algóð-
an Guð að vera með þér og okkur
öllum er syrgjum afa og að gefa
okkur styrk í sorginni.
Blessuð sé minning afa.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þðkk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Anna María, Ari og börn.
Guðný og Júlli. Ingiberg Þór.
Eg vil með fáum orðum minn-
ast tengdaföður míns og votta
honum virðingu og þakklæti.
Guðni fæddist 17. mars 1909
að Mel í Þykkvabæ og ólst þar
upp. Hann var þriðja barn foreldra
sinna, Kristínar Þórðardóttur og
Gests Helgasonar. Elstur var Fel-
ix, þá Amfríður, Helga og Lilja,
öll látin, en uppeldisbróðir, Ólafur
Guðbrandsson, býr á Akranesi.
Guðni kvæntist eftirlifandi konu
sinni, Vigdísi Pálsdóttur frá Ekru
í Oddahverfí, og eignuðust þau sex
börn; Svein, Elínu, Ingunni, Gest,
Pálínu og Kristínu. Bamabörnin
em 19 og barnabarnabörn 10.
Guðni og Vigdís hófu búskap í
Þykkvabæ, fyrst að Tjörn en fluttu
fljótlega að Vesturholtum. Haustið
1946 flutti fjölskyldan til Keflavík-
ur á Heiðarveg 12 en fyrir þrém
áram á Kirkjuveg 11. Guðni starf-
aði á uppvaxtar- og búskaparárum
að Vesturholtum við almenn sveit-
astörf. Ungur hóf hann sjósókn á
vertíðarbátum frá Vestmannaeyj-
um og réri alls ellefu vetrarvertíð-
ir þaðan. Við húsasmíðar vann
hann mikið með sveitabúskapnum
og fyrstu árin í Keflavík hjá Þór-
arni Ólafssyni. Um 1949 hóf hann
störf hjá Huxley Ólafssyni, fyrstu
þijú árin við fiskverkun og síðan
um þijátíu ára skeið við Fiskiðjuna
í Keflavík við smíðar og fleira.
Guðni var hlédrægur en undir bjó
glettni, ávallt sterkur talsmaður
þeirra er minna máttu sín, hafði
yndi af leiklist, lék í mörgum leik-
ritum ásamt systkinum og fleiri
Þykkvabæingum. Flestar frístund-
ir sem til féllu nýtti hann til að
aðstoða ættingja og vini við hús-
byggingar. Nú er leiðir skilur kveð
ég vin með söknuði, votta Vigdísi,
bömum hennar og öðram ástvin-
um innilegar samúðarkveðjur.
Ellert B. Skúlason
fyrir land og þjóð, ef þörf reyndist,
enda voru þau bæði í eðli sínu ákaf-
lega jákvæð og fluttu allt til betri
vegar.
Fyrir áram seldi dr. Löffler fyrir-
tæki sitt „Cyclop International”
enda orðinn lúinn og heilsan tekin
að bila. Margt fleira mætti rita um
líf og störf þessa ágætismanns, sem
hér skal ekki farið út í, en nú, þeg-
ar leiðir skilur að sinni, þá er það
ættingjum og vinum huggun að
fögur minning lifir með öllum þeim
sem áttu því láni að fagna að hafa
kynnst og verið um tíma samferða-
menn þessa aldna heiðursmanns.
Einnig héðan frá landi ísa og elda,
fylgja honum á þeim leiðum, sem
hann hefur nú lagt út á, þakkir
vinanna mörgu, bæði hér heima og
erlendis, sem senda eftirlifandi syni
og öðruml nákomnum innilegar
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning dr. Ottos
Löfflers.
Geir R. Tómasson
Fæddur 3. október 1917
Dáinn 3. október 1991
Minningarnar verða að myndum
á stund tregans. Ég geng inn í hús
á firðinum, hús undir háu fjalli. —
Það er alltaf svo hlýtt í þessu húsi.
— Það er blómstrandi rós í suður-
glugganum, beijalyng fyrir ofan
húsið og útsýni yfír ijörðinn. í eld-
húsinu sest ég á háa stólinn við stóra
eldhúsborðið sem á eru heimabakað-
ar kökur. Jói frændi segir sögur með
djúpri rólegri rödd og Kristbjörg
hlæi' sínum dillandi hlátri. — Það
er alltaf svo hlýtt í þessu húsi en
það mikilvægasta er ósýnilegt aug-
unum.
Nú hefur Jóhannes Hjálmarsson
kvatt okkur — síðastur af systkin-
unum þrettán frá Húsabakka í Að-
aldal — sem flutti til Sigluíjarðar
með foreldrum sínum Kristrúnu
Snorradóttur og Hjálmari Kristjáns-
syni. Öll hafa systkinin kvatt á þeim
tíma ársins er litir og ljós taka að
hopa fyrir skammdegisskuggunum,
enda vora þau börn lita, Ijóss og
ljóða. Það er trúa mín að nú séu þau
sameinuð þar sem tilveran er ljóð
og ljós.
Jóhannes var íþróttakennari og
starfaði við það framan af — og
íþróttamaður var hann góður. Hann
lagði gjörva hönd á margt á starfs-
ævi sinni, en best man ég eftir Jóa
frænda sem sjómanni, og þá fyrst
og fremst á trillunni sinni, sem hét
Kristbjörg. Það sannaðist á Jóa að
þeir fiska sem róa, því hann sótti
björg í bú á sumrin, einn á trillunni
og varð síðhærður og sæbarinn er
haustaði og þá fannst mér hann
verða eins og persóna úr sögum um
frækna sægarpa. — Og hann kunni
að segja sögur.
Jóhannes var gæfumaður. Hann
kvæntist Kristbjörgu Marteinsdóttur
frá Ystafelli. Þau eignuðust sjö börn
og bjuggu í húsi undir háu íjalli á
Siglufirði. Börnin eru Marteinn,
kvæntur Sigurlaugur Haraldsdóttur
og búa þau í Hveragerði. Þorsteinn
kvæntur Helgu Þorvaldsdóttur, þau
búa á Siglufirði. Sigríður gift Eiríki
Jónssyni, þau búa á Akureyri.
Hjálmar kvæntur Kolbrúnu Friðriks-
dóttur, heimili þeirra er á Siglufirði.
Kara, hún býr í Hveragerði. Kristín,
hennar maður er Þorkell Rögnvalds-
son, þau búa á Akureyri. Signý gift
Þórði Björnssyni, þau búa á Siglu- "*
firði. Áður en Jóhannes kvæntist
eignaðist hann dóttur, Kristbjörgu,
sem gift er Jóni Þór Bjamasyni og
búa þau í Reykjavík. Bamabörnin
eru tuttugu og tvö og barnabörnin
eru fjögur.
Jói frændi var jafnaðarmaður og
trúr þeirri stefnu. Hann var Ijóðelsk-
ur og unni náttúrunni og landinu.
Hann var ekkert fyrir hjóm. Hann
var hreinskilinn og var lítt fyrir að
látast. Hann var hagmæltur en flík-
aði því ekki. Áleit að aðrir væru *
færari.
Á kveðjustund áttum við okkur á
því að sú stund veldur þáttaskilum
í lífi okkar sem eftir lifum, lífíð verð-
ur ekki eins og það var. Af því að
Jói frændi er farinn. Minningarnar
lifa og þakkirnar eru kærar fyrir að
hafa átt móðurbróður með djúpa og
rólega rödd og vinarþel sem aldrei
gleymist.
Elsku Kristbjörg og fjölskylda,
innilegar samúðarkveðjur. Guð
blessi ykkur og minninguna um Jó-
hannes Hjálmarsson.
Sigríður K. Stefánsdóttir
® Minning:
Dr. Otto Löffler
fræðistörf hjá ýmsum stofnunum
og fyrirtækjum, en gerðist loks
meðeigandi að stórfyrirtækinu
„Cyclop” í Köln, sem síðar stofnaði
útibú í nokkram löndum, bæði .í
Evrópu og Ameríku. Konu sína
Beatrix, fædd Erkes, missti hann
1973. Þeim varð sjálfum ekki bama
auðið, en kjörsonur þeirra Henner,
hefur reynst öldraðum föður sínum
einstaklega vel, og miklir kærleikar
verið þeirra í milli. Það sama má
segja um bamabömin tvö, sem þótti
mjög vænt um afa sinn og sakna
nú^góðs vinar.
í gegnum tengsl sín við Erkes-
fjölskylduna komst dr. Löffler í
kynni við ísland og íslenskar fjöl-
skyldur og bast þannig óijúfa bönd-
um öllu sem íslenskt var. Hann
hefur frá árinu 1938 heimsótt ís-
land ótal sinnum og nú síðastliðið
ár með skemmtiferðaskipinu „m.s.
Europa”, er hann leit landið hinsta
sinni. Einnig eftir lát konu sinnar
hefur hann ávallt látið sér annt um
þá íslendinga sem til Rínarlanda
hafa leitað, hvort heldur til náms
eða annara erinda og verið reiðubú-
inn að rétta þeim hjálparhönd. Ár-
leg rausnarboð dr. Löfflers fyrir
Islendinga búsetta í Rínarlöndum
voru vel þekkt og mikils metin.
Þessi íslandsvinur var konsúll fýrir
ísland í Rínarlöndum í fjöldamörg
ár og fyrir öll hans störf á þessum
árum sýnid íslenska ríkið honum
verðuga viðurkenningu með því að
sæma hann íslensku fákaorðunni.
Löfflershjónin voru alla tíð einlægir
aðdáendur og vinir íslands og
slepptu aldrei neinu tækifæri til að
fegra og dásama sérkennilega feg-
urð landsins og halda uppi málsVörn
t
Eiginmaður minn og faðir okkar,
HAUKUR JÓMSSON,
Þverholti 26,
Reykjavík,
lést þann 10. október.
Rósa Einarsdóttir,
Kolbrún Hauksdóttir,
Auður Hauksdóttir,
Berglind Hauksdóttir,
tengdasynir og barnabörn.
t
Astkær eiginmaður minn,
ÞÓRIR ÞORLEIFSSON,
húsgagnabólstrari,
Gerðhömrum 1,
varð bráðkvaddur 10. október. Jarðarförin auglýst síðar.
Fyrir hönd barna, tengdabarna og barnabarna,
Guðrún Sturludóttir.
■1 Útför I-
INGIBJARGAR E. KRISTINSDÓTTUR,
Hlemmiskeiði,
sem lést í Borgarspítalanum 4. vallakirkju 15. október kl. 14.00. október, verður gerð frá Ólafs-
Kristín Eiríksdóttir, Ingólfur Bjarnason,
Vilhjálmur Eiríksson, Ásthildur Sigurjónsdóttir,
Leifur Eiriksson, Ólöf S. Ólafsdóttir,
Guðrún Eiríksdóttir, Steingrímur G. Pétursson,
barnabörn, tengdabörn og barnabarnabörn.