Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991 Vill ráða sextíu er- lenda leiðsögumenn FERÐASKRIFSTOFAN Úrval-Útsýn hefur sótt um leyfi til þess að ráða 63 útlendinga til leiðsögustarfa hérlendis næsta sumar. Kom þetta fram á ráðstefnu Ferðamálaráðs í Hveragerði í gær. Forráðamenn ferðskrifstofunnar segjast vera knúnir til að sækja um slíkt leyfi vegna þess að erlendar ferðaskrifstofur komist upp með að borga sínum farar- stjórum mun lægri laun en innlendar. Undanþágunefnd Ferðamálaráðs fer með leyfisveitingar i þessum málum. „Við erum einungis að fara fram á það að sitja við sama borð og erlendar ferðaskrifstofur sem bjóða skoðunarferðir hingað til lands,” sagði Halldór Bjarnason hjá Úrvali- Útsýn í samtali við Morgunblaðið í gær. „Þessar ferðaskrifstofur hafa stundað það á undanförnum árum að ráða til sín erlenda leiðsögumenn sem þiggja lág laun eða jafnvel engin fyrir störf sín. Mér er kunn- ugt um að erlendur fararstjóri, sem starfaði hér á landi í sumar, fékk 2.500 krónur í laun á dag á meðan við borguðum íslenskum leiðsögu- mönnum 12.500 kr. þegar launa- tengd gjöld eru talin með. Með þessari umsókn er Úrval- Útsýn einfaldlega að fara fram á, að það fái að ráða erlenda farar- stjóra til starfa og borga þeim lág laun eða þá að erlendar ferðaskrif- stofur verði skikkaðar til að borga sínum fararstjórum þau lágmarks- laun sem tíðkast hérlendis. Eins og Heimsbikarmótið: Salov vann biðskákina SALOV vann biðskák sína úr 13. umferð við Chandler á heimsbikarmótinu í skák í gær og færðist við það upp í 9.-11. sæti á mótinu. Staðan á toppnum hefur ekki breyst. Karpov og Ivantsjúk eru sem fyrr efstir og jafnir á mótinu með 10 vinninga, 1,5 vinninga forskot á næstu menn, sem eru Júgóslavarn- ir Ljubojevic og Nikolic. Jóhann Hjartarson er í 12. sæti með 6 vinninga. Síðasta umferð heimsbikar- mótsins verður tefld í dag á Hótel Loftleiðum og hefst klukkan 17.10. Þá tefla saman Anderson og Jóhann, Chandl- er og Karpov, Seirawan og Ivantsjúk, Nikolic og Ljubojevic, Timman og Gulko, Ehlvest og Khalifman, Speel- man og Beljavskí og Portisch og Salov. ástandið er nú, eru þeir í yfírburða- stöðu og geta boðið íslandsferðir á mun lægra verði en við,” sagði Halldór. Bima G. Bjamleifsdóttir, for- stöðumaður Leiðsöguskólans, segir að á undanförnum árum hafí sifellt fleiri erlendum fararstjórum verið leyft að starfa hérlendis og íslensk- ir leiðsögumenn hljóti að líta það mjög alvarlegum augum. Umsókn Úrvals-Útsýnar sé aðeins hluti af þeirri þróun og verði ekkert að gert, Ííði ekki á löngu uns útlendingar hafi þessa starfsgrein í sínum hönd- um. „Sú stefna var mörkuð fyrir nokkmm ámm að heimila útlend- ingum að vinna sem leiðsögumenn hérlendis ef þeir fengju laun sín frá erlendum aðilum enda væri einung- is um örfá tilvik að ræða. í fyrra unnu 46 útlendingar 1.300 dags- verk hér á landi sem leiðsögumenn en í sumar var um 71 einstakling að ræða sem vann samtals 2.600 dagsverk. Eg vil einnig benda á að málið snýst að nokkru leyti um náttúmvernd. Það em mjög nýleg dæmi um það að erlendir hópar hafi valdið spjöllum á íslenskri náttúm undir stjóm erlendra leið- sögumanna,” sagði Bima að lokum. Sjá fréttir af ferðamálaráð - stefnu á bls. 4 og 12. Morgunblaöið/RA^ Systkinin ásamt foreldrum sínum og litla bróður við afhendingu viðurkenninganna hjá SVFÍ í gær. Talið frá vinstri: Trausti Ingvarsson, Helga B. Björnsdóttir, Óskar Þórmundsson, með Óskar Björn í fanginu, og Birna Mjöll. Systkini heiðruð fyrir björgun Slysavarnafélag íslands heiðraði í gær tvö systkini, Birnu Mjöll Ingvarsdóttur og Trausta Ingvarsson, sem í vor björguðu með snarræði tæplega tveggja ára gömlum bróður sínum frá köfnun er hnetur stóðu í honum. Systkinin voru við þetta tækifæri gerð að ævifélögum í SVFI og afhent björgunarverðlaun unglinga. „Við vomm að passa Óskar ur og var allur biár í framan. Ég Bjöm þegar þetta gerðist. Ég var að baka og sá allt í einu að Oskar Björn lá í ganginum fyrir framan eldhúsið. Hann hafði fengið hnet- og Trausti hjálpuðumst að við að slá í bakið á honum þangað til hnetan iosnaði svo það var okkur báðum að þakka að hann bjargað- ist,” sagði Bima Mjöll í samtali við Morgunblaðið, og Trausti bætti við: „Svo hringdum við í vinafólk af því við mundum ekki símann hjá sjúkraliði.” Bömin þökkuðu móður sinni góðan árangur björgunarinnar en hún hafði kennt þeim hvernig bregðast ætti við ef slíkar aðstæð- ur kæmu upp. Undirmenn á kaupskipum boða verkfall: Yfirvinnubaimið hefur ekki borið tilætlaðan árangur - segir Jónas Garðarsson framkvæmdastjóri Sjómannafélags Reykjavíkur SJÓMANNAFÉLAG Reykjavík- ur hefur boðað til verkfalls und- irmanna á kaupskipum 1S.-25. október og 11.-15. nóvember að öllum dögum meðtöldum. Undir- menn á kaupskipum krefjast þess að kjarasamningur þeirra frá júlí 1989 taki gildi að nýju og gildi fram að áramótum. Þorkell Sigurlaugsson, framkvæmda- stjóri þróunarsviðs Eimskipa, segir að verkfallið muni hafa í för með sér töluverða röskun á rekstri fyrirtækisins og kostnað- arauka. Hann segir að reynt verði að koma á samningavið- ræðum. Yfirvinnubann frá 16. september heldur áfram. Á ekki von á að verðtrygging hverfi ór sögunni á næstunni - segir Valur Valsson formaður Sambands viðskiptabanka RIKISSTJÓRNIN hyggst afnema lögbundna verðtryggingu fjár- skuldbindinga frá ársbyrjun 1993. Menn á peningamarkaðinum hér telja að eftir sem áður verði inn- og útlán að meira eða minna leyti verðtryggð áfram. „Við tökum undir þessar aðgerð- ir sem eru í rauninni staðfesting á stefnu fyrrverandi ríkisstjórnar og þessarar. Við höfum reyndar óskað eftirþví að gildistímanum verði flýtt þannig að þetta taki gildi núna um áramótin,” sagði Valur Valsson for- maður Sambands viðskiptabanka. „Ég á ekki von á því að grund- völlur skapist til að afnema verð- tiyggingu á lánum, sérstaklega til lengri tíma. Verðtryggingin hefur reynst það haldreipi .sem sparifjár- eigendur hafa reitt sig á og ég held að ekki sé enn kominn sá tími að hægt sé að kasta henni í burtu. Við munum því enn um sinn búa við verðtryggingu á hluta okkar inn- og útlána,” sagði Valur. Hann sagðist telja heppilegra að lán til langs tíma bæru fasta vexti, bæði væri það betra fyrir þá sem væru að fjárfesta og einnig til að stýra fjárfestingaráformum. Vextir gætu verið háir þegar þensla er í þjóðfélaginu og öfugt þegar þenslan minnkar. „Til að þetta sé hægt þarf spar- endur sem eru tilbúnir að festa sitt fé með þessum hætti. Efnahags- ástandið og verðlagsþróun hér hef- ur verið með þeim hætti undanfarna áratugi að það er erfítt að fá slíka sparendur á allra næstu mánuðum og árum því þessu fylgir ákveðin áhætta,” sagði Valur. Friðrik Jóhannsson, forstjóri Fjárfestingarfélags íslands hf., seg- ir sjálfsagt að afnema lögbundna verðtryggingu fjárskuldbindinga. „Það er alveg sjálfsagt að menn geti samið um það sem þeim sýnist í sínum viðskiptum. Hver og einn á að geta samið eins og hann vill,” sagði Friðrik og bætti því við að eftir sem áður ætti hann von á að lán yrðu áfram verðtryggð, að minnsta kosti lán til lengri tíma. Aðspurður um hvort eðlilegt gæti talist að lán væru bæði verð- tryggð og einnig með breytilegum vöxtum, sagði Friðrik: „Ef það væri fullkomlega virkur peninga- markaður hér á landi þá gæti bank- inn tekið verðtryggt lán með breyti- legum vöxtum og lánað það síðan áfram til mín og þín með verðtrygg- ingu og breytilegum vöxtum. Bank- inn hlýtur að stefna að því að hafa sínar tekjur af vaxtamun en ekki taka áhættu sem felst í því að hafa fasta vexti öðrum megin í efnahag- inum en breytilega vexti hinum megin. Ég sé það fyrir mér að menn gætu samið um þetta ef þeim sýndist svo,” sagði Friðrik. Jónas Garðarsson, fram- kvæmdastjóri Sjómannafélags Reykjavíkur, sagði í samtali við Morgunblaðið að boðað hefði verið til verkfalls 18.-25. október að báðum dögum meðtöldum. Gert yrði hlé í tvær vikur en annar hluti verfallsins hæfíst mánudaginn 11. nóvember og stæði í fímm daga. Yfírvinnubann héldi áfram. Verkfallsmenn vilja að kjara- samningur þeirra frá júlí 1989 taki gildi að nýju og haldi fram að ára- mótum. I honum felst 3% launa- hækkun í þremur þrepum. Kjara- samningamir voru teknir af með bráðabirgðalögum en urðu lausir 15. september síðastliðinn. Strax daginn eftir var boðað til yfirvinnu- banns, en að sögn Jónasar hefur það ekki borið tilætlaðan árangur. Þorkell Sigurlaugsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs Eim- skipa, sagði að verkfallið hefði í för með sér verulega röskun á rekstri fyrirtækisins og kostnaðarauka. Þó kom fram í máli hans að ekki myndi allur rekstur fyrirtækisins stöðvast þar sem verkfallið næði einungis til skipa á Reykjavíkursvæðinu. Skip í strandsiglingu eða erlendis myndu ekki stöðvast. Engu að síður sagði hann að verkfallið væri afar óheppilegt. Hann sagði ekki ákveð- ið hvemig brugðist yrði við því á annan hátt en reynt yrði að efna til samningaviðræðna. Fimm meidd- ust í árekstri FIMM manns voru fluttir á slysa- deild eftir harða aftanákeyi-slu í glerhálku á afrein Miklubrautar inn á Reykjanesbraut um klukkan þijú í fyrrinótt. Fólkið var ekki talið mjög hættu- lega slasað, að sögn lögreglu. Óhappið varð þegar skyndilega var dregið úr ferð fólksbíls á aðreininni. Heimsókn forsætisráðherra til Noregs: Brundtland vill frestun OPINBERRI heimsókn Davíðs Oddssonar forsætisráðherra til Nor- egs, sem vera átti dagana 21. og 22. október verður líklega frestað um nokkra daga. „Það er ekki búið að ganga form- lega frá því að heimsókninni verði frestað, en við höfum heyrt um það gegnum sendiráð okkar í Ósló og sendiráð þeirra hér að Gro Harlem Brundtland muni hafa samband og leggja til að heimsókninni verði frestað,” sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra í gærkvöldi. „Það kemur sér örugglega vel fyrir báða aðila því heimsóknin á að vera á sama tíma og ráðgert er að ljúka EFTA/EES-viðræðunum. Það er ekki búið að taka ákvörðun um hvenær af heimsókninni verð- ur,” sagði forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.