Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTOBER 1991 41 VELVAKAMDI SVARAR f SfMA 681282 KL. 10-12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Œ Hvað er BLUP? Á hverjum morgni les ég Mogg- ann meðan ég skola niður uppáhalds korríflexinu,mínu með íslenskri kúa- mjólk. Þetta er holl athöfn að fæða andann með Moggalestrinu um leið og maður nærir holdið. Að loknum svona heilsusamlegum morgunverði er maður auðvitað í toppformi og tilbúinn að takast á við verkefni dagsins. En stundum verður eitthvað til að trufla þessa vanabundnu athöfn. í þetta skiptið var það blessður Mogginn, en á síðu 46 voru tvær óskiljanlegar fréttir um sama efni. Önnur var með fyrirsögninni: „Út- tektá BLUP:" og hin; „Dr. Þorvald- ur Ámason um niðurstöðu úttektar- nefndarinnar." Hmm? hugsaði ég og renndi augunum yfir textann. Þá rak ég augun í orð eins ög „Bún- aðarfélag íslands" og „hrossarækt" og áhugi minn var vakinn. Hvað skyldi þetta BLUP vera, hugsaði ég og las greinarnar með athygli. Og kornflexið missti allan sinn sjarma og mjólkin volgnaði á diskinum fyrir framan mig meðan ég leitaði að svarinu. En eftir lestur- inn var ég engu nær um hvað þetta BLUP væri, enda fjölluðu greinarn- ar mest um persónulegt skítkast þeirra sem deildu um notagildi mis- BLUP-ískra aðferða við hrossarækt beggja vegna Atlandsála. Nei, ég hlýt bara að hafa misskil- ið þetta, hugsaði ég og las báðar greinarnar aftur. Það hlýtur að leyn- ast einhver útskýring á þessu BLUP þarna einhvers staðar. Greinarnar fjölluðu um ótilgreindar aðferðir við hrossarækt, svo mikið var ljóst. Samt var ekki einu orði eytt á hvað þetta BLUP hefði með hrossarækt að gera, — en BLUP-ið var samt þungamiðja þess sem báðar grein- arnar fjölluðu um. Þetta var greini- lega hið dularfyllsta mál. Þá rak ég augun í fáein orð sem hefðu getað varpað ljósi á málið. í , annarri greininni var vitnað í eldri grein í „hestaþætti Morgunblaðsins á laugardag". Aha! hugsaði ég og Góður stjórn- andi á Bylgjunni Oft er verið að senda stjórnend- um á frjálsu útvarpsstöðvunum kaldar kveðjur fyrir óvandað málfar og fíflalæti í útsendingu. Ég tek undir þetta að mörgu leyti en þó er einn að mínu mati sem skarar fram úr hvað varðar gott málfar, skemmtilegar frásagnir og' góð lög. Þetta er Snorri Sturluson á Bylgj- unni sem fær frá mér góðar kveðj- ur fyrir öll hans þægilegheit. Kona úr Árbænum. leitaði í blaðagrindinni að laugar- dagsblaðinu, en án árangurs. Það var víst komið í búrið undir páfa- gaukinn. Jæja, en hvað um það — dagurinn var eyðilagður. Fyrir hugskotssjón- um mínum svifu óútskýrð hugtök eins og „BLUP-aðferðir" og „BLUP- spár" með tilheyrandi „margfeld- isstuðlum" og „skekkjuvöldum", svo ekki sé minnst á möguleikann að ganga „framhjá Mendelslögmálinu" þegar menn pæla í þessu öllu saman. Mér fannst ég vera svikinn. Mogginn sem hafði útskýrt fyrir mér flóknustu fyrirbæri mannlífs- ins, eins og fjárlagafrumvarpið og Persaflóastríðið, hafði nú gersam- lega brugðist hlutverki sínu. Það sem eftir lifði dagsins vafraði ég um á vinnustaðnum eins og hug- sjúkur maður og hugsaði um BLUP og aftur BLUP. Og það var sama hvern ég spurði, lesendur Moggans jafnt sem aðra — enginn hafði hug- mynd um hvað BLUP gæti verið. lOckt á BLXJR Nefndinvéksérhjáaí 3vara gagnrýnisatriðuml sra HalUlór Gimnarsson í Holf segir: „i-M n->..,r,» i»n ¦¦.'«' * Ifí,*$HZZ£, .1 ..-,.! f, ..-.,„ I.IJ'l-I"'"" Þess vegna spyr ég nú Moggann sjálfan: Hvað er þetta BLUP? Og ef Mogginn veit það ekki, (sem mig grunar að sé tilfellið) hver veit það þá? Því ef sá sem skrifaði greinarn- ar vissi það, þá hlyti hann að hafa komið þeirri vitneskju einhvers stað- ar fyrir í annarri hvorri greininni eða báðum. Nema, svo ég vitni í greinina sjálfa, að sá hinn sami skríbent hafi leitað til „garðyrkju- manna eða kjúklingaræktenda um ráðgjöf, fremur en til þeirra hrossa- ræktarráðunauta, sem starfa í dag". En einhver hlýtur að vita hvað þetta BLUP er, þótt almennir les- endur Morgunblaðsins viti það ekki. Við bíðum öll í ofvæni eftir ítarleg- um útskýringum. Fyrir hðnd lesenda Mbl. J.Á. Steinsson Ofríki Efnahagsbandalags Velvakandi Reynir Guðmundsson skrifaði Velvakanda bréf, sem birt var 5. október. Það var út af dr. Joseph Curren, sem ritaði grein í Morgun- blaðið 24. ágúst sl. Höfundarkynn- ing blaðsins var ónákvæm. Sjálfur segir Reynir ranglega að dr. Curren sé „Ameríkubúi". Hann er að vísu fæddur í Bandaríkjunum, en býr hér í Reykjavík og er að eigin sögn starfandi prestur við kaþólsku kirkj- una Landakoti. Hann varði doktors- ritgerð um innri markað Evrópu- bandalagsins í Belgíu. Reynir tekur upp nokkrar setn- ingar úr Morgunblaðsgrein minni 24. ágúst. Málið er það að við eigum rétt á tollfríðindum, ef við látum þau ganga fyrir um kaup á þeim. Það er þeirra eigin hagur, því að án íslensks fiskjar myndi verðið hækka á meginlandinu. EB krefst hins vegar annars tveggja: Milljarða króna tollgreiðslna ellegar afnota af auðlindum okkar. Slíkt er ofríkið. Magni Guðmundsson. Þessir hringdu .. Tópas Iiorfiiin Gulbröndóttur köttur kallaður Tópas, hvarf úr Safamýrinni, 2. október. Hann er 1 og hálfs árs, eyrnamerktur R-0136 en er líka með ómerkta hálsól. Þegar talað er um eyrnamerkingar þá er átt við að númerin séu tattóveruð inn í eyra kattarins. Þeir sem hafa orðið varir við Tópas eru vinsam- legast beðnir að hringja í síma 687114 eða 606746 sem er vinn- Myndavél tapaðist Um síðustu helgi glataðist myndavél í brúnu leðurhulstri. Þrír staðir koma til greina: Þingvellir, við Laugarvatn eða Brekkuskógur. Finnandi vinsamlegast hringi í sima 53305. Gleraugu týnd Ólafur tapaði gleraugunum sínum 3. október sl. Gleraugun eru með silfurlitaðar stálspangir og á vinstra gleri er örlítil sprunga. Finnandi vinsamlegast hafi samband við Ólaf í síma 38534. IKOLAPOOTINU FÆRÐU MEIRA FYRIR KRÓNURNAR ÞIIMAR! 120 seljendur með allt mílií himins 09 jarðar, t.d.: - 40 Ijósa útiljósasería m/spenni 1190 kr. - Barbie dót á hálfvirði - ilmvötn frá 600 kr. - hræódýr handverkfæri - sokkar frá 100 kr. - leikfimisett (bolur og buxur) á 1500 kr. - pottaplöntur á gjafverði - 3 Ijósaperur á 100 kr. - gullkeðjur í metratali - Apple varalitir og naglalökk, aðeins 200 kr. - 4 herðatré á 100 kr. - 75% afsláttur á serivéttum, 4 pakkar á 200 kr. - bílskúrstjakkar á 3600 kr. og ótrúlegasta góðgæti fyrir sælkera. OPH) laugardag kl. 10-16 og sunnudag KI.11-17. AF GEFNU TILEFNI: Vinsamlegast athugið að gestir fá ekki aðgang fyrír auglýstan opnunartíma. KOLAPORTIÐ M^RKa-DXfORT *r m» ¦ ¦¦' \3Wsn HELGINA: SVARTISAUÐURINN - SR. GUNNAR BJÖRNSSON • KR. 350.- JÓIKONN OG SÖNG VINIR HANS • KR. 300.- ÁSTVINAMISSIR* KR. 500.- STJÖRNUMERKIN OG ÁHRlF ÞEIRRA • KR. 750.- BÓKAPAKKAR - 5 BÆKUR í PAKKA • VERÐ FRÁ KR. 350.- ^ö£AW4ffí(AÐj55 Opiö: Laugardagakl. 10-16 Sunnudaga kl. 13-17 Virkadagakl.9-18 HUNDRUB BQKATBTLA - BarnaöSBkur • Unglingabækur • íslenskur fróöleikur • Æviminningar - Viötalsbækur - Ljóöabækur • Þýddar skáldsögur • Ástarsögur • Sakamálasögur o. m. fl. Skjaldborél^J bókautgftfa Skjaldborgarhúsinu /\rrnuia <-%$

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.