Morgunblaðið - 12.10.1991, Side 41

Morgunblaðið - 12.10.1991, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTOBER 1991 41 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 891282 KL. 10—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS Hvað er BLUP? Á hveijum morgni les ég Mogg- ann meðan ég skola niður uppáhalds komflexina mínu með íslenskri kúa- mjólk. Þetta er holl athöfn að fæða andann með Moggalestrinu um leið og maður nærir holdið. Að loknum svona heilsusamlegum morgunverði er maður auðvitað í toppformi og tilbúinn að takast á við verkefni dagsins. En stundum verður eitthvað til að trufla þessa vanabundnu athöfn. í þetta skiptið var það blessður Mogginn, en á síðu 46 voru tvær óskiljanlegar fréttir um sama efni. Önnur var með fyrirsögninni: „Út- tekt á BLUP:” og hin; „Dr. Þorvald- ur Árnason um niðurstöðu úttektar- nefndarinnar:” Hmm? hugsaði ég og renndi augunum yfir textann. Þá rak ég augun í orð eins og „Bún- aðarfélag íslands” og „hrossarækt” og áhugi minn var vakinn. Hvað skyldi þetta BLUP vera, hugsaði ég og las greinarnar með athygli. Og komflexið missti allan sinn sjarma og mjólkin volgnaði á diskinum fyrir framan mig meðan ég leitaði að svarinu. En eftir lestur- inn var ég engu nær um hvað þetta BLUP væri, enda fjölluðu greinam- ar mest um persónulegt skítkast þeirra sem deildu um notagildi mis- BLUP-ískra aðferða við hrossarækt beggja vegna Atlandsála. Nei, ég hlýt bara að hafa misskil- ið þetta, hugsaði ég og las báðar greinarnar aftur. Það hlýtur að leyn- ast einhver útskýring á þessu BLUP þama einhvers staðar. Greinamar ijölluðu um ótilgreindar aðferðir við hrossarækt, svo mikið var ljóst. Samt var ekki einu orði eytt á hvað þetta BLUP hefði með hrossarækt að gera, — en BLUP-ið var samt þungamiðja þess sem báðar grein- amar fjölluðu um. Þetta var greini- lega hið dularfyllsta mál. Þá rak ég augun í fáein orð sem hefðu getað varpað ljósi á málið. í annarri greininni var vitnað í eldri grein í „hestaþætti Morgunblaðsins á íaugardag”. Aha! hugsaði ég og Góður stjórn- andi á Bylgjunni Oft er verið að senda stjómend- um á frjálsu útvarpsstöðvunum kaldar kveðjur fyrir óvandað máifar og fíflalæti í útsendingu. Ég tek undir þetta að mörgu leyti en þó er einn að mínu mati sem skarar fram úr hvað varðar gott málfar, skemmtilegar frásagnir og' góð lög. Þetta er Snorri Sturluson á Bylgj- unni sem fær frá mér góðar kveðj- ur fyrir öll hans þægilegheit. Kona úr Árbænum. leitaði í blaðagrindinni að laugar- dagsblaðinu, en án árangurs. Það var víst komið í búrið undir páfa- gaukinn. Jæja, en hvað um það — dagurinn var eyðilagður. Fyrir hugskotssjón- um mínum svifu óútskýrð hugtök eins og „BLUP-aðferðir” og „BLUP- spár” með tilheyrandi „margfeld- isstuðlum” og „skekkjuvöldum”, svo ekki sé minnst á möguleikann að ganga „framhjá Mendelslögmálinu” þegar menn pæla í þessu öllu saman. Mér fannst ég vera svikinn. Mogginn sem hafði útskýrt fyrir mér flóknustu fyrirbæri mannlífs- ins, eins og fjárlagafrumvarpið og Persaflóastríðið, hafði nú gersam- lega brugðist hlutverki sínu. Það sem eftir lifði dagsins vafraði ég um á vinnustaðnum eins og hug- sjúkur maður og hugsaði um BLUP og aftur BLUP. Og það var sama hvem ég spurði, lesendur Moggans jafnt sem aðra — enginn hafði hug- mynd um hvað BLUP gæti verið. ht.ipkt á BLUP: f.Nefndin vék sér hjá a< [ivara gagnrýnisatriðum sccii- sé.*a Halklór Gu.marsson í llol «*• rP* ’Íu.W-KSrta™. . •: .rri.1 * fjrslul' Þess vegna spyr ég nú Moggann sjálfan: Hvað er þetta BLUP? Og ef Mogginn veit það ekki, (sem mig grunar að sé tilfellið) hver veit það þá? Því ef sá sem skrifaði greinam- ar vissi það, þá hlyti hann að hafa komið þeirri vitneskju einhvers stað- ar fyrir í annarri hvorri greininni eða báðum. Nema, svo ég vitni í greinina sjálfa, að sá hinn sami skríbent hafi leitað til „garðyrkju- manna eða kjúklingaræktenda um ráðgjöf, fremur en til þeirra hrossa- ræktarráðunauta, sem starfa í dag”. En einhver hlýtur að vita hvað þetta BLUP er, þótt almennir les- endur Morgunblaðsins viti það ekki. Við bíðum öll í ofvæni eftir ítarleg- um útskýringum. Fyrir hönd lesenda Mbl. J.Á. Steinsson Ofríki Efnahagsbandalags bandalagsins í Belgíu. Reynir tekur upp nokkrar setn- ingar úr Morgunblaðsgrein minni 24. ágúst. Málið er það að við eigum rétt á tollfríðindum, ef við látum þau ganga fyrir um kaup á þeim. Það er þeirra eigin hagur, því að án íslensks fískjar myndi verðið hækka á meginlandinu. EB krefst hins vegar annars tveggja: Milljarða króna tollgreiðslna ellegar afnota af auðlindum okkar. Slíkt er ofríkið. Magni Guðmundsson. Velvakandi Reynir Guðmundsson skrifaði Velvakanda bréf, sem birt var 5. október. Það var út af dr. Joseph Curren, sem ritaði grein í Morgun- blaðið 24. ágúst sl. Höfundarkynn- ing blaðsins var ónákvæm. Sjálfur segir Reynir ranglega að dr. Curren sé „Ameríkubúi”. Hann er að vísu fæddur í Bandaríkjunum, en býr hér í Reykjavík og er að eigin sögn starfandi prestur við kaþólsku kirkj- una Landakoti. Hann varði doktors- ritgerð um innri markað Evrópu- Þessir hringdu ... Tópas horfinn Gulbröndóttur köttur kallaður Tópas, hvarf úr Safamýrinni, 2. október. Hann er 1 og hálfs árs, eymamerktur R-0136 en er líka með ómerkta hálsól. Þegar talað er um eyrnamerkingar þá er átt við að númerin séu tattóveruð inn í eyra kattarins. Þeir sem hafa orðið varir við Tópas eru vinsam- legast beðnir að hringja í síma 687114 eða 606746 sem er vinn- usími. Myndavél tapaðist Um síðustu helgi glataðist myndavél í brúnu leðurhulstri. Þrír staðir koma til greina: Þingvellir, við Laugarvatn eða Brekkuskógur. Finnandi vinsamlegast hringi í síma 53305. Gleraugu týnd Ólafur tapaði gleraugunum sínum 3. október sl. Gleraugun eru með silfurlitaðar stálspangir og á vinstra gleri er örlítil sprunga. Finnandi vinsamlegast hafí samband við Ólaf í síma 38534. IKOLAPORTINU FÆRÐU MEIRA FYRIR KRÓNURNAR ÞÍIMAR! 120 seljendur meö allt milli himins og jarðar, t.d.: - 40 Ijósa útiljósasería m/spenni 1190 kr. - Barbie dót á hálfvirði - ilmvötn frá 600 kr. - hræódýr handverkfæri - sokkar frá 100 kr. - leikfimisett (bolur og buxur) á 1500 kr. - pottaplöntur á gjafverði - 3 Ijósaperur á 100 kr. - gullkeðjur í metratali - Apple varalitir og naglalökk, aðeins 200 kr. - 4 herðatré á 100 kr. - 75% afsláttur á serivéttum, 4 pakkar á 200 kr. - bílskúrstjakkar á 3600 kr. og ótrúlegasta góðgæti fyrir sælkera. OPIÐ laugardag kl.10-16 og sunnudag kl.11-17. AF.GEFNU TILEFNI: Vinsamlegast athugið að gestir fá ekki aðgang fyrir auglýstan opnunartíma. KOIAPORTIÐ ' MrfR KaÐStORr SÉRTILBI 3Ð UIVI HEL GINA: SVARTI SAUÐURINN - SR. GUNNAR BJÖRNSSON • KR. 350. JÓIKONN OG SÖNG VINIR HANS • KR. 300.- ÁSTVINAMISSIR• KR. 500.- STJÖRNUMERKIN OG ÁHRIF ÞEIRRA * KR. 750.- BÓKAPAKKAR - 5 BÆKUR í PAKKA • VERÐ FRÁ KR. 350.- Opiö: Laugardaga kl. 10-16 Sunnudagakl. 13-17 Virka daga kl. 9-18 HUNDRUB BQKATITLA • Barnabækur • Unglingabækur • íslenskur fróöleikur - Æviminningar - Viötaisbækur - Ljóöabækur - Þýddar skáldsögur - Ástarsögur • Sakamálasögur o. m. fl. ERINN Skjaldborgarhúsinu Ármúla 23 ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.