Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991 Guðmundur Stefánsson framkvæmdastj óri Laxár: Fullyrðingar um undirboð eru úr lausu lofti gripnar GUÐMUNDUR Stefánsson framkvæmdaslgóri Fóðurverksmiðjunnar Laxár hf. á Akureyri segir fóðurverð það sem Laxá býður viðskipta- vinum sínum ekki óeðlilega lágt og fráleitt sé að tala um undirboð í j,.því sambandi. Guðmundur hefur sent frá sér fréttatilkynningu vegna ummæla Arna Gunnarssonar framkvæmdastjóra Ewos hf. i fjölmiðlum að undanförnu, m.a. í viðskiptablaði Morgunblaðsins á fimmtudag þar sem þessu er haldið fram. „Það fóðurverð sem Laxá hf. býð- ur viðskiptavinum sínum er ekki óeðlilegt m.v. kostnað félagsins. Sé verð hjá Laxá hf. lægra en hjá Ewos hf. er það vegna þess að vel hefur tekist til við þá hagræðingu sem gerð hefur verið í ölium rekstri Morgunblaðið/Rúnar Þór Valgarður Stefánsson opnar sýn- ingu í Gamla Lundi á laugardag. Valgarður meðsýninguí Gamla Lundi Valgarður Stefánsson opnar mál- verkasýningu í Gamla Lundi við Eiðsvöll á Akureyri á morgun, laugardaginn 12. október. Þetta er 10. einkasýning Val- garðs, en hann hélt sína fyrstu sýn- ingu árið 1972. Hann hefur tekið þátt í fjölda samsýninga víða um land. í sumar hélt Valgarður einka- sýningu í Lathi í Finnlandi í boði menningarmálanefndar Lathiborg- ; ar. Auk myndlistar hefur Valgarður einnig unnið að ritstörfum og þátta- gerð fyrir útvarp. Sýningin verður opin frá ki. 14 til 19 um helgar og frá 20 til 22 virka daga, en henni lýkur sunnu- daginn 20. október. Laxár hf. og eðliiegt er að skili sér til viðskiptavina þess. Það er hins vegar rétt að hjá Laxá hf. ekki síður en hjá Ewos hf. eru takmörk fyrir því hve mikinn samdrátt í sölu félag- ið getur þolað. Sú fullyrðing að Laxá hf. undir- bjóði samkeppnisaðila sína er úr lausu lofti gripin. Hið rétta er, að vera má að Laxá hf. bjóði lægra verð, sem er allt annað en undirboð, enda Ewos hf. engin opinber viðmið- un, hvorki hér heima né annars stað- ar. Á það má þó benda, að á sínum tíma tapaði Istess hf. mikilvægum viðskiptavinum til Ewos hf. vegna þess að Ewos hf. bauð mun lægra verð en tíðkaðist almennt. Skv. skil- greiningu framkvæmdastjóra Ewos hf. mun hér hafa verið um undirboð og óeðlilega viðskiptahætti að ræða. Vegna þeirra ummæla sem fram- kvæmdastjóri Ewos hf. viðhefur um hluthafa Laxár hf. skal það undir- strikað að Laxá hf. er hlutafélag og hvort Akureyrarbær, Byggðastofn- un eða aðrir eru hluthafar gefur ekki sérstaklega tilefni til lægra verðs á vörum félagsins. Á það má benda að einmitt þessir fyrrnefndu aðilar voru hluthafar Istess hf. og að Ewos hf. bauð þá lægra verð en Istess hf. gerði. Laxá hf. leigir fóðurverksmiðjuna af þrotabúi ístess hf. Sú fullyrðing að hluthafar í Laxá lif. leigi verk- Mývatnssveit: Björk, Mývatnssveit. ÞAÐ virðist vera samdóma álit margra hér um slóðir, að menn muna vart aðra eins rjúpnafæð sem nú. Þó farið hafi verið víða um sést ekki rjúpa. Fyrr á árum var hér oft mikill fjöldi rjúpna, en síðustu ár virðist henni hafa farið jafnt og þétt fækk- andi. Hér er vissulega um áhyggju- smiðjuna af sjálfum sér er því röng. Hiuthafar í Laxá hf. stjórna ekki þrotabúinu, heldur opinber bústjóri. Hins vegar skal á það bent, að nokkrir hluthafar í Laxá hf. sem einnig voru hluthafar í ístess hf. eiga líklega stærstan hluta krafna í þrotabúið. Ef þær kröfur fást ekki greiddar munu þessir aðilar sitja uppi með tapið og því í meira lagi hæpið að fullyrða að þeir standi ekki við skuldbindingar sínar, sér- staklega sé miðað við hvernig gjald- þrot ístess hf. bar að. Það er að sjálfsögðu út í hött að segja að þeir aðilar sem að Laxá hf. standa séu að koma inn á fóður- markaðinn nú í samkeppni við Ewos hf. Flestir þessara aðila voru með í ístess hf. sem var á þessum mark- aði á undan Ewos hf., bæði hér heima og í Færeyjum. Af hálfu Laxár hf. er ekki meira um þetta mál að segja. Laxá hf. mun halda áfram að þjóna sínum viðskiptavinum þannig að gagn- kvæmur ávinningur sé af þeim sam- skiptum. Laxá hf. býður Ewos hf. velkomið til áframhaldandi sam- keppni, íslensku fiskeldi og fóður- gerð til framdráttar.” --------*-*-»------- ■ AÐALFUNDUR Útvegs- mannafélags Norðurlands, sem fresta varð vegna veðurs í síðustu viku, verður haldinn að Hótel KEA á Akureyri næstkomandi mánudag, 14. október, og hefst hann kl. 14. Á fundinum verður m.a. rætt um það sem framundan er í sjávarút- vegsmálum, afla- og tekjuskerð- ingu, fijálst fískverð og olíuverð. efni að ræða, mörgum finnst um- hverfið fátæklegra en áður. Þá var hver klettur og kambur hér í hraun- unum fullsetin rjúpu á haustin. Nú er allt autt og snautt. Menn vona svo sannarlega að stjórnvöld skerist í leikinn til bjarg- ar ijúpnastofninum áður en það verður um seinan. Kristján Rjúpunni fækkar Morgunblaðið/Benjamín Elísabet Árnadóttir, Óttar Ketilsson, Sigrún Halldórsdóttir, Stefán Árnason og Þorsteinn Eiríksson. Elísabet, Stefán og Þorsteinn eiga sæti í húsnæðisnefnd Eyjafjarðarsveitar. Eyjafjarðarsveit: Kaupleiguíbúð afhent Ytri-Tjörnum. FYRSTA félagslega kaupleiguíbúðin af fjórum sem byggðar voru á vegum Eyjafjarðarsveitar í landi Reykhúsa við Kristnesspítala var formlega afhent við athöfn síðastliðinn sunnudag. Það eru hjónin Sigrún Halldórs- dóttir og Óttar Ketilsson sem fengu fyrstu íbúðina, en ekki hefur endan- lega verið gengið frá úthlutun ann- arra íbúða í húsinu. Ibúðirnar voru til sýnis fyrir íbúa sveitarinnar þennan sama dag og komu um 70 manns til að skoða þær. Um er að ræða raðhús með fjórum tveggja og þriggja herbergja íbúðum og eru þær 66 og 87 fermetr- ar að stærð. Verktaki við raðhúsbygginguna var Þorgils Jóhannesson, en Aðal- steinn Júlíusson teiknaði húsið. Fyr- irhugað er að byggja á þessum sama staði þijú raðhús til viðbótar á næstu árum. - Benjamín Kammerhljómsveit Akureyrar: Norrænir og suðrænir dansar á tónleikum FYRSTU tónleikar Kammerhljómsveitar Akureyrar á þessum vetri verða í Akureyrarkirkju á morgun, sunnudag, 13. október, kl. 17. Fluttir verða norrænir og suðrænir hljómsveitardansar undir stjórn Roar Kvam. Á efnisskránni verður lífleg fant- asía um spænska þjóðdansa fyrir einleiksgítar og hljómsveit eftir Spánveijann Rodrigo og verður Ein- ar K. Einarsson einleikari í verkinu. Tónlist spænska tónskáldsins De Falla hefur marga glatt og ætti bal- lettsvíta hans „E1 amor brujo” að gera það líka á tónleikunum með sínum þekkta eiddansþætti. Þá verða fluttir rímnadansar Jóns Leifs og balletttónlist Erland van Koch sem hann samdi við leikritið um Palla rófulausa. Einar Kristján Einarsson hóf nám við Tónlistarskólann á Akureyri og síðan við Tónskóla Sigursveins það- an sem hann lauk einleikaraprófi. Þá hélt hann til framhaldsnáms við tónlistarháskólann í Manchester. Hann hefur haldið fjölmarga tón- leika heima og erlendis, en þetta verða fyrstu tónleikar hans með Kammerhijómsveit Akureyrar. Hljómsveitin verður skipuð 30 hljóð- færaleikurum að þessu sinni. (Fréttatilkynning) stórstjörnu og má geta þess að sá litli fær 60 milljónir íkr. fyrir sína næstu mynd, og er hann nú byijað- ur að leika í „Home Alone, Again”, segir í fréttatilkynningu frá Bíó- hölllinni. I tilefni þess að myndin hefur verið sýnd í Bíóhöllinni síðan um áramót verður afmælisafsláttur á sýningu myndarinnar um helgina. Clé Douglas. ■ DANSARINN Clé Douglas heldur danssýningu í Kramhúsinu við Bergstaðastræti í kvöld, laug- ardaginn 12. október, kl. 21.00, sem hann nefnir „My shades of the Blu- es”. Miðaverð er kr. 400. ■ HIN árlega kaffisala Kvenfé- lags Laugarnessóknar verður sunnu- daginn 13. október í safnaðarheimili kirkjunnar strax að lokinni guðs- þjónustu. Þennan dag verða tvær guðsþjónustur, þ.e. kl. 11 árdegis verður guðsþjónusta þar sem Drengjakór Laugarneskirkju syngur og barnastarfið verður á sama tíma. Kl. 14 verður hátíðarguðsþjónusta með fjölbreyttum söng Kórs Laugar- neskirkju. Sr. Sigrún Óskarsdóttir aðstoðarprestur, prédikar, en sr. Jón D. Hróbjartsson þjónar fyrir altari. Til að auðvelda fólki að koma til kirkju þennan dag verður rúta kl. 13.30 frá Hátúni 10 og við Dalbraut 18-20 kl. 13.45. Einsogí fyrraverða guðsþjónustur að jafnaði einu sinni í mánuði eftir hádegi til að koma til móts við þá sem vilja heldur koma til kirkju á þeim tíma. Þá verður einnig boðið upp á kaffi og stutta dagskrá til ánægjuauka. Verða þess- ar guðsþjónustur aðallega miðaðar við þarfir eldri borgara, þótt allir séu að sjálfsögðu velkomnir. Jón D. Hróbjartsson, sóknarprestur. Atnði úr myndinni Aleinn heiina. ■ BÍÓHÖLLIN heldur nú um helgina upp á 10 mánaða afmæli myndarinnar „Aleinn heima” eða „Home alone”. Hér er á ferðinni aðsóknarmesta mynd ársins á ís- landi og í heiminum á þessu ári. Aleinn heima er vinsælasta grín- mynd allra tíma og hefur get hinn 10 ára snáða Macauley Culkin að Tannlæknir Hef hafið störf við almennar tannlækningar á tannlæknastofu Þórarins Sigurðssonar, Glerárgötu 34, Akureyri. Tímapantanir í síma 24230. Úlfur Guðmundsson, tannlæknir. Laugarneskirkja.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.