Morgunblaðið - 12.10.1991, Blaðsíða 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 12. OKTÓBER 1991
Friðarráðstefna í Miðausturlöndum:
„Hætta á að öfgamenn
grípi til örþrifaráða”
- segir James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Washington. Reuter.
JAMES Baker, utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna, varaði við
því á fimmtudagskvöld að öfga-
menn kynnu að grípa til örþrifa-
ráða til að koma í veg fyrir að
■ STOKKHÓLMI - Níkolaj
Úspenski, sendiherra Sovétríkj-
anna í Svíþjóð, hefur verið gert
að láta af störfum. Skýrði blaða-
fulltrúi sendiráðsins í Stokkhólmi
frá þessu á fimmtudag. Ástæðan
er talin sú að Úspenskí studdi
ekki við bakið á Míkhaíl Gor-
batsjov, forseta Sovétríkjanna, á
meðan á valdaráninu stóð í ágúst.
Fjölmargir sovéskir sendiherrar
voru kallaðir til Moskvu til skrafs
og ráðagerða eftir valdaránið.
Fyrstu yfirlýsingar Úspenskís eftir
að valdaránið varð kunnugt bentu
til þess að hann styddi það.
■ HAMBORG - Stjómvöld í
Þýskalandi og Sovétríkjunum hafa
komist að samkomulagi um að
Erich Honecker, fyrrverandi leið-
togi Austur-Þýskalands, skuli
dveljast áfram í Sovétríkjunum um
sinn, að sögn þýska dagblaðsins
Bild. Sjálfur kveðst Honecker í
sjónvarpsviðtali ekki vilja snúa
aftur til Þýskalands fyrr en ákær-
ur á hendur honum verði látnar
niður falla. Bild segir að fulltrúar
þýskra stjómvalda fái að yfirheyra
Honecker í Moskvu vegna ásakana
á hendur honum í tengslum við
dráp landamæravarða á flótta-
mönnum sem reyndu að komast
yfir Berlínarmúrinn.
haldin yrði ráðstefna um frið í
Miðausturlöndum.
Baker fer í áttundu friðarför
sína til Miðausturlanda á sunnu-
dag. Hann ræddi á fimmtudag við
fjóra palestínska fulltrúa um
hveijir skyldu taka þátt í ráðstefn-
unni fyrir hönd Palestínumanna.
Hann hvatti Palestínumenn til að
fallast á aðild að ráðstefnunni og
áréttaði að stjórnvöld í Bandaríkj-
unum og Sovétríkjunum væm
staðráðin í að efna til hennar í lok
mánaðarins. Eftir fimm stunda
viðræður sögðust Palestínumenn-
imir ekki enn vera reiðubúnir að
tilkynna þátttöku.
Ottast var í gær að upp úr kynni
að sjóða á hemumdu svæðunum
í Israel eftir að Palestínumaður
banaði tveimur ísraelskum her-
mönnum með því að aka á hóp
hermanna, sem var að bíða eftir
rútu. Ellefu hermenn urðu fyrir
meiðslum og nokkrir alvarlegum.
Maðurinn kvaðst hafa viljað hefna
drápa á 18 aröbum í Jerúsalem
fyrir ári. Einnig hefur það valdið
áhyggjum að lögreglan hefur leyft
hópi ísraelskra öfgamanna að setj-
ast að í byggingu í arabahverfí í
Austur-Jérúsalem.
Bandaríska dagblaðið New
York Times skýrði frá því í gær
að Hafez al-Assad, forseti Sýr-
lands, hefði sagt við Baker í síð-
asta mánuði að hann teldi vand-
kvæði á því að Sýrlendingar gætu
tekið þátt í friðarráðstefnunni.
Embættismaður í bandaríska ut-
anríkisráðuneytinu staðfesti þessa
frétt að hluta og sagði að Ássad
liti svo á að erfítt væri fyrir Sýr-
lendinga að fallast á ráðstefnuna
á meðan þeir ættu enn formlega
í stríði við ísraela.
Flokksþing kommúnista á Kúbu:
Reuter
Major hyggst stjórna í
anda „ byltingarinnar ”
John Major, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær á flokksþingi
breskra íhaldsmanna, því fyrsta frá því hann tók við embættinu,
að stjóm íhaldsflokksins myndi halda áfram að stjóma í anda „bylt-
ingar síðasta áratugar”; standa vörð um einkaeignarstefnuna, hlúa
að einkaframtakinu og bæta þjónustu hins opinbera. Hann sagði
að Bretar gætu verið stoltir af þeim árangri sem fyrirrennari hans,
Margaret Thatcher, náði á ellefu ára valdatíma sínum. Hann vísaði
jafnframt á bug staðhæfíngum stjómarandstæðinga um að stjómin
stefndi að einkavæðingu í heilbrigðisgeiranum. Á myndinni klappa
þingfulltrúar forsætisráðherranum lof í lófa.
Kastró segir að hvergi verði
hvikað frá kommúnismanum
Havana. Reuter.
FIDEL Kastró, forseti Kúbu,
sagði á flokksþingi kommúnista-
flokks landsins, sem hófst á
fimmtudag, að Kúbverjum bæri
Reuter
Regnhlífaverk Christos
Regnhlífaverk búlgarska listamannsins Christo varð að veruleika í
fyrrdag þegar 1.760 risastórar gular „regnhlífar” opnuðust í Kalifomíu
í Bandaríkjunum skömmu eftir sólarupprás. Sextán klukkustundum
áður höfðu 1.340 bláar regnhlífar verið afhjúpaðar í Japan. „Þetta
verkefni snýst um samanburð. Það er á margan hátt líkt og sinfonía
í tveimur þáttum. Öðrum hröðum en hinum hægum,” sagði Christo
sem var viðstaddur opnunina í Japan en missti af byijun athafnarinnar
í Bandaríkjunum. Vegalögreglan í Kalifomíu er lítt hrifín af þessu
stærsta umhverfislistaverki veraldar enda búist við miklu umferðaröng-
þveiti þegar forvitnir gestir fara að streyma að í milljónatali.
skylda til að halda kommúnism-
anum til streitu og þeir myndu
gera það án stuðnings annarra
þjóða ef þörf krefði.
Kommúnistaleiðtoginn lét þessi
orð falla í fímm klukkustunda ræðu
að viðstöddum 1.800 flokksmönn-
um. „Við erum staðráðin í að Veija
okkur ein, umlukin hafí kapítalism-
ans,” sagði hann í tilfinningaþrung-
inni ræðu sinni. „Okkur ber skylda
til að halda hugsjónum kommún-
ismans til streitu vegna allrar
heimsbyggðarinnar. Það er skylda
okkar við söguna að beijast fyrir
hugsjónum okkar og þetta er bar-
átta í þágu allra þeirra sem eru
svangir, arðrændir og kúgaðir í
heiminum.”
Flokksþingið stendur í fjóra daga
og ræða á hvemig bregðast eigi við
vaxandi efnahagserfíðleikum og
auknum þrýstingi frá öðrum ríkjum
um stjórnmálaumbætur á Kúbu.
Kastró ræddi einnig hfun kommún-
ismans í Sovétríkjunum og Austur-
Evrópulöndunum og sagði að Kúb-
veijar hefðu áður getað reitt sig á
stuðning þeirra. „Það er augljóst
að þessir atburðir hafa áhrif á þró-
unina hér, því bylting okkar var
ekki sköpuð í kristalskúlu.” Hann
’bætti við að Kúbveijar myndu þó
veija sig, einir eða með stuðningi
ríkja, sem em þeim enn vinveitt.
Heitar umræður urðu á þinginu
um tillögu þess efnis að kristnu
fólki yrði heimilað að ganga í flokk-
inn. Hún var að lokum samþykkt í
gær.
Athygli vakti að tveir af helstu
forystumönnum kommúnista-
flokksins voru ekki viðstaddir setn-
ingarathöfnina. Þeir em Raul
Kastró, vararitari flokksins og bróð-
ir forsetans, og Colome Ibarra,
hershöfðingi og innanríkisráðherra.
Embættismenn flokksins sögðu að
þeir yrðu í „stjómstöðvum sínum”
til að tryggja varnir Iandsins á
meðan flokksþingið færi fram.
Stjómarerindrekar sögðu að menn-
imir tveir kynnu að vera fjarstadd-
ir vegna þess að stjómarandstæð-
ingar hafa hótað að efna til mót-
mæla í Havana. Lögreglan hefur
verið með mikinn viðbúnað í höfuð-
borginni undanfama daga vegna
þingsins og handtekið að minnsta
kosti tólf stjórnarandstæðinga frá
því á miðvikudag.
Bandaríkin;
Thomas vísar ásökun-
um um áreitni á bug
Washington. Reuter.
CLARENCE Thomas, sem tilnefndur hefur verið sem dómari við
hæstarétt Bandaríkjanna, vísaði í gær á bug ásökunum þess efnis að
hann hefði sýnt fyrrum samstarfskonu sinni, Anita Hill, kynferðislega
áreitni. Sagðist hann i yfirheyrslu hjá dómsmálanefnd öldungardeildar-
innar vera „í uppnámi, særður og mjög sár” vegna staðhæfinga Hills.
Við skiptaþ ving-anir
á Haiti virka hratt
Yfírheyrslan var sýnd í beinni
útsendingu á öllum stærri sjónvarps-
stöðvum Bandaríkjanna. Thomas
gagnrýndi harðlega það sem hann
hafði þurft að ganga í gegnum eftir
að Hill setti ásakanir sínar fram og
hvernig fjölmiðlar hefðu velt sér upp
úr málinu. „Þetta em ekki Bandarík-
in. Þetta er eitthvað sem minnir á
atriði úr bók eftir Kafka,” sagði
hann meðal annars.
Hill kom einnig á fund nefndar-
innar í gær og endurtók eiðsvarin
ásakanimar á hendur Thomas.
Önnur kona, Angela Wright, sagði
í blaðaviðtali, sem birt var í gær,
að þegar hún starfaði hjá hinu opin-
bera fyrir nokkmm ámm, hjá stofn-
un sem Thomas var í forsvari fyrir,
hafí hann ítrekað gerst nærgöngull.
Hafí hann m.a. beðið hana um að
koma út með sér, spurt um stærð
bijósta hennar og eitt sinn birst
óboðinn fyrir utan íbúð hennar. Við-
talið var tekið af blaðinu North Caro-
lina Observer en Wright starfar nú
sem einn af ritstjóram þess.
Port-au-Prince. Reuter.
RÁÐAMENN í viðskiptalífi á Haiti, sem upprunalega munu hafa
veitt valdaránsmönnum úr röðum hersins þegjandi samþykki sitt,
hafa snúið við blaðinu og vilja að Jean-Bertrand Aristide forseti
taki aftur við völdum. Samtök Ameríkuríkja (OAS) ákváðu á þriðju-
dag að koma á viðskiptabanni á Haiti og hvöttu aðildarríki Samein-
uðu þjóðanna (SÞ) til að taka þátt í aðgerðunum. Allsherjarþing
SÞ krafðist þess í gær að lýðræði yrði endurreist á Haiti.
Talið er að bensín verði ef til
vill upp urið í landinu eftir fáeinar
vikur. „Eg held að þeir séu þegar
byijaðir að finna fyrir þessu,”
sagði Bemard Aronson, aðstoðar-
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
og taldi að herforingjamir myndu
eiga í miklum erfíðleikum með
stjóm landsins. Talsmaður haítí-
skra vinnuveitenda sagði að við-
skiptaþvinganimar myndu valda
þúsundum manna atvinnuleysi og
eyðileggja á endanum efnahag
landsins sem er afar bágur fyrrir.
„Þetta em tveir slæmir kostir og
við verðum að velja þann skárri,”
sagði talsmaðurinn. Hann bætti
við að Aristide fengi því aðeins
að koma aftur úr útlegðinni að
samið yrði um málið. OAS hefur
Iagt til að Aristide fái að snúa
heim gegn því að hann náði herfor-
ingjana, leyfí forseta herráðsins,
Raoul Cedras hershöfðingja, sem
jafnframt er leiðtogi valdaráns-
manna, að halda stöðu sinni og
tryggi að mannréttindi verði Virt.
■ HELSINKI - FinnarogSov-
étmenn hófu á mánudag viðræður
um endurskoðun á sáttmála ríkj-
anna um hernaðarsamvinnu.
Skýrði embættismaður í fínnska
utanríkisráðuneytinu frá þessu á
fimmtudag. Samkvæmt núgildandi
sáttmála, sem undirritaður var árið
1948 og gildir til ársins 2003, skuld-
binda Finnar sig til að veija norð-
vesturhluta Sovétríkjanna fyrir ár-
ásum Þjóðveija eða bandamanna
þeirra. Telja Finnar þennan sátt-
mála úreltan í ljósi þeirra breytinga
sem hafa orðið í Eyrópu.
----M-»----
Leiðrétting
Sú villa slæddist inn í fyrirsögn á
forsíðu Morgunblaðsins í gær að
Armenar hefðu afráðið að þjóðnýta
sovésk hergögn. Hið rétta er að það
em nágrannar þeirrar Azerar sem
hyggjast komast yfír vopn Rauða
hersins í Azerbajdzhan með þessum
hætti eins og raunar kemur skýrt
fram í sjálfri fréttinni. Lesendur eru
beðnir velvirðingar á þessum mis-
tökum.