Morgunblaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 15.11.1991, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 15. NÓVEMBER 1991 Sigríður Víðis Jóns dóttir - Minning' Fædd 15. apríl 1897 Dáin 10. nóvember 1991 Einn sumarmorgun fyrir rúmlega tveimur áratugum stóðu nokkur börn utan við dyr sýslumannsbú- staðarins á Húsavík. Dyrunum var lokið upp og fyrir innan stóð kona, gráhærð, lágvaxin og lotin í herð- um. Hún hafði sterk gleraugu og rýndi á börnin sem stóðu þögul og horfðu á hana. Loks stundi sá hug- rakkasti í hópnum upp: „Megum við sjá fuglana?” „Jah, langar ykk- ur að líta að líta á fuglana,” sagði konan og brosti. „Þá verðið þið að koma inn.” Börnin mjökuðu sér inn fyrir, fóru úr skónum og fýlgdu konunni inn í herbergið þar sem fuglarnir voru. Þar gat að líta mik- ið safn uppstoppaðra fugla. Konan sagði þeim frá nöfnum fuglanna og eins því að bráðum færi þetta allt á safn í nýja safnahúsinu sem verið var að byggja rétt hjá sýslu- mannsbústaðnum. Þegar börnin höfðu skoðað nægju sína kvöddu þau en þáðu þó nokkra sælgætis- mola hjá konunni góðu áður en þau fóru í skóna sína aftur. Þessi kona var Sigríður Víðis Jónsdóttir, fyrr- verandi sýslumannsfrú á Húsavík. Þetta var ekki í eina skiptið sem hún sýndi forvitnum litlum krílum á Húsavík fuglasafn þeirra hjóna, Sigríðar og Jóhanns Skaptasonar, sýslumanns. Ég var meðal þeirra sem fengu að skoða fuglana og hlustaði Iotningarfull á Sigríði segja frá þessum sérkennilegu dýrgrip- um. Fimmtán árum síðar lágu leiðir okkar saman á Akranesi. Þangað hafði Sigríður flutt eftir lát eigin- manns síns og bjó hjá systursyni sínum, Jóni Hálfdánarsyni og konu hans Kristínu Steinsdóttur. Þá var Sigríður komin vel yfir áttrætt, fín- gerð, hvíthærð kona með djúpa og kraftmikla rödd. Hún mundi vel eftir krakkakrílunum sem höfðu heimsótt hana til að skoða fuglana forðum og hún hélt enn þeim góða sið að vilja gauka sælgætismola að gestum sínum. „Þeir segja að súkk- ulaði sé ekkert svo óhollt”, var jafn- an viðkvæðið hjá henni og sú skoð- un átti vinsældum að fagna hjá yngstu kynslóðinni. Þó áð Sigríður Víðis væri að nálgast nírætt þegar hún kom til Akraness og hefði lengi verið sjúkl- ingur var hún ótrúlega ern og sagði skemmtilega frá. Henni þótti gam- an ‘Sð fá gesti og hún hafði unun af að sitja og spjalla. Þegar ég kom á heimilið varð okkur tíðrætt um Húsavík og um menn og málefni Norðanlands en Sigríður gat líka sagt fleiri sögur frá liðinni tíð. Skemmtilegast þótt mér að heyra hana lýsa starfi sínu í bókabúð á öðrum áratug þessarar aldar og ferð til Danmerkur, en þangað fór hún ein síns liðs og dvaldi í tvö ár. í Danmörku vann hún um hríð á búgarði og leit til með börnum, eins og hún orðaði það. Síðar vann hún við sauma í Kaupmannahöfn en vildi ekki fastráða sig því að hún vildi ferðast um landið og skoða sig um. Það fór ekki framhjá þeim sem kynntust Sigríði að hún var merkis- kona sem lagt hafði land undir fót og siglt til annarra landa meðan ferðalög voru fátíð og sjaldgæft að ungar stúlkur væru einar á faralds- fæti. Árið 1930 giftist Sigríður Jó- hanni Skaptasyni og með honum flutti hún til Patreksfjarðar þegar hann varð sýslumaður í Barða- strandarsýslu. í huga Sigríðar voru árin í Barðastrandarsýslu baráttuár fyrir eiginmann hennar sem af stór- hug vildi bæta vegi og byggja sjúkrahús. Víst er að Sigríður lá ekki á liði sínu og má minnast þess að þegar sýslumaður hafði látið reisa sjúkrahús á Patreksfirði keyptu þau hjónin kú svo að sjúkl- ingar gætu fengið mjólk. Á Patreks- firði urðu þau hjónin fyrir miklu eignatjóni þegar kviknaði í húsi þeirra. Þá brann mikið af þeim munum sem voru óbætanlegir, svo sem myndir og gripir sem Sigríður hafði keypt erlendis. Sigríður meiddist á baki þegar hún stökk út um glugga til að forðast eldinn og var flutt suður til læknis. Hún dæsti þegar hún sagði mér frá þess- um atburði. „Það var óttalegur kjánaskapur af mér að stökkva svona. Ég hefði ekkert þurft að stökkva þetta. Ef ég hefði beðið aðeins hefði mér verið bjargað.” „Þú gast ekki vitað það fyrir,” sagði ég en Sigríður Víðis hristi bara höfuð- ið yfir þeim kjánaskap sínum að stökkva út úr brennandi húsi fyrir nokkrum áratugum. Til Húsavíkur komu Sigríður og Jóhann árið 1956 þegar Jóhann var skipaður sýslumaður í Þingeyj- arsýslu og bæjarfógeti á Húsavík. Mér er í barnsminni hve garðurinn við hús þeirra var fallegur og trén há. Sigríður og Jóhann höfðu mik- inn áhuga á skógrækt og sá neisti slokknaði aldrei hjá Sigríði. Síðustu árin, eftir að hún var hætt að fara út, gekk hún daglega um húsið á Akranesi og hugaði það blómum og plöntum. Hún hafði yndi af að sjá Iífið vaxa og dafna. Sigríður studdi við bak manns síns meðan hann lifði og hélt myndarlegt heim- ili meðan henni entust kraftar. Hún hafði unun af að veita og var höfð- ingi til hinsta dags. Þó að heilsu Sigríðar væri tekið að hraka þegar hún kom til Akra- ness fyrir sex árum tók hún virkan þátt í heimilislífínu,meðal annars fyrir tilstilli barnanna, Steins Arn- ars, Eiríks og alnöfnunnar, Sigríðar Víðis sem höfðu frá upphafi litið á hana sem ömmu. Þeim þótti afar vænt um Siggu ömmu og hún varð félagi þeirra í daglegu amstri. Þau sögðu henni frá því sem þau voru að gera og kölluðu hana jafnvel að sjónvarpinu til að hún missti ekki af uppáhaldsefni þeirra, íþróttum. Ef verið var að undirbúa jól eða aðrar hátíðir, baka eða föndra, sat hún iðulega hjá börnunum og fylgd- ist með framkvæmdum en skaust svo öðru hvoru fram í herbergi og kom til baka með sælgætismola í skál handa viðstöddum. Það verður tómlegra að undirbúa jólin þegar amma er ekki lengur á kreiki að fylgjast með. Sigríður Víðis var fædd þann 15. apríl 1897 og var því níutíu og fjögurra ára að aldri er hún lést. Ég naut þeirrar ánægju að kynnast henni síðustu æviárin. Núna, þegar æviferli hennar er lokið gleðst ég yfir þvi hve góð þessi ár hennar voru. Hún naut ástar og umhyggju og hún fékk líka að elska og gefa. Fjölskyldunni á Akranesi sendi ég innilegar samúðarkveðjur þegar amma Sigga er farin hinstu ferðina. Blessuð sé minning Sigríðar Víð- is Jónsdóttur. Adda Steina Björnsdóttir Sigga amma flutti til okkar fyrir sex árum. Þá var Jóhann afi nýdá- inn og hún var bæði þreytt og las- in. Hún flutti inn í ömmuherbergi eins og það heitir núna. Þar var alltaf hlýtt og notalegt, djúpir stól- ar og gamlar myndir út um allt. Amma hresstist fljótt og átti eftir að setja mikinn svip á heimilislífíð. Hún tók þátt í öllu því sem við vorum að gera. Þegar við vorum að æfa okkur á píanó, flautu eða básúnu kom hún ævinlega fram og fylgdist með. Þá raulaði hún oft og klappaði taktinn. Stundum vildi hún líka prófa sjálf, sló á píanóið og hló. Hún sagðist samt hvorki geta sungið né spilað en hún hafði mjög gaman af allri tónlist og hlustaði tímunum saman á æfingar okkar. Og þegar við stóðum upp sagði hún svolítið hreykin: „Jæja nú erum við búin að æfa okkur”. Svo trítlaði hún fram og Iagði sig. Amma átti hvítan svan sem var oftast fullur af konfekti. Þegar við vorum að baka, lesa eða læra kom hann oft fljúgandi fullur af góð- gæti. Hún var aldrei í rónni nema hún ætti eitthvað gott til að gefa. Amma naut þess að vera með okk- ur þótt hún segðist lítið geta hjálp- að til af því hvað hún sæi illa og „væri bara að flækjast fyrir,” eins og hún sagði sjáif. Én hún var ekki að flækjast fyrir. Hún sagði okkur margar sögur og það var fróðlegt að spjalla við hana. Við fengum meðal annars að heyra þegar Gullfoss kom fyrst til landsins, þegar húsið brann á Pat- reksfirði og hún og afi misstu næst- um allt sem þau áttu og frá öllum forsetunum sem hún tók á móti þegar hún var sýslumannsfrú. Þótt hún segði okkur þessar sögur aftur og aftur var alltaf gaman að heyra hana segja frá. í haust þegar við sögðum henni að við ætluðum í frí til Ameríku þá horfði hún dreymandi út í blá- inn. Svo sagði hún: „Við fórum nú bara upp í Öskjuhlíð og höfðum með okkur nesti.” Amma fylgdist vel með. Hún hlustaði mikið á útvarp og horfði með okkur á sjónvarp. Þá sat hún alveg upp við tækið og stillti hátt en hún var síhrædd um að vera fyrir og spurði aftur og aftur hvort hún skyggði örugglega ekki á. Hún hafði mest gaman af þjóðlegum fróðleik, landslagsmyndum og íþróttum en kvartaði oft undan því þvað fréttirnar væru orðnaf ljótar. Henni fannst alltaf verið að drepa en hún elskaði lífið og þess vegna voru blóm og tré hennar uppáhald. Á hverjum degi fór hún í „löngu gönguna” fram í sólstofu. Þar sat hún hjá blómunum og talaði við þau. Mikið eiga rósirnar eftir að sakna hennar. Sigga amma var mikill höfðingi. Hún naut þess að gefa góðar gjafir og var sígefandi. En hún var alltaf „svo aldeilis hissa” á því að við skyldum gefa henni á móti, henni sem var orðin svo gömul. Hún var stolt af hlutunum sem við bjuggum til handa henni í skólanum og fannst þeir undantekningarlaust vera betur gerðir en það sem fékkst í búðum! Amma var alltaf í góðu skapi og nöldraði aldrei í okkur. Hún var þakklát fyrir allt sem við gerðum fyrir hana. Nú þegar hún er dáin finnst okkur samt að það hefði mátt vera enn meira. Amma tók alltaf af borðinu eftir sig og fannst allur matur góður. Bara einu sinni sagðist hún ekki hafa getað borðað það sem henni var boðið. Það var á Langanesinu forðum þegar borið var á borð eins og hún sagði sjálf: „Ja, svona spikfeitt hrossakjöt og bitanum bara skellt í heilu lagi á borðið.” En hún skammaðist sín alla ævi fyrir þann ódugnað. Og nú er Sigga amma farin og allt er svo tómlegt. Allt í einu er engin amma í ömmuherbergi og enginn sem stendur á stigapallinum og kveður okkur. Nú situr hún ekki lengur hjá okkur þegar við erum veik og við getum ekki framar kysst hana góða nótt. Jólin verða aldrei söm og þau voru. Við huggum okk- ur við að amma er komin til Jó- hanns afa sem henni þótti svo vænt um og við fylgjum henni norður í Laufáskirkjugarð til hans. Við erum þakklát fyrir að hafa átt svona góða ömmu og geymum minning- una um hana. Eiríkur og Steinn Arnar Sigga frænka, eins og við köll- uðum hana alltaf, er farin frá okk- ur, en við fengum að hafa hana lengi, og það erum við þakklát fyr- ir, því hún var andlega hress, ljúf og elskuleg til síðasta dags. Sigríður Víðis Jónsdóttir móður- systir mín, giftist Jóhanni Skapta- syni “lögfræðingi, sem skömmu seinna fékk sýslumannsémbætti á Patreksfirði, og fluttu þau þangað. Ekki varð þeim barna auðið, því miður, en Sigríður var ákaflega barngóð og nærgætin við börn og þess nutum við systrabörn hennar í ríkum mæli. Ég held að ekkert sumar hafi Iiðið án þess að eitt eða tvö okkar væru sumarlangt á Pat- reksfirði og seinna á Húsavík þegar Jóhann tók við sýslumannsembætti þar. Hjá þeim hjónum var gott og þroskavænlegt að vera, bæði fyrir börn og þaðan á ég ógleymanlegar æskuminningar. Það var svo gest- kvæmt á sýslumannsheimilinu að ég man ekki eftir að það liði svo nokkur dagur að einhver eða ein- hveijir kæmu ekki í kaffi eða borð- uðu með okkur og ekkert var til sparað handa gestum. Það var dýr- mæt reynsla að fá að hitta allt þetta fólk og hlusta á það skeggræða um landsins gagn og nauðsynjar og A> Alfheiður Jóns- dóttir - Minning’ I dag kveðjum við hinstu kveðju Álfheiði Jónsdóttur sem varð undan að látít eftir stutta en stranga viður- eign við illvígan sjúkdóm. Hún var fastur punktur í tilveru okkar frá þeim degi er hún tók þriggja mán- aða dóttur okkar í dagvistun fyrir tæpum níu árum. Þau er ófá, börn- in, sem komust til vits og ára und- ir hennar forsjá. Barnahópurinn hennar er orðinn stór. Hún sýndi fósturbörnum sínum kærleika og umhyggju eins og þau væni hennar eigin. Sum dvöldust undir verndar- væng hennar og Hreiðars, manns hennar, árum saman jafnvel langt framyfír forskólaaldur. Hjá Öllu fannst þeim gott að vera. Heimili hennar var ekki geymslustaður fyr- ir börn. Hún sinnti öllum þörfum skjólstæðinga sinna jafnt andlegum sem líkamlegum. Allt fórst henni jafn vel úr hendi hvort sem var að kenna bömunum vísur, föndra með þeim, kenna þeim að hekla og pijóna eða þerra tár. Hún stjórnaði liði sínu með festu en jafnframt slíkri'ljúfmennsku. og lagni^ð. fiftir. var tekið. Allt fór fram í ró og spekt. Rifrildi, slagsmál og missætti voru nær óþekkt fyrirbæri á þeim bæ. Hún keniyli börnunum að virða þær reglur sem hún setti og taka tillit hvert til annars. Oft þurftu foreldr- ar að beita börn sín fortölum til að fá þau með sér heim að Ioknum vinnudegi og þau yngstu áttu erfitt með að skilja hvers vegna ekki átti við að fara til Öllu um helgar. Nú er allt kyrrt og hljótt á Ás- vallagötu 48. Lífi og starfi einstakr- ar konu er-lokið. Börnin hennar fá efalaust samastað hjá öðrum góðum konum en minning hennar geymist í hjörtum okkar foreldra og barn- anpa sem hún reyndist svo vel. Við þökkum henni henni samfylgdina, umburðarlyndið og umhyggjuna sem hún átti í svo ríkum mæli. Hennar skarð verður vandfyllt. Hreiðari manni hennar biðjum við huggunar og sendum honum, son- um hennar og fjölskyldum þeirra innilegar samúðarkveðjur. Baldur og Þóra Kristín Það er oft sagt á hátíðlegum augnablikum, að börn okkar séu það dýrmætasta, sem við eigum, þau séu framtíð þjóðarinnar. Og að sjálfsögðu vilja allir framtíð síns barns sem besta. Mótun hvers ein- staklings fer hins vegar í vaxandi mæli fram utan heimilanna og áhrif foreldra fara minnkandi. Uppvöxtur hvers einstaklings er oft eins og tilraun, sem ekki er vitað fyrr en löngu síðar, hvernig hefur tekist. Við urðum þeirrar gæfu aðnjót- andi, að Jenna dóttir okkar fékk að njóta samvista og umönnunar Öllu ömmu, eins og hún var ávallt kölluð, á viðkvæmu mótunarskeiði. Alla var dagmamma hennar frá tveggja ára aldri og fram að skóla- göngu að undanskilinni nokkurra mánaða tilraun á leikskóla. Eftir að skólaganga hófst, var sambandi haldið við með heimsóknum til Öllu. Því teljum við það gæfu, að Alla sinnti barnahópnum og mætti þörf- um hans á sinn persónulega hátt, sem ekki verður lærður af bókum. Börnin voru virkjuð í leik og starfi af mikilli hugkvæmni,_ sem skilaði sér í sköpunargleði. Á hveiju ári var sáð blómafræjum og fylgst með nýju lífi, sem kviknaði. í bak- garðL og. innan -dyra tókst -Öllu- og. Hreiðari að skapa umhverfi, sem höfðaði svo vel til barnssálarinnar. Leiktæki, lítið hús í garði með eld- húsi og stofu, leikföng, föndurdót, allt var útbúið af sömu natni. Og ennþá hefur okkur ekki tekist, þrátt fyrir margar tilraunir, að elda gijónagráut, sem kemst í hálf- kvisti við þann sem borinn var fram á Ásvallagötunni. - Sennilega -var- -fjöldi- barna- -hjá- Öllu ekki alltaf í samræmi við opin- berar reglugerðir. Þó erum við viss um að aldrei var einu einstaka barni ofaukið í hópnum. Þörfum hvers barns var mætt, ekkert barn varð útundan. Eldri börnin hjálp- uðu til með því að syngja þau yngri í svefn eða aðstoða þau á annan veg og lærðu með því tillitssemi og hlýju. Ef einhver þessara litiu sála átti bágt, sameinuðust hinar um að hugga og lærðu með því samkennd og hjálpsemi. Engu að síður fékk hver einstaklingur notið sín og fannst hann sérstakur í augum Öllu. Sjálf var hún alltaf reiðubúin til að hjálpa, en ýtti um leið undir sjálfstæði litla fólksins. En ofar öllu gaf hún börnunum öiyggiskennd og uppfyllti til- finningalegar þarfir þeirra. Þótt Alla sé nú látin um aldur fram, lifir hún á vissan hátt í þeim börnum, sem hún sinnti á löngum ferli sem dagmamma. Það vega- nesti, sem hún gaf þeim með hóg- værð sinni og tillitssemi, en jafn- framt festu og hlýju, hlýtur að stuðla að því að þau verði betri einstaklingar en ella. Við kveðjum Öllu með þakklæti fyrir hlut henn- ar í uppvexti dóttur okkar og send- um fjölskyldu hennar okkar inni- legustu samúðarkveðjur. - ------ Stefán -og'Margrét.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.